Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 Spurningin Hvenær minnist þú að hafa orðið mjög hrædd(ur)? Spurt á Seyöisfiröi Karl Svavarsson póstfulltrúi: Þegar flugvél sem ég var í missti skyndilega hæð, í nánd við Egils- staði, og datt lengi. Óskar Friðriksson hafnarvörður: Þegar ég, ungur að árum, kom mér í hálfgerða ófæru í klettaídifri. Sigurður Kjartansson kennari: Þegar hemlarnir á bílnum urðu skyndilega óvirkir í fljúgandi hálku á Fjarðarheiði. Jóhanna Gísladóttir kennari: Þegar ég fór heldur ógætilega í fjall- göngu og komst hvorki lönd né strönd hjálparlaust. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir nemi: Ég var mjög stressuð í vor, áður en ég opnaði umslagið með einkunnunum úr samræmdu próf- unum. Elva Hermannsdóttir nemi: Þegar ég kom heim af dansleik um miðja nótt og sá hvíta veru í skuggsýnni stofunni. Þetta reyndist svo vera pabbi í hvítri skyrtu. Lesendur__________________ Spillingin í stjórnsýslunni - feröahvetjandi dagpeningakerfi stendur upp úr Búhnykkur fyrir flugfélögin, búhnykkur fyrir menn á faraldsfæti í opinbera geiranum? Guðmundur Gislason skrifar: Það er alkunna að fjölbreytni i hugsunarhætti er nær óendanleg, og oft má deila um hvað sé heilbrigt og hvað sé sjúkt, en sýnilegt er að fjölbreytnin er mikil innan marka þess sem heilbrigt á að teljast. - Það er einnig ljóst, að islensk stjóm- sýsla er alvarlega sjúk, hvernig sem á málin er litið. Eitt mesta og spilltasta dæmið um yfirþyrmandi spillingu í stjórn- kerfinu er hið ferðahvetjandi dag- peningakerfi sem hið opinbera not- ast við vegna ferðalaga ráðherra, þingmanna og annarra embættis- manna til útlanda. Það er líklega ekki ofsögum sagt, sem haldið hefur verið á lofti, að sú áfergja að komast í umtalsverðar stöður hjá hinu op- inbera byggist meira og minna á væntingunni um „farseðilinn í annarri hendi og dagpeningana í hinni“. Það er staðreynd að ótrúlegt sukk á sér stað í greiðslum til starfshópa í þjónustu hins opinbera vegna utanlandsferða þeirra. Menn muna fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþm. á Alþingi um ferðakostnað yfirmanna ríkisbankanna, og maka þeirra og svörin er upplýstu þjóðina um óreiðuna sem fylgir þessu ferða- hvetjandi dagpeningakerfi. - Al- menningur var sleginn yfir þeim upplýsingum. í ágætri kjallaragrein í DV í apr- íl sl. eftir stjómmálafræðing einn, um óheyrilega eyðslu hins opinbera í ferðakostnað starfsmanna, kom fram hvilíkur fádæma óhugnaður er hér á ferð. Þar vom tekin dæmi og upplýst að ekki væri óalgengt að þingmaður sem kæmi heim til landsins eftir svo sem vikuferð til útlanda á vegum hins opinbera, væri með á milli 60.000 til 70.000 krónur í vasanum til eigin nota. Samt greiðir ríkið uppihald á hótel- um í ferðinni. - Hver skyldi þá gróði ráðherra vera? Þetta dæmi sýnir að hér er um óhefta spiOingu að ræða. Hvað sem talsmenn hins opinbera segja um að þrengdar hafi verið reglur um dag- peningagreiðslur til opinberra starfsmanna, þá á það ekki við um menn í efri lögum ríkiskerfísins, svo sem ráöherra, þingmenn og stjómendur helstu ríkisstofnana. Þeir fyUa farþegarými flugfélag- anna sem líta á þessa fjöldaflutn- inga með opinbera starfsmenn sem verulegan búhnykk. Það, að ferða- lög og dagpeningagreiðslur til opin- berra starfsmanna séu orðnar slík- ur búhnykkur hjá þeim, er óverj- andi og óþolandi með öllu fyrir hinn almenna skattgreiðanda í landinu. Nú skal nota eldri borgarana Kjartan Guðmundsson skrifar: Nú nálgast tími kosningabaráttu vegna borgarstjórnarkosninga. Reykjavík verður í sviðsljósinu. Um hana verður barist heiftarlega, spái ég. AUir skulu taka þátt í slagnum, vinstri menn, hægri menn og aUir aðrir. Líka eldri borgarar og gaml- ingjarnir. Nú eru þeir góðir tU síns brúks. Búið að stofna utan um þá sérstakan „eldri borgara klúbb“ innan Sjálfstæðisflokksins. Framsókn rankaði líka við sér og talsmenn hennar segja að ekkert sé liklegra en þar verði líka stofnað eldri borgara gengi tU að ná inn at- kvæðum. R-listinn hefur ekki enn stofnað slík samtök sérstaklega inn- an sinnan vébanda, en það hlýtur að vera í bígerð. Þessi skyndilegi eldri borgara áhugi flokkanna er til kominn vegna kvartana margra hinna eldri í Reykjavík og annars staðar yfir því hvemig þeir hafa verið hundelt- ir með auknum skattaálögum, nið- urskurði í tekjum og fríðindum sem þeir áður höfðu haft. Nú á að láta þessa óánægju koma fram í borgarstjórnarkosningunum og beinast gegn R-listanum í Reykjavík. En hvernig er það? Er ekki mesta óánægja eldri borgar- anna til komin vegna álaga og skatt- heimtu ríkisvaldsins? Þangað má rekja óánægju hinna eldri. Ekki bara í Reykjavík, heldur á lands- vísu. Hættum að pína dætur Sophiu Hansen Halldóra Jónsdóttir skrifar: Það virðist vera borin von að stúlkumar Dagbjört og Rúna, dæt- ur Sophiu Hansen og Halims Als, snúi til baka frá heimkynnum sín- um í Tyrklandi þar sem svo langur tími er liðinn frá því þær fóru frá íslandi. Og ef rétt er haft eftir í fréttum RÚV frá Tyrklandi, að skilaboð dætranna séu þau að þær vilji ekki snúa til móður sinnar, verður að virða það viðhorf þeirra. Það má ekki gleyma því að þær Dagbjört og Rúna era þó með föður sínum sem þær hafa verið með allt í síma 5000 lli kl. 14 og 16 DJMIÍDIM þjónusta allan Er hægt aö búast viö aö dætur Sophiu séu tilbúnar að aölagast ísienskum aðstæðum á ný? sitt líf og þekkja best úr því sem komið er. Og þótt íslensk stjómvöld hafi upp á síðkastið beitt sér hart fyrir hönd Sophiu, móður stúlkn- anna, má ekki reikna með að tyrk- nesk stjómvöld beiti sér af sömu ákveðni gegn Halim A1 sem er líka tyrkneskur ríkisborgari. Það er líka ósanngjamt að væna íslensk stjórnvöld um ódugnað þar sem þau hafa verið með mann með sendi- herratign viðloðandi í Tyrklandi Sophiu til halds og trausts. Öll höfum við staðið með Sophiu Hansen og gemm enn. Enginn get- ur fullyrt að dætur Sophiu og Halims gætu aðlagast íslenskum að- stæðum á ný. Fyrst verða þær að ná til móður sinnar til að geta tjáð henni hug sinn án milliliða. DV Blossi og slæmar fyrir- myndir Aðstandendur Blossa/810551 skrifa: Kristín skrifaði í DV harðorð- aðan pistil sem beint var til okk- ar, aðstandenda myndarinnar Blossi/810551. Megininnihaldi hans varði Kristín í að tala um að dreift hefði verið póstkorti á okk- ar vegum með mynd af þekktum handboltakappa að neyta eitur- lyga. Þetta er rangt. Á umræddu póstkorti sést Úlfur, sögupersóna úr Blossa, neyta eiturlyfja. Það vill hins vegar svo til að Úlfur er leikinn af þekktum handknatt- leikskappa, Finni Jóhannssyni. - Kristín gerir þau mistök að rugla saman leikara og sögupersónu, sem em skiljanleg og algeng. Á þeim forsendum tóku aðstandend- ur kvikmyndarinnar kortið úr umferð. - Það er alls ekki mark- mið aðstandenda Blossa að hvetja ungt fólk til eiturlyfjaneyslu, heldur einmitt öfugt eins og kem- ur skýrt fram í myndinni. Hvar eru líkin? Tómas skrifar: í mesta morðmáli á íslandi finnast hvorki lík né morðvopn. Tveir menn hverfa og lögreglan er viss um að þetta séu morð. Hvemig er hægt að dæma menn fyrir morð, án þess að nokkur lík finnist? Ekki einu sinni þótt pynt- ingum sé beitt vikum saman. Þær koma ekki að gagni. Svarið er augljóst: Mennirnir gátu ekki hafa myrt neinn, þeir hefðu þá bent á líkin. Hvers konar réttar- far er þetta? Af hverju voru lög- reglumenn svo vissir um að þess- ir horfnu menn væru dauðir? Vissu þeir hvar líkin voru? Er þetta ekki hin stóra spuming sem enn er ósvarað? Ósmekkleg skopmynd í Mbl. Guðjón Einarsson hringdi: Mér þykir skopmyndin í Morg- unblaðinu laugard. 23. ágúst sL, þar sem sýndir eru ríkissaksókn- ari, ráðuneytisstjóri dómsmála- ráðuneytis og svo dómsmálaráð- herra, íadæma ósmekkleg. Og þó einkum og sér í lagi myndatext- inn undir teikningunni. Vera má að viðkomandi skopteiknari eigi harma að hefna gagnvart dóms- málaráðherra og ráðuneytisstjóra hans og því séu þeir niðurlægðir eins og sjá má á myndinni. Það gefur ekki tilefni til að svívirða ríkissaksóknara og troða á hon- um fyrir engar sakir. - Svívirða er að svona fjölmiðlun. Templarar án fastelgna- skatts Sigurlaug skrifar: Manni blöskrar þegar verið er að undanþiggja ýmis félagasam- tök hér og þar í þjóðfélaginu frá því að greiða það sem þeim ber til samfélagsins. Þannig hefur Reykjavíkurborg nú, svo dæmi sé tekið, fellt niður fasteignaskatta af félagsheimili templara við Ei- riksgötu í Reykjvík og hugsanlega víðar í borginni. Eigum við hin svo að borga þessa skatta fyrir templara? Er ekki ráð að fjölmiðl- ar grafist fyrir um ástæður svona mismununar? Hvaö segja flugmennirnir? Þ.Ó. skriftir: Ég verð að taka undir með þeim sem skrifaði bréf nýlega í DV og furðar sig á því að ekki skuli talað við flugstjóra flugvéla Flugfélags íslands sem urðu fréttaefni - annars vegar vegna lágflugs yfir Skorradalsvatni og svo vegna óhappsins við ísafjörð. Flugmennimir eru þeir sem gerst þekkja málavöxtu. Þeir em ekki bundnir þagnarskyldu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.