Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK, SfMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk.. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Opinberir opinberaðir Ef ríkisvaldiö hefur ákveönar hugmyndir um söluverö- gildi eigna Áburðarverksmiöjunnar í Gufunesi, heföi þaö getað sett ákvæöi um lágmarksverð í útboðslýsinguna, þegar selja átti verksmiðjuna. Þar sem það var ekki gert, mátti ætla, aö markaðslögmál fengju að ráða ferð. Ef ríkisvaldið hefur ákveðnar hugmyndir um, hvað gera skuli við verksmiðjima eftir sölu hennar, hefði það einnig getað sett rekstrarskilmála í útboðslýsinguna. Þar sem það var ekki gert, mátti ætla, að hefðbundin og heilbrigð markaðslögmál fengju að ráða ferðinni. Ekki er siðlegt að fá aðila til að verja fé og tíma til að semja tilboð og segja þeim síðan, að ósagðar kröfur séu uppi af hálfu seljanda um, hvaða söluverð komi til greina og hvað megi gera við verksmiðjuna. Það auðveldar ekki ríkinu að afla tilboða í aðrar eignir á næstu árum. Einkavæðing ríkisfýrirtækja á síðustu árum hefur ver- ið samfelld hrakfallasaga. Síldarverksmiðjur ríkisins eru frægasta dæmið um það. Þá var gengið fram hjá hæsta tilboðinu til að þjónusta gæludýr Sjálfstæðisflokksins. Það var einkavinavæðing að rússneskum hætti. Með hegðun sinni við meðferð tilboða dregur ríkið úr líkum á, að allir lysthafendur taki þátt í útboðum. Mark- aðurinn þrengist og minni líkur eru á, að ríkið fái bezta verð fyrir söluna. Það er dýrt spaug að haga sér eins og drottningin í sögunni um Lísu í Undralandi. Þáttur Reykjavíkurborgar er ekki síður ámælisverður. Borgin tekur þátt í útboði í því skyni að auka líkur á, að hundrað störf varðveitist. Það vekur spumingu um, hvort borgin ætlaði sér að halda verksmiðjunni gangandi með tapi eins og Bæjarútgerðinni á sínum tíma. Það er alþjóðlega viðurkennd sagnfræðistaðreynd, að þeim ríkjum og svæðum vegnar bezt, þar sem stjórnvöld reyna sem minnst að varðveita gömul störf og beina at- hyglinni fremur að vaxtarbroddum á nýjum sviðum. Þetta má sjá í Japan og sums staðar í Bandaríkjunum. Lögmálið segir, að atvinnuleysi aukist í ríkjum og á svæðum, þar sem stjómvöld hugsa um að varðveita störf, en minnki, þar sem þau leyfa leikreglum markað- arins að njóta sín. Lögmálið segir, að eðlilegt sé, að vinna færist frá gömlum atvinnugreinum yfir til nýrra. Sveitarfélög úti á landi hafa mörg fallið í gryflu at- vinnuvemdar. Þau verja fjármunum sínum til fjárfest- ingar og taprekstrar í atvinnulífi og draga þar með úr getu sinni til að þjónusta aðrar þarfir. Úr þessu verður vítahringur, sem veldur flótta fólks og fyrirtækja. Þetta er hvorki umdeilt né umdeilanlegt. Atvinnu- verndunarstefha borgarinnar er út í hött og bendir til, að ráðamenn hennar hafi lítinn sem engan skilning á einföldustu lögmálum hagsögunnar. Þeir geta hvorki lært af reynslu borgarinnar né umheimsins. Hlutverk borgarinnar í atvinnumálum er að bjóða þjónustu og aðstæður, sem hvetja til stofnunar nýrra fyr- irtækja í nýjum greinum, en ekki að henda fjármunum í deyjandi fyrirtæki. Öll vemdun fortíðar dregur úr getu vemdarans til að mæta ótryggri framtíð. Aðild Reykjavíkur að tilboði í Áburðarverksmiðju ríksins er dæmigerður sósíalismi af því tagi, sem vinstri flokkar um alla Evrópu hafa sem óðast verið að fleygja til að vera gjaldgengir í stjórnmálum nútímans. Forn- eskjan leynir sér því ekki í afskiptum borgarinnar. Hla unnið útboð ríkisins og vanhugsuð björgunarað- gerð borgarinnar hafa þó þann kost, að þau minna á, að opinberir aðilar kunna lítið fyrir sér í rekstri. Jónas Kristjánsson „Ég tel ab Kvennalistinn geti haft úrslitaáhrif á aö fólk hér á landi eignist von um réttlátt þjóðfélag..." segir Guð- ný m.a. í greininni. - Frá síðasta landsfundi Kvennalistans. Ferskir vindar Kjallarinn Guðný Guðbjörnsdóttir þingkona Kvennalistans. um mannsæmandi laun fær ekki hljóm- grunn. Menntakerfið er vanrækt áfram þrátt fyrir góðærið. Það birtist áþreifanleg- ast í lágum launum kennara allt frá leik- skólum til háskóla og afleiðingum þess ástands. Nýjasta kjarakönnun Félagsvísindastofnun- ar (Kjör íslendinga, maí 1997) staðfestir enn gífurlegan laima- mun kynjanna sem eins og fyrr má að hluta skýra með kyn- ferði, þ.e. konum eru greidd lægri laun af „Kvennalistinn hefur ekki lokið ætlunarverki sínu í íslenskri póli- tík. Hann kannar nú málefnasam- stöðu í viðræðunefndum stjórn- arandstöðuflokkanna. “ Þó að kosninga- sigrar jafnaðar- manna í Bretlandi og Frakklandi eigi sér mismunandi skýringar eru þeir staðreynd sem mun hafa víðtæk pólitísk áhrif hér sem ann- ars staðar. Þrátt fyr- ir tiltölulega gott efnahagsástand í Bretlandi ofhauð fólki að sjá hvernig nær tveggja áratuga sljóm íhaldsmanna hefur viðhaldið sér- hagsmunum þeirra sem betur mega sín á kostnað almennra lífsgæða, t.d. á sviði heilbrigðis- og menntamála. Almenningur í þessum löndum virðist kalla á rétt- látara þjóðfélag þar sem pláss er fyrir alla. Þar em konur að fá vaxandi póli- tísk völd af því að fólk áttar sig á að jafnrétti er bæði skynsamlegt og lýðræðislegt og að áherslan á hag- kvæmni og aukna framleiðni verður að hafa manneskjulega skírskotun til að fá pólitískt fylgi. En hvaö meö ísland? Sú pólitiska geijun sem hér á sér stað er um margt andsvar gegn kaldri frjálshyggju og stjóm- málum sem einkennast af völdum valdanna vegna þar sem æðri gild- um er varpað fyrir róða. Gildum um jafnrétti, samhjálp og mann- réttindi allra, án tillits til kynferð- is, aldurs, efhahags eða andlegs og líkamlegs atgervis. Atvinnustefnan, með áherslu á mengandi stóriðju, er ógn við ímynd landsins um hreint loft og sjálfbæra þróun því bæði er slegið af mengunarvamakröfum og stað- setning stóriðjunnar er vanhugs- uð. Góðærið til sjávar fer á silfur- fati til sægreifa og fjármagnseig- enda á meðan krafa verkafólks því að þær em konur. Þetta ástand er óviðunandi og því miður er ekki hægt að reiða sig á kvenna- samstöðu innan ríkisstjómarinn- ar af augljósum ástæðum! Hjá sjálfstæðismönnum virðist það nefnilega vera skilyrði fyrir ráðherradómi að vera bæði lög- fræðingur og karl á meðan marg- breytileikinn virðist ráða þar sem ferskir vindar blása. Kvennalistinn og kall nýrra tíma Samkvæmt nýlegri skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar fengi sameinaður listi jafhaðar- og félagshyggjufólks 46% fylgi ef hann yrði einn í boði ásamt list- um Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks. í þessari sömu könnun reyndist fylgi Kvennalistans tæp 5% eða svipað og kosningafylgið. Athyglisvert er að 66% kjósenda Kvennalistans myndu styðja sam- eiginlegt framboð jafnaðarmanna, 13% í viðbót em óákveðnir og 6% segjast ekki kjósa við slíkar að- stæður. Einungis 10,6% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 2,1% Framsókn. Þetta endurspeglar þá vaxandi áherslu sem finna má innan Kvennalistans um að kanna eigi til þrautar hvort nú sé sögulegt tækifæri til að fara i kosninga- bandalag á landsvísu, sambæri- legt við það sem nú blómstrar í Reykjavíkurborg. Ég tel að Kvennalistinn geti haft úrslita- áhrif á að fólk hér á landi eignist von um réttlátt þjóðfélag þar sem pláss er fyrir alla, samfélag kven- frelsis, jafnaðar og félagshyggju. Ég hef einnig þá trú að fólk inn- an A-flokkanna átti sig á kalli tím- ans um framgang kvenna í stjóm- málum, launajafrirétti og að kyn- blind stjórnmál ganga ekki í kynj- uðu þjóðfélagi. Einnig að þátttaka Kvennalistans muni tryggja fram- kvæmd slíkra markmiða. Sameig- inlegt framboð þyrfti einnig að breyta áherslum í umhverfis- og atvinnumálum, efla menntun og nýsköpun og lagfæra velferðar- kerfið. Síðast en ekki síst þyrfti slíkt framboð að tryggja breytta sjávar- útvegsstefnu þar sem eigandi auð- lindarinnar, þjóðin sjálf, njóti hluta þess arðs sem nú fer á silf- urfati til sægreifa og fjármagns- eigenda. Ef viðbótarkvótinn verð- ur ekki leigður út þegar í haust tel ég líklegt að það verði eitt af stóm kosningamálunum 1999. Kvennalistinn hefur ekki lokið ætlunarverki sínu i íslenskri póli- tík. Hann kannar nú málefnasam- stöðu í viðræðunefndum stjómar- andstöðuflokkanna. Innan gras- rótarinnar vinnur ákveðinn hóp- ur markvisst að því að slíkt sam- starf komist á fýrir næstu kosn- ingar. Enn em tæp tvö ár til al- þingiskosninga en niðurstaða Kvennalistans um framtíðina ræðst væntanlega af því hvort þessi leið eða einhver önnur þyk- ir vænlegust til að styrkja stöðu kvenna og feminískar áherslur í íslenskri pólitík. Guðný Guðbjömsdóttir Skoðanir annarra Spurningar vakna „Á milli Norðmanna og íslendinga er í gildi tví- hliða samkomulag um gagnkvæman rétt til síldveiða í lögsögu ríkjanna og þar er kveðið á um, að skipun- um beri að fylgja þeim reglum um tilkynningar- skyldu, sem gilda í viðkomandi ríki. Þá kom það fram í Morgunblaðinu í gær, að sijórnvöld hafi kvartað undan því, að íslenzk fiskiskip í færeyskri lögsögu hafi sinnt tilkynningarskyldu illa. Og óneitanlega vekur það spurningar þegar slíkar kvartanir koma hæði frá Færeyingum og Norð- mönnum.“ Úr forystugrein Mbl. 8. júní. Lögbundið afsal launatekna „Vafalaust má um það deila hvort það nægi að taka útgjöld ríkis og sveitarfélaga og iðgjöld lífeyris- sjóða til að fá raunhæfa mynd af skattbyrðinni. Nefna má að lögbundin afnotagjöld til Ríkisútvarps- ins eru ekki inni í þessum reikningi, ekki skyldu- greiðslur til verkalýðsfélaga eða kostnaður sem rík- ið leggur á okkur með innflutningshömlum, einka- leyfum og öðrum samkeppnishömlum..... Menn renna því blint i sjóinn með það hvort þeir fá eitt- hvað til baka af þessu lögbundna afsali launatekna og með hefðbundnar skattgreiðslur.“ Þorsteinn Arnalds í Gjallarhorni Heimdallar. Börnin og verklagið „Allt of margt ungt fólk kemst til fullorðinsára án þess að læra nauðsynleg verk af ýmsu tagi.... Þeir sem hins vegar kenna bömum sínum verkin kenna þeim þá væntanlega það verklag sem þeim hefur gef- ist best. Allir sem eitthvað kunna fyrir sér í uppeld- ismálum vita aö það gagnar ekki að segja krökkum að gera eitthvað og sýna þeim ekki í leiðinni hvem- ig á að vinna viðkomandi verk. En ótrúlega margir gefa sér ekki nægilegan tíma til kennslunnar og verða svo reiðir þegar bamið gerir verkið illa eða alls ekki.“ Guðrún Guðlaugsdóttir í Mbl. 8. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.