Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Side 31
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST - heilsusamlegt frí í friðsælu umhverfi Dagana 2. til 9. október verður í fyrsta skipti boðið upp á gönguferð um skosku hálöndin undir íslenskri leiðsögn. Gengið verður um hin undurfógru héruð, Loch Lomond og Trossachs. Þar er fjölbreytni og feg- urð ómótstæðileg og saga í hverju spori. Enn fremur verður höfuðborg Skotlands, Edinborg, heimsótt. Edinborg stendur á sjö fallegum hæðum og þar er mikið af tröppum sem gaman er að ganga. Ferðin er farin á vegum Úrvals-Útsýnar og fararstjórar eru þau Árný Helga- dóttir og Kjartan Trausti Sigurðs- son. Ámý er hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfi og hefur kennt heilsu- rækt um árabil, bæði hér heima og erlendis. Hún er nú leiðbeinandi og upphafsmaður svokallaðrar kraft- göngu sem hefur átt vaxandi vin- sældum að fagna. Kjartan Trausti er gamalreyndur fararstjóri og hef- ur mikið verið bæði í Skotlandi og á Mallorka. Ámý mun sjá um upphit- un og teygjur og Kjartan Trausti segja sögurnar og stjórna kvöldvök- unum. „Vaxandi áhugi á bættri heilsu og betri líðan varð kveikjan að þeirri hugmynd að skemmtilegt væri að slá saman fríi og heilsurækt. Fólk gæti gengið víðar en á landi elds og íss. Víða væri fallegt, ekki síst á heimaslóðum, en það gæti verið gaman að sjá sig eitthvað um er- lendis og fara á öðmvísi slóðir en dagsdaglega," segir Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri. Kjartan Trausti hefur verið farar- stjóri viða erlendis í mörg ár, meðal annars í verslunarferðum í Skot- landi. Hann þekkir því töluvert til á þessum slóðum. „Eg var alltaf að tala um að mig langaði að ganga með hóp um skosku hálöndin og sló nú loksins til. Við ætlum að ganga um fallegu héruðin í nágrenni Loch Lomond. Þar eru góðar og vel merktar gönguleiðir og saga í hverju spori. Nefna má Bravehart og fleira því til sanninda. Við mun- um ganga þarna í fótspor feðranna og heyra sögur og þætti um það sem þarna hefur gengið á.“ Á kvöldin verður boðið upp á samveru af ýmsu tagi ef fólk vill. „Þá ætlum við bara að láta okkur líða vel og hafa það huggulegt eftir að hafa svitnað og notið friðsældar utan við ys og þys. Kvöldin verða einkum með kvöldvökusniði að gömlum og góðum skáta-sið.“ Siðasta deginum verður eytt í Edinborg. Þar verður farið í skoð- Ferðatilhögun og dagskrá ’S - Áríöandi er aö allir þátttakendur séu í vel tilgengnum gönguskóm og hafi gengiö á fjöll áöur - 2. október - fimmtudagur Brottför frá Keflavík klukkan 7.20 og lending I Glasgow klukkan 13.40 (athugið að fiog- ið er um Amsterdam). Tekið á móti hópnum á flugvelli og ekiö sem leiö liggur til Stirl- ing þar sem gist verður næstu fjórar nætur. Kvöldverður á hóteli. 3. október - föstudagur Eftir morgunverð verður kynningarfundur meö fararstjórum. Léttar morgunteygjur tekn- ar og svo lagt af stað í fyrstu gönguna sem verður um fjórar klukkustundir. Teygjur í lok göngu. Ekið aftur á hótel og kvöldverður snæddur þar. 4. október - laugardagur Morgunverður og upphitun. Gengið í 6-8 klukkustundir. í lok göngu verða gerðar teygju- æfingar og ekið til baka á hótel þar sem kvöldverður verður snæddur. 5. október - sunnudagur Morgunverður og upphitun. 6-8 klukkustunda ganga og teygjur í lok hennar. Kvöldverð- ur á hóteli. 6. október - mánudagur Eftir morgunverð verða gerðar teygjuæfingar og skráð út af hóteli. Lagt af stað áleið- is til Edinborgar en á leiðinni stoppað og farið í stutta gönguferð (2-3 klst.) auk þess sem Glenturret-visklverksmiðjan verður heimsótt. Komið á Hótel Apex í Edinborg um klukkan 18 og kvöldið frjálst. 7. október — þriðjudagur Morgunveröur á hóteli. Eftir morgunverð verður farið í skoðunarferð um Edinborg, bæði fótgangandi og í rútu. Kastalinn og fleiri merkar byggingar skoðaðar. Eftir hádegi er til- valið að nota tímann í borginni, Kvöldið frjálst. DV-Unnur unarferð og eftir hádegi gefst fólki kost- ur á að fara í búðir og skoða sig um á eigin vegum. „Edin- borg stendur á fallegum sjö hæðum og þar er mikið af tröppum, sem er ótrúlega gaman að ganga." Loftslagið í skosku hálönd- unum hentar vel til göngu á þessum árs- tíma. Ferðin ætti að vera við flestra hæfi. Fólk þarf ekki að vera mjög vant göngum. Eina skilyrðið er að það eigi til- gengna göngu- skó. „Skosku hálöndin eru ekkert hálendi í sjálfu sér. Nafnið er frek- ar sögulegt. Ferðin er fyrir alla sem hafa áhuga á því að bæta ekki á sig í fríinu og eru tilbúnir að reyna eitthvað á sig um leið og þeir hafa það huggulegt. Við vonumst til að slíkar ferðir verði ár- viss viðburð- ur.“ -VÁ Víöa er fagurt um aö litast í skosku hálöndunum. Fararstjórarnir Arný Helgadóttir og Kjartan Trausti Sig urösson á göngu. Myndin er tekin á íslandi. Sumarhús á Spáni: Allt árið um Sumarhúsin á Spáni eru orðin vinsæll dvalarstaður íslendinga og sífellt fleiri sækja þangað til dvalar í lengri eða skemmri tíma í sínum eigin húsum eða taka hús á leigu. Svæðin eru flest sunnan Alicante- borgar á suðurströnd Spánar og er beint flug þangað á sumrin. Yfir vetrartímann hafa eigendur og aðr- ir dvalargestir farið með flugi til London eða Amsterdam og þaðan til Alicante. Hverjum þykir ekki eftir- sóknarvert að komast frá vetrar- hörkum og hvassviðri í heitara loft- slag allan ársins hring. Það stendur því varla undir nafni að kalla þetta sumarhúsasvæði þar sem dvöl margra spannar allt árið um kring. Félag húseigenda á Spáni er fé- lagsskapur sem stofnaður var árið 1989 af nokkrum húseigendum þar. Félagsmönnum hefur fiölgað jafnt og þétt á undanfórnum árum og sí- fellt eru fleiri að bætast í hópinn. Tveir dropar Eitt af þessum svæðum er Las Mimosas sem er rétt utan við bæinn Torrevieja sem er skemmtilegur strandbær. Á síðastliðnu vori var opnuð þjónustuskrifstofa sem ber nafnið 2 Gotas eða tveir dropar á ís- lensku. Þótt nafnið sé spænskt eru það íslendingar ásamt einum Spán- verja sem reka skrifstofuna. Þau eru Ágústa Pálsdóttir, Inga Hall- grímsdóttir og Paco Sanz. Ágústa er af mörgum kunn þar sem hún hefur starfað fyrir félag húseigenda á Spáni frá 1993 allan ársins hring og verið íslenskum fasteignaeigendum mikil hjálparhella. Ágústa hefur samhliða starfi sinu fyrir félag húseigenda á Spáni rekið eigið fyrirtæki í nokkur ár og hefur sú starfsemi aukist verulega. Allur rekstur fyrirtækisins og starfsemi þess var á heimili hennar en þegar umfangið jókst varð húsnæðið of lít- ið og starfsemin of mikil fyrir hana. Það var þá sem Ágústa, Inga og Paco settu á stofn fyrirtæki í sam- einingu. Upplýsinga- og þjónustumiðstöð Félag húseigenda á Spáni nýtur góðs af þessari nýju starfsemi þar sem Ágústa starfar enn fyrir félagið og hefur ánægju af. Með opnun skrifstofunnar geta þær Ágústa og Inga veitt enn betri og öflugri þjón- ustu en verið hefur á svæðinu hing- kring að til. 2 Gotas býður upp á margvíslega þjónustu, s.s. útleigu á húsum, sem íslendingar eru farnir að notfæra sér í auknum mæli, ræstingar í hús- um, eftirlit, ráðgjöf og útréttingar vegna banka, vatns- og rafmagns- mála eða nánast allt sem viðkemur þvi að eiga fasteign eða leigja fast- eign á Spáni. Ágústa og Inga eru vel kunnugar svæðinu og geta veitt ýmsar gagnlegar upplýsingar, t.d. um veitingahús, skemmtanalíf og þess háttar. Einnig er boðið upp á ljósritunar- og símbréfaþjónustu. Þeir sem áhuga hafa á að fylgjast með gangi mála heima á íslandi geta sest niður í rólegheitum og lit- ið í blöðin yfir kaffibolla. Þörf þjónusta Þær stöllur hafa tvímælalaust sýnt það og sannað að brýn þörf er á þjónustu sem þessari. Sérstaklega þegar haft er í huga að töluverð aukning hefur orðið á að eldra fólk komi og dvelji á staðnum yfir vetr- artímann. Þjónusta af þessu tagi veitir þvi mikið öryggi. Markmiðið er að veita einnig öðrum en íslend- ingum þjónustu og nú þegar hefur leitað til þeirra fólk af öðru þjóð- Á fallegum dögum í Las Mimosas er ákaflega notalegt aö vera þar. Svæöiö hefur á síöustu árum byggst hratt upp og þar hafa risið hin myndarlegustu hús. erni. Þjónustugjöld vegna þeirrar þjónustu er fellur utan samnings Ágústu við félag húseigenda á Spáni eru lág, eins og flest annað á þess- um slóðum. Ágústa og Inga eru bjartsýnar á framhaldið og segjast leggja áherslu á að gera sitt besta, enda vinna þær flest verk sín sjálf- ar, sama hvað það heitir. Þær hafa komið sér upp góðum samböndum við iðnaðarmenn og önnur fyrir- tæki á staðnum. Það flýtir fyrir verkum og auðveldar gang mála á margan hátt. Þeir sem hafa áhuga á að heim- sækja Torrevieja og Las Mimosas eða hafa áhuga á aða kaupa fasteign á svæðinu geta snúið sér til 2 Gotas í síma 346-5328711 á milli klukkan 10 og 13 og 17-20 alla virka daga. -JKS Óskalisti brúðhjónanna Gjafaþjónusta jyrir brúðkaupið (y?) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 *Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.