Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1997, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. MARS 1997 Viðskipti Nýsköpunarverðlaun: Hugvit hf. verð- launað Rannsóknarráð íslands og Út- flutningsráö Islands hafa sam- þykkt að veita verðlaun ungu ís- lensku fyrirtæki sem þykir hafa skarað fram úr í nýsköpun. Markmið verðlaunaveitingar- innar er að vekja athygli á vel útfærðum nýjungum 1 atvinnu- lífi sem sýnast líklegar til vaxt- ar, arðs og atvinnuauka fyrir þjóðfélagið. Hugvit hf. hlýtur nýsköpunarverðlaunin að þessu sinni. Það hefur einbeitt sér að þróun svonefndra „hópvinnu- kerfa“ fyrir þjónustufyrirtæki og opinberar stofnanir. Samanburður skatta: Verslunin greið- ir meira í Fréttapósti Kaupmannasam- taka íslands segir að fjármála- ráðuneytið hafi staðfest tölur um greiðslur tekjuskatts og tryggingagjalds. Þar segir að verslunin greiði fimmfaldan tekjuskatt á við sjávarútveg og tvöfaldan á við iðnað. Trygg- ingagjaldsgreiðslur verslunar og sjávarútvegs eru hins vegar álika að krónutölu, um einn milljarður, en ef verslunin nyti sama gjaldtaxta og sjávarútveg- ur greiddi hún 580 milljónum krónum minna en hún þyrfti að inna af hendi. Ákveðið hefur verið að jafna þennan mun þannig að allir greiði jafn hátt tryggingagjaid, 5,5%, eftir þrjú ár. Hagstæð vöru- skipti Árið 1996 voru fluttar út vör- ur fyrir 126,3 milljarða króna en inn fyrir 124,8 miUjarða sam- kvæmt endanlegum tölum frá Hagstofu. Afgangur var því af vöruviðskiptunum við ísland upp á 1,5 miUjarða króna. Á sama tima árið áður voru þau hagstæð um 13,1 miUjarð á föstu gengi. Sjávarafurðir voru 73% aUs útflutnings, samanborið við 72% í fyrra, og var verðmæti þeirra 11% meira, eða sem nam 8,8 miUjörðum. Óhagstæð við- skipti Viðskiptajöfnuður á síðasta ári var neikvæður um 9,1 millj- arð króna eða um 1,9% af lands- framleiðslu en á árunum 1993-1995 var afgangur á við- skiptum við úUönd. Óhagstæð þróun vöruskiptajafnaðar, sem að framan greinir, skýrir að mestu þennan viðsnúning. í Hagvísum Þjóðahagsstofnunar segir aö vöruútílutningur hafi aukist um 10% að magni en vöruinnflutningur á sama tíma um tæp 16%. 85% heimila með Visa Samkvæmt upplýsingum frá Visa ísland eru Visakort nú á 85% heimila í landinu og 75% allra á aldrinum 18-67 ára eru korthafar Visa. Fjöldi útgefinna korta var 227 þúsund í árslok, þar af kreditkort 107 þúsund og debetkort 120 þúsund. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrirtæk- isins nam 86,7 milljónum króna eftir skatta. Eigið fé i árslok nemur 874,2 millj. kr. Færslumagn i heild nam 27 milljónum og jókst verulega, einkum i debetkoi-taviðskiptum, eða 44%. Rafræn viðskipti hafa vaxiö mjög og fara um 95% ein- greiðslna fram á þann veg. Kortafals hefur stórminnkað eft- ir aö posamir komu til sögunn- ar og er nær ekkert í debet- kortaviðskiptum. -sv DV Fjármögnun á álveri Columbia Ventures á Grundartanga: Einn milljarður komi frá íslendingum „Þessi umræða er alveg á byrjun- arstigi og við munum hitta menn frá Landsbréfum til þess að ræða fyrstu hugmyndir að þessu, hvort þetta sé hagkvæmt og hvort af þessu getur oröiö,“ segir Þorgeir Eyjólfs- son, formaður Lífeyrissjóðs verslun- armanna, aðspurður hvort til stæði að lífeyrissjóðimir kæmu með fjár- magn inn í álver á Grundartanga. Landsbréfum hefur verið falið að kanna hvort áhugi sé fyrir því að ís- lendingar leggi ffam hluta fjár- magnsins í álver Columbia Ventures á Grundartanga. Um er að ræða lánsfé en ekki hlutafé. Að sögn Þorgeirs er ljóst að lang- stærstur hluti fjármagnsins kemur erlendis frá en að þau tvö fyrirtæki sem Columbia hafi fengið til liðs við sig til þess að annast samskipti við fjármálastofnanir hafi viljað að kannað yrði hvort hægt væri að leggja fram eitthvert fé með útgáfu skuldabréfa hérlendis. Aðspurður hvort til stæði að líf- eyrissjóðirnir legðu fé i Jámblendi- verksmiðjuna sagðist Þorgeir ekki vita til þess að sú innræða hefði nokkurs staðar farið fram að ein- hverju marki. „Menn hafa auðvitað fylgst með skylmingunum við Elkem aö und- anfómu og þekkja vel þá stöðu sem er uppi. Hins vegar er mér ekki kunnugt um að þessi umræða hafi farið fram. Það er hins vegar sjálf- sagt og eðlilegt að skoða það mál þegar og ef það kemur upp,“ sagði Þorgeir við DV í gær. „Það er verið að tala um að heild- arpakkinn hljóði upp á um 13 millj- arða króna og okkur hefur verið falið að kanna hvort fjármagn upp á 700- 1.000 milljónir fáist hér á landi. Við munum nú á næstu vikum kanna með hugsanlegar viðtökur og kjör og ákvörðun Columbia mun síðan vitaskuld taka mið af þeim kjörum sem hér bjóðast," segir Dav- íð Björnsson, deildarstjóri fyrir- tækja- og stofnanasviðs Landsbréfa. Davíð segist lítið geta sagt um lik- umar á því að af þessu verði, segir lítið hafa enn verið rætt við fjár- festa en að vitaskuld verði fyrst og fremst horft til lífeyrissjóðanna með fjármagn. „Þarna er verið að tala um lang- tímafjármagn, til 10 ára, og lífeyris- sjóðirnir eru langstærstu langtíma- fjárfestamir hér á landi. Þetta verð- ur því varla gert án þátttöku þeirra," segir Davíð Bjömsson. -sv Samskip hafa tekiö á leigu nýtt skip í staö Dísarfells til siglinga milli íslands og Evrópu. Nýja leiguskipiö heitir Heidi og er systurskip Arnarfells sem Samskip tóku á leigu í nóvember. Skipið er 122 metrar að lengd og 20 á breidd og flutningsgeta í tonnum er 7.968. Skipið gengur 17 mílur. Helgi Sigurðsson, framkvæmdastjóri nýja apóteksins á Selfossi, ásamt starfsstúlkum sínum, Kolbrúnu Ylfu Gissur- ardóttur og Sigrúnu Guömundsdóttur, til vinstri. DV-mynd Kristján Selfoss: Samkeppni \ lyfjasölunni DY Selíoss: Um áratugaskeið hefur Kaupfélag Ámesinga starffækt apótek á Selfossi og hefur enginn fengið að koma ná- lægt slíkri sölu fyrr en nú með til- komu nýrra laga um sölu og jrekstur apóteka í landinu. Selfyssingurinn og lyfjafræðingur- inn Helgi Sigurðsson hefur nú opnað nýtt apótek á Selfossi, í sama húsnæði og KÁ var með sitt apótek áður en það var flutt í Vöruhúsið. Nýja apótekið fékk nafnið Ámesapótek. Er það mjög smekklegt í aUri umgerð og hlýlegt að koma þar inn. Samkeppnin hefúr haft það í fór með sér að KÁ-apótek auglýsir nú af- slátt á verði nokkurra vara „í tilefhi opnunar nýs apóteks". Þar birtist sam- keppnin í sinni bestu mynd. -Kr. Ein. Alverðið rýkur upp Heldur minni viðskipti vom á hlutabréfamarkaði Verðbréfa- þings íslands og Opna tilboðs- markaðarins í síðustu viku en vikunni þar áður. Heildarvið- skipti vikunnar vom rúmar 216 milljónir króna. Mest vora við- skiptin með bréf í SR-mjöli hf. eða fyrir rúmar 30 milljónir króna. Bréf í Hampiðjunni seld- ust fyrir tæpar 16 milljónir, bréf í Eimskipi seldust fyrir tæpar 14 milljónir og eigendaskipti urðu á bréfum í Haraldi Böðvarssyni fyrir rúmar 13 milljónir. Hluta- bréf í íslandsbanka hafa verið á nokkurri hreyfingu á liðnum vik- um og í síðustu viku seldust bréf fyrir tæpar 13 milljónir króna. Þingvísitala hutabréfa lækkaði í gær um 0,13% en hún hefur hækkað um 9,99% frá áramótum. Hlutabréf í Marel lækkuðu um nærri 17% í gær. Álverðið er á fullri ferð upp á við og hefur hækkað um 150 doll- ara á hálfum mánuöi. Verðið fór hæst í 1.693 dollara tonnið í fyrradag en byrjunarverðið í gær var 1.668 dollarar tonnið. Ástæð- an fyrir þessari uppsveiflu er rakin til jiess að litlar álbirgðir eru tU í heiminum. Dollarinn stendur traustur um þessar mundir og er aftur á upp- leið frá örlitlu niðurspori í fyrri viku. Pundið heldur áfram að hækka, sem og jenið, en markið lækkar. -sv Mark ÞingvísiL hlutabr. Flugleiðir Olíufélagið Skeljungur Síldarvinnslan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.