Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 Norskir veiðiþjófar „Þeir segjast hafa veitt þarna 45 þúsund tonn. Þeir veiddu þetta allt saman innan íslenskr- ar lögsögu en eru með þessu að búa til afla sem ekki var til.“ Kristján Ragnarsson, formaöur LÍÚ, í DV. Slysi frestað „Titanicslysinu skotið á frest“ Fyrirsögn í Morgunblaðinu KR-ingar eiga að mæta í vinnuna „Við þurfum ekki álit leik- manna, enda kemur þeim i sjálfu sér ekkert við hvað við gerum. Þeir eru í vinnu hjá okkur og þurfa að stunda hana, annars eru þeir að brjóta samninga." Björgólfur Guðmundsson, form. Knattspyrnudeildar KR, í Morgunblaðinu. Ummæli Markaðsfrjálsa heimsþorpið „Það er ekki gott að vita hve lengi þeir komast upp með slíkt athæfi í Heimsþorpinu þar sem allir eru svo innilega markaðs- frjálsir að allir neyðast til að fást við það sama.“ Árni Bergmann um Frakka og fleiri sem reyna að stuðla að menningu í kvikmyndagerð, ÍDV. Dauður eða ekki dauður „Hann hefur ábyggilega ekki fattað að fyrra skotið drap hann.“ Páll Reynisson um gný sem hann skaut, í Morgunblaðinu. Tveir geysiöflugir þotuhreyflar knýja breiðþotuna Boeing 676. Þotuhreyflar Árið 1921 setti Maxime Guillaume fram hugmyndir varðandi þotuhreyfil. Það var svo 12. apríl 1937 sem fyrsta prófunin með þrýstiloftsvél var framkvæmd hjá British Power Jets fyrirtækinu sem hafði látið smíða líkan af þotuhreyfli (Whittle Unit) eftir fyrirsögn Bretans Frank Whittle. Hann hafði sótt um einkaleyfi á þotu- hreyfli árið 1930. Fyrsta flug, sem farið var á þotu, var þegar Erich Warzig flaug Heinkel HE 178 nálægt Marienehe í Þýska- landi 27. ágúst 1939. Flugvélin var knúin Heinkel S3B vél (378 kg að meðtöldum löngum út- blástursstút) hannaðri af dr. Hans „Pabst“ von Ohain og var hreyfillinn fyrst prófaður í ágúst 1937. Blessuð veröldin Hljóðmúrinn rofinn Fyrsti maðurinn sem flaug hraðar en hljóðið var Charles Elwood Yaeger, liðsforingi í bandaríska flughernum. Hann flaug hinn 14. október 1947 yflr Edwards-herstöðina í Muroc í Kalifomíu í Bandaríkjunum í eldflaugaknúinni Bell XS-1 flug- vél, sem hlotið haföi nafnið Gla- morous Glennis, á hraðanum 1078 km/klst. i 12.800 metra hæð og náði því 1,015 Mach. Þess má geta að Yaeger er ein aðalpersón- an í verðlaunakvikmyndinni Right Stuff. Léttskýjað á suðvesturhominu Um 200 km suður af Ingólfshöfða er 994 mb lægð sem hreyfist norðnorðaustur. Veðrið í dag í dag verður austlæg átt, kaldi og rigning með suðaustur- og austur- ströndinni í fyrstu en þurrt annars staðar og bjart veður á Suðvestur- og Vesturlandi. Breytileg átt, víðast gola og skúrir á víð og dreif er líður á morguninn en vestlæg átt og skúr- ir einkum norðan- og vestanlands í kvöld og nótt. Hiti 5 til 15 stig, sval- ara í nótt. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðan- og síðan norðvestangola og léttskýjað en suðvestangola og skúr- ir í nótt. Hiti 6 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 23.53 Sólarupprás á morgun: 3.02 Síðdegisflóð í Reykjavík: 22.02 Árdegisflóð á morgun: 10.30 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 7 Akurnes rigning og súld 7 Bergstaöir alsklýjað 3 Bolungarvík léttskýjaö 3 Egilsstaðir úrkoma í grennd 7 Keflavíkurflugv. léttskýjaö 7 Kirkjubkl. skýjaö 7 Raufarhöfn þokumóða 5 Reykjavík léttskýjað 6 Stórhöfói skýjaö 6 Helsinki skýjaö 19 Kaupmannah. alskýjað 14 Ósló léttskýjaö 15 Stokkhólmur léttskýjað 18 Þórshöfn skýjað 10 Amsterdam léttskýjaö 16 Barcelona þokumóða 20 Chicago heiöskirt 13 Frankfurt léttskýjaó 17 Glasgow mistur 12 Hamborg skýjað 12 London skýjað 17 Lúxemborg léttskýjað 17 Malaga þokumóöa 20 Mallorca léttskýjað 22 París skýjað 20 Róm hálfskýjaö 20 New York heiöskírt 18 Orlando rigning 23 Nuuk léttskýjað 4 Vín léttskýjaö 19 Washington heiöskírt 17 Winnipeg heiöskírt 22 Guðni Þór Jónsson, ráðstefnustjóri á Evrópuþingi JC: Tiittugu ár að baki í hreyfingunni „Evrópuþingið hefur verið í undirbúningi frá því að við tókum ákvörðun um að bjóða í þingið fyr- ir fimm árum. Sá undirbúningur fór síðan á fullt eftir að Reykjavik hafði verið valinn þingstaður árið 1995. Þá fór af stað markvissari vinna, áður hafði þetta verið meiri forvinna sem meðal annars fólst í því að tryggja það aö Reykjavík yrði valin fyrir þingið," segir Guðni Þór Jónsson sem hefur stjórnað undirbúningi fyrir Evr- ópuþing Junior Chamber sem hefst á morgun í Reykjavík en skráðir eru um eitt þúsund erlend- ir gestir á þingiö. Maður dagsins Guðni segir að slíkt þing sé haldið árlega en nú í fyrsta sinn á íslandi: „Þetta er nokkurs konar samráðsundur formanna lands- sambandanna í Evrópu þar sem þeir bera saman bækur sínar. Síð- an er fjöldinn allur af námskeið- um, það veröa ein þrjátíu nám- skeið í gangi dagana sem þingið stendur yfir og eru leiðbeinendur allir i hópi færustu manna á sínu sviði. Við erum með Menntaskól- ann við Hamrahlíð undir þing- Guðni Þór Jónsson. fundi og námskeið, í íþróttahúsi Hlíðaskóla erum við með matsal og Hliðaskólann fyrir námskeið. Við köllum svæöiðð Hamrahlíðar Conference Center." Mikil vinna hefur verið lögð í að gera þingið sem glæsilegast úr garði: „Það hefur um fimmtán manna hópur starfað i lokasprett- inum og hefur þetta verið mikil og góð reynsla og aukið víðsýni og þekkingu þeirra sem starfað hafa við undirbúninginn og sú reynsla á eftir að koma okkur til góða í framtíðinni." Gísli er búinn að vera lengi meðlimur í JC á íslandi: „Það vill svo skemmtilega til að i dag er ég búinn að vera tuttugu ár í hreyfingunni og það er nokkuð langur tími þegar það er haft í huga að í hreyfingunni eru með- limnir frá átján ára til fjörutiu ára, þannig að ég byrjaði ungur.“ Gísli hefur gegnt mörgum störf- um innan hreyfingarinnar: „Ég hef alltaf verið virkur félagi, var lands- forseti 1992-93 þegar sú hugmynd kom að halda Evrópuþing og var í forsvari fyrir okkur í sambandi við umsóknina svo það kom í minn hlut að fylgja því eftir alla leið.“ Guðni Þór Jónsson starfar sem sölustjóri hjá Bílaþingi Heklu: „Ég hef notað sumarfríið mitt þetta sumarið í þingið og ég á nú frekar von á því að þetta verði síðasta verkefnið mitt í JC-starfinu. Ég var áður fyrr bæði í knattspymu og körfubolta og íþróttirnar hafa alltaf átt hug minn og ég býst við að ég fari að fylgjast meira með íþróttum og fara á völlinn þegar fram líða stundir." Guðni Þór er giftur Ólöfu Jónu Friðriksdóttur og eiga þau þrjú börn. -HK ÍA mætir Breiðabliki f kvöld. Myndin sýnir viðureign sömu liða í fyrra. Fjórir leikir í kvenna- boltanum í kvöld verður leikin þriðja umferðin í Stofndeildinni eða úr- valsdeildinni í kvennaboltanum og em fjórir leikir á dagskrá. Á Akranesi tekur ÍA á móti Breiða- bliksstúlkum úr Kópavogi sem voru ósigrandi í fyrra og virðast ætla að halda áfram sigurgöngu sinni. Sjálfsagt hafa Skagastúlk- ur hug á að ná stigum úr þessari viðureign enda á heimavelli og verður leikurinn vafalaust bar- áttuleikur. Á Akureyri leika heimastúlkur i ÍBA við Hauka, á KR-velli leika KR og ÍBV og á Stjörnuvelli í Garðabæ leika Stjarnan-Valur. íþróttir Fimm leikir í 2. deild karla verða leiknir í kvöld. Á Eski- fjarðarvelli leika KVA og Leikn- ir, á Fjölnisvelli í Grafarvogi leika Fjölnir og Völsungur, á Garðsvelli í Garði leika Víðir og Ægir, á Selfossvelli leika Selfoss og Þróttur N. og á Sindravelli leika Sindri og HK. Allir leikir kvöldsins hetjast kl. 20.00. Bridge Það er ekki oft sem varnarspilari spilar tvisvar sinnum undan ás í vörn gegn bútasamningi en það gerði þó Bandaríkjamaðurinn Peter Weichsel í þessu spili sem kom fyr- ir í Cavendish-mótinu í síðasta mánuði. Peter Weichsel er íslend- ingum að góðu kunnur því hann var eitt sinn gestur á bridgehátíð. Spilafélagi hans þá var Alan Sontag en hann var reyndar andstæðingur hans í þessu spili. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættu: 4 G82 * G * ÁG10764 4 KD4 4 Á3 * Á9864 ♦ D3 4 Á982 4 D1064 4* D1052 K5 4 753 Austur Suður Vestur Norður Weichs. Sontag Albert Jacobus 1* pass 2 * 3 4 p/h Weichsel átti ekki auðvelt útspil í upphafi, en ákvað að spila út spaða- ásnum. Spilafélagi hans, Mike Al- bert, kallaði i litnum og Weichsel spilaði áfram spaða. Albert spilaði spaðaníu til baka til að benda á hjartakónginn og Weichsel tromp- aði. Nú spilaði hann lágu hjarta undan ásnum á kóng vesturs og Al- bert spilaði síðasta spaðanum. Jac- obus reyndi að trompa með tígul- gosa en Weichsel yfirtrompaði á drottningu. Síðan kom náðarhöggið fyrir sagnhafa, lágt lauf frá ásnum. Tía vesturs neyddi sagnhafa til að trompa á drottningu og Jacobus gat ekki komist hjá því að tapa tveimur slögum á lauf. Þrír niður á hætt- unni gaf að sjálfsögðu góða skor. -ísak Örn Sigurðsson 4 K975 «4 K73 4 982 4 G106

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.