Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.ís. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasóluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kjósendur eða klíka? Titrings er farið að gæta vegna sveitarstjómarkosn- inganna næsta vor. Þetta á ekki hvað síst við í Reykja- vík, langstærsta og öflugasta sveitarfélagi landsins. í síð- ustu borgarstjórnarkosningum urðu mikil tíðindi þegar Reykjavíkurlistinn felldi borgarstjómarmeirihluta Sjálf- stæðisflokksins. Reykjavík hefur verið aðalvígi Sjálfstæðisflokksins og keppikefli flokksins að halda völdum í höfuðborginni. Svo hefur einnig verið undanfarna áratugi að undan- skildu kjörtímabilinu frá 1978-1982 og á yfirstandandi kjörtímabili. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Kvennalisti sameinuðust undir merkj- um Reykjavíkurlistans í síðustu kosningum og náðu með því meirihluta og þar með takmarki sínu. Aðilar Reykjavíkurlistans röðuðu inn á framboðslist- ann en viðhöfðu ekki prófkjör. Með þeirri aðferð gættu þeir að mestu jafnvægis miili flokkanna sem aðild áttu að framboðslistanum. Fyrirfram höfðu margir vantrú á að hægt væri að halda saman svo sundurleitum hópi og vitnuðu þá til vondrar reynslu af samstarfi vinstri flokka í borgarstjórn Reykjavíkur árin 1978-82. Þegar lit- ið er yfir kjörtímabilið má þó í stórum dráttum segja að Reykjavikurlistanum hafi tekist að koma fram sem póli- tísk heild. Nú þegar stutt er í kosningar reynir á innviði listans og þá ólíku hópa sem að honum standa. Deilur hafa ris- ið um uppstillingu listans. Fulltrúar Alþýðuflokksins vilja opið prófkjör eða að allir fjórir flokkar fái jafn marga fulltrúa. Fulltrúar hinna flokkanna hafa tekið þeim kröfum illa. Þeir vilja fremur stilla upp sínu fólki líkt og gert var fyrir síðustu kosningar. Alþýðuflokks- menn telja sinn hlut skarðan. Þeir eru með einn borgar- fulltrúa meðan aðrir aðilar samstarfsins eru með fleiri. í þessari stöðu reynir verulega á þá sem að listanum standa. Á næstu misserum kemur í ljós hvort Reykjavík- urlistinn á sér sjálfstæða tilveru sem pólitískur andstæð- ingur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eða hvort flokkaá- tök aðstandenda hans splundra honum í frumeindir. Þægilegast er fyrir flokksgæðinga að stilla upp á listann því úrslitum opins prókjörs ráða þeir ekki. Ætli aðstand- endur listans honum hins vegar sjálfstæði og tilvist í framtíðinni verða þeir að sýna það hugrekki að efna til prófkjörs um uppstillingu á listann. Það prófkjör mun riðla uppröðun eftir flokkum og vekja persónuleg og flokksleg sárindi. Það gjald verður listinn hins vegar að greiða til þess að vera trúverðugur. Það verður að treysta kjósendum fyrir vali á listann. Opið prófkjör er ekki gallalaust en það er heppilegra en klíkubundið val flokksbrodda. Hið sama gildir um Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjóm Reykjavíkur. Þar hafa menn yfirleitt farið þá leið að velja fulltrúa á framboðslista í prófkjöri þótt dæmi séu um annað, þ.e. uppstillingu. Ákvörðun um val á lista flokksins hefur ekki verið tekin en uppstilling hefur ver- ið í umræðunni ekki síður en prófkjör fyrir komandi borgarstjómarkosningar. Sjáifstæðisflokkurinn þarf ekki síður en Reykjavíkur- listinn það hugrekki að treysta kjósendum til þess að velja fulltrúa sina. Prófkjör er því æskilegri og eðlilegri leið en uppstilling. Vera kann að fólkið velji aðra en ákveðnum áhrifaað- ilum flokkanna eru þóknanlegir. Svo verður að vera og það er meginkostur prófkjörsins. Það kemur í ljós hvort flokkamir þora að treysta sínu fólki. Jónas Haraldsson „í húsnæðiskerfinu er flókið samspil lána, vaxtabóta og greiðslumats." Hærri húsnæðisvext- aukin kaupgeta Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur hækka þá til mótvægis. I lok lánstímans eru greiðslur af láninu nær eingöngu afborganir. Kaupendur búa við hlutfallslega létta greiðslubyrði fyrst eftir kaupin. Lánin greiðast hins vegar afar hægt upp svo eignamyndun er hæg. Jafngreiðslulán með háum vöxtum end- urgreiðast hægar en lán með lágum vöxtum. Við fyrstu greiðslu af 40 ára láni með 5,1% vöxtum er afborgunin aðeins 0,8% af höfuðstóli. Beri lánið hins vegar 2,5% „Fjölskylda með 70 þúsund í mán- aðarlaun fær vaxtabætur þegar húsnæðisvextir hennar fara upp fyrir 4,2 þúsund á mánuði. Vextir umfram það eru síðan endur- greiddir sem vaxtabætur.u ir - Hugmyndir eru um að breyta fé- lagslega húsnæðis- kerfmu í hreint lánakerfí. Til sög- unnar koma há langtímalán til kaupa á almennum fasteignamarkaði ætluð láglaunafólki sem ekki ræður við kaup í húsbréfa- kerfmu. Áformað er að greiða niður vexti. Lausleg at- hugun bendir hins vegar til að vaxta- kjörin hafa sér- kennileg áhrif á kaupgetu lántak- enda. í húsnæðislána- kerfinu er flókið samspil lána, vaxta- bóta og greiðslu- mats. Þannig vex kaupgeta láglauna- fólks beinlínis við að taka lán með háum vöxtum. Samkvæmt gild- andi greiðslumati er hagstæðara að taka 40 ára hús- bréfalán með 5,1% vöxtum fyrir 90% kaupverðs en niðurgreitt lán úr Byggingarsjóði verkamanna með 2,3% vöxtum. Litum á hvem- ig húsnæðiskerflð skapar slíkar þversagnir. Verötryggö jafngreiðslulán Öll lán í opinberu húsnæðis- lánakerfunum eru verðtryggð jafn- greiðslulán. Samanlagðar afborg- anir og vextir eru jafnháar allan lánstímann. 1 upphafi eru vextirn- ir meginhluti af greiðslunum. Af- borgun af láninu er þá mjög lítil. Þegar líður á lánstímann lækkar höfuðstóll lánsins og dregur úr vaxtagreiðslunum. Afborganirnar vexti er afborgunin 1,5%. Afborg- un af láninu með hærri vextina er 47% lægri. Þegar tekið er tillit til áhrifa vaxtabóta veldur það sér- kennilegum áhrifum. Vaxtabætur Vaxtabætumar eru end- urgreiðsla frá skattakerfmu á vöxtum af húsnæðislánum. Bæt- urnar reiknast þannig að frá fjár- hæð sem fjölskylda greiðir í hús- næðisvexti eru dregin 6% af launatekjum hennar. Mismunur- inn er vaxtabætur. Á þeim er ákveðið hámark, nú 233 þúsund fyrir hjón. Bæturnar skerðast líka vegna mikilla eigna sem snertir þó ekki láglaunafólk. Húsnæðiskau- pendur bera vaxtakostnað óbætt- an upp að 6% af árstekjum. Fjölskylda með 70 þúsund í mánaðarlaun fær vaxtabætur þeg- ar húsnæðisvextir hennar fara upp fyrir 4,2 þúsund á mánuði. Vextir umfram það eru síðan end- urgreiddir sem vaxtabætur. Há- mark bóta þessarar fjölskyldu miðast við 23,6 þúsund króna vaxtagreiðslur á mánuði. Vaxa- kostnað umfram það þarf hún að bera sjálf. Tæki fjölskyldan 6,5 milljón króna lán væru fyrstu 0,8% af vöxtunum óbættar. Vexti frá 0,8% til 4,4% mundi hún fá endurgreidda. Vexti umfram 4,4% þyrfti hún að bera óbætta. Greiðslumat í húsnæðiskerfmu er við greiðslumat horft á fyrstu árin eftir kaup. Árleg greiðslubyrði að teknu tilliti til vaxtabóta má ekki fara upp fyrir 18% af launum. SamspU lána, vaxtabóta og greiðslumats hefur sérkennileg áhrif. 40 ára húsbréfalán með 5,1% vöxtum kemur betur út í greiðslumati en félagslegt lán með 2,3% vöxtum. Greiðslubyrði áður- nefndrar fjölskyldu af 6,5 milljóna króna húsbréfaláni væri 12,6 þús- und á mánuði eða 18% af launum. Miðað við 90% lánshlutfall gæti hún keypt íbúð að verðmæti 7,2 milljónir. Með jafnháu láni í fé- lagslega kerfinu með 2,3% vöxtum væri greiðslubyrðin sú sama. Greiðslubyrði fyrra lánsins helst hins vegar óbreytt í 15 ár á meðan greiðslubyrði hins þyngist stöðugt og verður fljótlega 21% af tekjum. Reikna má út að hagkvæmast væri fyrir fjölskylduna að taka lán með 4,4% vöxtum! Greiðslubyrðin væri þá aðeins 9,4 þúsund á mán- uði. Kaupgeta fólks minnkar með öðrum orðum þegar það tekur hagkvæm lán. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Auknar kröfur til utanríkisþjónustunnar „Á næstu árum verða gerðar auknar kröfur til ut- anríkisþjónustunnar um framlag hennar til ?-stefnumörkunar í utanríkismálum auk þess????m þung áherzla hlýtur að verða lögð á þjónustu við ís- lenzkt atvinnu- og viðskiptalíf. Hálfri öld eftir lýð- veldisstofnun verðum við ????ú standa á eigin fótum á alþjóðavettvangi en getum ekki lengur byggt á þeirri sérstöðu, sem kalda stríðið óneitanlega tryggði okkur.“ Úr forystugrein Mbl. 24. ágúst. Skammæ góðærisstefna „Það þarf sterk bein til að þola góða tíma. Fyrir 10 árum var hér slíkur blússandi uppgangur og neyslu- brjálæði að íslendingar stóðu á blístri...Svo mis- heppnuð var góðærishagstjórnin að hér fór allt úr böndunum. Vonandi hefur eitthvað lærst af því. En það er ekki nóg. Við hljótum að gera kröfu til þess að þeir tímar sem nú eru, þegar smjör drýpur af hverju strái, verði nýttir til að móta framtíðarstefnu í öllum málaflokkum. Ekki bara góðærisstefnu. Því hún er skammæ." Stefán Jón Hafstein í Degi-Tímanum 26. ágúst. Málsvarar verkafólks? „Enn eru til flokkar manna, sem telja sig vera málsvara þess fólks, sem gengur undir nafninu lág- launafólk. Ég skal ekki draga dul á það. Hitt er svo annað mál að þetta fólk er í flestum stjómmála- flokkum. Mér sýnist það hafa valið sér vettvang í verkalýðshreyfmgunni. Því miður hefur hún ekki þróast sem skyldi. Þar eru átök undir niðri og sýn- ist sitt hveijum. Þannig getur menn greint á um hvort rétt sé að setja fram 100 þús. króna kröfu eða 70 þús. Hvort tveggja er fáránlegt, ef miðað er við lífsstíl íslendinga í dag.“ Kjartan Helgason í Mbl. 26. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.