Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. JUNI 1997 Stutt öfganna Óhætt er að segja að hártískan hafi tekið nokkrar dýf- ur ígegnum árin. Það sem þykir flottast eitt árið er e.t.v. það sama og engin manneskja með tískuvitund myndi láta sjá sig með nokkrum árum síðar. Sé litið til baka um 20 ár eða svo má sjá hversu örar breytingarnar á milli hafa orðið, auk þess sem augljóst er að hártískan, eins og önnur tíska, fer í ótal hringi. Oftar en ekki hafa það verið þekkt nöfn sem komið hafa afstað tískubylgjum og hér má sjá nokkrar hár- greiðslur sem öðluðust vin- sældir í hinum vestræna heimi. 1976 sannaðisöngkonan með englaröddina, Barbra Streisand, að hvítar konur gætu verið með afró-hár. Barbra skartaði þessu hári í kvikmyndinni A Star Is Born og í kjölfarið kættust permanentframleiðendur mjög, enda varð greiðslan mjög vinsæl. 1979 dáleiddi kynbomb- an Bo Derek karlpeninginn þegar hún hljóp um á ströndinni í kvik- myndinni 10 ásamt Dudley Moore. í dag eru þessar sömu afrófléttur aft- ur orðnar vinsælar og eru þær oft gerðar með aðstoð gervihárs. 12 var líkamsræktar- og eróbikkæðið í hámarki. Lykilat- riðið það árið voru hárbönd af öll- um stærðum og gerðum, til nota jafnt i leikfíminni sem utan dyra. Muna ekki allir eftir Jane Fonda og Oliviu Newton-John? 1985 ákvað Madonna að líkja eftir Marylin Monroe í mynd- bandinu við lagið Material Girl. Þessi kvenlega og gamaldags Þu Qðð'fcit8 unmð Q|lð9sII©Q|3i vmnmQðí hjð Skátabúðinni sem dregnir verða út vikulega eða Caiii|íi,*IpBet,“i^.pi|ioIlo Lux - tjaldvagn frá Gísla jónssyiui hf Scarpa Advance Vandaðir teðurgönguskór með Gore-Tex vatnsvöm og vettísóta aö verðmæti 15.990 kr. Rikulega búinn tTm2 Camp-Let Apollo tjaídvagn með stóru áföstu fortialdi. að verðmætí 454.000 kr. Það borgar sig að vera áskrifandi að Áskriftarsfmi 550 5000 greiðsla öðlaðist þó nokkrar vin- sældir og síðar meir tóku ljóskur eins og Anne Nicole Smith og Eva Herzigova upp sama stíl. 1989 komst stutt hár aft- ur í tísku. Ofurfyrirsæturnar voru að verða æ meira áberandi á kostn- að söng- og leikkvenna og það var einmitt ein úr þeirra hópi, Linda Evangilista, sem tók af skarið með góðum árangri. 1991 var ár hins mjúka og kvenlega. Rykið var dustað af gömlu Carmenrúllunum hennar mömmu til að ná þessum stóru bylgjum. Þetta ár var stutt hár bannorð. 1995 öðluðust nýir sjón- varpsþættir, Friends, eða Vinir, eins og þeir hafa verið þýddir, gíf- urlegar vinsældir. Sérstaklega þótti hárið á leikkonunni Jennifer Ani- ston glæsilegt og varð klippingin sem hún skartaði í þáttunum mjög vinsæl. 1997 virðist stutta hárið aftur vera að festa sig í sessi. Mjúk- ar línur sjöunda áratugarins eru komnar aftur í vindblásinni nú- tímaútgáfu. Hvað um næsta ár? Enginn veit - enda eru leiðir tískunnar óútreikn- anlegar. -ggá í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.