Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 Viðskipti Osta- og smjörsalan: Bannað að birta Klípu-auglýsingu Samkeppnisráö hefur bannað Osta- og smjörsölunni að birta sjón- varpsauglýsingu um Klipu þar sem segir að hún sé fituminnsta viðbitið. í auglýsingunni segir m.a.: „Klípa er einfaldlega fituminnsta viðbitið, ofan á brauð.“ Karl K. Karlsson, innflytjandi Hellmann’s Low Fat majóness, kvartaði til stofnunarinnar vegna auglýsingarinnar þar sem hann taldi vöru sína vera fituminnsta við- bitið á markaðnum og auglýsinguna innihalda rangar, ófullnægjandi og villandi upplýsingar sem brytu gegn samkeppnislögum. Samkeppnisráð taldi óumdeilt að Hellmann’s Low Fat væri fituminna en klípa en deilt væri um hvort majónes gæti talist viðbit eða ekki. Samkvæmt orðabók Menningar- sjóðs segir að viðbit sé „feitiefni til að hafa með brauði...“. Talið var að majónes gæti talist viðbit þar sem feitmeti væri notað ofan á brauð. í ljósi þess að majónesið var augljóslega fitum- inna en Klípa var auglýsing Osta- og smjörsölunnar villandi. Bannaði því samkeppnisráð fyrirtækinu að auglýsa Klípu á þennan hátt. -sf Majónes telst viöbit samkvæmt úrskurði Samkeppnisráðs og má því ekki auglýsa Klípu sem fituminnsta viðbitið lengur. DV-mynd Hilmar Þór I>V Verðbréfavísitalan: Aftur á uppleið Markaðurinn virðist vera á uppleið aftur eftir lækkun síð- ustu vikna. Verðbréfavísitala VÞÍ hækkaði aUa síðustu viku og var í 2856,41 stigi á föstu- dag sem er hækkun um rétt tæp 50 stig frá fostudeginum á undan. Greinilegt var að tilkynn- ing Flugleiða um kaup á tólf nýjum þotum á næstu tiu árum féU fjárfestum vel í geð. Þegar markaðnum var lokað á föstudag voru Flugleiðir í 4,3 en við fyrstu sölu á mánu- dagsmorgun fór verðið í 4,9 og var hæst 5,3 um daginn en seig eftir þvi sem á leið og var 4,85 um miðjan dag. -vix Atvinnuleysi í Evrópu: Afleiðing stífra reglna? Deilt um Nettó-nafnið Það segir sína sögu um ástand at- vinnumála í Þýskalandi að í borg- inni sem stærir sig af stærsta bygg- ingarsvæði Evrópu í dag er einnig mest atvinnuleysi meðal byggingar- verkamanna. Evrópskur atvinnu- markaður og reglurnar sem þar gUda hafa verið nokkuð i umræð- unni undanfarnar vikur. Ósveigjan- leiki, of erfiðar og dýrar uppsagnir og of mikil atvinnutrygging eru aUt þættir sem hafa verið nefndir sem áhrifaþættir í atvinnuleysinu sem nú herjar á Evrópu. Þó svo atvinnuleysi sé sífeUt á uppleið í landinu er hagkerfið samt sem áður að skapa ný störf. Þetta gerist þrátt fyrir að launakostnaður í Þýskalandi sé 12% hærri en í helstu samkeppnislöndum og bendir því allt til þess að það sé einkum stíf lög- gjöf um atvinnumarkaðinn sem sé ábyrg fyrir atvinnuleysinu. Skoðanir atvinnurekenda renna líka stoðum undir þá kenningu. Þeir kvarta ekki undan háum launum heldur of mikl- um réttindum starfsmanna gagnvart fyrirtækjum sem fælir þau aftur frá því að ráða til sín starfsfólk. Dæmi- gert vandamál í Evrópu eru starfs- lokasamningar sem skilgreindir eru í lögum og eru svo rausnarlegir að fyrirtæki sjá sér engan hag í að ráða fólk tímabundið. Það er fleira í löggjöf Evrópuríkja sem kyndir undir atvinnuleysið. í nýlegri rannsókn, sem framkvæmd var af hagfræðingnum Andrew Oswald við Warwickháskóla í Bret- landi, kemur fram að greinileg fylgni er milli húseignar og at- vinnuleysis. Þannig er að húseig- endur eru siður viljugir en leigjend- ur að flytja vegna hins mikla kostn- aðar sem því fylgir. Þar af leiðandi er hreyfanleiki vinnumarkaðarins minni og atvinnuleysi meira. í lönd- um Evrópu þar sem húseign er hvað almennust, á Spáni, írlandi og Finnlandi, er atvinnuleysi hvað mest. Á sama tíma eru fæstir hús- eigendur í Sviss eða 30%. Þar er jafnframt minnsta atvinnuleysi í Vestur-Evrópu. Jafnframt hafa þau ríki sem mest hafa aukið við húseign íbúa sinna þurft að þola mesta aukningu í atvinnuleysi. Á sama tíma hefur húseign í Bandaríkjunum og Sviss verið í jafnvægi, rétt eins og at- vinnuleysið. Evrópuríkin hafa lengi haft það á stefnuskrá sinni að Umbætur I Hollandi er atvinnuleysi einna minnst af öllum ríkjum Evrópu eða 6%. Þessi lága prósenta er einkum þökkuð frjálslegum reglum á vinnu- markaði. Árið 1982 voru þær reglur stokkaðar upp. Uppsagnir einfaldað- ar, vinnustaðasamningar gerðir að meginreglu, reglur um lágmarks- laun rýmkaðar og tennumar dregn- ar úr verkalýðsfélögum. Nú virðast Hollendingar vera að njóta ávaxta þessara fórna því að í flestum öðr- um ríkjum Evrópu, þar sem réttindi launþega eru enn mikil, er verð- bólga milli 10 og 20 prósent. Einhverjar hreyfingar virðast vera i þessa átt víða í Evrópu. í þýska efnaiðnaðinum, sem hafði tapað miklum viðskiptum til Aust- ur-Evrópu vegna hárra launa, hefur verið samið við verkalýðsfélög um launalækkun á þeim forsendum að aðeins þannig verði hægt að vemda þau störf sem enn eru eftir. Á Spáni hefur lögum um starfslokasamninga verið breytt til muna og á Ítalíu er rætt um aö breyta reglum um lág- markslaun sem hafa orsakað geig- vænlegt atvinnuleysi í hinum van- þróaða suðurhluta landsins. Thatcher og verkalýösfélögin Þaö hefur margoft sýnt sig að sem stærstur hluti íbúannna búi í eigin húsnæði og mörg greitt það niður. Pannsóknin virðist gefa til sveigjanlegur vinnumarkaður er nauðsynlegur heilbrigðu hagkerfi. Ein af undirstöðum hins mikla hagvaxtar sem verið hefur í Bandaríkjunum alla þessa öld er einmitt einn sveigjanlegasti vinnumarkður heims. í Bretlandi hefur barátta Margaret Thatcher við verkalýðsfélögin, sem á sínum tíma var mjög umdeild, skilað sambærilegum árangri og í Hollandi enda hefur verkamanna- flokkurinn breski tekið stefnumál hennar lítið breytt upp á sína arma. Sé litið á vandamálið frá hag- fræðilegu sjónarmiði eru flestir sammála um að leiðin til að fjölga störfum á evrópskum vinnumark- aði sé að fækka lögum sem um hann gilda. Það er þó gömul saga og ný að þó hagfræðingar séu sammála um eitthvað er það engin trygging fyrir þvi að stjórnmálamenn geri nokkuð annað en það sem hentar þeim best einmitt þá stundina. Það hefur reynst pólitískt mjög erfítt að koma breytingum sem þessum í gegn og þróunin hefur frekar verið í átt til aukinnar löggjafar og ríkisafskipta eins og kosningaúrslitin í Frakk- landi sýna. -vix kynna að skynsamlegra væri að stuðla að öflugum og traustum leigumarkaði. -vix Verslunin Nettó í Reykjavík kvart- aði yflr notkun fyrirtækisins KEA Nettó á orðmerkinu Nettó í erindi til Samkeppnisstofnunar 15. febrúar. Úrskurður Samkeppnisráðs hefur nú verið birtur. Samkeppnisráð tók fram að í vörumerkjalögum segir að dómstólar geti, ef það telst sann- gjarnt, ákveðið að annað merkjanna eða bæði megi eingöngu nota á sér- Samkeppnisráð kvað á mánudag- inn upp úrskurð vegna kvörtunar Vertshússins á Raufarhöfn yfir nið- urgreiðslum Raufarhafnarhrepps á rekstri Hótel Norðurljósa. Taldi eig- andinn að almannafé væri notað til þess að styrkja starfsemi Hótel Norðurljósa, sem hann er í beinni samkeppni við, og taldi það vera brot á samkeppnislögum. Þá taldi hann hreppinn stuðla að því að hann yrði af viðskiptum. Samkeppnisráð benti á að rekstur hótelsins var boðinn út árið 1992 og hefur svo verið síðan. Var ekki fall- stakan hátt, t.d. þannig að þau séu af ákveðinni gerð, staðarnafni bætt við eða þau með öðrum hætti skýrt aðgreind. Það væri því ekki hlutverk Sam- keppnisráðs að skera úr þessu máli heldur dómstóla. Það væri því óhjá- kvæmilegt að vísa erindi Nettó hf. frá Samkeppnisráði. -sf ist á að rekstur hótelsins hefði ver- ið greiddur niður síðan. í leigusamningnum um Hótel Norðurljós er ákvæði um að Raufar- hafnarhreppur leitist við að beina hótelviðskiptum sínum til leigu- taka. Að mati Samkeppnisráðs var þetta ákvæði til þess fallið að halda keppinautum frá markaðnum og þar af leiðandi í andstöðu við mark- mið samkeppnislaga. Mælti ráöið því með því að ákvæðið yrði fellt úr samningnum en taldi ekki ástæðu til íhlutunar að öðru leyti. -sf Atvinnuletjandi Raufarhafnarhreppur: Viðskiptum ekki beint til Hótel Norðurljósa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.