Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 32 * ★ kvikmyndir The Fifth Element ★★★ Smart höfuðskepnur Fimmta höfuðskepnan er hin fullkomna geimvera (og Ijðsmyndafyrirsæta, Milla Jovovich) sem er lífið sjálft Fullkomnunin felst ekki síst í fegurð stúlkunnar og er þar kominn lykillinn að leyndardómnum: fimmta höfuðskepnan gengur út á útlit og fegurð. Franski leik- stjórinn Luc Besson skrifar sjálfur handritið með Ro- bert Kamen og er ólíklegt að þeim tveimur hefði getað tekist ver til, þótt þeir hefðu lagt sig í líma. Hinn al- geri skortur á söguþræði er stöðugt gerður verri með ótrúlega klaufalegum og hallærislegum senum. Árið 2259 lendir Bruce Willis, aftur og nýbúinn (eft- ir apana 12), í því að bjarga heiminum og tekst betur upp í þetta sinnið, þó að leiklega séð láti hann í minni pokann fyrir hinum frábæra Gary Oldman sem ill- mennið Zorg. Báðir beijast þeir hetjulega við óguðlega lélegt handrit og sigrast á öllum klisjunum í krafti þess að þeir skemmta sér greinilega svo vel í finu bún- ingunum sínum og innanum allt smarta dótið. Og það er einmitt málið, hér er það útlitiö og stíllinn sem eru í aðalhlutverkum og gera Fimmtu höfuðskepnuna ómissandi. Fatahönnuðtxrinn Jean-Paul Gaultier gerir búning- ana og útlitið er hannað af teiknimyndasögusköpurun- um Moebius (Jean Girard) og Jean-Claude Mézirs og eiga þeir allir ríkan þátt í hversu vel hefúr tekist til. Hvert smáatriði er úthugsað og þegar litið er á þá stað- reynd að Luc Besson heimtaöi að hafa puttana í öllu, aUt niður í það að velja hvert smáhlutverk sjálfur, þá er ekki undarlegt að handritið hafi ekki oröið burð- ugra. En yfirlegan borgaöi sig svo sannarlega og út- koman er án hiks ein alfallegasta og smartasta fram- tíöarmynd sem ratað hefúr á sýningartjald. Samspil hljóðs og myndar með eindæmum elegant og til að njóta þessa alls sem best er vænlegast að keyra heilann niður og augu og eyru upp. Leikstjóri: Luc Besson. Handrit: Luc Besson og Robert Kamen. Tónlist: Eric Serra. Kvikmyndataka: Thierry Arbogast. Yfirumsjón meö tæknibrellum: Mark Stet- son. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Gary Oldman, lan Holm, Milla Jovovich, Chris Tucker. Úlfhildur Dagsdóttir Framtíðin í stíl að eina sem kvikmyndagerðar- menn virðast sammála um með framtíðina er að hún verður í stíl, helst einhverjum sem viröist ekki þessa heims og sem fjarrænastur. Enda er það rökrétt að þegar lýsa skal öðram veruleika en þeim sem við sitjum fost í núna kemur útlitið að góðum notum til að sýna fram á annarleika og undirstrika umbreytingar. Allt frá upphafi kvikmyndarinnar hef- tn fólk sýnt ótrúlegt hugarflug þegar birta á mynd af framtíð og geimi og þess- ar stílfæringar hafa oftar en ekki skilað sér samviskusamlega inn í tískuheiminn. Myndir eins og Metropolis, The Day the Earth Stood Still, A Clockwork Orange, Star Wars, 2001, Blade Runner, Alien, Brazil, Johnny Mnemonic, Judge Dredd, Strange Days og 12 Monkeys hafa allar, hver á sinn hátt, undirstrikað stíl og útlit og haft víðtæk áhrif. Níundi áratugurinn sá sinn skerf af framtíðartísku og hafði ekki fyr jafnað sig en sá tíundi reið yfir uppfullur af aðdáun á öllu því sem tengist tækni og geim og framtíðargeimtækni. Og nú er það ekki bara kvikmyndin sem hef- ur áhrif á tískuna heldur er tískuheimur- inn farinn að grípa inn í stíl hinnar kvik- mynduðu framtíðar, líkt og sést best í Borg týndu barnanna og Fimmtu höfúð- skepnunni þar sem Gaultier hannar bún- inga. Það vill oft verða að myndir af þessu tagi séu svo uppteknar af eigin út- liti að þær gleymi sögu og persónum, dæmi um þetta er Höfuðskepnan þar sem handritið virkar sem formsatriði til að koma leikurunum í gegnum öll flottu gimmikkin. Ofuráhersla þessi á útlit og stíl hefur valdið nokknnn áhyggjum meðal þeirra sem láta sig slíkt varða og talað hefúr ver- ið þunglega um nýja kynslóð sem ekki ber skynbragð á góða sögu. Fólk sem er alið upp á MTV vill hraða og stil en ekki hægfara frásögn og þrívíðar persónur. í þessari hugsun liggur að orðið er yfir- skipað myndinni, ímyndin eða myndin er einfóld og auðmelt meðan frásagan er flókið tjáningarform. Sem befur fer er þetta rangláta mat farið að láta á sjá og þótt enn hljóti samspil sögu og myndar að vera eftirsóknarverðast er meiri meðvit- und fyrir því að myndin er ekki bara aukaatriði og skraut heldur talar hún sínu máli líka. -úd rs .......-*rsri—i i' w r v "' IÉ Stfllinn skiptlr miklu máli f The Fifth Element. flukablað ii m ferðir innanlonds Miðvikudaginn 25. júní mun veglegt aukablað um ferðir innan- lands fylgja DV. Blað þetta er annað af tveim aukablöðum um ferð- ir innanlands sem fylgja DV í sumar, seinna blaðið mun koma út í lok júlí. Meðal efnis: Húsbílaklúbburinn íslenski fjaHahjólaklúbburi Útivistarbúnaður Hvalaskoðun Gönguleiðir Veiði o.m.fl. Þeir sem ókuga hafa á að koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Guðrúnu Gyðu, blaðamann DV, í síma 550- 5821. Auglýsendum er bent á að hafa samband við Gústaf Kristinsson, auglýsingadeild DV. í síma 550-5723 fyrir 20. júní. 2D í Bandaríkjunum - a&sókn 13.-15. júnf. Tekjur f milljónum dollara og helldartekjur Stórmyndlrnar koma á marka&lnn vlkulega þessa stundina. f sf&usti vlku var þaö Con Air og nú er þaö Speed 2: Cruise Control, sem veldur fram- lei&endum myndarinnar þegar áhyggjum, þvf þótt mesta a&sóknin hafi veriö á hana um sf&ustu helgi þá eru 16 milljónir Iftiö upp f kostna&inn viö gerö myndarinnar sem nam 140 mllljónum dollara. Speed 2 fékk af- leita dóma f Bandarfkjunum og sam- kvæmt Variety voru þaö a&eins 3 gagn- rýnendur sem Ifka&i myndin, 33 líka&i ekki og 9 voru á milli. Enginn önnur ný mynd ná&l Inn á Top 20 llstann aö þessu sinni. sem sýnd er viö vinsældir hér á landi um þessar mundir ná&i þvf aö kom- ast yfir 100 milljón dollara markifi f síö- ustu viku, fyrst kvikmynda Cravens. 1.(-)Speed 2: Crulse Control Tekjur 16.158 Helldartekjur 16.158 2.(1) ConAlr 15.674 49.892 3.(2)The Lost World: Jurassic Park 12.477 190.697 4.(3)Addicted to Love 2.297 30.188 5.(7) Austin Powers 2.092 46.043 6.(5) Gone Fishin’ 2.045 13.803 7.(4) Buddy 1.917 6.844 8.(8)The Fifth Element 1.483 57.922 9.(6) Trial and Error 1.343 11.458 10.(9) Breakdown 1.017 46.731 11.(10) LiarLiar 1.007 170.045 12.(-) TheSaint 0.518 60.000 13.(-) Jungle 2 Jungle 0.516 56.265 14.(13) Volcano 0.496 45.429 15.(11)Nlght Falls on Manhattan 0.415 9.070 16.(16) Scream 0.370 101.7.17 17.(17)Romy & Michele’s Hlgh School Reunlon 0.356 27.254 18.(15) Father’s Day 0.342 27.626 19.(14) Anaconda 0.337 60.851 20.(13)Till there Was You 0.320 3.023

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.