Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997
Fréttir
Samkvæmt venju flutti fjallkonan
Ijóö á Austurvelli f gær. Aö þessu
sinni var þaö Halldóra Geirharös-
dóttir sem var fjallkonan.
voru í fangageymslum lögreglu
klukkan níu í morgun og þykir
það ekki mikið. Þá telur lögregla
að hjálpað haíi til að það fór að
rigna upp úr klukkan 4 í nótt. Við
það héldu þeir sem enn voru í
bænum heim á leið.
Fóru öll hátíöarhöld vel fram
þegar á heildina er litið. -sf
Gífurlegur mannfjöldi var á tónleikum f Lækjargötu f gærkvöldi. Aö sögn lögreglu er taliö aö 12 þúsund manns hafi
veriö f miöbæ Reykjavfkur þegar mest var. DV-mynd Hilmar Þór
Friðsæll 17. júní
Friðsamt var í miðbæ Reykja-
víkur í gærkvöld og nótt. Skemmt-
anahald fór vel fram. í gærkvöldi
er giskað á að um 12 þúsund
manns hafi verið í bænum,
stærsti hlutinn á tónleikunum í
Lækjargötu.
ölvun var ekki áberandi og fór
ekki aö bera á henni fyrr en eftir
klukkan tvö í nótt. Eftir tónleik-
ana héldu þó flestir heim á leið.
Þrír voru fluttir á slysadeild af
lögreglu. Athyglisvert er að frá
klukkan 20 í gærkvöldi til 6 í
morgun var fjöldi bókana lögreglu
60 en í fyrra voru þær 81 þannig
aö rnn verulega fækkun er að
ræða. Mun færri mál vegna lík-
amsárása komu til lögreglu en í
fyrra. Eins var fækkun á málum
vegna eignaspjalla. Níu manns
Forseti íslands lagöi, ásamt stúdent og iönnema, blómsveig aö minnisvarða
Jóns Sigurössonar á Austurvelli í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem iönnemi
aöstoöar forsetann viö þetta tækifæri. DV-mynd Hilmar Þór
Mun
betra en
í meðal-
ári
„Viðbúnaðurinn sem slíkur
er hinn sami. í nótt gistu 9
manns fangageymslur en í
fyrra voru þeir 35,“ segir
Haukur Ásmundsson, aöal-
varöstjóri hjá Lögreglunni í
Reykjavík.
Hátíðarhöldin hafa róast
nokkuð undanfarin ár. Þó
voru nokkur læti í fyrra. Þá
urðu átök milli lögreglu og
fólks í Lækjargötu er maður
klifraði upp á hliðið á Austur-
stræti.
Mér finnst yfirbragðið á
þessu hafa verið mjög gott,
bæði í gærdag og gærkvöldi.
Ég fór sjálfur og labbaði um
bæinn í gærkvöldi. Það var
ekki hægt að segja að fólk
væri undir áhrifum víns. Þetta
var svona smá ærslagangur
sem fylgir þessu alltaf og er
ekkert viö því aö segja. Þegar
á heildina er litið var þetta
mun betra en í meðalári,"
sagði Haukur. -sf
Mikill fjöldi fólks var samankominn í miöbæ Reykjavíkur í gærdag. Mannhafiö viröist óendanlegt þegar horft er frá
Hljómskálagaröi og inn Frfkirkjuveg. DV-mynd Hilmar Þór
Akureyri:
102 stúd-
entar braut-
skráðir
DYAkuieyri:
Menntaskólanum á Akureyri var
slitiö í 117. skipti í íþróttahöllinni á
Akureyri í gærmorgun. Nú voru
brautskráðir 102 stúdentar, 42 piltar
og 60 stúlkur.
Dúx útskriftamema að þessu sinni
var Sigurður Tómas Þórisson frá Ak-
ureyri með ágætiseinkunnina 9,32.
Semí-dúx er Ingibjörg Birta Sigurð-
ardóttir frá Akureyri með ágætisein-
kunnina 9,10.
Sigurður Tómas hlaut margar við-
urkenningar og verðlaun fyrir frá-
bæran námsárangur í ýmsum grein-
um raunvísinda, m.a. Stjömu-Odda
verðlaunin. Ingibjörg Birta hlaut
viðurkenningar fyrir frábæran
námsárangur í félagsgreinum.
Hæstu einkunn við skólann hlaut
Amhildur Eyja Sölvadóttir frá Húsa-
vík, sem stundaði nám í 1. bekk, en
hún fékk bekkjareinkunn 9,7.
Alls vora 558 nemendur skráöir til
náms í upphafi skólaárs. Enda þótt
skólinn geri strangar kröfur um inn-
töku er brottfall úr skólanum mikið,
um 25% á fyrsta ári, um 20% á öðra
ári og um 10% á þriðja ári. Brottfall
nemenda á 4. ári er 2-3%. Tryggvi
Gíslason skólameistari sagði í skóla-
slitaræðu sinni að í þróunaráætlun
fyrir Menntaskólann á Akureyri til
ársins 2002 væru áætlanir um að
minnka brottfall nemenda. Fyrsta
skrefið í þeirri áætlun væri að
breyta og bæta stærðfræðikennslu á
fyrsta ári og verði þeirri breytingu
komið á í haust. -gk
Stuttar fréttir
Ósamkeppnisfær
Háskóli íslands þarf sveigjan-
legra launakerfi og auknai- fjár-
veitingar til launa eigi hann að
verða samkeppnishæfur við at-
vinnulífið um góða kennslu-
krafta, sagði Sveinbjöm Bjöms-
son, fráfarandi háskólarektor,
við útskrift kandídata í gær, 17.
júní. Stöð 2 sagði frá.
Ágætur gerningur
„Sáttmálinn um Evrópusam-
bandið er vafalítiö einn ágæt-
asti gerningur í samskiptum
þjóða á þessari öld. Það réttlæt-
ir þó ekki að sífellt sé gengið
lengra i samrunaferlinu,“ sagði
Davíð Oddsson forsætisráð-
herra í þjóöhátíðarræðu sinni á
Austurvelli.
8 fengu fálkaorðuna
Forseti íslands sæmdi átta
manns fálkaorðunni að Bessa-
stöðum í gær. Þeirra á meöal
var Elín Pálmadóttir blaðamað-
ur sem hlaut riddarakross fyrir
blaðamennsku og ritstörf.
Hærri kennaralaun
Ef laun kennara verða ekki
hækkuð geta menn gleymt öll-
um umbótum í skólakerfinu,
sagöi Tryggvi Gíslason, skóla-
meistari MA, í skólaslitaræðu í
gær. Stöð 2 sagði frá.
13.000 ára hvalbein
Hvalbein, sem fundust í mal-
arnámu i Melasveit nýlega, hafa
verið send utan til aldursgrein-
ingar. Þau era talin geta verið
um 13.000 ára gömul. Stöð 2
sagöi frá.
Grænir skattar koma
Mengunarskattar, svokallaðir
grænir skattar, verða lagðir á
hér á landi á næstu árum, segir
fjármálaráðherra í sjónvarpinu.
Borgarlistamaður
Hörður Ágústsson listmálari
var útnefndur borgarlistamaður
ársins í gær. Jafnframt nafnbót-
inni fær hann 500 þúsund kr.
heiðurslaun. -SÁ