Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTI0
SI'MINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
! hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Flugvél Lindu Finch, bandarískrar
flugkonu sem nýlega lauk hnatt-
flugi. Hún kom við á Reykjavíkur-
flugvelli í gær á leið sinni til flugsýn-
ingar í París. DV-mynd E.ÓI.
Mannbjörg
er Haförn
MB 13 brann
Hafóm MB 13 brann og sökk í nótt
nálægt Hvalseyjum vestur af Mýrum.
Báðir skipverjar björguðust.
Klukkan 2.25 hafði Unna HF 229
samband við Reykjavíkurradíó og til-
kynnti að sést hefði neyðarblys og
reykjarmökkur. Hélt báturinn í átt að
staðnum. Sysavamafélaginu og Land-
helgisgæslunni var gert viðvart og
varðskip sent á staðinn. Þá var þyrla
Landhelgisgæslunnar einnig kölluð
út.
Unna tilkynnti stuttu siðan að eldur
og reykur sæist nálægt Hvalseyjum.
Skipverjar Unnu sáu síðan björgunar-
bát og stefhdu á hann. Björgunarbát-
urinn var þá ekki nálægt eldi og reyk
frá Hafemi.
Háiftíma eftir að neyðarblysið sást
eða kl. 2.45 tiikynnti Unna síðan að
tveimur mönnum hefði verið bjargað
úr björgunarbáti og væra þeir óslas-
aðir. Aðstoð þyrlu var afþökkuð eftir
þetta. Hafóm var alelda og ekkert
hægt að gera. Skipið sökk stuttu síðar.
Ákveðið var að varðskip tæki
mennina tvo um borð og flytti þá til
Akraness en þangað vom þeir komnir
um sjöleytið í morgun. -sf
Bíll alelda
DV, Húnaþingi:
Sendibíll varð alelda á þjóðvegin-
um skammt frá bænum á Sveins-
stöðum um miðjan dag í gær.
Bílstjórinn varð var við bruna-
lykt og stöðvaði bílinn. Skipti þá
engum togum að upp gaus mikill
eldur svo hann rétt náði að bjarga
sér út og grípa lítils háttar af far-
angri.
Vegurinn var lokaður f um
klukkustund af þessum sökum því
um tíma óttuðust menn mikla
sprengingu þegar eldurinn kæmist í
eldsneytisgeyminn. Þeg£ur slökkvilið
Blönduóss hafði ráðið niðurlögum
eldsins var ekkert nýtilegt eftir af
bílnum. Bíllinn var á norðurleið,
nýkominn af verkstæði. -MÓ
Formaður samtaka norskra útgerðarmanna logandi hræddur:
Við treystum
á fagmennsku
íslendinga
- segir Audun Marok og óttast átök á loðnuvertíð í haust
DV, Noregi:
„Við treystum á fagmennsku ís-
lenskra stjórnvalda. Það á að leysa
svona smámál eins og með Sigurð
á miðunum og viðbrögð stjórn-
valda verða að vera í samræmi við
meint brot,“ segir Audun Marok,
formaður norskra útgerðarmanna,
í samtali við DV. DV spurði Marok
þá hvort honum fyndist að norsk
stjórnvöld hefðu ekki komið fram
af fagmennsku við töku Sigurðar
VE. Formaðurinn sagðist þá bara
vona fyrir hönd norskra stjórn-
valda aö málið væri það alvarlegt
að þau gætu réttlætt gerðir sínar.
í samtökum Maroks eru alir út-
gerðarmenn loðnubáta í Noregi.
Formaðurinn sagði að þeir yrðu
að treysta á íslensk stjórnvöld að
þau færu að settum reglum og
lýsti áhyggjum sínum með að
harkaleg viðbrögð vegna smámála
yrðu reglan í framtíðinni. „Ég trúi
ekki að það gerist. Það vita allir að
það á ekki að leysa smámál á
þennan hátt og ég vona að það
verði ekki reglan í framtíöinni.
Hvað varðar loðnuveiðar Norð-
manna við ísland í haust þá treyst-
um við á skynsamlega framkomu
íslendinga," sagði Audun Marok.
„Ég hef talað við strandgæsluna
um töku Sigurðar VE og þeir segja
að málið sé mjög alvarlegt. Það er
ekki i samræmi við aðrar fréttir
sem benda til að brotið hafi verið
hlægilega smávægilegt. Ég vona
bara strandgæslunnar vegna að
fjölmiðlamir hafi rangt fyrir sér,“
sagði Marok. -GK
Allt brann sem brunniö gat í sendibílnum. Pjóðvegurinn lokaöist vegna þessa í klukkutíma. DV-mynd Magnús
PAÐ TRAUST ER
EKKI GAGNKVÆMT.
Veðrið á morgun:
Þurrt
víðast
hvar
Á morgun verður hæg vest-
læg átt. Sums staðar skúrir
vestanlands en annars þurrt.
Veðrið í dag er á bls. 36
Norðmenn vissir um sekt:
Kristbjörn bað
ekki um stað-
festingu
DV, Noregi:
„Kristbjöm skipstjóri átti að biðja
um staðfestingu á því að tilkynning
hans um afla hefði borist norsku fiski-
stoftmni. Lögreglan tekur í sjálfu sér
ekki afstöðu til þess hvort hann
reyndi að senda tilkynninguna. Það
sem fyrir liggur er að fiskistofan fékk
hana ekki,“ sagði Maren-Elisabeth
Nielsen-Nygaard lögreglufulltrúi í
samtali við DV um rannsóknina á
meintum afbrotum Kristbjamar Áma-
sonar, skipstjóra á Sigurði VE.
Eftir sólarhringsrannsókn lá fyrir í
gærkvöldi að Kristbjöm hefði brotið
reglur um síldveiðar við Jan Mayen.
Lögreglan gerði að tillögu sinni að
hann greiddi jafnvirði 300 þúsunda ís-
lenskra króna sekt og útgerðin 3,7
milljónir. Hvorutveggja var hafhað
samstundis og ákveðið að höfða mál á
hendur norska ríkinu.
Þeir á Sigurði fengu að fara frá Bodö
í gærkvöldi gegn tryggingu. Fyrir ligg-
ur að umrædd tilkynning frá Krist-
bimi var send frá skipinu á réttum
Halldór Ásgrímsson:
Fara þarf yfir
allar reglur
„Það er ljóst að fara þarf yflr þær
reglur sem settar hafa verið varðandi
gagnkvæmar veiðiheimildir íslend-
inga og Norðmanna, eftir þetta mál
Sigurðar VE. Hugmyndin er að veiðar
geti farið fram með eðlilegmn hætti án
þess að skapa sjómönnum sérstök
vandræði. En á þessari stundu bíðum
við eftir viðbrögðum norskra stjóm-
valda. Þau hafa engin verið,“ sagði
Halldór Ásgrimsson utanríkisráð-
herra í morgun.
Hann sagði menn ekki fama að
ræða það hvort segja eigi upp loðnu-
samningnum við Norðmenn þegar
hann rennur út á næsta ári. -S.dór
Norska utanríkisráðuneytið:
Harmar þróun
Sigurðarmálsins
DV, Ósló:
Talsmaður norska utanrikisráðu-
neytisins sagði í morgun að menn þar
hörmuðu hvemig mál loðnuskipsins
Sigurðar VE hefði orðið að utanríkis-
pólitísku máli.
Það væri hins vegar ekki í valdi
ráðuneytisins að hafa afskipti af því.
Málið væri alfarið á höndum norsku
strandgæslunnar og lögreglunnar í
Bodö. Búist er við því að Bjöm Tore
Godal, utanríkisráðherra Noregs, og
Halldór Ásgrimsson ræðist við í dag,
en sá fyrmeöidi hefur verið frá störf-
um að undanfómu vegna veikinda.-GK
Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll
- hannaður fyrir íslenskar aðstæður
CR-V Sjáifskiptur með tveimur
loftpúðum kostar frá 2.270.000,-
(0
HONDA
S: 568 9900