Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1997 DV Fréttir Tennishöllin skipti um eigendur á hluthafafundi: Stjórnarformaður keypti og hærra tilboði hafnað - máliö fyrir dómstóla, segir Guömundur Oddsson hluthafi FULLOR'DNA! HEFUREKKIWSTADUR ■S- 0056 live show on the net/HH http://www.chacaltaya.com/liye3 Átök urðu á hluthafafundi i Tenn- ishöllinni sl. þriðjudagskvöld þegar gengið var frá sölu fyrirtækisins til Haralds ísaksen stjómarformanns fyrirtækisins. Fyrir fundinum lá til- boð í eignina upp á 147 milljónir króna. Hjörleifur Hringsson, fyrr- verandi stjórnarformaður Tennis- hallarinnar, lagði það fram þann 15. júlí. Á fundinum var lagt fram til- boð frá stjórnarformanninum sem var einni milljón krónum hærra. Þegar það lá fyrir óskaði Hjörleifur Hringsson eftir að hækka sitt tilboð í 150 milljónir króna en það fékkst ekki tekið á dagskrá þrátt fyrir mót- mæli. Guðmundur Oddsson, bæjar- fulltrúi í Kópavogi og einn hluthafa í Tennishöllinni, segir það vera sitt mat að gjörðir stjómarinnar séu kolólöglegar. Gerræöisleg vinnubrögö „Það var ekki auglýst í dagskrá fundarins að selja ætti fyrirtækið; aðeins tilgreint að taka ætti afstöðu til sölu hússins. Þarna voru á ferð- inni gerræðisleg vinnubrögð og ég hef aldrei upplifað annað eins,“ seg- ir Guðmundur Oddsson um fram- kvæmd sölunnar. Hann segir engan vafa leika á því að þama hafi verið um skipulagt mál að ræða þar sem nokkrir hlut- hafa hafi tekið sig saman um að ná til sín fyrirtækinu með bolabrögð- um. „í einföldu máli þá ákvað formað- urinn að selja sjálfum sér Tennis- höllina. Þetta þýðir fyrir mig og nokkra sameignarmenn að hlutur okkar uppá 3,2 milljónir króna er þurrkaður út á svipstundu. Það vakti athygli mína að á fundinum fór formaðurinn með umboð aðila á borð við Klæðningu hf. sem er að stórum hluta í eigu Gunnars Birgis- sonar, formanns bæjarráðs Kópa- vogs. Þetta mál lyktar af samsæri um að ná undir sig fyrirtækinu og ég mun kanna möguleika á máls- sókn,“ segir Guðmundur. Hann segir Kópavogs- bæ vera með „Það er spurning hvemig þessi mál standa eftir að þessi sala hefur farið fram. Þarna eru miklir fjár- munir í húfi,“ segir hann. Brotiö á hluthöfum Hjörleifur Hringsson, sem óskaði á fundinum eftir að hækka sitt til- boð í 150 milljónir króna, segir mál- ið allt vera með eindæmum og greinilegt sé að stjómin hafi ekki verið að gæta hagsmuna hluthaf- anna. „Þarna var freklega brotið á hluthöfum og það Hann segir erfltt fyrir sig að keppa við stjórnarmenn um eign- ina þar sem þeir hafi aðgang að öll- um upplýsingum um forsendur sín- ar. „Þeir fengu allar upplýsingar mínar og óskuðu meira að segja í bréfi eftir viðbótarupplýsingum. Þeir fengu að vita hverjir stóðu að tilboðinu ásamt mér en Harald neitaði að gefa upp hverjir stæðu að hans tilboði," segir Hjörleifur. -rt H Áhugaverður valkostur fyrir fólk á öllum aldri til að koma scr í toppform og öðlast aukinn lifskraft. Æfingar sem styrkja ónæmiskerfið, virkja orkustöðvar likamans, losa um spennu og ráða bót á ýmsum kvillum. Sameina mýkt, einbeitingu og öndun. Kínversk leikfimi . lEmHMHNn • VEUW/B I húsi sundlaugar Seltjarnarness LEjeHOlT • iMÆjAflHYIRfl Danshöllin Drafnarfelli 2 Æfingast. Háttur langarima 21-23 Harðar deilur geisa um Tennishöllina í Kópavogi eftir að húsið var selt nýjum aðilum á hluthafafundi. DV-mynd E.ói ábyrgð á 70 milljóna króna láni á öðrum veðrétti en í raun nái ábyrgðin til 132 milljóna króna þar sem 62 milljónir séu á fyrsta veð- rétti. mátti augljóst vera að einhverjir aðrir hagsmunir réðu ferðinni. Mér finnst það vera með ólíkindum að þeir skuli ekki gefa færi á að ræða hærra tilboð. Nýr eigandi Tennishallarinnar: Vilji mikils meiri hluta hluthafa - segir Harald H. ísaksen Harald Isaksen, stjórnarformaður Tennishallarinnar sem keypti eign- ina á hluthafafundi, hafnar því al- farið að um hafl verið að ræða ger- ræðisleg vinnubrögð af hans hendi eða stjómarinnar er salan fór fram. „Þetta er ekki meira gerræði en svo að um 70 prósent hluthafa sam- þykktu mitt tilboð. Alls voru um 82 prósent allra hluthafa á fundinum þegar tekið er tillit til umboða. Það var ákveðinn þrýstingur frá bæjar- stjórn Kópavogs að ljúka þessu máli og það varð að gera sem fyrst því annars blasti ekkert annað við en gjaldþrot,“ segir Harald. Hann segir rangt að tilboð hans hafi ekki verið lagt fyrir áður en til hluthafafundarins kom. „Mönnum var kunnugt um mitt tilboð áður en til fundarins kom. Það var lagt fyrir stjórn Tennishallarinn- ar hf. án þess að ég kæmi þar nokk- uð nærri. Það er þvi ekkert óeðlilegt við þessa sölu og ég bendi á að sam- kvæmt hlutafjárlögum var stjórn- inni heimilt að selja. Það var þó talið réttara að kynna hluthöfum málið og gefa þeim kost á því að greiða um það atkvæði," segir Harald. -rt Eiríkur Sigurösson hjá 10-11 búðunum: Lágverðsmarkaöur inni í myndinni - höfum allt sem þarf til að opna slíka verslun „Slíkur markaður er vissulega inni í myndinni hjá okkur en það Kona Ulfars rangnefnd Þau mistök urðu í myndatexta að með mynd af ÚÍfari Eysteinssyni og eiginkonu hans á bls. 26 í gær var hún sögð heita Sigríður Sörensen. Hið rétta er að hún heitir Þuríður Jörgensen. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. er ekkert að gerast í málinu á þess- ari stundu. Við erum með þessa teg- und rekstrar þar sem búðir okkar eru opnar frá 10 á morgnana til 11 á kvöldin. Við leggjum áherslu á að vera með gott vöruverð sem liggur á milli þess sem er í Hagkaupi og Bónus. Um tvö rekstrarform er að ræða, stórmarkað eins og Hagkaup rekur og svo lágvörumarkað eins og Bónus er með, þar sem lagt er upp með fáar vörutegundir og stutt- an opnunartíma. Ég skal viður- kenna það að þessi tvö rekstrar- form hafa verið í skoðun hjá okkur og eru enn,“ sagði Eiríkur Sigurðs- son, forstjóri 10-11 verslunarkeðj- unnar. Hann bendir á að þegar menn eru með verslunarkéðju eins og 10- 11 séu menn með augun opin fyrir öllum möguleikum. „Við erum í dag með fullmótaðan rekstur til að fara út í verslunar- rekstur af þessari tegund en við er- um ekki búnir að festa okkur neitt húsnæði eða annað því um líkt. Við skoðum að sjálfsögðu alla mögu- leika og erum á verði á markaðnum og fylgjumst grannt með öllu sem er að gerast. Og við höfum allt til þess að stökkva á svona rekstur hvenær sem okkur sýnist svo. Þar á ég við rekstrarumhverfi okkar innkaupa- lega og svo höfum við kunnáttuna til að reka verslun af þessari teg- und,“ sagði Eiríkur Sigurðsson. -S.dór • • GLOS MARGAR GERÐIR meiriháttar tilboð - "0NDA" Verðdæmi; " ONDA" frá Bohemia Crystal: Líkjörsglas kr. 395. Kampavín kr. 450. Ölglas stórt kr. 400. (6 stk. Kr. 2.370.-) (6stk. Kr. 2.700.-) (6 stk. Kr. 2.400.-) * Kynntu Jþér önnur ótrúlegri tilboð. * Falleg glös fyrir heimilið J)itt. Fallegt fyrir heimilið KRINGLUNNI og FAXAFENI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.