Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 ftenning Heimspremíera • • Nýr Fjölnir Þorsteinn Thorarensen blaöar stoltur í glæsiútgáfu sinni á Hobbitanum eftir Tolkien. DV-mynd Hilmar Þór Þorsteinn Thorarensen hjá Fjölvaútgáfunni heldur upp á tvöfalt afinæli um þessar mundir. Hann er sjálfur sjö- tugur og timamótaverk hans eftirlætishöfundar, Hobbitinn eftir J.R.R. Tolkien, er sex- tugt. Af því tilefhi kemur það út víða um heim í viðhafnar- útgáfu með glæsilegum myndskreytingum eftir Alan Lee sem þykir einn helsti myndskreytir Tolkiens nú um stundir. En það kemur fyrr út á íslandi en annars staðar. „Það hefur heim- spremíeru á íslandi" eins og útgefandinn og þýðandinn orðar það, vegna merkisaf- mælis Þorsteins. „Það þykir heldur ekki óviðeigandi vegna hinna nánu tengsla Tolkiens við ísland og ís- lenskar fornbókmenntir," segir í fréttatilkynningu. Þorsteinn Thorarensen hef- ur nú unnið það afrek að þýða og gefa út alla Hringa- dróttinssögu og Hobbitann líka. Sú bók kom út í annarri þýðingu fýrir allmörgum árum en er löngu uppseld. Þorstein langaði eðlilega til að eiga allt verkið á sínu máli, ef svo má segja, og réðst því í að þýða það líka í stað þess að endurútgefa eldri þýð- inguna. Þorsteinn hefúr gefið Tolkien meiri tíma af lífi sínu en nokkur óvandabundinn gæti farið fram á. Hvemig kynntist hann þessum bók- um? Kræfur ungur maður „Ég hef alltaf verið leitandi sál og þessar bækur fann ég fyrir nærri þrjátíu árum á bókasýningu úti í heimi. Ég var þá kominn í bókaútgáfuna, dottinn út af Vísi. Ég las fyrsta bindið af Hringadróttinssögu og varð svo hrifinn að ég tryggði mér útgáfuréttinn að öllum flokknum. Ég var ansi snöggur að ná hlutum á þeim árum, til dæmis varð ég aðeins á undan Almenna bókafélaginu að ná Tinna og á undan Iðunni að ná í Ástrík. Svona var ég kræfur þegar ég var ungur! Svo fór ég að þýða þetta mikla verk og það tók auövitað mörg mörg ár. Fyrirfram- greiðslan, sem ég hafði borgaö enska útgef- andanum, féll úr gildi þegar hann fór á hausinn og ég varð að semja viö nýjan útgef- anda. í bókaútgáfu er maður alltaf að tapa.“ - Sérðu þá eftir tímanum sem þú hefur átt með öllum þessum furðuverum Tolkiens? „Nei. Þessi vinna hefur haft róttæk áhrif á mig og sálarlíf mitt og ég get nefnt þér dæmi þess. Það sem maður verður hrifnastur af í þessum bókum er ekki síst landslagslýsing- amar í þeim, lýsingamar á dölum, fjöllum og skógum. Og ég hef komist að því eftir yf- irlegur að það er vegna þess að þetta em til- fmningalegar lýsingar. Það er tilfinninga- landslag sem hann er að lýsa. Þess vegna gengur það svona rækilega inn i lesandann. Hann er ekki að lýsa venjulegu panorama með fjöllum í fjarska heldur tilfinningum.“ ísland - þjáning og þrá „Þetta hefur gert það aö verkum að öll upplifun mín af íslandi hefur gengið í gegn- um tilfinningalega deiglu. Ég skynja lands- lag allt öðruvísi núna - ég fer inn í landið, inn í klettana, skóginn...," heldur Þorsteinn áfram. „Ég lærði af Tolkien að elska ættjörðina með öðrum hætti en áður. Og þá minntist ég kvæðis eftir Stein Steinarr sem birt- ist raunar fyrst í tímaritinu Stefni sem við Matthías Jo- haimessen ritstýrðum. Land- sýn heitir það - „ísland, minn draumur, min þjáning mín þrá, mitt þróttleysi og viðnám í senn ...“ Þeir Tolkien og Steinn Steinarr kenndu mér aö vera ekki með Danahatur og þjóð- rembu heldur elska ættjörð- ina af hógværð. Þeir hlutar sem hafa mest áhrif á mig núna í mannlegu samhengi tengjast göfgi. Fullorðnir menn eiga það til að brynna músum þegar þeir komast við, augu þeirra fara að gljá. Ég er þannig að ég græt ekki þegar ég verð fyrir sorg. Það hefur ekki áhrif á tárapokana i mér. En það hefur áhrif á mig ef ég heyri eitthvað fagurt. Og það eru tveir hápunktar að feg- urð og göfgi í verki Tolkiens sem fá mig til að tárast. Annar er í Hringadrótt- inssögu þegar Faramír reyn- ist Fróða vel þó aö Fróði eigi óbeina sök á því að bróðir Faramírs var drepinn. Hinn hápunkturinn er í Hobbitan- um, undir lokin, þegar dvergurinn Þorinn hefur náð öllum auðæfun- um undir sig að drekanum dauðum. Þá koma bandamennirnir og heimta sinn hlut i fjár- sjóðnum af því að drek- inn hafði stolið gullinu lika frá þeim. En gullið hefur gert Þorin svo mik- inn svíðing að hann harðneitar. Það stefnir í stríð á milli þeirra. Þá tekur Fróði dýrmætasta steininn, Erkisteininn, og afhendir óvininum hann. Þeir bjóða honum hæli að launum en hann þiggur það ekki, vill heldur snúa aftur og viðurkenna brot sitt fyrir Þomi. Þetta er heillandi lesning." Bækur Tolkiens hafa verið efstar á lista yfir fremstu bókmenntaverk aldarinnar og við óskum Þorsteini Thorarensen til ham- ingju með sinn hlut í heimsútbreiðslu þeirra. Ekki er seinna vænna að geta fyrsta heftis af nýjum Fjölni því annað heftið mun vera I burðarliðnum og það þriðja komið með út- gáfudag. Ástæðulaust er að hafa orðin mörg, kannski nóg aö segja að þessi Fjölnir fór fram úr vonum. Hann er að vísu geysilega efnis- mikill, greinar margar helsti langorðar og reyndar ákaflega margar - eins og ritstjóri hafi ekki alveg treyst því að ná út öðru tölu- blaði og viijað birta í þessu „allt“ sem hann langaöi til aö sjá á prenti áöur en hann dæi. En slíkt ber ekki að lasta. Kaupendur fengu mikið fyrir sinn snúð. Og urðu líka fjölmarg- ir, segja kaffihúsakarlar. Aðalefni ritsins er „samtal" Gunnars Smára Egilssonar ritsijóra við formála Tómasar Sæmundssonar í gamla Fiölni. Þaö tekur níu blaðsíöur - og skal minnt á að Fjölnir nýi er í dagblaðsbroti. Formáli Tómasar er á efri hluta síöu, endurunninn að nokkru og með tölum sem vísa niður. í neð- anmálsgreinum spjallar svo Gunnar Smári viö Tómas, samsinnir honum, prjónar við hann, andmælir honum og svo framvegis. Hugmyndin er snjöll og úrvinnslan hugkvæm og skelegg. Betri hefði hún þó verið styttri. Með þessum tvíræða formála eru birt þrjú kvæði eftir Hallgrím Helgason sem öll eru stælingar á stefhukvæöi Fiölnis gamla, ís- landi Jónasar Hallgrímssonar. Hafi Gimnar Smári afbyggt goðsögnina um Fiölnismenn með því aö spjalla við Tómas eins og hvem annan jarðneskan þá er afbyggingin full- komnuö með þessum kvæöum, og rétt að taka fram að þau eru varhugaverö viðkvæmum sálum. En vissulega segja þau á sinn óvægna hátt sannleika um áberandi fyrirbæri í sam- tímanum, og óskandi að þeir sem sneiðina eiga lesi lika Fíölni. Á eftir tvöfaldri afbygg- ingu kemur mótefhið, „Fáein orð um Fiölnis- menn“ eftir Pétur Gunn- arsson. Einlæg grein í klassískri upphafhingu á fjórmenningunum, fal- lega stíluð eins og Péturs er von og vísa og gæti verið frá 1944. En þegar henni er stillt upp á eftir Hallgrími og Gunnari Smára fær hún hún enn- þá dýpri merkingu, og þessi óvænta þrenning í upphafi ritsins verður merkilegur samnefnari fyrir ísland og íslendinga okkar tíma. Nýr Fiölnir er ekki gamaldags blað. Hann er fyrsta alvöru póst-móderna tímaritið hér á landi. Verðlaun Guðmundar Böðvarssonar I. ikniu 1. latMiw liMfii >ua l Fjölnir. Tímarit handa Íslendin Good iVjornifig J-\rr&nzu. llllll Alltl! Iiui tuimi IITMILMI ►«»» •lllll llMlll D»«u» I. Diat* (IMI 0*11 lllll (iim (imiiiii (■«6 í«m liiulni Cu»N««i»a Anbii (mn inlai (« ■ulMI IMli I luillllll »( Iimii lAtMlta «*»»«* Sl««t»««l »It«l MMIil I Rannveig Fríða engill Síðustu tónleikar kammermúsíkhátíöar- innar á Kirkjubæjarklaustri voru haldnir sl. sunnudagskvöld. Sem fyrr kenndi þar margra grasa og var upphafsatriðið þrír slavneskir dansar fyrir píanó opus 46 nr. 6, 7 og 3 eftir Dvorák. Edda Erlendsdóttir og Jónas Ingimundarson léku saman á píanóið og tókst oft vel upp. Að spila fullkomlega „fjórhent" á píanó er annars feiknaerfitt, því gifurlega nákvæmni þarf til þess. Stóð Jónas sig mun betur nú en á tónleikunum í vor með Gerrit Schuil píanóleikara og var stemningin yfirleitt hin liflegasta. Hið sama verður ekki sagt um verkin sem á eftir komu, tvær rapsódíur fyrir óbó, selló og píanó eftir Loeftler. Undirritaður hafði aldrei heyrt þessar tónsmíðar áður - og von- ar að hann þurfi aldrei að heyra þær aftur. Loeftler, sem lést árið 1935, virðist hafa feng- Tónlist Jónas Sen ið ágætishugmyndir en hefur greinilega ekki tekist að vinna almennilega úr þeim. Maður gat að minnsta kosti ekki heyrt að eitthvað gerðist í tónlistinni sem fyrir bragðið varð allt of löng. Áheyrendur virt- ust heldur ekki ýkja hrifnir því viðtökumar voru dræmar. Það voru Edda Erlendsdóttir, Matej Sarc og Svava Bernharðsdóttir sem léku rapsódíumar og þó spilamennskan væri prýðileg var það ekki nóg. Sömuleiðis var hrein dásemd aö hlusta á Rannveigu Fríðu Bragadóttur sem söng við silkimjúkan undirleik Jónasar Ingimundar- sonar lög eftir Áma Thorsteinsson, Emil Thoroddsen og Þórarin Guðmundsson. Hún flutti lika mjög vel lög eftir Massenet og Berlioz en skiljanlega var hún á heimavelli í íslensku lögunum. Rannveig Fríða er einstök listakona; það gerist eitthvað órætt í salnum þegar hún syngur. Ég myndi glaður hlusta á hana stanslaust í heilan sólarhring. Þrátt fyrir fáeina ann- marka verður ekki annað sagt en tónlist- arhátíðin á Klaustri hafi verið aðstand- endum sínum til mikils sóma. Efnis- skráin var litrík og tónlistarflutningur- inn yfirleitt í fremstu röð. Von- andi verður hátíðin haldin á hverju ári um ókomna tíð. Jónas og Rannveig FríBa - þaö gerist eitt- hvaö órætt þegar hún syngur. Myndin er úr safni DV. Matej Sarc og Svava Bernharðsdóttir fluttu líka ásamt Sigurbirni Bernharðssyni og Dominique de Williencourt kvartett fyrir óbó og strengi KV 370 eftir Mozart. Eins og menn vita er erfitt að spila Mozart vel því allt þarf aö vera svo skýrt og tært en um leið lifandi og skemmtilegt. höfðu þetta vel á valdi sínu og var un- aður á að hlýða. Það fór ekki mikið fýrir fréttum af ljóöa- verðlaunum Guðmundar Böðvarssonar þegar þau vom veitt í fyrsta sinn fyrir þremur árum. Þó námu þau 400 þúsund krónum sem slagar upp í íslensku bókmenntaverðlaunin. Það var Hannes Sigfússon sem fékk þau þá og veröur spennandi að vita hvemig tekst til með valið næst. Verðlaunin verða veitt öðm sinni á samkomu í Logalandi í Reykholtsdal á sunnudaginn kemur, og er ætlunin að veita þau reglulega á þriggja ára fresti. Einnig em veitt borgfirsk menningarverðlaun sem irni áriö skiptust milli Ara Gíslasonar ættfræð- ings og Bjama Bachmanns safnamanns. „Ahh, jealousy" Pétur Már Ólafsson, útgáfustjóri Vöku- Helgafells, reiðir hnefann til vamar metsölu- höfundi sínum, Ólafi Jóhanni Ólafssyni, í Morgunblaðinu í gær. Tilefnið er grein Jóns Yngva Jóhannssonar í Tímariti Máls og menningar í vor um muninn á íslensku og ensku gerðinni af Fyrirgefningu syndanna og meint afbrýðisemi íslenskra rithöfunda út í velgengni Ólafs. Nú hefði Pétur Már fremur átt að taka rit- höfundinn sjálfan - og heimsmanninn - sér til fýrirmyndar og hefja sig yfir heimalning- ana á skerinu. Þegar ónefndur blaðamaður spuröi Ólaf Jóhann álits á dómum um bækur hans í íslenskum fjölmiðlum á Ólafur að hafa svarað stillilega: „Hvað varðar mig um það þó aö rigni i óbyggðum?" Umsjón SiljaAðalsteinsdótdr MMaNMMMMMMMMMMMMMMnMMMMMMMMMMMMMMaMN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.