Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Page 19
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997
&lk »
Alan Alda, leikarinn góðkunni úr Spítalalífi (MASH), skaust til íslands:
DV, Sudumesjum:_________________
„Ég elska þetta land og átti yndis-
legan tíma hér þótt ég hafi stoppað
stutt. Náttúran heillaði okkur. Við
sáum mjög athyglisverða staði og
meðal annars Geysi. Við vorum
mjög heppin að koma í hitabylgj-
una. Ég naut þess mjög að vera á Is-
landi og skemmti mér vel. Mig lang-
ar svo sannarlega að koma aftur
hingað. Fólkið hér er afar indælt.
Við hjónin eignuðumst íslenska
vini sem ég er ánægður með,“ sagði
bandaríski kvikmyndaleikarinn og
leikstjórinn Alan Alda I samtali við
helgarblaðið rétt áður en hann steig
upp i flugvél Flugleiða síðdegis á
þriðjudag.
Yfirvegaður húmoristi
Alan leit ekki á sig sem neina
stórstjörnu á meðan á dvöl hans
stóð. Hann var mjög yfirvegaður og
með góðan húmor. Það voru margir
hér á landi sem könnuðust við
kappann og nokkrir þeirra tóku í
hönd hans. Alan og eiginkona hans
til margra ára, Arlene, komu til
landsins á mánudagsmorgun. Hún
er ljósmyndari að mennt og var að
sjálfsögðu með myndavélina með-
ferðis.
Alan Alda á fjölmörg ár að baki
sem leikari og leikstjóri. Hann er
þekktastur fyrir MASH-þættina,
Spítalalíf, sem sýndir voru fyrst í
Sjónvarpinu og endursýndir nú alla
virka daga á Sýn. Þar lék hann hinn
léttgeggjaða skurðlækni, Hawkeye
Pierce, auk þess að leikstýra mörg-
um þáttanna sem framleiddir voru
á árunum 1972-1983. Þeir eru með
vinsælustu sjónvarpsþáttum allra
tíma. Þá hefur Alan m.a. leikið í
nokkrum kvikmyndum Woodys
Allens.
Alan er af ítölsku bergi brotinn,
fæddur í New York árið 1936. Faðir
hans, Robert Alda, var vel þekktur
leikari. Hann lék m.a. George Gers-
hwin í myndinni Rhapsody in Blue
og kom fram í nokkrum MASH-
þáttum. Alan smitaðist af leikara-
bakteríunni og gat sér gott orð sem
sviðsleikari á Broadway á sjötta og
sjöunda áratugnum áður en hann
gerðist kvikmyndaleikari.
Alan var staddur hér á landi við
gerð sjónvarpsþáttar. Hans hlutverk
er að taka viðtöl og sjá um kynning-
ar. Bandarískir kvikmyndatöku-
menn hafa verið hér á landi í
nokkurn tíma við að mynda efni í
þáttinn sem er klukkutímalangur.
Hér á landi voru tekin upp tvö verk-
efni í þáttinn. Annars vegar um
Surtsey og hins vegar um fyrirtæk-
ið íslenska erfðagreiningu sem Kári
Stefánsson prófessor stýrir.
„Þetta er bandarískur þáttur að
nafni Scientific American Frontiers
sem byggist á vísindatímaritinu Sci-
entific American. Við fjöllum ekki
einungis um vísindaiðkanir í
Bandaríkjunum. Á hverju ári heim-
sækjum við land utan Bandaríkj-
anna. I ár gerum við þátt frá þrem-
ur löndum á Norðurlöndum; ís-
landi, Sviþjóð og Danmörku. Á ís-
landi fjöllum við um íslensk vísindi.
Við tókum upp gott viðtal í þáttinn
við Kára Stefánsson. Þá vekur
mikla athygli hversu stóran skerf
ísland hefur lagt til vísinda. Fólk lít-
ur gjarnan á ísland sem smáríki.
Hér er vissulega fámennt samanbor-
ið við önnur lönd en stundaðar
mjög athyglisverðar vísindaiðkan-
ir,“ sagði Alan.
Kom síðast
fyrir 45 árum
Hann hefur áður komið til ís-
lands. Það var fyrir 45 árum.
„Ég var á flugi yfir norðurpólinn,
frá Kaupmannahöfn til Los Angeles
þegar við millilentum hér til að
taka eldsneyti. Ég fór út úr vélinni
á meðan og þá var snarvitlaust veð-
ur. Við héldum að við myndum ekki
komast á loft aftur en það tókst loks-
ins,“ sagði Alan og man greinilega
vel eftir atvikinu. Hann gisti í
gömlu flugstöðinni á Keflavíkur-
flugvelli á meðan verið var að dæla
eldsneyti á vélina.
„Þú segir ekki! Það er frábært,“
sagði Alan þegar blaðamaður upp-
lýsti hann um að MASH-þættirnir
væru enn sýndir hér á landi.
Þrjár helstu stjörnurnar í Spítalalífi, þau Alan Alda, Lore'da Swift, sem lék
Hotlips Houluhan, og Wayne Rogers, eöa skurölæknirinn Trapper John.
„Tíminn þegar þættirnir voru
teknir upp var yndislegur. Ég hef
farið á milli 90 og 100 landa þar sem
þeir hafa verið sýndir og þeir eru
enn sýndir sums staðar. Ég eldist
aldrei, er alltaf á sama aldri og í
þáttunum," sagði Alan, eldhress
og hlæjandi að vanda.
En gæti hann hugsað sér að
búa til kvikmynd hér á landi? Já,
hann segir erfitt að hugsa um ís-
land án þess að fá þá hugdettu að
kvikmynda. Hér sé frábært lands-
lag og margir tökustaðir komi til
greina. „Það yrði skemmtilegt að
gera kvikmynd hér síðar,“ sagði
Alan.
I mynd með Travolta
og uustin
Hoffman
En
hvað
er
fram undan hjá honum fyrir utan
gerð vísindaþáttarins?
„Ég þarf að vera kominn til
Bandaríkjanna eftir nokkrar vikur.
Það þarf að taka upp eina aukatöku
i kvikmynd sem ég leik í undir
stjóm Casta Capras. Þeir vilja taka
aðra töku á einu atriðanna. Mynd-
in heitir Mad City og kemur út
eftir nokkrar vikur. Einnig leika
þeir John Travolta og Dustin
Hoffman í myndinni," sagði hinn
61 árs gamli Alan Alda, greinilega
ekki að setjast í helgan stein. Við
svo búið steig hann upp í flugvélina
og kvaddi ísland í bili.
-ÆMK/bjb
Alan Alda í Leifsstöö,
skömmu áður en
hann hélt af
landi brott sl.
þriðjudag.
DV-mynd
Ægir
Már
SHARP 72AS18
29" Super Black line
100Hz
2x25 Surround
magnari • Zoom
? Scart tengi
Islenskt textavarp
Nicam Stereo
Allar aSgerSir á skjá
Sjálfvirk stilling
á litaskerpu
Myndimynd^^^
<
> v \n
Nú er lag
að eignast
ódýr og góð tæki
meðan birgðir
endast!
20-50% afsláttur
Eitt
vero
SHARP 70CS06
28" Super Black line
2x20 Surround piagnari • Zoom
2 Scart tengi • Islenskt textavcrp
Nicam Stereo
Allar aðgerSir á skjá
Sjálfvirk stilling á litaskerpu
Cö PIOIMEER -20%-5Ö%
H/jómteefc/ Verð áöur
Útvarpsmagnari 2x30w........... 34.900.-
Tónjafnari..................... 36.380,-
Segulbandstæki................. 28.047,-
Hátalarar CS 7030 180w..........33.222,-
Hljómtækjastæða PRO-LOG........110.000,-
HljómtækjastæSa J 25/25D 2x50w 65.000,-
HljómtækjastæSa J1500/ 2x30w... 49.900,-
Útvarpsmagnari 2x110w/4x80w... 49.900,-
Geislaspilari 1 diskur......... 19.900,-
Geislaspilari lOOdiska......... 88.778,-
Verð nú
24.900, -
25.000,-
19.900, -
25.900, -
84.900, -
37.900, -
32.900, -
39.900, -
15.900, -
59.900, -
•m v-v Blástursofn, keramik-
A fWí helluborð og vifta,
A.CU alltþetta á aðeins:
SHARR23%: Hljómtaeki Verð áður Hljómtækjastæða 3D 2x25w... 34.900.- HljómtækjastæSa 6D 2x30w... 75.600,- Myndbandstæki 4 h.Nicam ste 59.900,- FerSatæki m/geislaspilara 17.900,- fsláttur Verð nú 24.900, - 39.900, - 44.900, - 13.900, -
LUXOR Sjómrörp Verð áður Sjónvarp 28"Fast text 99.900,- Sjónvarp 29". 100Hz Fast text.. 154.900,- Verð nú 89.900,- 139.900,-
Oll önnur
smáraftæki
á 15% afslætti
TEFAL -20%-40%
Heimilistæki Verð áður Verð nú
Orkryrigiuofnoir Verð óður
Orb. RJ58/17 Itr. digital. 19.895.-
Örb. R4G17/24 Itr. grill...32.000,-
Örb. 4P58/24 ltr.grifí,pizza. 36.737,-
Verð nú
15.900. -
24.900-,
29.900, -
Straujárn verð frá: . 4.790,- 3.492,-
Pönnuköku partísett 6.282,- 3.769,-
Djúpsteikingarpottur. 8.849,- 6.194,-
Djúpsteikingarpottur 400 g... 5.990,- 3.596,-
Sítrónupressa 3.199,- 2.239,-
Safapressa 10.750,- 7.525,-
Safapressa Juicer. 5.399,- 3.779,-
Mininakkari 3.789,- 2.652,-
Hakkavél 5.299.- 3.709,-
Matvinnsluvél 5.994,- 3.900,-
Kaffikönnur verS frá..1.900,-
Lágmúla 8 • Sími 533 2800