Dagblaðið Vísir - DV - 21.05.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 1997
7
Fréttir
Fáránlegt að
breyta nafni
hátíðarinnar
- segir Magnús Már Þorvaldsson
DV, Akureyri:
„Ég hef að vlsu ekki séð álit
starfshópsins í heild en það eitt að
leggja til að leggja niður nafnið
„Halló Akureyri" finnst mér fárán-
legt,“ segir Magnús Már Þorvalds-
son, sem verið hefur framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar „Halló Akur-
eyri“, um verslunarmannahelgam-
ar undanfarin ár.
Starfshópur á vegum Akureyrar-
bæjar, sem fékk það verkefni að
gera tillögin' um á hvaða hátt Akur-
eyrarbær gæti komið að hátíðahaldi
í bænum um verslunarmannahelg-
ina, hefur skilað tillögum sínum.
Hópurinn gerir ákveðnar tillögur
um hvernig bærinn geti komið að
málinu og leggur ýmislegt til varð-
andi skipulag hátíðarinnar en
Magnús Már segir það stinga mest í
augun að lagt skuli til að leggja nið-
ur nafn hátíðarinnar sem notað hef-
ur verið undanfarin ár.
Nafni Manchester United
ekki breytt
„Aðdáendur enska knattspyrnu-
liðsins Manchester United voru fyr-
ir nokkrum árum mjög neikvæðir -
hreinræktaðar knattspymubullur
sem settu svartan blett á félagið.
Nafni félagsins var þó ekki breytt
en forráðamenn félagsins hafa unn-
ið sig út úr þessu vandamáli á ann-
an hátt og stuðningsmenn félagsins
þykja til fyrirmyndar í dag.
Sama er með okkur sem höfum
unnið að „Halló Akureyri". Það er
varla deilt um það að við höfum
gert ýmislegt gott en hins vegar hef-
ur annað farið miður. En það leysir
engan vanda að leggja niður nafn
sem hefur þegar hlotið kynningu og
er grípandi. Það er fáránlegt og set-
ur okkur á byrjunarreit að nýju.
Við þurfum að lagfæra ákveðin at-
riði en leiðin til þess er ekki að rífa
allt niður sem byggt hefur verið
upp,“ segir Magnús Már. -gk
Lögfræðingur Skráningarstofunnar hf.:
Mismunum ekki
viðskiptavinum
„Það eru alveg hreinar línur að
starfsfólk hér mismunar ekki við-
skiptavinum. Stefna fyrirtækisins
er skýr og snýst um að veita öllum
góða þjónustu. Starfsfólkið er vel
meðvitað um þau lög sem eru í gildi
og fer eftir þeim. í einstaka tilvik-
um virðist hafa borið á tæknilegum
samskiptaörðugleikum milli
faxtækja og það verður að sjálf-
sögðu að laga,“ segir Brynhildur Ge-
orgsdóttir, lögfræðingur Skráning-
arstofunnar hf., um gagnrýni
IBEX/FÍB-trygginga á stofuna í DV
á laugardag. Þar var hún sökuð um
að vinna gegn hagsmunum
IBEX/FÍB-trygginga.
Brynhildur segir að samkvæmt
lögum beri að leggja fram gögn um
að ökutæki hafi verið tryggt. Hér
áður hafi þessar staðfestingar frá
tryggingafélögunum verið þungar í
vöfum og tekið mikinn tíma. Því
hafi öll tryggingafélögin skrifað
undir samkomulag þar sem þau
skuldbinda sig til að tryggja þann
sem þess óskar við nýskráningu eða
eigendaskipti. Nú þurfi ekki þessa
staðfestingu tryggingafélagsins. Að
þessu leyti eru IBEX/FÍB-trygging-
ar sér á parti því fyrirtækið standi
utan þessa samkomulags.
„IBEX/FÍB- tryggingum hefur verið
boðið að taka þátt í þessu samstarfí
tryggingafélaganna en hingað til
hafa þær viljað standa utan þess.
Þeim er það frjálst en af þeim sök-
um verður Skráningarstofan að fara
fram á sérstaka staðfestingu á því
að fyrirtækið hafi fallist á að
tryggja ökutækin,“ segir Brynhild-
ur. -sv
Athugasemd
í DV 13. maí sl., bls. 34, birtist
frétt með yfirskriftinni „Hólmavík:
Nýr sveitarstjóri".
Undirrituð telur nauðsynlegt að
koma á framfæri eftirfarandi leið-
réttingu á efni fréttarinnar og óskar
eftir að hún verði birt.
í umræddri frétt er vitnað í um-
ræður á aðalfundi Héraðsnefndar
Strandasýslu. Þar segir orðrétt:
„Hörð gagnrýni kom fram á þá
gjörð oddvita héraðsins að örfáum
dögum fyrir aðalfundinn hefði verið
gengið frá ráðningu nýs fram-
kvæmdastjóra, manns sem væri
öllu ókunnugur í héraðinu."
Hið rétta er að ráðning fram-
kvæmdastjóra var leidd til lykta á
aðalfundi héraðsnefndarinnar en
ekki örfáum dögum fyrir hann. Á
aðalfundinum var samþykkt með 6
atkvæðum gegn einu tillaga mn að
„fela héraðsráði að leita eftir áfram-
haldandi samstarfi við hreppsnefnd
Hólmavíkurhrepps um skrifstofu-
hald og framkvæmdastjóm héraðs-
nefndar".
Fulltrúi Broddaneshrepps í hér-
aðsnefndinni, Guðfinnur Finnhoga-
son, var sá eini sem gagnrýndi efni
tillögunnar og greiddi atkvæði gegn
henni. Svo vill til að hann er einnig
fréttaritari DV á Hólmavík.
Hólmavík 15. maí 1997.
Drífa Hrólfsdóttir, oddviti héraðs-
nefndar Strandasýslu.
DV las athugasemdina fyrir Guð-
finn. Hann sagði að hann ætlaði
ekki að láta neinn meina sér að
brosa pínulítið. -hsím
Bækur til sölu
Árbækur Espólíns 1.-12. bindi, skb., Flateyjarbók 1.-3. b. (frumútg. 1868), Flateyjarbók
1.-4. b., útg. Sig. Nordals 1944, skb., Maríu saga 1-2, útg. Ungers 1871, Heilagra manna
sögur 1.-2. b., útg. sama 1877, Deildartunguætt 1.-2. bindi, Ættarskrá Bjarna Hermanns-
sonar og mikill fj. ýmissa ættfræðirita, Alþingishátíöin 1930, Lýöveldishátíöin 1944, bækur
um aðrar hátíðir sögunnar og afmælisrit félaga, Árbækur Reykjavíkur 1786-1936 e. Jón bisk-
up Helgason, Verkleg sjóvinna e. Ársæl Jónasson kafara, Tímaritið Veiöimaöurinn 1.-80.
hefti, ib. eintak, einnig annað eintak, ób.m.k., Náttúrufræðingurinn 1931-1965, ib. sett,
Sama verk 1931-1980, ób.m.k., Læknablaðið 1915-1966, ib. eintak, Heilbrigöisskýrslur
1881-1971, ib. sett, Hlynur, tímarit samvinnumanna 1.-19. árg., skb., Leikhúsmál, tímarit
Haraldar Björnssonar 1.-10. árg. 1940-1949, vandað handb. skb., tímaritið Líf og list 1.-4.
árg. með fylgiblöðum, Hádegisblaðið 1940 (með greinum e. Stein Steinarr), Tímaritiö Óöinn
1.-32. árg., ib. skb., Salomonsens Konversationsleksikon 1.-26. bindi, (náma um íslenzka
og norræna menningar- og persónusögu), Tímarit laganema Úlfljótur, 1.-40. árg., allt frum-
prent, ób.m.k., Tímaritið Vaka 1.-3. árg. (útg. Sig. Nordal o.fl.), einnig ób. sett, Hver er maður-
inn 1-2, frægt ættfræðirit, ób. eintök, Lækningabók Jónassens landlæknis 1884, gamalt
skb., Lækningabók Jóns Péturssonar, Kh. 1834, ób., Um eðli og heilbrigði mannlegs lík-
ama e. Jónassen, ýmis gömul Sjómannaalmanök, Almanak Þjóðvinafélagsins frá upphafi,
ób.m.k., mörg eintök, Frá Djúpi og Ströndum e. Jóhann Hjaltason, Stríð fyrir ströndum e.
próf. Þór Whitehead, Kolkrabbinn, ævintýrabók Örnólfs Árnasonar, Það vorar um Austur-
Alpa, lofgjörð Knúts Arngrímssonar um Þriðja ríkið, Byltingin á Spáni e. Þórhall Þorgilsson, í
styrjöldinni á Spáni e. Hallgr. Hallgrímsson, Bifreiðabókin 1931 (með bílnúmeraskránni
gömlu), Strandamannabók e. Pétur frá Stökkum, Flóra 1-6, tímar. um grasafræði, ísl. tunga
1-6, tímarit um ísl. málvísi, Tímarit Halldóru Bjarnadóttur, Hlín 1.-40. árg., kplt, Hagskýrslur
íslands 1.-75. hepti, ib. Weilbachs Kunstner Leksikon 1.-3. bindi, skb., Ljós yfir landi,
hirðisbréf dr. Sigurbjarnar Einarssonar og ýmsar aðrar af bókum hans herradóms, Skrá um
prentaðar íslenzkar bækur 1874 (aleina bókaskráin, sem Landsbókasafn íslands hefur út gef-
. ið), Skýrslur um landshagi á íslandi 1.-5. bindi, ib., Palæografisk Atlas, öll bindin þrjú, Ant-
iquités Russes d’aprés les monuments historiques des Islandais..., útg. C.C. Rafn 1850-1852,
ób. sett, Prozessbericht uber die Strafsache des sowjetfeindlichen trotzkiistischen Zentr-
ums, Moskva 1937 (heimildaútgáfa sovéskra yfirvalda um réttarhöldin, sem Laxness prísaði í
Gerska ævintýrinu 1938), Iðnsaga íslands 1-2 (þar í ísl. byggingasaga), Úr landsuðri e. Jón
Helgason, frumútg. 1938, vandað handb. skb., Öll verk Augusts Strindbergs á sænsku
1.-238. hepti, ób. (fyrsta heildarútg.) Gyldendals bibliotek 1.-53. bindi, skb., Frumútgáfa á
mynd- og textaverki e. Andy Warhol, 1967, Þjóðsagnabók Ásgríms Jónssonar, Þjóðsögur
og ævintýri útg. Einars Ól. Sveinssonar og margar af bókum þess höf., íslenzk myndlist 1-2
e. Björn Th. Björnsson, Örnefni í Vestmannaeyjum e. Þorkel Jóhannesson, Leyndardómar
Parísarborgar 1.-5., ób., Eldur og regn e. Vigdísi Grímsd., Þangað vil ég fljúga, Ijóð Ingi-
bjargar Haraldsdóttur, Corda Atlantica e. Karl Einarsson Dunganon, hertoga af Skt. Kildu,
Sælueyjan á ísl. e. Strindberg, Síðasti bærinn í dalnum e. Loft Guðmundsson og fjöldi gam-
alla ísl. barnabóka, Barn náttúrunnar e. Halldór frá Laxnesi, frumútg. fyrstu bókar skáldsins,
1919, ób.m.k., Kaþólsk viðhorf e. sama, Sjö töframenn, ób.m.k., frumútg., auglýsingaskjal
um Vefarann mikla frá Kasmír, undirritað af nóbelsskáldinu 1927, Pað blæðir úr morgunsár-
inu e. Jónas E. Svafár, frumútg., ób.m.k., Kvæði Eggerts Ólafssonar, Kh. 1832, gamalt skb.,
Alfinnur álfakóngur, Stofnunin e. Geir Kristjánsson, Tæmdur bikar e. Jökul Jakobsson og
tugþúsundir annarra bóka í fræðum og fagurfræðum frá öllum tímabilum íslenzkrar prentsögu.
í bóka- og reykelsisilmi að Vesturgötu 17, ríkir jákvæður andi þjóðmenningar og alþjóðlegrar
sögu og menningar.
Þar koma saman virðulegir prófessorar, blásaklausar skólameyjar af ýmsum þjóðernum, snar-
borulegir háskólanemar, harðsvíraðir fjölmiðlamenn og konur, rænuskert og ofsótt ungskáld,
menningarelítuviðurkenndir tízkuhöfundar, misvitrunarlegir stjórnmálamenn og ráðherrar af
ýmsu tagi.
Þar prýða veggi myndir af Julie Christie, Davíð Oddssyni, Hindenburg, og Adolf Hitler, Birni
Bjarnasyni, Hedy Lamarr og Jósep Stalín, Doris Day, John Lennon, Friðrik Sophussyni og ótal
öðrum gengnum og lífs.
Við kaupum og seljum íslenzkar og erlendar bækur frá öllum tímum, heil bókasöfn og stakar
bækur, fornmuni og eldri myndverk eftir íslenzka málara. Metum bækur og bókasöfn fyrir opin-
berar stofnanir og einkaaðilja.
Gefum út bóksöluskrár sem sendar eru til þeirra sem þess óska utan Reykjavíkursvæðis án
endurgjalds.
Vinsamlega hringið - skrifið - eða lítið inn.
Bókavarðan
- Bækur á öllum aldri
Vesturgötu 17
S. 552 9720
(I