Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 28
- y-/ ' > timwmá ■l'w ■ ■ >*.; > FRÉTTASKOTIÐ GC r—, LXJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR ^ o Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. S LTD co c=3 I— LT3 '>- LO 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 27. AGUST 1997 Vopnað rán í Sel* ect í nótt Um klukkan flmm í morgun var framið rán í Select-verslun Skeljungs í Suðurfelli 4. Tvær manneskjur, vopnaðar hnífi, réð- ust inn í verslunina, ógnuðu starfsmanni sem þar er einn á vakt á næturnar og forðuðu sér síðan með eitthvað af þýfi. í morg- un fékkst ekki uppgefið hversu mikið það hefði veriö þar sem ekki var ljóst hversu mikið hefði verið í peningakössum verslunar- innnar. „Ég get staðfest að þetta gerðst í einni verslun hjá okkur en lítið annað þar sem málið er í rannsókn. Okkur sýnist í fljótu bragði sem óverulegri upphæð hafi verið stolið,“ sagði Gunnar Kvaran, upplýsingafulltrúi Skeljungs við DV í morgun. Hann sagði að starfsmanninn hafi ekki sakað en yfirleitt biði Skeljungur starfsfólki sem lenti í aðstæðum sem þessum upp á alla þá aðstoð sem það teldi sig þurfa. -sv Ræstingakonur: Hóta verk- falli í upphafi skólaárs ÆTLA KONURNAR AÐ SKRÓPA? Alfreð Þorteinsson borgarfulltrúi um skipan R-listans: Opiö prófkjör er ekki í myndinni þrátt fyrir að það sé fyrsta krafa Alþýðuflokksins „Það er ekkert tO sem heitir opið prófkjör í þessu sambandi. Það er ekki verið að tala um að einn flokk- ur sé að bjóða fram, þetta er kosn- ingabandalag. Ég held að engum detti í hug að hafa opið prófkjör í neinni alvöru. Út úr því gætu kom- ið fjórir Framsóknarmenn og einn krati eða öfúgt, eða snúist allavega. Opiö prófkjör er ekki inni í mynd- inni. Það er verið að tala um kosn- ingabandalag eins og síðast,“ sagði Aifreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi og framsóknarmaður, þegar hann var spurður um þá kröfu Alþýðu- flokks að opið prófkjör fari fram við val á framboðslista R-listans fyrir borgarstjómarkosningarnar næsta vor. Alfreð sagðist telja að kratar hafi stuðning fyrir að fá fleiri fulltrúa Alfreð Þorsteinsson segist viss um að samkomulag takist og seg- ist hafa staðið í verri málum en að koma saman framboðslista R-list- ans svo allir séu sáttir. meðal átta efstu. „Ég veit ekki ann- að en að það liggi í loftinu að það verði samkomulag um að það,“ sagði Alfreð. Hann sagðist ekki hafa áhyggjur af því að samkomlag takist ekki. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Það ber ekki það mikið á milli. Ég hef staðið í verri málum en þessu.“ Kratar hafa gert tvær kröfur, annars vegar að fram fari opið próf- kjör, verði það ekki, þá fái þeir tvo fúlltrúa meðal átta efstu, en þeir hafa aðeins einn nú. Innan Kvennalistans er ekki vilji til að gefa eftir sæti til Alþýðu- flokks. Þær hafa frekar viljað ljá máls á að óflokksbundinn fái sæti meðal efstu á framboðslistanum, frekar en að kratar fái það. -sme Ræstingakonur í Verkakvenna- félaginu Framsókn, sem ræsta í skólum Reykjavíkurborgar, sam- þykktu einróma á fundi í gær- kveldi að mæta ekki til vinnu 1. september nema búið yrði að leysa deilu þá sem uppi er milli borgar- innar og Framsóknar. Deilan snýst um að borgin ætlar að breyta störfum ræstingafólks í 3 skólum og kalla það skólaliða og láta þá ganga í Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. DV skýrði frá þessum deilum um síðustu helgi en þá hafði Framsókn og Dagsbrún verið bent á það af starfsmannahaldi borgarinnar og borgarstjórans að fara með þetta deilumál fyrir dómstóla ef þau féllust ekki á þessi málalok. Árni Þór Sigurðsson borgarfúlltrúi sagði í samtali við DV að hann ætlaði að taka málið upp á meirihlutafundi hjá R- listanum í þessari viku. -S.dór Veðrið á morgun: Súld eöa rigning A morgun verður norðaustan- átt, sums staðar stinningskaldi eða allhvasst við suðaustur- ströndina en annars gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Suðausturlandi og við austur- ströndina en annars yfirleitt þurrt. Hiti 8-13 stig að deginum. Veðrið í dag er á bls. 53 Fer Halim í fangelsi? Það sem helst er framundan og vonaraugum rennt til í máli Sop- hiu Hansen, að sögn Ólafs Egils- sonar sendiherra, er að Hæstirétt- ur Tyrklands staðfesti tæplega 4ra mánaða fangelsi yfir Halim A1 - þannig muni hann þurfa að fara í afþlánun áður en mjög langt um líður. Hins vegar hefur ekki verið kannað ennþá hvort sakamenn séu færðir í fangelsi strax eða hvort ástæða sé til að ætla að hægt sé að þæfa sakamál fyrir dómstól- um á svipaðan hátt og gerst hefur í forsjármáli Sophiu og Halims. Eftir að Sophia sagðist eftir helgina ekki treysta sér til að fara til þorpsins Divrigi, þar sem heit- trúaðir brenndu fólk inni á hóteli fyrir nokkrum árum, til að ná í dætur sínar er talið fullljóst að hún muni ekki njóta dómskipaðs júlí/ágúst- umgengnisréttar síns við dæturnar tvær. Þrátt fyrir fyr- irheit tyrkneskra yfirvalda um eft- irlit óttaðist Sophia um öryggi sitt enda eru trúarýfingar i héraðinu og hiti mikill í fólki. Auk þess var tíminn knappur. Engan vegin er talið víst að dómstóll fallist á að „færa“ um- gengni móðurinnar við börnin. Á hinn bóginn hefur einnig komið til álita að hefja nýja málsókn - kröfu um að Sophia fái forsjá bamanna þar sem faðir hlíti ekki ákvæðum um umgengnisrétt móður og bama. -Ótt Noregur: Vilja Sigrúnu A fundi stjómar íslenska safnað- arins í Noregi í gærkvöld var ein- róma samþykkt að skora á biskup íslands að skipa séra Sigrúnu Ósk- arsdóttur í embætti sóknarprests is- lendinga i Noregi. í gangi er undirskriftasöfnun meðal íslendinga í Noregi um að skora á biskup að skipa séra Sig- rúnu. Margir ytra telja að biskup muni skipa séra Örn Bárð Jónsson í embættið. Séra Ólafur Skúlason biskup sagði í samtali við DV að hann biði gagna frá Noregi áður en hann tæki ákvörðun um hvem hann skipaði í embættið. Sjá einnig bls. 7. -S.dór Evíta áfram KR-ingar töpuöu leik sínum í Evrópukeppni félagsliða, sem fram fór í gærkvöld, gegn OFI á Krít. Leikurinn fór 3-1 fyrir OFI. Á myndinni er Predrack Mitic aö sækja aö marki KR og Sigurður Örn Jónsson reynir aö hindra hann. DV-mynd Reuter Nú er ljóst að söngleikurinn Evíta í uppfærslu Pé-leikhópsins heldur áfram í íslensku óperunni í næsta mánuði, í a.m.k. tvær vikur. Til stóð að sýningum yrði hætt um næstu helgi. 1998 ■©• m es c opeu wmam \cí Sœvarhöföa 2a Sími:S25 90i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.