Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 13 Pólitíkusar velja gæludýrin „Bíleigendur mega vera þakklátir fyrir þjónusta sem látin er f té,“ segir Önundur m.a. f grein sinni. Ég hef áður útskýrt hvers vegna skráð út- söluverð á bensínstöðv- um olíufélaganna hlýt- ur að jafnaði að vera nánast hið sama hjá öll- um félögunum. Það er næsta fúrðulegt að bæði núverandi og fyrr- verandi viðskiptaráð- herrar skuli undrast þetta, sjá DV 11.08.97. Sjálfir hafa þeir staðið að skattlagningu á bíl- eigendur þannig að um 75% af útsöluverði á súperbensíni (98 ON) eru skattar. Verðið nú 78 krA skiptist þannig að skattar eru 58 kr/1, kostnaðarverð bensíns 10 kr/1 og dreifingar- kostnaður 10 kr/1. Svo má spyrja t.d. Neytendasamtökin: Hverjir eru nú mestu okraramir? Frá þessu verði olíufélaganna má síðan draga 2-4 kr/1 fyrir sjálfsafgreiðslu með fullkomnustu tækjum heims sem olíufélögin leggja nú til. Þessi afsláttur nemur 20-40% af álagningu félaganna fyr- ir dreifingarkostnaði. Ég fæ ekki séö að þetta sé óábyrg verslunar- stefna. Bíleigendur mega vera þakklátir fyrir þjónustuna sem lát- in er í té. Um bensínstöövar Meðan ég kom nærri þessum málum reyndi ég eftir fongum að koma á sameiginlegum bensín- stöðvum i dreifbýl- inu en þetta tókst aöeins á fáum stöð- um og má þar nefna ísafjörð, Stykkis- hólm og Ólafsvík. Víðast hvar annars staðar var þetta ekki hægt, aðallega vegna útþenslu- stefnu Essó (F), sem smám saman tókst að auka hlutdeild sína í næstum helming allrar bensínsölu í land- inu. Segjum í ca. 44%. Ég tel að þetta hafi mest verið gert í skjóli einkaað- stöðu til sölu til Vamarliðsins, sem staðið hefu- yfir í um 50 ár, án þess að pólitíkusar hafi haft nokkuö við það að athuga, og er svo enn. Árið 1971 gekkst þávemdi borg- arstjóri í Reykjavík fyrir því aö sú stefha yrði tekin upp í Reykjavík að aðeins skyldi vera ein bensín- stöð í hveiju hverfi. Þá haföi Olís 7 bensín- stöðvar í Reykja- vík, Shell 6 og Essó 6. Tiu árum síðar höfðu póli- tikusar ráðið því að Olís haföi 6 (fækkað um eina á Hlemmi) en Shell og Essó 12 stöðvar hvort félag. Þetta stafaði af því að pólitíkusar velja sér gæludýr, jafnt í Reykjavík sem annars staöar á íslandi. Tölumar sýna að þaö gilti engin fijáls samkeppni um úthlutun á bensínstöövum í Reykjavík og að illa var staðið við fyrirheitin og jafnræðið í stjómsýslunni. Samt tókst Olís að halda hlutdeild sinni (um 28%) sem þýðir aö afgreitt magn á hverri stöð Olís var um tvöfalt miöaö viö SheO sem var með svipaða hlutdeild í heildar- sölu félaganna. Þetta mátti mest þakka bíleigendum, sem héldu tryggð við félagiö, og er svo enn. Betri tillögur? Rekstur bensínstöðva er ekki alltaf auövelt mál. Þær verða aö standa undir rekstri. Það er ekk- ert kappsmál aö glata peningum á taprekstri. Allt kapp er best með forsjá. Nú hafa félögin loksins gef- ist upp á taprekstri á litlum stöð- um og tel ég það aðeins af hinu góða. Þetta mátti sjá fyrir fyrir 20-30 árum. Nú kemur DV með Neytenda- samtökin á bakinu og segir að ol- íufélögin séu aö skipta upp við- skiptunum í landinu á milli sín af því að þau hafa oröiö að loka bens- ínstöövum á einstaka stað. Ég held að fólk ætti að vera fegið aö losna viö tapreksturinn. Það sparar þjóöfélaginu og almenningi fé. Úr því að ekki tókst að koma upp sameiginlegum stöövum er þetta næstbesta lausnin. Hefur DV t.d. betri tillögur eða vill það halda í tapreksturinn önundur Ásgeirsso Kjallarinn Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olis „Allt kapp er best með forsjá. Nú hafa félögin loksins gefist upp á taprekstri á litlum stöðum og óg tel það aðeins af hlnu góða. Þetta mátti sjá fyrir fyrir 20-30 árum.u Frjáls blöð og ófrjáls Við fráfall Alþýðublaösins hafa allir sungiö hátt og lengi sama út- fararsálminn: Tími flokksblaða er liöinn og það er vel. Flokkar geta ekki og eiga ekki að gefa út blöö. Það er ekki nema satt, að póli- tískir flokkar eru ekki lengur fær- ir um slíka útgáfustarfsemi. En eins og alltaf þegar allir eru sam- mála, verður freistandi að efast um fagnaðarboðskap samsöngsins. Ekki síst þegar vel flestir láta sem nú muni renna upp gullöld betri blaðamennsku. Nú verða engar skoðanir og pólitískt vesin. Nú verður bara fagmennska og frelsi. Einföldun og barna- skapur Flokksblöð höfðu sína galla, mikil ósköp. En gleymum því ekki, að einnig þau tóku miklum breytingum. Flokksblað um 1950 var mjög ólíkt flokks- blaöi upp úr 1970. Og að því er tjáningarfrelsið varðar, þá hefur til þessa ekki tekist betur að tryggja vissan margbreytileika í blaða- heimi, líflega margröddun umræð- unnar en þegar pólitísk blöö börð- ust hart sín í milli um túlkanir at- burða. Hér á landi sem annars staðar. Það er líka mikill bamaskapur þegar menn halda að pólitískar hreyfíngar hijóti að vera óvinir frelsisins en öflugir fjölmiölakóng- ar ósíngjamir hvatamenn hinnar alfrjálsu fagmennsku. Spyrjið til dæmis Andrew Neil sem þjónaði blaðakónginum Rupert Murdoch á stórblaöinu Sunday Times. Murdoch rak hann úr ritstjórastól vegna þess að blað- ið afhjúpaði hneykslanlega vopna- sölusamninga Breta við Malasíu. Murdoch vildi ekki fyrir nokkum mun styggja forsætisráðherra þess lands því hann ætlaöi sér að krækja í sjónvarpsrásir á svæðinu fyrir fjölmiölaveldi sitt. Slík dæmi em á hverju strái eins og allir vita sem kæra sig um. Við þurfúm ekki að fara út fyrir landsteinana til að finna þau. Hve mörg dagblöö? En svo er spurt: hve mörg dag- blöö komast fyrir á ís- lenskum markaði? Það er nú verkurinn. Dag- blöð eru vafalaust á undanhaldi f heimin- um á sjónvarpsöld. Al- gengt er að eitt blað tóri á hverju markaös- svæði (nema þá í all- stórum höfuðborgum). Þaö blaö liflr af sem hafði forskot á önnur og þar með mest af auglýsingum. Keppi tvö blöö um sama svæði og hafi annað þótt ekki væri nema 5-10% forskot á hitt í útbreiöslu líð- ur ekki á löngu þar til það hefúr fengið i sinn hlut 70-80% dagblaöaauglýsinga sem til falla. Eftirleikurinn er auðveldur. Keppinautur- inn deyr. Það kemur einatt gæðum blaðs hans lítið viö. Samkeppni milli blaða á sama markaðssvæöi er nú orðið sjaldan milli blaða sem hallast til hægri eöa vinstri í túlkun atburða. Hún er miklu heldur milli blaöa sem fylgja mismunandi blaða- mennsku. Hún ræðst af því hve margir eru fáanlegir til að kaupa sæmilega upplýst blað og hve margir slúöurblað sem er skrifað niður til les- enda og hlífir þeim við flestum alvöru- málum tilverunnar og allri áreynslu í hugsun. Af þessum sökum öll- um er einhver dapur- legur tómleiki yfir umræðunni um val- kost við Morgunblað-. ið. Slíkur valkostur er verðugt verkeftii en markaðsforsend- ur ásamt þeirri skoö- anafælni sem tekist hefúr að rótfesta hér á landi gera hann næsta torveldan í framkvæmd. Sem og það sem kalla má ofríki Einnar samræmdrar hugsunar. Þessi hugsun, sem svo til hver einasti skrifandi maöur skrifar undir um þessar mundir, byggist fyrst og fremst á frekri markaðs- trú og takmarkalausri aðdáun á fjárfestum. í bland viö væga for- ræðishyggju (eöa ríkisforsjár- hyggju) hvers og eins: Ef samfélag- iö (ríkið) borgar ögn meira í MINN málaflokk þá er ég sáttur og glaöur. Andskotinn og samkeppn- in grimma sjá um hina. Árni Bergmann „Það er ekkl nema satt að póll- tísklr flokkar eru ekki lengur fær• ir um slíka útgáfustarfseml. En elns og alltaf þegar allir eru sam■ mála verður freistandi að efast um fagnaðarboðskap samsöngs■ ins.u Kjallarínn Árni Bergmann rithöfundur Með og á móti Auka viðveruskyldu kenn- ara á vinnustað Gott JónG. Kristjáns- son, formaóur samnlnganefndar sveitarfólaga. „Skólastarf er margbrotið verk sem framkvæmt er af mörgum aðilum. Einn af þeim aðilum sem mest hafa að segja um þaö hvem- ig afrakstur verksins verð- ur er kennar- inn. Ef listuð væru upp þau störf sem kenn- arar þurfa að vinna innan skólans eða í tengslum við starf sitt yrði sá listi býsna langur og mörgum torskilin lesning. Meginhlutverk kennarans er kennsla og undir- búningur við kennsluna en fjöl- mörg önnur störf koma þar inn í. Sveitarfélögin vilja gera starf kennarans sveigjanlegra þannig að starfsskyldur hans séu ekki einasta bundnar við kennslu- skyldu og svo komi allt annað á eftir. Þaö ætti aö skilgreina starf- ið í kennslu, undirbúning kennslu og önnur störf meö þeim hætti aö kennslan verði aöeins hluti af starfsskyldunni en starfs- skyldan fyllt úpp með öðrum störfúm sem skólastjóri felur við- komandi kennara að vinna. Þetta fyrirkomulag gerir kröfu um að vinnuframlagiö sé í ríkara mæli innt af hendi innan veggja skól- ans undir stjóm skólastjóra. Sveitarfélögin líta svo á að vinnustaöur kennara sé skólinn og þar sé eðlilegt að stærsti hluti vinnunnar sé unninn." Mikil- vægt að breyta „Ég tel mikilvægt aö breyta vinnutímaskilgreiningu kenn- ara, ekki síst vegna þess að í grunnskólalögum em nýjar og breyttar áherslur f skólastarfi sem gildandi kjarasamning- ur tekur að litlu leyti mið af. Hver grunnskóli skal t.d. vera einsetinn, gefa árlega út skólanámskrá Oubrún Ebba Ólafs- dóttlr, varaformab- ur Kennaraaam- banda islands. og innleiða að- ferðir til að meta skólastarfið. Þess yegna þarf að breyta skfl- gre: á þann hátt að hlui kennslu og annarra starfa ist. Til að störfum og g veruleika að kenna einum árgöngum aum aö fullt starf að :, t.d. í fyrstu iskólans, þarf að draga úr kennsluskyldu kennara og þáfe hægt að auka viðveru þeirra í skólanum á móti. Ég tel hins vegar óffamkvæmanlegt aö auka bæði kennslu kennara og bundna viöveru í skóla eins og Launanefnd sveitarfélaga fer fram á.“ -ME Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum i blaöið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centnun.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.