Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1997, Side 51
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1997 59 Mars Attacks! Marsbúarnir gera árás! Leikstjórinn Tim Burton er sá leikstjóri sem einna best hefur náð að sameina frumlega kvikmynda- gerð og vinsældir meðal áhorf- enda. Fyrsta mynd hans var Pee- wee’s Big Adventure og í kjölfarið fylgdi Beetlejuice. Þriðja mynd hans var síðan stórmyndin Bat- man, með Jack Nicholson, Michael Keaton og Kim Basinger í aðalhlut- verkum, þar sem hann endurvakti og endurskapaði súperhetjuna Leð- urblökumanninn. Myndin halaði inn meira fé en nokkur mynd hafði áður gert hjá Warner Bros. og sam- tök kvikmyndahúsaeigenda völdu Tim Burton leikstjóra ársins. Næsta verkefni hans var Edward Scissorhands og síðan framhalds- myndin Batman Returns. Eftir teiknimyndafantasíuna Tim Burton’s The Nightmare before Christmas gerði hann Ed Wood, óð til uppáhalds B-mynda-leikstjóra síns. Risastór leikhópur Mars Attacks! kemiu- eiginlega í beinu framhaldi af Ed Wood. Tim Burton vildi gera mynd í stíl við vísindaskáldskapinn sem Ed Wood og fleiri voru á kafi í á sjötta ára- tugnum. Hugmyndina að Mars Attacks! fékk hann frá samnefnd- um safnkortum sem Topps-fyrir- tækið gaf út snemma á sjöunda ára- tugnum og sýndu innrás lítilla grænna Marsbúa með stór heilabú. Tim Burton vildi hafa margar mis- munandi persónur á mismunandi stöðum og láta þær kljást við sín persónulegu vandamál á meðan umheimurinn væri að kljást við sitt sameiginlega vandamál - inn- rásina frá Mars. Myndin flakkar því milli Washington D.C., New York, Las Vegas, Kansas og Arizona og leikhópurinn er engin smásmiði. í aðalhlutverkum eru hár. Lisa Marie leikur Marsbúa- launmorðingja sem smeygir sér í gegnum öryggisvörslu Hvíta húss- ins með því að tæla fjölmiðlafull- trúa forsetans. Stórleikarinn Jack Nicholson. Gamli stíllinn endurvakinn Sérkennilegt útlit og stíll hafa einkennt myndir Tims Burtons frá upphafi og Mars Attacks! er engin undantekning. Fyrirmyndirnar voru sóttar í safnkortin fyrrnefndu og Sci-fi myndir sjötta áratugarins og þess sjöunda. Burton og leik- myndahönnuðurinn Wynn Thomas rannsökuðu klassískar B-myndir eins og The Day the Earth Stood Still, This Island Earth, Forbidden Planet og margar fleiri. Mars Attacks! gerist svona hér um bil í nútímanum, en hefur þó yfhbragð 30-40 ára gamalla B-mynda. Tæknibrellur þessara B-mynda voru eðlilega afar takmarkaðar og leikmynd með einfaldasta máta, en Tim Burton nýtir sér fullkomnustu tækni nútímans til að koma anda þessara mynda til skila. Fyrir utan tölvugi-afikina þurfti m.a. að sprengja upp hinar og þessar sögu- frægar byggingar (í smækkuðu formi módela að sjálfsögðu), sýna fljúgandi diska svífandi um loftin blá og búa til vélmenni og fleira. Niðurstaðan er eins konar bastarð- ur hins gamla og hins nýja, hins ófullkomna og hins fullkomna. -PJ Jack Nicholson, Glenn Close, Natalie Portman, Rod Steiger, Paul Winfield, Martin Short, Pierce Brosnan, Jack Nicholson (já, aftur - hann er í tveimur hlutverkum), Annette Bening, Danny DeVito, Jim Brown, Tom Jones, Sarah Jessica Parker, Michael J. Fox, Lukas Haas, Sylvia Sidney, Pam Grier og Lisa Marie. Litlir grænir kallar frá Mars Enn fremur eru heilir herskarar af trítilóðum, tölvuteiknuðum vand- ræðagemsum frá Mars í stóru hlut- verki. Persónuleiki Marsbúanna var hannaður með illgjama, ofvirka krakka í huga og allir (utan einn) tölvuteiknaðir af Industrial Light & Magic (ILM), sem sá um tölvuteikn- un í myndum eins og Twister, Ju- rassic Park, Forrest Gump og Term- inator 2: Judgement Day. Eini Mars- búinn í myndinni sem ekki er tölvu- Ófrýnileg geimvera. teiknaður er byggður á korti númer 76, sem sýndi Marsbúa með grænan, bólginn heila og blóðhlaupin augu lyfta af höfði sér dulargervi sínu sem þrýstin ljóska með upphleypt UPPÁHALDSMYNDBANDIÐ MITT Jón Gnarr - skemmtikraftur „Ég á nú erfitt með að finna uppa- Þó einhverja haldsmynd. langar mig að mæla sér- staklega með kvik- mynd- inni Billy Madison. Þetta er mynd frá 1995 sem fjallar um ofdekraðan ríkan krakka, Billy Madison, sem þarf að fara aftur í barna- skóla til þess að geta tekið við hótelkeðju fóður síns. Hann byrjar í 6 sex ára bekk og heldur trylltar hátíðir í hvert skipti sem hann lýk- / ur bekk. Allt endar þetta síðan mjög vel þar sem góðu mennimir vinna en þeir vondu tapa - rétt eins og í öllum góðum myndum. Adam Sandler fer með aðal- hlutverk myndarinnar, en þar má einnig sjá Chris Farley í aðalhlutverki og fleiri leikara úr Saturday Night Live. „Annars hef ég óstjóm- lega gaman af gamanmyndum og held sérstaklega upp á myndir Chevy Chase, eins og t.d. Fletch og National Lampoon’s- myndimar. Þá hef ég smám sam- an verið að upp- götva áður- nefhdan Ad- am Sandler og af öðrum myndum með honum get ég nefnt Happy Gil- more. Loks vil ég nefna Naked Gun- myndirnar en þær eru hrein snilld- arverk.“ r Ast og stríð Ást og stríð er byggð á minning- um rithöfundarins Ernests Hem- ingways. Hann var aðeins átján ára gamall þeg- ar hann gerðist sjálfboða- liði Rauða krossins á Ítalíu í fyrri heimsstyrj- öldinni. í fljótræði sínu bauð hann sig Sandra Bullock og fram til Chris O’Donnell. starfa í fremstu víglínu. Þai’ særðist hann alvarlega á fæti og var fluttur á sjúkrahús. Þar kynntist hann hjúkrunarkonunni Agnesi von Kurowsky sem var átta árum eldri en hann. Þau hófu eldheitt ástar- samband sem þó varð að fara leynt vegna reglna sjúkrahússins. En þó ást þeirra væri heit og fólskvalaus var þeim báðum ljóst að hér var ekki um framtíðarsamband að ræða. Þegar dró að lokum styrjald- arinnar var komið að Agnesi að velja. Átti hún að gefast þessum unga fátæka hugsjónamanni og lifa þar með í óöryggi og fátækt eða átti hún að giftast efnuðum og virtum skurðlækni sem hún hafði áður átt í sambandi við? Togstreita Ekkjan Kathleen Quigley (Helen Mirren) er kennari og mikill friðar- sinni. Kaflaskipti verða í lífi hennar þeg- ar sonur hennar, sem er öfga- fullur stuðnings- maður írska lýð- veldishers- ins, er handtekinn eftir skot- bardaga við enska her- Helen Mirren og Aiden menn. Gillen. Helen er þar með hrint inn í hring- iðu hinna pólitísku átaka Norður- írlands. Sonur hennar hefur hung- urverkfall ásamt öðrum fanga í fangelsinu til þess að krefjast þess að honum verði sleppt. Stjómvöld hafa ekki í hyggju að sleppa föngun- um og þeir eru tilbúnir til að deyja fyrir málstaðinn. Fyrir Helen snýst málið ekki um stjórnmál heldur um líf sonar síns. En getur hún leyft til- finningum sínum að ráða þegar son- ur hennar hefur þegar gert upp hug sinn? í augum hans og stjórnvalda eru tilfinningar hennar málinu óvið- komandi og ekki næg ástæða til að binda enda á hungurverkfallið. Grace of My Heart Þessi mynd er á óbeinan hátt byggð á ævi lagahöfundarins Carol King. Myndin spannar fimmtán ár í lífi laga- höfundar að nafni Denise We- verly. Hún kom fram í lok sjötta áratugarins en þurfti fljótt að kyngja því að enginn plötuútgef- andi treysti sér til að gefa út plötu með henni. Hún neyddist til að láta aðra flytjendur flyta lög sín á meðan hún beið sjálf eftir því að verða fræg söngkona. Mörg laga hennar slógu I gegn og vöktu athygli fyrir bersögla texta sem byggðir voru á hennar eigin reynslu. Við fylgjumst meö baráttu hennar fyrir frægð og frama og kynnum hennar af mönnum, kon- um og málefnum. Illeama Douglas, Matt Dillon, Eric Stoltz og John Turturro.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.