Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997
Fréttir
Himinhátt kvótaverö rætt á fundi í Grindavík:
Leiguliðarnir snúast
gegn sægreifunum
- grípa til aðgerða til að lækka kvótaverð
„Hér var um óformlegan fund
aö ræða enda engin samtök til
meöal þeirra sem leigja afla-
kvóta. Hins vegar varð niður-
staða þessa fundar sú að verðið
fyrir leigukvóta sé alltof hátt og
aö menn yrðu að ná samkomu-
lagi um skynsamlegra verð sem
allir gætu sæst á,“ sagði Níels
Guðmundsson, hjá Stakkavik í
Grindavík, um merkilegan fund
sem haldinn var þar syðra I
fyrrakvöld.
Á þennan fund voru mættir út-
gerðarmenn og fiskverkendur frá
Suðurnesjum, Hafnarfirði og
Reykjavík, allt menn sem leigja
kvóta. Samkvæmt því sem DV
kemst næst mun um þaö bil 80
prósent af leigukvótanum fara á
þetta svæði. Leiguverö á þorsk-
kvóta hefur undanfariö verið allt
að 92 krónur fyrir kOóið. Síðan
fæst ekki nema 110 krónur fyrir
kílóið af fiski á fiskmörkuöum.
„Þetta er einfalt reiknings-
dæmi sem gengur ekki upp,“
sagði Níels Guömundsson.
Hann vildi ekki nefna neina
tölu um lágmarksverð. DV hefur
aftur á móti heimildir fyrir því
að menn séu sammála um aö 55
til 65 krónur sé hámarkið fyrir
kílóið af leigukvóta. Og DV hefur
einnig heimildir fyrir því að
menn sem stóðu aö þessum fundi
ætli að vinna að því að ná sam-
stöðu hjá kvótaleigjendum um að
þeir greiði ekki hærra verð en
þetta.
Níels Guðmimdsson bendir að
vísu á að þarna sé um að ræða
menn í samkeppni um hráefnið
og því óvíst að órjúfandi sam-
staða náist um verðiö.
Ef svo fer að menn ná sam-
stöðu um kvótaleiguverð mun
þaö hafa miklar afleiðingar í for
meö sér. það gæti jafnvel náð inn
á hlutabréfamarkaðina því þaö
myndi hafa mikil áhrif hjá þeim
fyrirtækjum sem hafa haft vel
upp úr því að leigja út kvóta.
Á mánudaginn kemur, 1. sept-
ember, hefst nýtt kvótaár og þá
dettur verð á leigukvóta niður
fyrst í stað en eykst aftur um leið
og fer að þrengja að á kvótamark-
aðnum.
-S.dór
Steinunn V. Óskarsdóttir:
Kom ekki á óvart
- að fá ekki kosningu
„Niöurstaðan kom mér í sjálfu sér
ekkert á óvart,“ sagði Steinunn V.
Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-list-
ans, kvennalistakona og einn for-
kólfa Grósku, um þá niðurstöðu inn-
an Kvennalistans í Reykjavík að hún
fékk aðeins tvö atkvæöi í kosningu
til samráðsnefndar listans þar sem
tekin verður ákvörðun um hvort
Kvennalistinn eigi að ganga til við-
ræðna við A-flokkana eða ekki.
Steinunn var ekki á fundinum.
Eins og DV hefur greint frá eru
miklar væringar innan Kvennalist-
ans um hvert skal stefna varðandi
framboð til alþingis 1999. Eftir því
sem næst veröur komist eru þrjár
leiöir á borðinu. Ein er sú að ganga
til viðræðna viö Alþýðubandalag og
Alþýðuflokk, ein að reyna að
þrauka þrátt fyrir lítið fylgi og síð-
asta leiðin er að stofna nýjan flokk,
umhverfisflokk.
Samráösfundur Kvennalista verö-
ur um mánaðamótin og á honum er
liklegt að skýrist hvað tekur við eða
Steinunn V. Óskarsdóttir.
hvort reynt verður að halda lífi í
Kvennalistanum. -sme
Mikill fiskur á Patreksfirði:
Mannskap vantar í
Góö aflabrögö hafa verið á Pat-
reksfiröi þegar gefur og fiskvinnsla
þar hefur fengið'riægt hráefni.
Að sögn Hauks Más Sigurðarsonar
hjá Odda á Patreksfiröi, er unnið
jöfhum höndum við frystingu og sölt-
un hjá fyrirtækinu. Vegna gengisþró-
unar sagöi hann æskilegt að vinna
meira af frystum afuröum á Banda-
rikjamarkaö og til þess væri nægt
frystingu
hráefni fyrir hendi. Vandinn væri
hinsvegar sá að það vantaði fólk. Um
þessar mundir vinna um 40 manns
hjá Odda hf. og um fjórðungur mann-
aflans er útlendingar. - HKr.
Flugvirkjar hjá Flugleiðum hf. mótmæla:
Vinna ekki
aukavinnu
- ekki skipulagðar aðgerðir
Óánægja ríkir hjá hópi flug-
virkja hjá Flugleiðum hf. vegna
þess að í yfirmannsstöðu hjá
þeim var skipaður tæknifræðing-
ur en ekki flugvirkjamenntaður
maður.
„Það er rétt að einhver óá-
nægja er uppi og einhveijir vinna
ekki aukavinnu, en hér er ekki
um skipulagðar aðgeröir af hálfu
félagsins ræða,“ sagði Jakob Þor-
steinsson, formaður Flugvirkjafé-
lags íslands, í samtali við DV.
Samkvæmt heimildum DV hef-
ur komið til tals aö viðhaldsvinna
sú sem þeir annast fyrir Flugleið-
ir hf. veröi keypt erlendis. Flug-
virki sem DV ræddi viö um mál-
ið sagði að þeir væru orðnir
ónæmir fyrir þessari hótun.
Fyrir utan að vinna ekki auka-
vinnu fari menn sér hægt við hin
daglegu störf. Það séu hins vegar
ekki allir flugvirkjar sem taki
þátt í þessum mótmælaaögerðum
en stór hópur þeirra.
Jakob Þorsteinsson vildi ekki
ræða þetta mál frekar að öðru
leyti en því að það hlyti að nást
sátt i því fyrr en seinna eins og í
öllum deilum.
-S.dór
Dagfari
Ertu i sambandi?
Konur láta nú taka sig úr sam-
bandi, sem kallað er, svo hundr-
uöum skiptir árlega. Þetta þýðir
það að þær láta gera sig ófrjóar,
nenna ekki aö standa í getnaðar-
vömum svo sem pillu eöa lykkju
og treysta alls ekki á smokkanotk-
un karlkynsins. Kvensjúkdóma-
læknir lýsti því í blaðaviðtali að á
hveiju ári létu um 600 konur taka
sig úr sambandi. Þær hafa því ekki
þolinmæöi í hinar hefðbundnu
getnaðarvamir.
Það em því þúsundir og aftur
þúsundir kvenna sem em ekki i
sambandi. Flestar þessara kvenna
era lífsreyndar og eiga böm.
Læknirinn sagöi ekki mikiö um
sambandsleysi ungra kvenna en
þess væra þó dæmi.
Spumingin er þá þessi. Vita
karlar um þetta ástand þegar þeir
fara á fjörumar við sambandslaus-
ar konur? Þaö þekkja allir aö erfitt
getur verið aö ná sambandi viö hitt
kyniö svona í fýrsta sinn. Þaö
gengur tæpast aö spyija álitlega
konu beint út hvort hún sé i sam-
bandi eða ekki. Konan gæti mis-
skiliö spuminguna eöa tekiö henni
beinlínis illa.
Þetta á auðvitaö aöeins viö um
þá karla sem vilja fjölga mannkyn-
inu með þessum konum. Svo eru
þaö þeir sem ekki geta hugsað sér
böm og þá era sambandslausar
konur miklu betri kostur en þær
sem era í sambandi. Þá er alls eng-
in hætta á ótímabærri þungun.
Þaö fylgja því sem sagt bæði
kostir og gallar aö vera sambands-
laus. Því er það spuming hvort
þessar sambandslausu konur ættu
aö mynda með sér samband. Ein-
hver frægasta skammstöfun aldar-
innar, SÍS, er á lausu eftir að Sam-
bandiö, með stórum staf, fór á
hausinn. Konumar gætu til dæmis
kallaö sig Samband íslenskra sam-
bandslausra og gengið með barm-
merki félagsins. Þá þarf ekki aö
spyija á böranum. Þeir sem vilja
sambandslausar konur ganga beint
að þeim. Hinir reyna við konur í
sambandi með litlum staf.
Allir eiga rétt á því að skipta um
skoðun og þaö gildir einnig um þá
sem hafa látiö taka sig úr sam-
bandi. Þaö kom fram hjá læknin-
um í blaðaviðtalinu aö talsvert er
um þaö að konur vilji komast aftur
i samband. Fyrir aögerö er konum
sagt að aðgerðin sé endanleg en þó
er það svo að í rúmlega helmingi
tilfella er hægt að koma konum aft-
ur í samband. Þetta á einkum við
ef konur hitta nýja menn sem þeim
líst betur á en gömlu durtana. Þótt
þær hafi ekki getað hugsað sér að
fjölga sér með gamla dauðyflinu og
leiðindaskarfmum horfir málið
öðravísi viö meö nýja sjarmömum.
Það er því gott til þess að vita að
þessi möguleiki er fyrir hendi þótt
hann sé alls ekki tryggur. Sam-
bandslausar konur í nýju sam-
bandi geta því komist í samband.
Svo má ekki gleyma því að til
eru sambandslausir karlar. Það er
raunar mun auðveldara að kippa
karli úr sambandi en konu, rétt
smáleg skinnspretta. Staöreyndin
er hins vegar sú aö karlar era þær
dæmalausu skræfur að þeir þora
lítt að láta eiga viö sig neöanvert.
Því halda þeir flestir sambandi
eins lengi og mögulegt er.
Hugrökk eintök hins sterka kyns
era þó til. Það má því velta því fyr-
ir sér hvernig samband verður ef
sambandslaus karl hittir sam-
bandslausa konu. Þá gæti þurft að
setja snarlega í samband. Dagfari