Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1997, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1997 13 Húsbóndavald Norðmanna Meðan „góði dát- inn Svejk“ barðist við vindmyllumar á Vestfjörðum, sem kostað hefur fisk- vinnslufólk þar um 50 milljónir og at- vinnurekendur vísast annað eins, sátu Norðmenn ekki í að- gerðaleysi heima. Þeir vissu af langri reynslu, að síldin myndi leita í æti á Rauða torginu út af Seyðisfirði, og þeir höfðu nú tekið í notk- un 3000 tonna gæslu- skip sem sérsmíðað er til að „veiða“ ís- lendinga. Þeir lágu nú í leyni í „norskri 200 mílna landhelgi norsku eyjar- innar Jan Mayen" og biðu þess að grípa tækifærið. „At kapre Islenninger" Þessi sportveiði gæti sem best heitið á norskri nýnorsku: „At kapre Islenninger" og er gamal- þekkt aðferð sjóræningja fyrri tíma, sem nú hefir verið vakin upp að nýju. Þeir þurftu ekki lengi að biða. Tveim dögum áður en hetjudáðinni vestra lauk gripu þeir loðnuskipið Sigurð VE 15 á siglingu á Rauða torginu, og tóku nú í tog á yfir 400 mílna siglinga- leið til N-Noregs, en þar búa verstu Norðmennirnir, að sögn hvalavinarins Pauls Watsons, og eru þeir þó vísast allir slæmir, svo sem þetta dæmi sannar. Sigurður var með tómar lestir og hafði ekkert veitt, og var því gefið að sök að hafa ekki gegnt til- kynningarskyldu til „stórabróð- ur“ í Bodö í norska N-Noregi. Þetta reyndist rangt, en Norð- menn þykjast ákveða sjálfir hvað skuli teljast glæpir í „norskri fiskilögsögu Jan Mayen". Þeir þurfa ekki annað en að neita mót- töku tilkynningarinnar, og þá liggur full löggild sönnun fyrir norskum dómstólum þar um. Sameiginleg stjórn Jan Mayen er eyðisker, og það- an hafa aldrei verið stundaðar neinar fiskveiðar. Þar hefir aldrei verið nein fiskilögsaga, en Norð- menn gáfu út heim- ildarlausa reglugerð um sérstakt 200 mílna „vemdarsvæði Noregs" við Jan Mayen, Svalbarða og Bjamarey í október 1995. Ekki er vitað til að ís- land hafi enn mót- mælt þessari út- færslu Noregs á vemdarsvæðun- um, þótt íslensk fiskiskip hafi stundað veiðar á öllum þessum stöð- um fyrr, en tækni til fiskveiða var þá skammt á veg komin bæði í skipakosti og veiðibúnaði miðað við það sem nú er. Norðmenn geta ekki byggt rétt sinn til út- hafsveiða á „veiðireynslu" liðins tíma, því það er hin nýja tækni sem heár gert fiskveiðar mögulegar á þessum úthaf- smiðum. Um þetta segir í nýjum hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna um úthafsveiðar, sem kenndur er við New York, að aðliggjandi lönd eigi að stjóma sameig- inlega veiðum á innhöfum, eða höfum umlukt- um tilteknum löndum. Þannig eru það fyrst og fremst ísland, Færeyjar og Noregur sem eiga sameiginlega að stjóma veiðum í Norðurhafinu. Þama gildir aðeins 200 mílna fiskilögsaga út frá ströndum þess- arra þriggja landa, en engin út frá Jan Mayen, Svalbarða eða Bjarn- arey, sem allt eru eyðilönd í skiln- ingi fiskveiða. Norðmenn flýttu sér að setja reglugerðina um „vemdarsvæði Noregs" í október 1995, af því að þeir vissu að úthafsveiðisáttmál- inn myndi banna þetta. Hann var samþykktur í New York í ágúst- mánuði 1996, og er nú til undir- skriftar hjá aðildarþjóðunum. Norðmenn vita þetta allra manna best. Hvar er aö finna sendi- herra? Það er fyrir löngu kominn tími á að ríkisstjórn íslands og þá sér- staklega utanríkis- ráðuneytið taki á þessum málum. Ágætur fyrrverandi utanríkisráðherra sagði að hann hefði 10 heiladauða sendi- herra í þjónustu sinni. Skyldi ekki finnast einn réttlátur í hópnum? Hvar er hann að finna? Það þýðir ekki að spyrja lengur: „Hvar era hinir níu“? Önundur Ásgeirsson / kro r íftffröir W ■ Föstudagur 6. júní: Laugardagur 7.*5úní Kl. 09.30: Norska strandgæslan óskar eftingð senda menn um borö í Sigurö VE til eftirlits. *• Kl. 14.30: Norömenn lýstu því yfir aö skipiö væ/i tek- iö fast. ; Kl. 14.40: Siguröi VE siglt fyrir eigin vélarafli áleíf»is til Noregs. ! Jan Mayen ; ^ , jT»« Bod0 Sunnudagur S. júní: Kl. 01.07: Vélar Sigurðar stö&Kaðar/samráðl viö út- Klukkan X7.00: Sigurður VE lagður að bryggju i Boda. gerð og islensk stjórnvöld. 'v' Klukkan 19.00: Kristbjörn Árnason skipstjóri færður Kl. 0S.2S: Norðmenn krefjast þess'að vélar verði gang- á lógregjústöð til yfirheyrslu. settar á ný og skipiö haldi áfram förlil Noregs. Því var • umsvifalaust hafnað. \ Kl. 05.59: Norðmenn skutu taug frá v0t-ð*skipinu Nordkap yfir í Sigurö VE. / K/. 06.08: Varöskipið dregur Sigurfifáleiðis til Noregs i rysjóttu veðri. / Noregur Island ISS58 iáSSES&Bl Þeir gripu loönuskipið Sigurö VE á siglingu og tóku hann í tog yfir 400 sjómílna leiö til N- Noregs. Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís „Ekki er vitað til að ísland hafí enn mótmælt þessari útfærslu Noregs á verndarsvæðunum, þótt íslensk fískiskip hafí stundað veiðar á öll- um þessum stóðum fyrr....u Skrípalýðræðið Hefur nokkur tekið eftir því að jörðin er leiðtogalaus? Hefur nokkur tekið eftir að ekkert ríki, ekkert ríkjasamband og engin ríkjabandalög hafa fyrir sér nein sérstök markmið? Hafa menn tek- ið eftir því að trúarleiðtogar hafa ekkert að segja? Hafa menn tekið eftir því að vísindin eiga engar lausnir? Hafa menn tekið eftir því að verslað er með peninga eins og verðbréf? Er einhver að segja almenningi að sú verslun krefst hárra vaxta og er í eðli sinu verðfelling á eign- um og vinnugetu fólks? Nei, auð- vitað ekki. Og hvers vegna ekki? Það mundi þýða að fólk færi að taka afstöðu í samhengi við fram- tíð sína og afkomumöguleika. Það er þetta sem einu sinni var for- senda lýðræðis. Leyndarhaldið Til þess að fólk noti kosninga- rétt sinn eins og viðhlátur að sápuóperum þá þurfa þeir sem í framboði era að taka þátt í trúðs- leikum sápuóperanna. Til þess að vera ekki teknir i gegn fyrir fram- hjáhald eða við- leitni til að skara eld að sinni köku ega frambjóðendur ekki taka á aðal- atriðum. Þeir niega taka á aukaatriðum, eins hér var sið- ur að rífast um hrafna og tófur. Efþeir takaáað- alatriðum þá koma upp úr leynd- arkirnum upplýsingar til að slátra þeim. Og ef þeir hafa ekki verið mjög glannalegir þá er bor- ið á þá fé og ferðalög og svo fram- vegis til að mynda hald í viðkom- andi. Þetta gerir leyndariðnaður- inn sem situr í reynd að svikráð- um við allt sem heitir lýðræði. Leyndariðnaðurinn þykjist eiga þekkingu til að ein- oka til slátrunarað- ferða í hernaði áður en almenningur má nota slíka þekkingu sér til framfæris. Engar lýðræðis- legar kosningar veita almenningi ákvörðunarrétt í þekkingarmálum. I Sovét mátti ekki hafa símann uppi á ísskáp, þá var svo vont að hlusta hann. Nú má ekki nota for- rit sem koma í veg fyrir hlerun. Það er sagt að það sé vegna þess að þá sé ekki hægt að fylgjast með glæpamönnum. Það er aukaatriði og lygi. Þetta er til þess að halda lýðræðinu niðri, að fólk geti ekki myndað sér skoðan- ir um aðalatriði og haft um það lýðræðislegar ákvarðanir. Leyndariðnaðurinn hefur mikl- ar áhyggjur af klámi á Intemet- inu. Hvílik fásinna, það er þá hægt að finna þá sem í því standa og sækja þá heim. Nei, orsökin er önnur, almenningur getur farið að ræða aðalatriði, það er það sem er ótt- ast af þeim sem hafa smám saman komið í veg fyrir almenna ákvarðanatöku á mál- efnalegum grunni. Önnur aöferö til tíu ára í stað þess að beina augum að þeim, sem er ætlaður skandali, þá er rétt að almenn- ingur fari að leita að þeim sem eru bak við upplýsingagjöfina að hneykslum, alveg jafnt á við hneykslið sjálft, til að athuga hvaða hagsmimaspil er þar á ferðinni. Leyndariðnaðurinn er orðinn allt of yfirgengilegur til þess að hægt sé að láta hann vera. Munið að enginn skoðaði Göbbels og Hitler fyrr en eftir á en þeir dreifðu óhróðri og lygi. Því á að taka því að fólk, sem veldur ómerkilegum hneykslum, haldi áfram og leynd- ariðnaðurinn eyði því ekki. Því hver er næstur? Þorsteinn Hákonarson „Leyndariðnaðurinn hefur miklar áhyggjur af klámi á Internetinu. Hvílík fásinna. Það er þá hægt að fínna þá sem I því standa og sækja þá heim.u Kjallarinn Þorsteinn Hákonarson framkvæmdastjóri Með og á móti Var vinstrisveiflan i Evr- ópu stöðvuö í írlandi? Skiptast á að standa við stjórn- Viihjálmur Egilsson alþingismaöur. vöiinn „Það hefur aldrei gefist vel að skýra sveiflur í stjórnmálum í einstökum löndum Evrópusam- bandsins út frá þróun til vinstri eða hægri í Evr- ópu í heild. Það virðist vera þannig að lýðræðið hafi þann far- veg í Evrópu að hægriöfl og vinstriöfl skiptist á um að fara með stjórn viðkomandi landa. Enn fremur er hægristefna og vinstristefna mjög ólík eftir löndum. Þetta fer allt eftir þeim aðstæðum sem eru í hverju landi. Þannig geta baráttumál jafnaðarmanna í einu landi tek- ið mið af stefnu hægrimanna í öðru landi og öfugt ef aðstæður eru þannig. Meginatriðið er að núna hafa vinstrimenn tekið við af hægrimönnum i Frakk- landi. Siðan gerist hið gagn- stæða á írlandi. Þetta eru ekki síöustu kosn- ingarnar í Evrópu og þróunin mun halda áfram - að þessar stóru blokkir munu halda áfram að skiptast á mn að fara með stjóm einstakra Evrópu- landa héðan í frá eins og hingað til.“ Frá- leitt „Það er fráleitt að vinstri- sveiflan hafi stöðvast í þessu litla landi. Aðstæður þar eru Sighvatur Björg- vinsson alþingis- maður. menn að lita til skoðanakann- ana sem eru nú að fara fram um fylgi fiokkanna i Þýskalandi. Þar er mikil uppsveifla hjá jafn- aðarmönnum eins og í löndun- um í kringum þá. Þetta em því falsvonir hjá þeim sem halda að kosningarn- ar á írlandi hafi stöðvað vinstri- bylgjuna í álfúnni. Það er alveg út í hött. Það er broslegt að þetta litla hálmstrá skuli vera gripið og talið að það sé orðið að stórum skógi.“ -sf Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centrum.is mjög sérstæð- ar og hafa alltaf verið. Þá er flokka- kerfið þar einnig mjög sérstætt. Það er þess vegna af og frá að þessi vinstri- sveifla hafi stöðvast þar. Ég bið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.