Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1997, Blaðsíða 29
ME)V1KUDAGUR 18. JÚNÍ 1997 33 Myndasögur Veiðivon í T3 s :0 w ,0 ^cð Ö) O cð w >-l-l I' .2 O) u> co •Ft» Stangaveiðifélag A- Húnavatnssýslu: Lífi haldið í fé- laginu lengur „Við ætium að kaupa hjólhýsi og setja upp við silungasvæðið í Svartá og Fossá. En við höfum tekið svæð- ið á leigu í sumar og eigum von á að veiðimenn á öllum aldri fjölmenni þangað," sagði Þorvaldur Ólafsson, formaður Stangaveiðifélags Austur- Húnvatnssýslu, í gærkvöld. Hann var endurkjörinn formaður á fjör- legum fundi um framtíð félagsins í fyrradag. Það kom sterklega til greina að leggja félagið niður vegna áhugaleysis félagsmanna. „Næsta sunnudag verður haldinn veiðidagur fjölskyldunnar við Lax- árvatn en þessi veiðidagur er hald- inn um allt land þennan dag,“ sagði Þorvaldur. Margt kom fram á þessu fundi, eins og áhyggjur félagsmanna að banna eigi veiðiskap unga veiði- manna með sjávarkambinum á Blönduósi. En bæjarstjóm Blöndu- óss er með málin inni á sínu borði og þar gæti ýmislegt gerst. -G.Bender Skolað af fiski við Laxá á Ásum, en þar hafa veiöst 15 laxar. Vatnsdalsá: Veiddu 60 silunga, flesta með netaförum „Við vorum að koma af silunga- svæðinu í Vatnsdalsá og fengum 60 Umsjón GunnarBender silunga. Það er í sjálfu sér ágæt veiði en flestir silungarnir voru með netafórum og sum þeirra voru slæm,“ sagði veiðimaður í samtali við DV í gærkvöld en bleikjan hefur verið að gefa sig meir og meir fyrir Norðurlandinu síðustu daga. „Það stórsá á nokkmm fiskum sem við veiddum, forin á þeim voru slæm. Þessi fiskur er að koma beint úr sjó, svo hann ætti ekki að vera með þessi netaför. Nema eitthvað verði á vegi hans á leiðinni upp í ána,“ sagði veiðimaðurinn. Stóra-Laxá í Hreppum: Egill veiddi fyrsta laxinn „Egill Guðjohnsen veiddi fyrsta laxinn í Stóm-Laxá í Hreppum og þetta var 9 punda fiskur, fiskinn veiddi Egill á svæði eitt og tvö. Nokkrar bleikjur veiddust á svæði þrjú,“ sagði Bergur Steingrímsson framkvæmdastjóri Stangaveiðifé- lags Reykjavíkur í gærkvöld er við spurðum frétta af veiðiskapnum. „Elliðaámar era komnar með 5 laxa og í gærmorgun veiddust 4 lax- ar. Það er bara töluvert líf við El- liðaárnar núna. Sogið var opnað um helgina og veiddust bleikjur og ur- riði en ekki lax enn þá,“ sagði Berg- ur í lokin. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.