Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 22
50 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 Afmæli Siguiður Guðmundsson Sigurður Guðmundsson, liffræð- ingur, Reykjavöllum, Biskups- tungnahreppi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigurður er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp á Öldugötu 41 en dvaldi öll sumur hjá foðurbræðrum sínum, afa og ömmu á Reykjavöll- um. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1968 og líf- fræðingur frá Háskóla íslands 1975. Sigurður vann við rannsóknarstörf í Blóðbankanum í Reykjavík frá 1972 til 1980, við ræktunar- og sölu- störf á blómum í Blómaskálanum í Kópavogi og Gróðrarstöðinni Lamb- haga við Vesturlandsveg. Árið 1985 var hann eina vertíð á Hrafni Svein- bjarnarsyni III frá Grindavík og á sjó i kennaraverkföllum 1987 og 1989 á Kristínu frá Þorlákshöfn. Sigurð- ur var kennari við Gagnfræðaskól- ann í Hveragerði 1985-07, við Hér- aðsskólann á Skógum 1987-90 og við Reykholtsskóla í Biskupstungum 1990-97. Hann sótti Evrópuráðsnámskeið um blóðbankastarfsemi í Helsinki 1974 og lagði fram niðurstöður rann- sókna á alheimsþingi blóðbanka 1975. Hann sótti Evrópuráðsnám- skeið 1978 í Bem um gæðaeftirlit í blóðbanka- starfsemi. Sigurður var fyrsti formaður Borð- tennisklúbbsins Arnar- ins og var í fyrstu stjóm Borðtennissambands ís- lands. Sigurður starfar í Lions- klúbbnum Geysi í Biskupstungum. Sigurður vann við Garðyrkjustöð- ina Sauðholt sf. frá 1958 við ræktun grænmetis, fyrst með foreldrum sínum og frá 1982 með sambýlis- konu og stjúpbörnum. Fjölskylda Árið 1982 hóf Sigurður sambúð með Erlu Lárusdóttur, f. 11.11. 1935, húsmóður. Hún er dóttir Minervu Bergsteinsdóttur og Lárasar Jósefssonar Fjel- sted. Stjúpbörn Sigurðar eru: Margrét B. Siebers, f. 6.10. 1954, húsmóðir, hennar maki er Edward Sibers. Þau eru búsett í Denver í Bandaríkjunum og eiga frnim börn og eitt barna- barn; Sævar Hafsteins- son, f. 30.7. 1957, rafsuðu- maður, hans maki er Maria Lourdes Hafsteins- son. Þau eiga eitt bam og eru búsett í Reykjavík; Heiðrún Haf- steinsdóttir, f. 11.10. 1958, ljósmynd- ari, hennar maki er Grímur Bjarna- son. Þau era búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn; Sigurvin Hafsteins- son, f. 22.5.1963, búfræðingur og sjó- maður, hans maki er Maria Haf- steinsson. Þau eiga eitt barn og eru búsett í Reykjavík; Sonja Engley, f. 22.3.1966. Hún er búsett í Reykjavík og á tvö börn; Þorgeir Björgvinsson, f. 18.3. 1968, starfsmaður við búskap á Reykjavöllum. Hann á eitt barn; Hannes Sigurður Sigurðsson, f. 1.3. 1972, húsasmiður á Reykjavöllum. Foreldrar Sigurðar voru Guð- mundur Ingimundarson, f. 15.10. 1921, d. 22.8. 1977, húsasmíðameist- ari og k.h. Jóhanna Þórðardóttir, f. 20.1. 1916, d. 15.10. 1994. Þau voru búsett á Öldugötu 41 og Háaleitis- braut 37 í Reykjavik. Ætt Móðir Guðmundar var Vilborg Guðnadóttir, f. 11.2. 1891, af Reykja- ætt og frá Ófeigi ríka á Fjalli. Móð- ir/Jóhönnu var Margrét Sigurðar- dóttir, f. 11.10. 1883, frá Hrepphól- um, komin af ætt Síðupresta. Faðir Jóhönnu var Þórður Magnússon, f. 3.6. 1884, frá Lútárholti, kominn frá bróður Fjalla-Eyvindar. Sigurður verður á hestaferðalagi á afmælisdaginn og tekur á móti vinum og vandamönnum á Hvera- völlum. Siguröur Guömundsson Þórunn J. Ingólfsdóttir Þórunn J. Ingólfsdóttir, ráðstefnustjóri, Huldu- landi 36, Reykjavik, er fimmtug í dag. Starfsferill Þórunn er fædd og upp- alin í Reykjavík og lauk hún stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1968. Þórunn starfaði sem læknafulltrúi á skurðlækningadeild Borgarspítalans 1968-69; sem vélritunarkennari við Menntaskólann í Reykjavík og Verslunarskóla íslands á árunum 1969-72; sem starfsmaður Kynnis- ferða ferðaskrifstofa 1977-81; sem deildarstjóri Ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofú ríkisins tímabilið 1981-88; sem starfsmaður Arnarflugs 1988-89 en frá 1989 hefur Þórunn unnið hjá Ráð- stefnum og fundum ehf. við skipulagningu ráð- stefna. Þórunn var formaður SKÁLklúbbs Reykjavík- ur frá 1990 til 1996 og hef- ur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum innan alþjóða SKÁLhreyflngarinnar, er m.a. nú formaður Norð- urlandadeildar hreyfíngarinnar. Fjölskylda Þórunn giftist 7.9. 1968, Stefáni Bergssyni, f. 8.3.1947, löggiltum end- urskoðanda. Foreldrar hans eru Bergur Tómasson og Margrét Stef- ánsdóttir og eru þau búsett í Reykjavík. Seinni maður Þórunnar er Þorsteinn Sv. Stefánsson, f. 22.8. 1937, yfirlæknir en þau gengu í hjónaband þann 28.12.1986. Foreldr- ar Þorsteins voru þau Stefán Bjömsson og Dagbjört Ásgrímsdótt- ir en þau eru bæði látin. Börn Þórunnar eru þau Stefán Þór Stefánsson, f. 24.3. 1969, fjár- málastjóri, búsettur í Reykjavik og Margrét Stefánsdóttir, f. 16.3. 1973, kennari og flugfreyja, búsett í Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Elfar Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri. Systkini Þórunnar sammæðra: Georg Heide Gunnarsson, f. 2.1. 1950, ráðgjafi hjá SÁÁ, búsettur í Reykjavík; Gunnar Theódór Gunn- arsson, f. 30.7. 1954, d. 1980 og Hin- rik Gunnarsson, f. 12.1. 1960, bif- reiðastjóri, búsettur í Svíþjóð. Systkini Þórunnar samfeðra: Kristín Ingólfsdóttir, f. 14.2. 1954, dósent í lyfjafræði við Háskóla ís- lands og Pálmi Ingólfsson, f. 28.10. 1958, fulltrúi hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum I Washington DC í Banda- ríkjunum. Foreldrar Þórunnar: Ingólfur P. Steinsson, f. 1.6. 1924, fyrrv. auglýs- ingastjóri DV og Jóhanna Magnús- dóttir, f. 20.7. 1927, fyrrv. fulltrúi. Ingólfur er búsettur í Hafnarfirði en Jóhanna í Reykjavík. Þórunn J. Ingólfsdóttir Haraldur Óskar Tómasson Haraldur óskar Tómasson, heilsu- gæslulæknir, Bleikjukvísl 17, Reykjavík, er fimmtugur i dag. Starfsferill Haraldur er fæddur í Uppsölum í Svíþjóð en ólst upp í Reykjavík og í Bárðardal á sumrin. Hann lauk stúdentsprófi úr stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1967 og útskrifaðist úr læknadeild Háskóla íslands 1974. Haraldur lauk masters- gráðu í heimilislækningum frá Uni- versity of W-Ontario í Kanada 1983 og varð sérfræðingur í heimilis- lækningum sama ár. Haraldur vann í rúm 13 ár sem heilsugæslulæknir á Hvammstanga en frá áramótunum 1989-90 hefur hann starfað sem heilsugæslulæknir við Heilsugæslu- stöðina í Árbæ í Reykjavík. Haraldur hefur birt greinar byggðar á rannsóknum sínum i inn- lend og erlend læknisfræðirit ásamt öðrum. Haraldur var í stjórnum ýmissa félaga á Hvammstanga, m.a. Skóg- ræktarfélagi V-Húnavatnssýslu, Flugbjörgunarsveitarinnar, stjórn sjúkrahúss og heilsugæslu Norð- vesturlands og í Sjálfstæðisfélagi V- Húnavatnssýslu. í Reykjavík var Haraldur í stjórn íbúasamtaka Ár- túnsholts i þrjú ár, þar af formaður síðasta árið. Frá 1991 hefur Harald- ur verið í varastjórn og stjóra Fé- lags íslenskra heimilislækna og er nú varaformaður og ritstjóri frétta- bréfs félagsins. Sl. ár var Haraldur gjaldkeri Rotaryklúbbs Árbæjar. Fjölskylda Haraldur kvæntist 28.10. 1972 Ingu Guð- mundsdóttur, f. 11.5. 1950, húsmóður. Foreldr- ar hennar eru Ingibjörg Dan Kristjánsdóttir, al- systir Örvars Kristjáns- sonar harmonikkuleik- ara og Guðmundar Jóhannssonar, bróðúr- sonar Silla í Silla og Valda. Börn Haraldar og Ingu eru: Ingibjörg Edda, f. 19.7. 1974, stúdent og nemi i MHÍ; Kolbeinn Tumi, f. 11.1. 1977, stúdent og nemi í tónlistar- skóla FÍH og Katrín, f. 31.7. 1979, nemi í MS. Systkini Haraldar eru: Þorsteinn, f. 17.7. 1944, forstjóri Rannsókna- stofnunar landbúnaðar- ins; María, f. 19.9. 1949, hjúkrunarfræðingur I Reykjavík og Tumi, f. 31.5. 1952, ph.d. forstöðumaður Veiðimálastofnunar Norð- urlands, búsettur að Hól- um í Hjaltadal. Foreldrar Haraldar: Tómas Tryggvason, f. 1907, d. 1965, jarðfræðing- ur og Kerstin Jancke Tryggvason, f. 1920, fyrrv. deildarstjóri. Tómas var bóndasonur frá Engidal i S-Þingeyjarsýslu, var m.a. af Skútu- staðaætt en Kerstin er sænsk, af gamalli lögfræðingaætt sem telur lögfræðinga allt frá 16. öld. Haraldur verður að heiman á af- mælisdaginn. Rannveig Þorgerður Jónsdóttir Vegna mistaka sem urðu í afmælisgrein um Rannveigu Þorgerði Jónsdóttur sjötuga, sem birtist þann 23.8. sl. er greinin hér með endur- birt. DV biðst afsökunar á þeim mistökum sem uröu við vinnslu grein- arinnar. Rannveig Þorgerður • Jónsdóttir, húsmóðir og starfsmaður við að- hlynningu, Digranes- heiði 9, Kópavogi, varð sjötug þann 24.8. sl. Rannveig Þorgeröur Jónsdóttir. Starfsferill Rannveig er fædd í Bolungarvík, Hólshreppi í Norður-ísafjarðar- sýslu, og ólst þar upp. Hún lauk almennu bama- og unglinganámi en var síðan í Ljósmæðraskóla íslands við nám 1949 til 1950 en það sama ár lauk hún það- an námi. Hún starfaði sem ljósmóðir í Austur-Barða- strandarsýslu um tíma. Lengst af sinnti Rannveig húsmóðurstörfum en starf- aði einnig við aðhlynn- ingu, m.a. á Elliheimilinu Grund, á Kópavogshæli, á Sólvangi, hjá mæðraskoð- un, hjá heimahjúkrun í Kópavogi en lengst af á Hrafnistu í Reykjavík. Rannveig er starfandi í Kirkjufélagi Digraneskirkju. Fjölskylda Rannveig giftist 17.4. 1954 Stein- dóri Daníelssyni, f. 10.9. 1923, múr- ara. Foreldrar Steindórs: Daníel Daníelsson og Guðrún Guðmunds- dóttir, bændur í Guttormshaga í Rangárvallasýslu. Börn Rannveigar og Steindórs eru: Rafn Hagan, f. 27.8.1956, áhuga- maður um tónlist. Sonur hans og Sigrúnar Júlíusdóttur er Ágúst Emanúel, f. 6.8. 1981. Sambýliskona Rafns er Sigrún Guðjónsdóttir, f. 30.10. 1964, frá Grímsstöðum í Rang- árvallasýslu; Jón Ömólfur, f. 13.10. 1961, múrarameistari, kvæntur Ágústu Magneu Jónsóttur, f. 22.11. 1962, þeirra böm eru Magnea Hild- ur, f. 15.1. 1990, Guðrún Þorgerður, f. 15.1.1990, og Jón Daníel Jóhann, f. 15.2. 1995; Magni Gunnar, f. 24.4. 1967, arkitekt, kvæntur Marie-Ange Elisabeth Roms, f. 11.3. 1966, þeirra böm eru Maximilian Magni, f. 1.5. 1993, og Jóhann Nicola, f. 19.4. 1995. Hálfbróðir Rannveigar er Krist- inn L. Jónsson. Alsystkini Rann- veigar: Ásdís, f. 1919, nú látin; Frið- rik, f. 1921, Halldór, f. 1923, nú lát- inn, Jón Ömólfs, f. 1925, nú látinn, og Hrefna, f. 1929, nú látin. Foreldrar Rannveigar voru Jón L. Friðriksson, f. 1886, d. 1970, sjómað- ur, og Guðrún Jónsdóttir, f. 1885, d. 1967, húsmóðir. Þau voru lengst af búsett í Bolungarvík en síðustu ár- in í Hvalfírði. Fósturmóðir Rann- veigar var Margrét S. Jónsdóttir. Til hamingju með afmælið 27. ágúst 90 ára____________________ Sigríður Jóhannesdóttir, Kleppsvegi, Hrafnistu, Reykjavík. 85 ára____________________ Anna Gísladóttir, Vifilsgötu 18, Reykjavík. 80 ára_______________________ Jóhann I. Gislason, Hæðargarði 35, Reykjavík. Hinrik Einarsson, Hömrum, Þverárhlíðarhreppi. 75 ára_________________________ Sigurður Kristinsson, málarameistari, Hringbraut 9, Hafnarfirði. Sigurður verðm- að heiman á afmælisdaginn. Unnur Guðjónsdóttir, Skúlagötu 78, Reykjavik. Arnviður Ævar Björnsson, Fossvöllum 2, Húsavík. Valdimar Traustason, Bjargi, Grímsey. Kristjana M. Jóhannesdóttir, Krummahólum 8, Reykjavík. Guðbjörg Einarsdóttir, Hvassaleiti 58, Reykjavik. Hermann Kr. Sigurjónsson, Eyrarvegi 16, Grundarfirði. 70 ára Jarþrúður Pétursdóttir, Ljósheimum 8, Reykjavik. Jarþrúður vill að ættingjar og vinir komi í Árskóga 6 eftir kl. 17 og taki í hendina á henni eða kyssi hana á kirmina til hamingju með daginn. Anna Marin Kristjánsdóttir, Neðstutröð 8, Kópavogi. 60 ára Ellsabet Anna Bjarnadóttir, húsfreyja, Mánab Tjörnesi. Hún og hennar, Aðalgeir Egilsson bóndi, fe móti gestum á he sínu laugardaginn 30.8 eftir kl. 15. Njáll Þorbjamarson, Lynghaga 18, Reykjavík. Sólberg Steindórsson, Birkihlið, Staðarhreppi. Brynja Guðmundsdóttir, Sólheimum 23, Reykjavík. Ásgeir Gestsson, Kaldbaki, Hrunamannahreppi. 50 ára__________________________ Guðbjörg Þórunn Gestsdóttir, verslunarmaður og hús- móöir, Stekkholti 13, Selfossi. Eginmaður Guðbjargar er Þráinn Elíasson ökukennari. Guðbjörg og Þráinn verða að heiman á afmælisdaginn. Heimir Ingólfsson, Túngötu 10, Grenivik. Heimir tekur á móti gestum á Lómatjöm laugardaginn 6.9. kl. 19. Gylfi Guðjónsson, Bleikjukvísl 9, Reykjavik. Bergþóra Ósk Loftsdóttir, Fannborg 1, Kópavogi. Jóhanna Þórarinsdóttir, Nýlendugötu 24b, Reykjavík. Anna Árnadóttir, Víðilundi 12h, Akureyri. Jóhann K. Gunnarsson, Hraunholtsvegi 1, Garðabæ. Guðbjörg Þ. Gestsdóttir, Stekkholti 13, Selfossi. Hulda Sigurðardóttir, Vestmannabraut 8, Vestmannaeyjum. Gunnar Geir Ólafsson, Bröttuhlíð 5, Mosfellsbæ. 40 ára__________________________ Jóhanna Ásmundsdóttir, Nýlendugötu 45, Reykjavík. Oddný Friðrikka Ámadóttir, Lyngmóum 5, Garðabæ. Eyjólfur Guðmundsson, Disarási 17, Reykjavík. Sveinbjöm I. Baldvinsson, Miðskógum 11, Bessastaðahreppi. Sigríður Rut Hreinsdóttir, Bræöraborgarstíg 35, Reykjavík. Ólöf Jóhannesdóttir, Fífusundi 19, Hvammstanga. Vigdls Heiður Pálsdóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. Jón Friðrik Bjartmarz, Háaleitisbraut 22, Reykjavík. Guðrún Emilia Jónsdóttir, Ásbraut 5, Kópavogi. Ulrike Brilling, Mýrarbraut 21, Blönduósi. Magnús Már Kristjánsson, Kleppsvegi 50, Reykjavík. Jórunn Guðrún Hólm, Hverafold 8, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.