Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Page 6
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 JL>V
6 útlönd
stuttar fréttir
I
Mótmæltu
Lögregla í Istanbúl beitti
vatnsbyssum og kylfum til að
dreifa um 2 þúsund manns sem
mótmæltu lengingu skólaskyld-
unnar. Það mundi aftur leiða til
lokunar forskóla þar sem
trúarkenningar múslíma eru
kenndar.
Beitir þrýstingi
Boris Jelts-
ín, forseti
Rússlands,
hyggst beita
leiðtoga
Tsjetsjeníu
þrýstingi til
að fá rúss-
neskan blaða-
mann og
fleiri Rússa lausa úr gíslingu.
í viðbragösstööu
Tugþúsundir lögreglumanna
í Þýskalandi eru í viðbragðs-
stöðu fyrir helgina vegna þess
að nýnasistar munu fara í
göngur tO að heiðra minningu
nasistaforingjans Rudolfs
Hess.
Drukknuöu
Fjórir drukknuðu er
Iskemmtibáti hvolfdi nærri
Manila á Filippseyjum.
Mega skjóta
Ný lög í Louisianaríki í
Bandaríkjunum heimila öku-
mönnum, sem finnst sér ógnað
af ræningjum, að skjóta á þá.
Dæmdur
Þjóðveiji, sem reyndi að kúga
fé út úr Nestle-stór-fyrirtækinu,
var dæmdur í þriggja ára
fangelsi. Hann hafði hótað að
smita framleiðslu fyrirtækisins
með kúariðu-veiru.
Vill tefja
Kofi Annan, framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna,
sagði að UNITA-skæruliðar í
Angóla fullnægðu ekki skil-
málum friðarsamninga. Dipló-
matar sögöu að hann vildi tefja
fyrir refsiaðgerðum gegn þeim.
Rifust heiftarlega
Tilraunir Sameinuðu þjóðanna
til að stilla til friðar á Kýpur
enduðu með því að leiðtogar
Grikkja og Tyrkja rifust
heiftarlega fyrir opnum tjöldum.
Meö fullt umboö
Bandaríkja-
menn sögðu að
Biljana
Plavsic, forseti
Bosníuserba,
hefði haft fullt
umboð til að
leysa upp
þingið.
Fordæma þeir
tilraunir þar sem dómstólar
eru kúgaðir til að úrskurða
gegn henni. Reuter
Stafrænt
sjónvarp
Stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar
Sky í Bretlandi áforma að hefja staf-
rænar útsendingar á sjónvarpsefni
næsta vor. Sérstökum gervihnetti
verður skotið á loft innan tíðar og
þegar hann kemst í gagnið verða í
boði um 200 sjónvarpsrásir. Auk hefð-
bundinna sjónvarpsrása með fastri
dagskrá verða í boði gagnvirkar sjón-
varpsrásir þar sem notendur geta val-
ið sér kvikmyndir á þeim tima sem
þeir sjálfir óska. Er verið að semja
við helstu kvikmyndaframleiðendur
um þau mál. Notendurnir munu
greiða fyrir þær myndir sem þeir
velja með þessum hætti. Ennfremur
verða í boði gagnvirkar rásir þar sem
notendur geta keypt inn og stundað
bankaviðskipti. Áskrifendur að Sky-
sjónvarpsstöðinni eru nú um 5,9
milljónir í Bretlandi, eða um fjórð-
ungur breskra heimila. Reuter
Geimfararnir í Mir-geimstöðinni í hættuför:
Fóru í kringum
Mir og mynduðu
Geimfaramir í Mir-geimstöðinni
lögðu upp í skoðunarferð í Soyuz-
björgunargeimfari í gær og tóku
myndir af geimstöðinni. Svifu þeir í
kringum geimstöðina og náðu
myndum sem auðvelda eiga
viðgerðarstarf sem hefst í næstu
viku. Ferðalagið tók 45 mínútur og
lentu geimfararnir björgunarfarinu
hinum megin á Mir, skammt frá
þeim hluta stöðvarinnar sem er
einangraður frá henni vegna
skemmda.
Fólk í stjórnstöðinni nærri
Moskvu varp öndinni léttar þegar
Anatoly Solovyov, foringi áhafn-
arinnar, tilkynnti að björgunar-
farið hefði tengst geimstööinni.
Hin nýja áhöfh um borð í Mir,
sem kom þangað í vikunni, mun
reyna að gera við miklar skemmdir
sem urðu I árekstri í júní, þegar
birgðaflaug rakst á stöðina. Er það
alvarlegasta óhapp sem orðið hefur
í 11 ára geimsögu stöðvarinnar.
Geimfararnir sögðu í gær að
engar skemmdir hefðu sést utan á
stöðinni en eftir væri að skoða
myndirnar nánar.
Áhöfnin sem fór frá Mir á
dögunum lenti heilu og höldnu á
jörðu niðri á fimmtudag. Á sama
tima tókst núverandi áhöfn að gera
við súrefniskerfi geimstöðvarinnar.
Reyndar slökktu geimfararnir á
súrefniskerfinu meðan ferðin í gær
stóð yfir en þeir voru ekki vissir um
að komast inn í stöðina aftur.
Næsta skref í viðgerðunum er að
tengja þann hluta stöðvarinnar sem
sér um að nýta sólarorkuna.
Reuter
Hann stóðst ekki freistinguna þessi ítali aö hella fullri fötu af ísköldu vatni yfir stúlkurnar sem voru orönar
brennheitar í sólinni á Adríahafsströnd Ítalíu. Varö aö vonum mikill gauragangur andartaki eftir aö myndin var tekin.
í gær var almennur frídagur á Ítalíu og flykktist fólk niður á strandirnar viö Adríahaf og Miðjaröarhaf. Voru borgirnar
hálfmannlausar en flestir reyndu aö verja deginum viö hafiö í hitanum. sfmamynd Reuter
70 yfir tírætt flugu til London
Sjötíu manns, allir 100 ára og
eldri, flugu frá Antwerpen i Belgíu
til London í gær. Ferðin var til að
kynna átak undir slagorðinu ung í
anda en yfir tírætt. Hópurinn fór frá
flugvellinum í London í hesta-
kerrum í fylgd lögreglu. Mikill fiöldi
fiölmiðlafólks tók á móti hópnum.
Belgíska flugfélagið Sabena gaf
ferðimar en flogið var með hópinn í
tveimur vélum. Er þetta stærsti
hópur yfir tirætt sem flogið hefur
með nokkurri flugvél. Með hverjum
farþega voru tveir sjúkraliðar. Um
borð voru einnig læknir og
hjúkrunarfræðingur. Til að komast
með varð hver öldunganna að hafa
vottorð frá lækni um að hann hefði
heilsu til að fljúga. Um 30 breskir
öldungar tóku tilboði flugfélagsins,
flugu til Belgíu á fimmtudag og
slógust þar í hóp hollenskra, þýskra
og belgískra jafnaldra sinna.
Hugmyndin að ferðalagi
öldunganna kviknaði þegar
flugfreyja hjá Sabena bað um að fá
að bjóða móður sinni með til
London vegna 100 ára afmælis
hennar. 101 árs bresk kona var í
skýjunum eftir ferðalagið en hún
fagnaöi 100 ára afmæli sínu með
ferð í þyrlu.
Reuter
Kauphallir og vöruverð erlendis
New York
8200 Oow Jones
8000 ; '
7800 !
7600 :
7400
7200 i
7 aaa ——————
7000
68004:--, '.' ;84«M8
Á M J J
Hmm '\
Sykur
oea
325 OAA f\
>jUU 275' 250
322
$/t A M J ' J
London
5000 4800 /CAA 1 FT-SE100
HOw 4400
4200
5031,90
4 M J J
Kaffi
OCAA
zDUU 2000 á.
1500' 4 AAA '«:=a>
ÍUUU CAA
t)UU msm íftgR
$/t A M J J
Frankfurt 1
sf '
4500 0AX4° ^
4000 3500*
3000
4333,13
A " M J J !
Bensín95okt. 1
230 m P
1
2« 129
Vt A M J J j
Tokyo
01AIYI Nikkel fllgjfff
clwli : 20500 200001 19500
18500
1882448
Bensín 98 okt.l
230 220 210* 200 190 180
/s ÍF
II
233
*/t A M J J
Hong Kong
Hang Seng
16000
15000
14000
13000
Æ 16460,47
Hráolía
25
20,
15 V
*/
tunna A
18,94
M J J
Mikil hægri-
sveifla í
Noregi
Framfara-
Sflokkur Carls
I. Hagens fengi
21,2-23 prósent
atkvæðanna
færu þing-
kosningar
;3 fram í Noregi í
* dag. Þar með
I yrði Framfaraflokkurinn annar
stærsti stjórnmálaflokkur
Noregs, næstur á eftir Jafnaðar-
mannaflokknum. Þetta er
| niðurstaða tveggja nýrra
3 skoðanakannana um fylgi
flokkanna í Noregi. Framfara-
flokkurinn fékk einungis 6,3
prósent fylgi í síðustu
ý kosningum en i kosningunum
S 15. september lítur út fyrir
byltingu í pólitísku landslagi
3 Norðmanna. Framfaraflokkur-
inn, sem vill m.a. stöðva straum
í innflyljenda til landsins, virðist
j höfða til stórs hóps óánægðra
j kjósenda.
Grænfriðungar
syntu í veg
fyrir borpall
j Grænfriðungar syntu í kring
: um olíuborpall breska
í olíufélagsins BP í gær, sjötta
j daginn í röð. Vilja þeir koma í
veg fyrir að borpallurinn nái á
j áfangastað, borunarsvæði 220
km norður af Skotlandi. Hópur
3 grænfriðunga reyndi sömuleiðis
3 að stöðva flutning olíuborpalls
| undan ströndum Alaska.
Barátta Grænfriðunga við
j olíufelögin er ein sú kostnaðar-
samasta í sögu samtakanna.
j Tilgangurinn er að stöðva
'{■ gróðurhúsaáhrifin. Vilja græn-
j friðungar banna alla olíu-
3 vinnslu úr jörðu og að olíu-
| félögin einbeiti sér frekar að
| öðrum orkugjöfum.
Stríð gegn
spillingu á
Indlandi
Indverjar minntust þess í gær
| að hálf öld er liðin frá því landið
fékk sjálfstæði. í miklum hátíða-
höldum boðaði Inder Kumer
Gujral forsætisráðherra stríð
; gegn hvers kyns spillingu. Hann
3 sagði spillingu vera að éta
þjóðfélagið innan frá. Sagði
j hann að landsmenn yrðu að
j sameinast um að beijast gegn
spillingu í stjórnmálum og
daglegu lifi og spilltum
j stjórnmálamönnum.
Trúa loks að
Elvis rokki
ekki framar
; Tugþúsundir
manna hafa
lagt leið sína til
Memphis í
Tennesee-ríki
Iundanfarna
daga til að
minnast þess
að í dag eru
nákvæmlega 20 ár síðan rokk-
stjarnan Elvis Presley fannst
j látin á heimili sínu, Graceland.
Ejölmargir aðdáendur hafa
trúað því að Elvis væri lifandi,
hann færi huldu höfði eða
| jafnvel að hann væri fangi um
borð í geimskipi. Þessi trú
I virðist þó vera að dvína.
Veðmangarar í Englandi segjast
ekki hafa tekið á móti veðmáli
1 um að Elvis væri á lífi síðan í
i ágúst í fyrra. Þá veðjaði einn
aðdáandi 10 þúsund krónum um
að Elvis héldi brátt tónleika.
Í Líkumar eru 2000 á móti einum
1 að Elvis birtist aftur en fyrir
nokkrum árum voru þær 25 á
móti einum. Veðmangarar segja
aðdáendur loks vera komna á þá
skoðun að Elvis rokki ekki
lengur heldur rotni. Reuter