Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997
23
íþróttir
Souness til Toríno?
Skoski framkvæmdastjórinn
Graeme Souness er aö öllum lík-
indum á leið í framkvæmda-
stjórastólinn hjá ítalska 2. deild-
ar liðinu Torino Souness fund-
aði um helgina með Massimo
Vidulich, forseta Torino, um
hugsanlegan samning.
Souness var framkvæmda-
stjóri hjá Southampton í ensku
úrvalsdeildinni i vetur sem leið
en sagði upp starfi sínu þar á
dögunum aðeins ári eftir að
hann kom frá Galatasaray í
Tyrklandi þaðan sem hann var
rekinn.
Tékkar úr leik
Evrópumeistarar Tékka kom-
ast ekki í úrslitakeppni HM í
knattspyrnu í Frakklandi á
næsta ári. Þetta varö ljóst eftir
tap þeirra um helgina fyrir
Spánverjum í Valladolid á Spáni.
Með sigrinum náðu Spánverj-
ar eins stigs forskoti á Júgóslava
í 6. riðli keppninnar og nánast
tryggðu sér sæti í úrslitakeppn-
inni en Tékkar sitja eftir heima.
Þeir eru í fjóröa sæti riðilsins,
tveimur stígum á eftir Færeyj-
ingum!
Stoichkov mættur
Hinn skapbráði framherji
þeirra Búlgara, Hristo
Stoiclikov, er aftur mættur til
leiks með landsliði Búlgariu eft-
ir að hafa beðið þjálfara liðsins
afsökunar á miður fallegum um-
mælum sinum í hans garð.
Stoichkov, sem ekki hefur
spilað með liðinu í eitt ár, byrj-
aði strax að hreila markvörð
andstæðínganna með marki úr
vítaspyrnu í leik Búlgaríu og
Lúxemborgar í undankeppni HM
á sunnudaginn.
Pele spáir í spilin
Brasilíska knattspyrnugoð-
sögnin Pele segir sína menn lík-
lega til að vex-ja heimsmeistara-
titilinn í Frakklandi á næsta ári.
Pele nefnir þó einnig Frakka
sem líklega sigurvegara og
minnir á að aldrei megi heldur
afskrifa lið eins og Þýskaiand og
England. .
Montgomeríe vann
Skoski kylfingurinn Colin
Montgomerie vann sinn 13. sigm-
á 10 árum á Evrópsku mótaröð-
inni nú um helgina en spilað var
i Hexam í Englandi.
Montgomerie, sem spilaði síð-
ustu niu holumar á 30 höggum,
endaði á 65 höggum og jafnaði
þai- með vallarmetið. Retief
Goosen frá S-Afríku varð annar
á 69 höggum og Lee Westwood
þriðji á 70 höggum. -ÖB
Gunnar sigraði
Gunnar Þór Jóhannsson, GS,
sigraði í stigamóti til landsliðs í
flokki pilta 18 ára og yngri i
Leirarmi um helgina. Gunnar lék 36
holurnar á 164 höggum. Haraldur
Heimisson, GR, lék á sama högga-
fjölda en tapaöi i bráðabana í 3.
sæti var Kristirm Árnason, GR, á
163 höggum Ilalla Erlendsdóttir,
GSS, sigraöi í stúlknaflokki með 83
högg en þær léku 18 holur. Alda
Ægisdóttir, GR, varð önnur með 90
högg og í 3. sæti var Katrín D. Hílm-
arsdóttir, GKJ, á 91 höggi.
-ÆMK
Golfhandbokin
Golfhandbókin 1997 er komin út
og er hin gLæsílegasta. Auk hefð-
bimdirma upplýsinga um golf-
klúbbana i landinu og mót sumars-
nxs er í henni að finna nákvæm kort
af öllum golfvöllura landsins. Bókin
er 256 síður. Nesútgáfan gefúr bók-
ina út, ritsfjóm skipa Einar Matthí-
asson, Ámi Sörensen og Ema Sör-
ensen, og Páll Júlíusson sá um efn-
is-ogauglýsingaöflun.
Iþróttir
Bikarkeppnin - 32-liöa úrslit:
KR-ingar fara
til Siglufjarðar
- ÍA mætir eigin 23 ára liði
KS frá Siglufirði, annað tveggja 3.
deildarliða sem komst í 32-liða úr-
slit bikarkeppninnar í knattspymu,
datt i lukkupottinn í gær. Siglfirð-
ingar fá KR-inga í heimsókn næsta
sunnudag.
Hitt 3. deildarliðið, Afturelding,
mætir Þór frá Akureyri í Mosfells-
bænum á laugardaginn.
Fáránleikinn með 23-ára lið-
in
Bikarmeistarar ÍA þurfa ekki að
fara langt. Þeir drógust gegn eigin
23 ára liði. Þessi dráttur sýnir
kannski best fáránleika þess að
vera með 23-ára liðin í bikarkeppn-
inni í stað þess að skapa þeim ald-
urshópi almennileg verkefni sem ná
yfir sumarið í heild.
Þessi lið leika saman i 32-liða úr-
slitum bikarkeppninnar sem nú er
kennd við Coca-Cola. Leikimir fara
fram um næstu helgi:
Laugardagur:
Dalvík-FH...................14.00
KR23-Fram...........
1A23-ÍA.............
Leiknir R.-ÍBV .....
Viðir-Grindavík . . . .
Þróttur N.-Þróttur R.
Afturelding-Þór A. . .
ÍR-Keflavík.........
. 14.00
. 14.00
. 14.00
. 14.00
. 14.00
. 14.00
.........16.00
Sunnudagur:
HK-Leiftur .............
Sindri-Breiðablik ......
Völsungur-Fylkir .......
Fjölnir-KA .............
Keflavík23-Valur........
Víkingur R.-Skallagrímur
Reynir S.-Stjaman ......
KS-KR...................
. 14.00
. 14.00
. 14.00
. 14.00
. 16.00
. 20.00
. 20.00
. 20.00
Topplið úrvalsdeildarinnar,
Keflavík, gæti átt snúinn leik fyrir
höndum gegn ÍR, sem hefur komið
mjög á óvart í 1. deildinni.
Þau sextán lið sem komust áfram
úr forkeppninni leika öll á heima-
völlum gegn þeim sextán liðum sem
sátu hjá. -VS
Siglfirðingar duttu í lukkupottinn:
Þetta er toppurinn
- Skagamenn öruggir áfram
„Þetta er alveg toppurinn að fá
KR-inga í heimsókn. Þjálfarinn
okkar, Sigurður Helgason, sem er
gamall KR-ingur, var búinn aö
spá þessu og þetta ætti að trekkja
að áhorfendur en líklega verður
þessi leikur spilaður á möl. Við
stefnum sjálfsögðu á 16-liða úrslit-
in“ sagði Hörðm- Bjamason, leik-
maður KS, hvergi banginn þegar
ljóst var að þeir Siglflrðingar
fengju Vestubæjarstórveldið KR í
heimsókn í 32-liða úrslitum bikar-
keppninnar.
KR-ingar em ekki óvanir því að
þurfa aö leggja land undir fót í
bikarkeppninni og hafa oft lent í
kröppum dansi meö minni spá-
menn.
„Hlökkum til aö heimsækja
Siglfiröinga“
„Það vill nú svo til að þjálfari
þeirra Siglfirðinga hringdi i mig
um daginn og var að falast eftir
strákum I knattspyrnuskóla til
sín. Hann er líklega skyggn og
hefur þegar verið farinn að safna
liði,“ sagði Jónas Kristinsson,
framkvæmdastjóri knattspyrnu-
deildar KR, eftir útdráttinn.
„Við hlökkum til aö heimsækja
Siglfirðinga, ekki síst til að hitta
fyrir þjálfara þeirra. „Við höfum
farið viða KR-ingar síðustu árin í
bikarkeppninni og lent í hörku-
leikjum og við vonumst að sjálf-
sögðu til að vinna leikinn en mað-
ur veit aldrei hvað getm* gerst í
svona bikarleikjum," sagði Jónas.
„Viö erum öruggir áfram í
keppninni'
Eftir að lið ÍA U23 hafði veriö
dregið upp úr flöskunni mætti tU
leiks Gylfi Þórðarson, formaður
Knattspyrnufélags ÍA, og dró
sjálfa bikarmeistarana, Skaga-
menn, tU leiks gegn yngri félögum
sinum.
„Þetta var fínt. Við erum a.m.k.
öruggir áfram og það veröur gam-
an að þessu og fjölmennt á veUin-
um. Við vorum svo sem tilbúnir
til þess aö fara hvert sem er og
bjuggumst ekki við að yngra liðið
næði þetta langt en þetta verður
sannkaUaöur Derby-leikur,“
sagði Gylfi við DV.
Það er þvi öruggt að Skaga-
menn koma tU með aö eiga lið i
16-liöa úrslitum keppninnar.
-ÖB
Ástandiö í herbúöum KR-inga:
Öldurnar
teknar
að lægja
- leikmenn mættu á æfingu í gær
Haraldur Haraldsson stjórnaði sinni fyrstu æfingu hjá KR-ingum í gærkvöldi. Hér er hann að
Þormóöur Egilsson fyrirliöi, og Þorsteinn Jónsson.
koma bendingum til sinna manna og meö honum á myndinni eru
DV-myndir Hilmar Þór
Svo virðist sem öldumar hafi
lægt að mestu í herbúðum knatt-
spyrnuliðs KR-inga en talsvert upp-
lausnarástand hefur ríkt í félaginu í
kjölfar brottvikningar Lúkasar
Kostics þjálfara fyrir helgina.
Leikmenn mættu á fyrstu æfing-
una í gærkvöldi undir stjóm Har-
alds Haraldssonar en þeir höfðu
sleppt tveimur æfingum sem áttu að
vera um helgina undir hans stjóm.
DV hefur heimildir fyrir því að leik-
mönnum hafi verið nauðugur kost-
ur að mæta á æfinguna í gær enda
hefði stjórnin litið svo á að um
samningsrof hefði verið að ræða af
hálfu leikmanna ef þeir hefðu ekki
mætt þar sem þeir eru allir á samn-
ingi við félagið.
Ekki gengiö aö skilyrðum
leikmanna
Leikmennirnir tóku þann kostinn
að sleppa æfinguimi á sunnudags-
kvöldið og sendu stjórn knatt-
spymudeildar bréf þar sem þeir
vildu að stjórnin gengi að nokkrum
skilyrðum þeirra. Meðal þeirra skil-
yrða sem leikmenn settu fram sam-
kvæmt heimildum DV voru þau að
meistaraflokksráöið segði af sér og
að leikmenn yrðu lausir allra mála
ef þeir yrðu ekki sáttir við nýja
þjálfarann.
Ekki gekk stjómin að þessum
skilyrðum leikmannanna sam-
kvæmt heimildum blaðsins en leik-
menn voru kallaðir á fund stjórnar-
innar einn í einu í fyrrakvöld þar
sem skilaboðin voru skýr og einföld
til þeirra: „Þú átt að mæta á æfingu
á morgun."
Þá hljóp mikil kergja í leikmenn-
ina vegna ummæla Björgólfs Guð-
mundssonar, formanns knatt-
spyrnudeildar KR, sem fram komu í
Morgunblaðinu á sunnudaginn og
ekki er vitað hver eftirmál þeirra
ummæla verða.
„Áfram KR“
„Ég vona að þetta sé yfirstaðið og
við getum farið að einbeita okkur
að fótboltanum. Það eru búin að
eiga sér stað ákveðin skoðanaskipti
en núna ætlum við alfarið að ein-
beita okkur að næsta leik sem er á
Siglufirði um næstu helgi. Leik-
mennirnir eru samstiga um að
standa sig inni á vellinum og ég vil
að endingu bara segja áfram KR,“
sagði Þormóður Egilsson, fyrirliði
KR, við DV í gærkvöldi. -GH
Island gegn Litháen í undankeppni HM annaö kvöld:
Stuðningur áhorfenda skiptir máli
- fyrsti leikurinn á nýuppgerðum Laugardalsvelli
Höröur Felixson og Sveinn Jónsson, gallharðir KR-ingar, fylgdust aö sjálfsögðu
meö sínum mönnum á æfingunni á KR-vellinum í gærkvöldi.
„Hef aldrei séð otta i
augum leikmanna Utah“
- frábær tilþrif Stocktons tryggðu Utah sigur, 78-73, og staðan er 2-2
Keppnin um meistaratitil NBA er
orðin hörkuspennandi eftir annan
sigur Utah á meisturum Chicago í
fyrrinótt, 78-73, á heimavelli Utah í
Salt Lake City. Þar með jafnaði
Utah metin, 2-2, og á tækifæri á að
ná forystunni í þriðja heimaleik sín-
um aðfaranótt fimmtudagsins.
Þetta var næstlægsta skor í úr-
slitaleik frá upphafi en leikurirm
var hörkuspennandi allan tímann
og liðin yfir til skiptis. Chicago var
með góða stöðu, 71-66, þegar rúmar
tvær mínútur voru eftir. En þá tók
John Stockton völdin, þriggja stiga
karfa hans og stórkostleg sending á
Karl Malone yfir allan völlinn geröu
útslagið og fögnuðurinn í Delta
Center-höllinni var gífurlegur.
„Ég hef aldrei séð neinn ótta í
augum leikmanna Utah. Við vissum
vel að þetta væri langt frá því að
vera búið eftir tvo fyrstu leikina í
Chicago. Við gerðum okkur grein
fyrir því hve vel lið Utah spilar á
sínum heimavelli," sagði Scottie
Pippen, besti maður Chicago lengst
af, en hann tók 12 fráköst.
Félagi hans, Michael Jordan, hitti
mjög illa lengst af en var öflugur í
fjórða leikhluta og skoraði þá 12
stig.
„John Stockton sýndi á köflum
ótrúleg tilþrif, hreint stórbrotin,"
sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Á
lokakaflanum skoraði Stockton 6
stig og átti 6 stoðsendingar, auk
þess sem hann hirti boltann úr
höndunum á Michael Jordan á mik-
ilvægu augnabliki.
Dennis Rodman var enn einu
sinni langt frá sínu besta og munar
um minna fyrir Chicago. Hann tók
aðeins 6 fráköst, skoraði ekki stig
og fékk á sig tæknivíti fyrir að grípa
í fótinn á Malone sem hreinlega óð
yfir hann.
Stig Utah: Malone 23, Stockton 17,
Homacek 13, Russell 8, Eisley 6, Ostertag
5, Foster 4, Carr 2.
Stig Chicago: Jordan 22, Pippen 16,
Longley 11, Williams 10, Kukoc 9, Harper
3, Kerr 2. -VS
Það er skammt stórra högga á
milli hjá íslenska landsliðinu í
knattspyrnu þessa dagana. Lands-
liðið lék ytra gegn Makedóníumönn-
um á laugardaginn var í und-
ankeppni heimsmeistaramótsins og
annað kvöld mætir liðið Litháum á
nýuppgerðum Laugardalsvelli í
sömu keppni. Islenska liðið hefur
leikið fimm leiki í riðlinum og ekki
unnið leik fram að þessu. Uppsker-
an er þrjú töp og tvö jafntefli og er
liðið í næstneðsta sæti í 8. riðli
keppninnar.
Kjöriö tækifæri til aö breyta
gangi mála
Menn höfðu vonast eftir því að
árangurinn yrði betri en raun ber
vitni. I leiknum annað kvöld er
kjörið tækifæri til að breyta í gangi
mála og koma í hús þremur stigum
til viðbótar. íslenska liðinu veitir
því ekki af öllum stuðningi í leikn-
um gegn Litháum.
Rúnar inn í hópinn
Rúnar Kristinsson, sem var í leik-
banni gegn Makedóníu, kemur inn í
hópinn að nýju en að öðru leyti er
hópurinn óbreyttur frá leiknum við
Makedóníu. Líklegt má telja að liðið
leiki sóknarleik frá fyrstu mínútu
því ekkert annað en sigur kemur til
greina í þessum leik.
Leikurinn hefur mikla
þýöingu fyrir Litháa
Fyrri leikur þjóðanna, sem fram
fór í Vilnius í október sl., lyktaði
með sigri Litháa, 2-0. Þegar staðan
liðanna er skoðuð heyja Litháar
mikla baráttu um annað sætið í
riðlinum við íra og Makedóníu-
menn en það sæti gæti gefið réttinn
í úrslitum keppninnar sem verður í
Frakklandi næsta sumar.
Litháar gera sér fulla grein fyrir
mikilvægi leiksins og mæta til
Reykjavíkur með sitt allra sterkasta
lið. Þeir hafa verið í æfingabúðum
heima fyrir leikinn og kölluðu þeir
til leiks flesta þá leikmenn sem
leika með erlendum félagsliðum.
Með sigri í leiknum myndu Litháar
flytjast upp í þriðja sætið í riðlin-
um, eða með jafn mörg stig og
Makedónía en lakara markahlutfall.
Sæti fyrir sjö þúsund
áhorfendur
íslenska liðið á því erfitt verkefni
fyrir höndum annað kvöld. Liðið
hefur í gegnum tíðina innbyrt góða
sigra á heimavelli og með beittum
leik og góðum stuðningi áhorfenda
eru möguleikar að leggja Litháa svo
sannarlega fyrir hendi. Leikurinn
annað kvöld verður fyrsti leikurinn
á glæsilegum Laugardalsvelli og þar
er búið að koma fyrir nýju sætum
fyrir sjö þúsund áhorfendur. Um-
gjörð vallarins er orðin öll hin
glæsilegasta.
Knattspyrnuáhugamenn ættu því
ekki að liggja á liði sínu heldur fjöl-
menna á leikinn og styðja vel við
bakið á íslensku strákunum.
-JKS
Blöðin í Makedóníu
eftir landsleikinn:
„Island sterkara en
■ ■ ■■ ^
DV. Skopje:
Þótt allir í Makedóníu hafi
reiknað meö sigri gegn íslandi á
laugardag var greinilegt að al-
menningi í landinu létti mjög við
það að 1-0 sigur vannst. í fyrsta
lagi vegna þess að fólk óttast alltaf
undir niðri hið óvænta, sem
íþróttamenn frá fyrrum
Júgóslavíu verða svo oft fyrir. Og
í öðru lagi vegna þess að leikur-
inn var mjög tvísýnn.
Dagblaðiö Makedonija sagði í Makedóníu.
gær í fyrirsögn: „Stolinn gullfisk- Viktor Trenevski, leikmaður
ur - enn von“ (Makedóníumenn Partizan Belgrad sem lék síðari
kalia íslendinga gjarnan fiski- hálfleikinn og lék þá stórt hlut-
mennina). verk, segir i samtali við blaðið
Frammistaða Makedóniu í Vecer:
fyrri hálfleik er gagnrýnd og blað- „Ég er mjög ánægður meö minn
ið spyr hvenær brottrekstrum fyr- leik en það mikilvægasta er að við
irliöanna linni eiginlega. Toni höfum sigrað ísland, sem er með
Micevski, sem fékk rauða spjaldið miklu sterkara liö en nokkur hér
á laugardag, er nefnilega þriðji í Makedóníu reiknaði með.“
fyi-irliöinn á skömmum tíma sem
er rekinn af velli í landsleik Vladimir Novak
Körfuknattleikur:
Emar afram
ineð Haukana
Einar Einarsson hefur verið
endurráðinn þjálfari úrvalsdeild-
arliðs Hauka í körfuknattleik.
Einar tók við liðinu seinni
pai't vetrar á síðasta keppnis-
tímabili eftir að Reynir Krist-
jánsson sagði starfi sínu lausu.
Jón Arnar í Grindavík?
Jón Arnar Ingvarsson, einn
besti leikmaður Hauka, hefur
ekki gert upp hug sinn hvar
hann leikur á næsta tímabili en
Grindvikingar hafa borið víum-
ar í þennan snjalla leikmann.
„Ég er laus allra mála hjá
Haukum og er þessa dagana að
skoöa mín mál. Það er rétt að
Grindvíkingar hafa rætt við mig
og ég reikna með að taka ákvörð-
un fljótlega í þessu máli,“ sagði
Jón við DV í gær. -GH
Gunnar þjálfar
lid Þórsara
Gunnar Sverrisson hefur ver-
ið ráðinn þjálfari úrvalsdeildar-
liðs Þórs í köifuknattleik.
Gunnar er öllum hnútum
kunnugur hjá Akureyrarliðinu
en hann var aðstoðarmaður Fred
Williams, þjálfara Þórsara, á síð-
asta vetri. -GH
Opna SV-mótinu
Reynir Sigurbjörnsson (GL)
vai'ð í fyi-sta sæti án forgjafar á
Opna SV-mótinu sem Golfklúbb-
urinn Leynir á Akranesi hélt á
laugardaginn var. Reynir lék á
84 höggum en í öðru sæti varð
Guðmundur Valdimarsson (GL)
á 87 höggum og þriðji varð Gísli
Gíslason (GL) einnig á 87 högg-
um. Gísli sigraöi hins vegax- í
keppni með forgjöf.
Opna Þorgeirs og EUerts öld-
ungamótíð var síðan haldið á
sunnudeginum. Þar sigraði
Skúli Ágústsson (GA) án forgj. á
78 höggum en Karl Bjarnason
með forgj. á 65 höggum. -ÖB
Laudrup til
Man. Utd?
Forráðamenn ensku meistar-
anna í Manchester United eru
nú í óðaönn að reyna að fylla
það skarð sem Eric Cantona
kemur til með að skilja eftir sig
i liðinu. Þeir bítast nú viö Ajax
frá Hollandi um danska lands-
liðsmanninn Brian Laudrup hjá
Glasgow Rangers og haft er eftir
Alex Ferguson framkvæmda-
stjóra að þeir muni koma til með
að gera allt sem 1 þeirra valdi
stendur til að næla í kappann.
United hefur einnig borið
víurnar í þýska landsliðsmann-
inn Markus Babbel hjá Bayern
Múnchen og sagði Uli Hoeness,
framkvæmdastjói-i Bayern, að
tUboð lægi á borðinu. Viðræður
væru i gangi og málín myndu
skýrast á allra næstu dögum.
-ÖB
I kvöld
Úrvalsdeild kvenna í knattspymu:
ÍA-Breiöablik ..............20.00
ÍBA-Haukar ................ . 20.00
KR-ÍBV......................20.00
Stjaman-Valur ..............20.00
2. deild karla:
KVA-Leiknir R...............20.00
Viöir-Ægir .................20.00
Selfoss-Þróttur N...........20.00
3. deild karla:
Bolungarvik-Emir Is.........20.00