Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 5 DV Fréttir Taka Sigurðar VE í Noregi: Efast um skýring ar stjórnvalda DV, Ósló: Norskir fjölmiðlamenn vita ekki hverju þeir eiga að trúa í máli skipstjórans á Sigurði VE. Þarf öll þessi læti ef eitthvert vafamál er með sendingu á einni pappirsörk? Flestum þykir nóg um þvergirð- ingsháttinn í strandgæslumönn- unum norsku og norsk stjórnvöld hafa átt fullt í fangi með að út- skýra að viðbrögð Norðmanna séu bara samkvæmt reglum. „Venjulegir Norðmenn kalla svona vinnubrögð smámuna- semi,“ hefur Nordlands Fremtid í Bodö eftir Helga Ágústssyni ráðu- neytisstjóra. Þar er tekið svo til orða að óveðursský hafi verið yfir Helga þótt annars staðar í bænum hafi verið heitasti dagur sumars- ins. í Nordlandsposten, hinu staðar- blaðinu í Bodö, er talað um „grófa valdsbeitingu" af hálfu Norð- manna. Þar fær Helgi Ágústsson einnig að útskýra málið frá sjónar- hóli íslendinga. Með fylgja svo skýringar nor- skra embættismanna um að í einu og öllu hafi verið farið að norsk- um reglum. í Norðurljósinu í Tromsö er sagt að harka sé nú að hlaupa í gömlu deiluna um fiskveiðar við Jan Mayen. „Það stefnir í fiskveiði- stríö við íslendinga," segir í blað- inu og málið er síðan rakið í smá- atriðum. M.a. kemur fram að allt velti á hvort ákveðnir pappírar hafi verið sendir norsku strand- gæslunni eða ekki. í Óslóarblöðimum hefur Sigurð- armálið litla athygli hlotið. Morg- unblöðin Arbeiderbladet og Aften- posten nefna það bæði en ekki síð- degisblöðin tvö, Verdens Gang og Dagbladet. í sjónvarpsfréttum hef- ur aðeins verið minnst á að „ís- lenskur togari hafi verið færður til hafnar í Bodö vegna gruns um brot á fiskveiðireglugerð". Norskir ráðamenn eru þögulir um togaratökuna og láta tals- mönnum sínum eftir að útskýra það. Öll áhersla er lögð á að um hefðbundið eftirlit sé að ræða en í norður-norsku blöðunum kemur skýrt fram að margir efist um að svo sé. -GK Skeytasendingar Siguröar VE náöu ekki til Norðmanna: Fiskimenn hræddir vegna komandi loðnuvertíðar - segir Siguröur Einarsson, útgeröarmaöur Sigurðar VE „Við rannsókn okkar á þessu kom í ljós að skeytin höfðu verið send úr tölvu skipsins en fyrir mistök höfðu tvö þeirra ekki borist Norðmönn- um,“ sagði Sigurður Einarsson, út- gerðarmaður nótaskipsins Sigurðar VE, í samtali við DV þar sem hann var staddur i Bodö í gær. Hann segir að eitt þeirra þriggja skeyta sem Norðmenn sögðu ekki hafa borist vera komið tO skOa. Hin tvö skeytin hafi aldrei farið frá tölvu skipsins þar sem rangt símanúmer hefði ver- ið stimplað inn í forritið og skeytið sent með 00 á undan sem á aðeins við þegar hringt er frá íslandi. Sigurður segir skipstjórann geta sýnt fram á að reynt hafi verið að senda skeytin og gervihnattafyrirtækið hafi gögn sem sýni að reynt hafi verið að senda tilkynningarskylduna. Kristbjörn Árnason skipstjóri var í yfirheyrsl- um hjá lögreglunni í Bodö í 5 klukku- stundir í fyrrakvöld. Þá voru stýri- menn skipsins yfirheyrðir i gærdag. Sigurður segir að norskir fiski- menn í Bodö séu mjög undrandi á framgöngu strandgæslunnar í mál- inu og meðal þeirra gæti kvíða vegna Árni Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, og Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, eru í Noregi vegna Sigurðarmálsins. íslensk stjórnvöld eru ævareið vegna málsins sem ber öll merki þess að vera stórmál af litlu tilefni. Hér eru þeir á höfninni í Bödö. DV-mynd NTB loðnuvertíðar sem hefjist þann 1. þessu máli. Þetta truflar þá mikið vegna. Þeim finnst þetta aUt mjög júlí. þar sem þeir eru að hefja loðnuveið- ósanngjamt og viðbrögðin harkaleg," „Fiskimenn hér eru mjög hissa á ar þann 1. júlí og eru hræddir þess segir Sigurður. -rt Sigurðarmálið: Gæti haft afleið- ingar fyrir norsk skip - segir utanríkisráðherra „Við viljum hafa þessi sam- skipti í eðlOegu formi og höfum enga löngun tO þess að vera aö gera mönnum sem stunda sjó lífið leitt. Það hefur verið afstaða ís- lenskra stjórnvalda aUa tíð. Ef Norðmenn ætla að innleiða nýjar samskiptareglur fer ekki hjá því að það hafi afleiðingar fyrir þeirra eigin skip,“ segir HaUdór Ásgrímsson utanríkisráðherra vegna töku nótaskipsins Sigurðar í lögsögu Jan Mayen. HaUdór segir að beðið sé skýr- inga Norðmanna á töku skipsins. „Það skiptir miklu máli hvaða útskýringar við fáum á þessu frá Norðmönnum," segir hann. HaUdór segist hafa rætt viö Bjorn Tore Godal starfsbróður sinn í Noregi um málið. „Viö erum alltaf vanir að tala saman þegar eitthvað kemur upp á og gerðum það á laugardaginn. Við bíðum úrskurðar lögregluyf- irvalda," segir Halldór Ásgrims- son. -rt Ungur drengur í sjávarháska: Bjargað úr þyrlu á síðustu stundu Hjalti Már Brynjarsson, 17 ára Njarövíkingur. Honum var bjargaö í þyrlu Landhelgisgæslunnar á sföustu stundu. DV mynd Ægir Már. DV, Suðurnesjum: „Ég var orðinn rosalega þreyttur og kaldur, fann ekki fyrir höndum og tám. Þá var búningurinn farinn að leka og fótin orðin rennandi blaut. Ég var farinn að halda að mér yrði ekki bjargað. Farinn að hugsa um dauðann og um leið það góða í lífi mínu,“ sagði Hjalti Már Brynjarsson, 17 ára Njarðvíkingur, sem lenti í sjávarháska þegar drapst á sjósleöa hans við Keflavík 7. júní. Atvikið átti sér stað í slæmu veðri, 7 vindstigum og miklum öldugangi við Vatnsnesið, þar sem stórir klettar eru. Fjöldi manns, björgunarsveitar- menn, lögregla og vinir Hjalta horfðu á án þess að geta veitt honum aðstoð. Hjalti var í þurrbúningi og björgun- arvesti. Hann rak hratt að landi og það sem gerði það að verkum að hann fór ekki upp í klettana var ffá- kast sem myndaðist frá þeim. Hjalti barðist fyrir lífi sínu. Lögreglan kall- aði á aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu sem var eina vonin í stöðunni. „Sigmaðurinn lagði sig í hættu við að bjarga mér. Hann fór í kaf þrisvar og alda fór yfir hann. Ég er afar þakklátur honum og áhöfninni á þyrlunni. Vinur minn segir að ég hafi verið í 90 mínútur í sjónum," sagði Hjalti. Áður hafði Ólafur Björnsson, trillukarl í Keflavík, reynt björgun. Hann lagði sig og bátinn í mikla hættu og mátti ekki tæpara standa. Hann reyndi að koma taug til Hjalta en vantaði herslmmminn. Þá reyndu björgunarsveitarmenn að koma taug í bátinn en án árangurs. Björgunarbátur Björgunarsveitar- innar Suðumes í Reykjanesbæ var bilaður. „Við hringdum í sveitina og þá var okkur tjáð að bátur þeira væri bilaö- ur. Við hringdum um allt til að fá bát og við það tafðist björgun Hjalta. Við náðum í Ólaf en vegna misskilnings fór hann einn út. Hann reyndi allt til að bjarga Hjaita og lagði sig i mikla hættu. Þyrlusveitin sannaði enn og aftur ágæti sitt. Það var það eina í stöðunni til að bjarga Hjalta og mátti ekki tæpara standa. Lögreglumaður klifraði niður klettana til að láta hann vita að þyrlan væri á leiðinni. Mikilvægt var að koma þeim boðum til Hjalta," sagði John Hill, lögreglu- fulltrúi í Keflavík. „Ég fór frá smábátahöfninni Gróf og ætlaði á sjósleðanum yfir í Njarðvík. Vinur minn fylgdi mér eftir í landi alla leið. Þegar hann sá hvað gerðist bað hann um aðstoð. Veðrið versnaði og var komið slæmt veður þegar sjór fór inn á blöndunginn og drapst á sleð- anum. Ég kom honum ekki í gang. Ég var um 30 metra frá landi og hélt dauðataki í sleðann. Þannig gat ég haldið höfðinu upp úr sjó en öldumar veltu sleðanum oft. Ég fékk þungt högg í andlitið þegar stýrið fór í mig og fékk högg í fæturna þegar sleðan- um hvolfdi. Ég fór nokkrum sinnum i kaf,“ sagði Hjalti. Hann var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur en fékk að fara heim um kvöldið. Foreldrar Hjalta vora í sumarbú- stað í Borgarfirði þegar óhappið varð. „Þegar við fréttum hvað gerðist urðum við skelfingu lostin. Við ruk- um af stað strax suður og hjörtun slógu hraðar en venjulega," sögðu foreldrar Hjalta, Brynjar Ragnarsson og Elísabet Þóröardóttir. -ÆMK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.