Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 Neytendur Tími viðarvarnar upprunninn: KVH afftur með besta verðið Samkvæmt samanburði á verði nokkurra viðarvarnarefna dagana 27.-30. maí kom í ljós að Kaupfélag Vestur-Húnvetninga býöur lægsta verðið af þeim sem leitað var til. Fyrri hluti verðkönnunarinnar var birtur á neytendasíðu DV síðastlið- inn fostudag. Þar kom fram að ódýr- asti málningarlítrinn fékkst einnig á Hvammstanga. Texolín frá Sjöfn kostaði 600 kr. lítrinn af vo.furu en þ.kaffibrúnt kostaði 755 kr. á Hvammstanga. í fjögurra lítra fötu kostaði lítrinn af vo.furu 517 kr. og 666 kr. af þ.kaffi- brúnu. Kaupfélag Héraðsbúa á Eg- ilsstöðum var með næstlægsta verð- ið á vo.furu, 615 kr., en þ.kaffibrúnt var 36% dýrara en furuliturinn á 839 kr. SG á Selfossi var meö hæsta verð- ið á Texolín-viðarvöminni. Vo.fura kostaði 824 kr. og þ.kaffíbrúnt var á 979 kr. Kjörvari frá Hörpu var ódýrastur hjá KASK, þar fæst hann í 4 lítra fótu með 25% sumarafslætti á 2.112 í viðarlitum en í þekjandi litum 2871 kr. 1.000 kr. 800 600 400 200 Viðarvörn, 1 lítri _ * io Litaver Bykó SG Húsasmiójari KHB KVH KEA KASK Reykjavík Reykjavík Selfossi Reykjavík Egilsstöðum Hvammstanga Akureyri Höfn ED Texolín, Sjöfn vo.fura C3 Texolín, Sjöfn þ.kaffibrúnt B* Kjörvari Viöarlitir □ Kjörvari Þekjukjörvari 1—1 Trebitt Trebitt DB Viðarvörn, 4 lítrar 4.000 kr. 3.000 2.000 1.000 £39 O ir> n-cm10. 'SÚ?” oooi, CNI LD r- oco r- c4| H00(on r^-n m 1 Litaver Reykjavík Bykó SG KHB KVH KEA Reykjavík Selfossi Egilsstöðum Hvammstanga Akureyri KASK Höfn CH Texolín vo.fura CH Texolín, þ.kaffibrún m Kjörvari Viðarlitir CU Kjörvari Þekjukjörvari Málun á tréverk Áður en viðurinn er málaður þarf að gæta þess aö hann sé vel þurr. Rakastig viðarins þarf að vera fyrir neðan 20% og pússa þarf alla lausa málningu burtu. Einnig þarf að fjarlægja allan gránaðan (feyskinn) við, en hann er óbundinn og laus í sér. Því tollir málning ekki við hann. Gæta þarf vel að því að bera viðarvöm vel á alla enda. Gagn- varinn við er best að láta standa í 2-3 mánuði áður en á hann er borin viðarvöm. Varast ber að veija viðinn eingöngu með glær- um viðarvamarefnum því að þá á niðurbrot sólarljóssins greiða leið að viðnum. Ófúavarinn viður Þekjandi áferö: 1. Hreinsa vel og þurrka. 2. Dýfa viönum í eða bera vel á hann gmnnfúavöm. 3. Mála 1 umferð með glærri viðarolíu, þynntri 5-10% með terpentínu. 4. Mála 1 umferð með þekjandi viðarvöm. 5. Mála 1 umferð með akrylhúð. Hálfþekjandi áferö: 1. Hreinsa vel og þurrka. 2. Dýfa viðnum í eða bera vel á hann grunnfúavöm. 3. Mála 2 umferðir með viðarolíu litaðri, þynntri 5-10% með terpentínu. 4. Mála 1 umferð með akrylhúð. Húsasmiðjan var ekki með ís- lensku vömmerkin Texolín og Kjör- vara í sinni verslun en bauð upp á Trebitt-vöm á 793 kr. í viðarlitum og þekjandi á 995 kr. lítrann. Flestar verslanirnar em með við- arvamarefnin á tilboði sem stendur eitthvað fram eftir sumri. KVH, KHB og KASK bjóða 25% sumaraf- slátt, KEA er með tilboðsafslátt og Litaver býður 15% afslátt. Aðru þátttakendur í verðkönnuninni bjóða lægri afslátt af viðarvöm. Framkvæmd könnunarinnar Viö framkvæmd verðkönnunar- innar var verslununum sendur vörulisti þar sem viðkomandi versl- unarstjóri var beðinn að fylla inn rétt verð vörunnar eins og við- skiptaviniu'inn fær hana og undir- rita síðan vörulistcmn til staðfest- ingar. Á markaðnum eru mun fleiri teg- undir af fúavörn en neytendasíða DV kannaði. Eingöngu var spurt um verð, ekki efni, umhverfisvæni eða gæði. -ST Veöraöur viður: 1. Hreinsa vel og þurrka. 2. Væta viðinn með grannfúa- vöm. 3. Grunna með viðarolíu glærri þynntri 5-10% með terpentínu. 4. Mála 1 umferð með viðarolíu litaðri eða þekjandi viðarvörn. 5. Mála 1 umferð með akrylhúð. Málaöur viöur: 1. Skafa alla lausa málningu og láta þoma. 2. Gmnna með glærri viðarolíu, þynntri 5-10% með terpentínu. 3. Mála 2 umferðir með akryl- húð. Sólpalla og lárétta fleti skal metta með litaðri viðarolíu, þynntri til helminga með terpentínu. Oftast er nægjanlegt að bera 2-3 umferðir á flötinn. Varast ber að láta svo mikið á flötinn að málningarhúð mynd- ist ofan á honum. Viðhaldið síð- an vörninni með því að bera á flötinn einu sinni til tvisvar á sumri. Virkt verölagseftirlit Neytendasamtökin, ASÍ og BSRB hafa undirritað samkomulag um verðlagseftirlit á öllu landinu. „Með þessu er stefnt að því að veita framleiðendum, innflytjend- um og smásölum í landinu aukið aðhald í verðlagsmálum og veita neytendum upplýsingar um verð, verðmismun og auka verðskyn þeirra. Þá eru neytendur hvattir til að fylgjast með verðlagi og gefst þeim kostur á að leita á ákveðinn stað vegna kvartana á verði og/eða þjónustu," segir Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ. Verðlagseftirlitið verður með síma fyrir neytendur, 562 5000 og 800 6250, grænt númer, þar sem tek- ið verður við ábendingum um verð- hækkanir og óeðlilega álagningu. „Samstarfsaðilar verðlagseftir- litsins setja markið hátt,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, framkvæmda- Viö undirritun samkomulags ASÍ, BSRB og Neytendasamtakanna. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Drífa Sigfúsdóttir, formaöur Neytendasamtak- anna, Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB, og Jóhannes Gunnarsson, framvæmdastjóri Neytendasamtakanna. DV-mynd JAK stjóri Neytendasamtakanna. Meðal þess sem eftirlitið mun undirbúa eru verðkannanir á dagvörum, einkum á svæðum þar sem fá- keppni er, sérvörum, þjónustu einkaaðila og opinberra aðila. Samningsaðilar munu skipa sex manna starfshóp til að stýra verk- efninu, tveimur fulltrúum frá hverj- um aðila. Hópurinn mun bera ábyrgð á daglegum rekstri, ákveða helstu verkefni og halda utan um fjárhagslega hlið rekstursins. Starfs- hópurinn mun ráða starfsmann sem verður á skrifstofu Neytendasam- takanna. Samstarfið nær til eins árs og er ætlað að vera virkt á öllu landinu. Neytendasamtökin munu hýsa starfsemina en ASÍ og BSRB munu leitast við að afla fjár, meðal annars frá aðildarfélögum sínum, til verk- efnisins. -ST (Birt með leyfi frá Sjöfn úr bæklingnum Vorið kallar) -ST KASK með 25% afslátt Eftir að verðkönnun neyt- endasíðunnar var birt síðastlið- inn föstudag, hafði Elvar Grét- arsson, aðstoðarverslunEirstjóri hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga, samband við blaðið. I ljós kom að hjá KASK er í gildi 25% afsláttartilboð á allri útimáln- ingu. Þannig er lítrinn af Hörpusilki, hvítir litir og stofn 2, á 654 kr. í stað 872 kr. áður. Útitex frá Sjöfn kostar 725 kr. lítrinn í stað 966 kr. áður, allir stofnar. 4 lítra fatan af Hörpusilki kostar nú 2.539 og sama stærð af Útitex kostar 2.699 krónur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.