Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Qupperneq 26
#iglingar
LAUGARDAGUR 16. AGUST 1997
in hliðin
segir Kiddi sem er prímusmótor ásamt Gulla, tvíburabróður sínum
Hljómsveitin Vínyli leikur í nýju íslensku kvikmyndinni, Blossa, sem frumsýnd var í
fyrrakvöld. Hana skipa bræðurnir Kiddi og Gulli, Arnar Guðjónsson, gítarleikari og
bakraddasöngvari, Georg Hólm bassaleikari og Þórhallur Bergmann, á hljómborð.
var 1 fyrrakvöld, fyrsta lagið sem
hljómsveitin bjó til. Kiddi er prím-
usmótor sveitarinnar ásamt tví-
burabróður sínum, Gulla, Guðlaugi.
Þeir eru bræður söngkonunnar Mó-
eiðar Júníusdóttur. Gulli er
trommuleikari Vínyls.
Aðrir í hljómsveitinni eru Amar
Guðjónsson, gítarleikari og bak-
raddasöngvari, Georg Hólm bassa-
leikari og Þórhallur Bergmann á
hljómborð.
Kappamir em á aldrinum 19-21
árs. Þrátt fyrir ungan aldur hafa
þeir verið í hljómsveitabransanum í
nokkur ár. Fyrst í Tjalz Gizur og
síðan Jetz. Arnar var einnig í Sor-
oricide.
Kiddi segir að þeir bræður hafi
byrjað að spila á hljóðfæri 8 ára
gamlir en ekki eignast slík tæki fyrr
en sex ámm síðar. Þeir hafi byrjað
i poppinu á undan stóm systur,
henni Móu, sem til að byrja með
hafi numið í klassíkinni. Núna fái
þeir góð ráð frá henni og hún frá
þeim. Að öðm leyti skipti hún sér
ekki mikið af þeirra músík né þeir
af hennar. Kiddi segist þó stundum
hafa spilað með henni. Þess má geta
að önnur systir þeirra, Ásgerður, er
óperusöngkona.
Sjálfsprottnir hæfileikar
„Annars var engin músík í fjöl-
skyldunni. Þetta eru eiginlega sjálf-
sprottnir hæfileikar nema hvað afi
lék á harmoníku á sveitaböllum í
gamla daga. Mamma vissi varla
muninn á Rolling Stones og Bítlun-
um og pabbi safnaði einhverjum
gömlum djassplötum en hlustaði lít-
ið sem ekkert á þær,“ segir Kiddi
með glotti á vör.
Hann segir lagið Hún og þær
ekki hafa verið samið sérstaklega
fyrir Blossa. Þossi á útvarpsstöð-
inni X-inu hafi filað lagið og kom-
ið þeim í samband við Júlla Kemp,
leikstjóra Blossa. Honum hafi
einnig líkað lagið og fengið það í
myndina. Núna hefur það mikið
verið spilað á útvarpsstöðvunum.
Um lagið að öðru leyti segir Kiddi
að „hún“ sé væntanlega sú eina
rétta og „þær“ séu þær sem ekki
séu inni í myndinni!
íslenskt, já takk
Strákarnir í Vínyl eru á fleiri víg-
stöðum en í Blossa. í gær lauk upp-
tökum á tveimur lögum sem þeir
eru með á væntanlegri safnplötu út-
gáfunnar Sprota, dótturfyrirtækis
Spors. Allir textar hjá þeim eru á ís-
lensku, Kiddi segir enskuáráttuna
vera út í hött á heimamarkaðnum.
„Ef svo fer að við meikum það í
útlöndum þá bara snörum við text-
unum yfir á ensku. Það er seinni
tíma vandamál," segir Kiddi og hef-
ur engar áhyggjur af framtíðinni.
Til hvers?
-bjb
Þórarinn Kristjánsson, „gulldrengur" Keflvíkinga:
Ætla að ná mér í dömu
Gulldrengurinn í Keflavík, Þórarinn Kristjánsson, hefur reynst
liöi sínu mikilvægur. DV-mynd ÆMK
„Við erum rétt að byrja," segir hljómsveitarinnar Vínyll, sem sveitin leikur lagið Hún og þær í
Kiddi, Kristinn Júníusson, söngvari stofnuð var fyrr í sumar. Hljóm- kvikmyndinni Blossa sem frumsýnd
Tvíburarnir Kiddi og Gulli Júníussynir, bræöur Móeiöar, eru primusmótorar í Vínyl.
DV-mynd E.ÓI.
„Það eru allir að skjóta á mig
sem ég hitti. Mönnum finnst þetta
ótrúlegt," sagði Þórarinn Krist-
jánsson, knattspyrnumaður úr
Keflavík, sem tryggði liði sínu
sæti í bikarúrslitaleiknum gegn
Eyjamönnum. Hann skoraði sigur-
markið gegn Leiftri með sinni
fyrstu snertingu þegar aðeins
þrjár mínútur voru eftir af fram-
lengingu. Gárungarnir eru famir
að kalla Þórarin „gulldrenginn" en
eins og frægt er orðið bjargaði
hann Keflvíkingum frá falli í 2.
deild í fyrra. Þá skoraði hann sig-
urmarkið gegn Eyjamönnum í síð-
ustu umferðinni með sinni fyrstu
snertingu eftir að hafa komið inn
á sem varamaöur. Þórarinn er
Fullt nafn: Þórarinn Kristjáns-
son.
Fæðingardagur og ár: 30. des-
ember 1980.
Kærasta: Engin.
Böm: Engin.
Bifreið: Nissan Sunny 1992.
Starf: Nemi á íþróttabraut FS.
Er starfsmaður á íþróttavellinum í
Keflavík í sumar.
Laun: Þokkaleg.
þegar farinn að vekja athygli
stærstu knattspymufélaga í heimi.
Manchester Utd. vill fá hann til
sín til reynslu. Þá fer hann líklega
eftir timabilið til Svíþjóðar þar
sem Malmo vill fá piltinn. Einnig
era fleiri lið á eftir honum, eitt í
Þýskalandi og annað í Svíþjóð.
„Draumurinn er að komast í at-
vinnumennskuna og þangað stefni
ég. Hins vegar er mjög gott að
spila og æfa í Keflavík. Þar er frá-
bær liðsandi og hópurinn mjög
skemmtilegur," sagði Þórarinn
sem byrjaði ungur að æfa. „Ég var
4 ára og hef æft stanslaust síðan.
Ég man eftir fyrstu æfingunni en
þá fór ég heim vælandi.“
-ÆMK
Hefur þú unnið i happdrætti
eða lottói? Aldrei svo ég muni eft-
ir.
Hvað finnst þér skemmtileg-
ast að gera? Fyrir utan knatt-
spyrnu finnst mér ágætt að hanga
með vinum mínum. Einnig að fara
snemma að sofa.
Hvað finnst þér leiðinlegast
að gera? Vakna á morgnana.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari.
Uppáhaldsdrykkur: Aquarius.
Hvaða íþróttamaður stendur
fremstur i dag? Ian Wright hjá
Arsenal.
Uppáhaldstímarit: ÖIl sem
fjalla um íþróttir.
Hver er fallegasta kona sem
þú hefur séð? Bróðurdóttir mín
sem er flögurra mánaða.
Ertu hlynntur eða andvígur
ríkisstjóminni? Hlynntur.
Hvaða persónu langar þig
mest til að hitta? Maradona.
Uppáhaldsleikari: Jim Car-
rey.
Uppáhaldsleikkona:
Sandra Bullock.
Uppáhaldssöngvari:
Bono í U2.
Uppáhaldsstjóm-
málamaður: Davíð
Oddsson.
Uppáhaldsteikni-
myndapersóna: Mikki
mús.
Uppáhaldssjónvarpsefni:
íþróttir.
Uppáhaldsmatsölustað-
ur/veitingahús: Olsen Olsen í
Keflavík.
Hvaða bók langar þig mest að
lesa? Pass.
Hver útvarpsrásanna finnst
þér best? FM-957.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Ragnar Már Ragnarsson á
Brqsinu í Keflavík.
Hverja sjónvarps-
stöðina horfir þú
mest á? Stöð 2.
Uppáhaldssjón-
varpsmaður:
Arnar Björns-
son á Stöð 2.
Uppá-
halds-
skemmtistaður: íþróttavallarhús-
ið við Sunnubraut.
Uppáhaldsfélag í íþrótt-
um? Keflavík og Arsenal.
Stefiiir þú að ein-
hverju sérstöku í
framtíðinni? At-
vinnumennsku.
Hvað ætlar þú
að gera í sumarfrí-
inu? Ná mér i dömu.
Hljómsveitin Vínyll með vinsælt lag í kvikmyndinni Blossa:
Erum rátt
að byrja