Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 7 DV Sandkorn Pappakassarnir Á ísafirði er gefið út blað sem heitir BB. Menn þar á bæ reiddust vegna frétta DV á dögunum af fólks- flótta af Vest- fjörðum. Þeir viður- kenna aö fólk sé að flytja í burtu en segja aö fólk sé líka að koma i staðinn. Samt er það svo að hvergi er pappa- kassa aö fá fyrir vestan til að pakka búslóðinni niður. Þess vegna var í vikunni sendur bíil með farm af pappakössum til ísaijarðar. Því vaknar sú spurning hvort þess hafi verið þörf ef allur þessi fjöldi er að flytja til ísafjarðar eins og ráða- menn segja. Mætti ekki einfaldlega tvinýta pappakassana. Flytja fyrst i þeim búslóðir vestur og síðan bú- slóðir í þeim að vestan. Vantar samt kassa? Bakhliðin í Austra segm frá því að mikið hafi gengið á í sumum bæjarfélög- um á Austurlandi í sumar. Sum hafi átt afmæli og önnur haldið mannfagnaði af ýmsum gerð- um. Forseti lýð- veldisins hafi komið i heim- sókn til afmæl- isbæja og íbúarnir reynt allt sitt til að gera bæjarfélög- in sem snyrti- legust. Þannig hafa einhverjir málað húsin sín og þá kannski bara forsetahliðina en það er hliðin sem sést frá götunni. Ekki alls fyrir löngu sáust betri hjón á Egilsstöðum vera á kafi við að mála bakhlið húss síns. Ná- granninn kom að og var svona hálft í hvoru undrandi, vissi að um vorið hafði forsetahliðin verið máluð. Hann spurði því í sakleysi sínu hvað nú stæði til, hvort einhver heimsókn væri i vændum. „Jú,“ svaraði frúin, „nú er vetur konung- ur væntanlegur.“ Að sigra leikinn Meðan menn enn reyndu að vanda málfar í fjölmiðlum var það ævinlega harðlega gagnrýnt ef íþróttafrétta- menn not- uðu orðið keppnií fleirtölu og sögu keppn- ir. Nú er þessi mál- villa orðin svo algeng að fólk virðist hætt að taka eftir henni og gagn- rýnin er hljóðnuð. Hjá RÚV er ný- byrjaður ungur íþróttafréttamaður af Schram-ættinni. Að sjálfsögðu talar hann alltaf um keppnir en það sem verra er; hann segir ævinlega að þetta eða hitt „liðið hafi sigrað leikinn," eða að „liðið hafi sigrað keppnina." Sennilega er enginn málfarsráðunautur lengur starfandi hjá RÚV því í tölvu- og inter- netspoppþætti á rás 2 á sunnu- dögum kveður stjómandinn hvern viðmælenda sinn ævinlega með orð- unum „bæ, bæ,“ „ókey, sí jú,“ eða „ókey, bæ, bæ.“ Og á Aðalstöðinni sagði kvöldplötusnúður að það væri kveðja til hans „Örns sem væri far- inn til Akureyris.“ .© iriVARPIÐ Allt er hljótt og engin styggð Enda þótt margir fáist við að yrkja vísur nú til dags hefur þeim fækkaö sem leika sér að hring- henduforminu, hvaö þá að gera það vel. Ágústa Ósk Jónsdóttir, umsjónarmaöur vísnaþáttar í Austra, er góð- ur hagyröingur. Hún dvaldi i Brúsabyggð, or- lofshúsi Bænda- samtakanna á Hólum í Hjalta- dal, í sumar og orti eftir kvöld- göngu í skógarreit hjá byggðinni: Allt er hljótt og engin styggð, eflaust rótt í bólum sefur drótt i Brúsabyggð um bjarta nótt á Hólum. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson Fréttir Prestsmál íslendinga í Noregi: Undirskriftasöfnun að fara af stað - bíð eftir gögnum frá Noregi, segir séra Ólafur Skúlason biskup „Við höldum fund á morgun þar sem við munum taka endanlega af- stöðu og senda okkar gögn um mál- ið til biskups íslands," sagði Þór- hallur Guðmundsson, formaður ís- lenska safnaðarins í Noregi, um prestsmál safnaðarins en biskup mun skipa í prestsembættið í Nor- egi að fengnum gögnum frá söfnuð- inum í Noregi. Samkvæmt heimildum DV eru einhverjir famir af stað með undir- skriftalista í Noregi. Þar er skorað á biskup að skipa séra Sigrúnu Ósk- arsdóttur í embættið. Þeir sem eru með listana í gangi telja að biskup ætli að skipa séra Öm Bárð Jónsson í embættið. Þetta er greinilega afar viðkvæmt mál hjá íslendingunum í Noregi. Hvorki Þórhallur né Rósa Ásgeirsdóttir, sem sæti á i safnaðar- stjórn, vildu tjá sig um þetta mál fyrr en eftir fundinn í kvöld. „Það hefur hringt til mín fólk frá Noregi til að mæla með séra Sig- rúnu Óskarsdóttur. Ég get því mið- ur ekki tekið mark á slíkum upp- hringingum. Ég hef hins vegar ekk- ert fengið frá þeim mönnum sem eru í forsvari fyrir íslenska söfnuð- inn í Noregi nema símtöl. Ég hef fyrir löngu beðið um að fá frá þeim gögn til þess að ég geti gengið frá skipuninni en ekkert fengið. Ég mun ekki skipa í embættið fyrr en ég hef fengið þessi gögn,“ sagði séra Ólafur Skúlason biskup í samtali við DV í gær. Hann sagði að forsvarsmenn safn- aðarins í Noregi hefðu staðið mjög fagmannlega að því að kynnast um- sækjendum um embættið. Fengið var ráðgjafarfyrirtæki í Ósló, sem unnið hefur fyrir kirkjuna og stórar stofnanir, til að ræða við þá þrjá umsækjendur sem safnaðarforystan hafði valið úr hópi sex umsækjenda. Þeir höfðu áður fengið sendar um- sóknir sexmenninganna að heiman. Síðan völdu þeir þrjá úr hópnum. Ráðgjafarfyrirtækið gaf hverjum og einum einkunn sem safnaðarstjóm- in er enn með. Síðan ræddi stjórnin við umsækjendurna í marga klukkutíma. „Það eru gögnin frá þessum fund- um öllum sem mig vantar að fá og bíð eftir,“ sagði séra Ólafur Skúla- son. -S.dór 30 daga „Draumaferð“ íshesta um hálendið: Kynntumst allri íslensku „veðurflórunni" - segir Einar Bollason leiðangursstjóri Hluti þátttakenda í „Draumaferð 2“ á vegum íshesta. Myndin er tekin þegar hópurinn kom á Akureyrarflugvöll og hélt austur í Þingeyjarsýslur til að hefja síðasta áfanga ferðarinnar sem nú stendur yfir en þá er riðið yfir Sprengisand. Einar Bollason er aftastur á myndinni. DV-mynd gk DVi Akureyri: „Ferðin hefur gengið afskaplega vel. Við höfum að vísu fengið yfir okkur alla íslensku veður„flóruna“, fengum 2 stiga hita og haglél þegar við riðum undir Oki og 27 stiga hita þegar við vorum á ferðinni í Húna- vatnssýslum," segir Einar Bollason, eigandi íshesta ehf. og leiðangurs- stjóri i „Draumaferð 2“ á vegum fyr- irtækisins sem nú stendur yfir. Ferðin er farin í tilefni af 15 ára afmæli fyrirtækisins og er „Drauma- ferðin" 30 daga hestaferð um þrjá stærstu hálendisvegi landsins, Árn- arvatnsheiði, Kjöl og Sprengisand. Ferðin hófst 2. ágúst og lýkur um mánaðamótin næstu. Þátttakendur í ferðinni eru 25 talsins og þar af eru 19 erlendir hestaáhugamenn sem koma frá Þýskalandi, Hollandi, Sviss, Noregi og Englandi. í ferðinni eru notaðir alls 200 hestar. Tólf af er- lendu þátttakendunum tóku einnig þátt í fyrri „Draumaferð" íshesta sem farin var 1993 en þá var riðið eft- ir endilöngu landinu frá Hellissandi að Reyðarfirði. Allir komið áður „Erlendu þátttakendumir í ferð- inni eru allir þrautreyndir hesta- menn og hafa allir farið í ferðir á vegum íshesta áður, sumir þeirra reyndar mörgum sinnum áður,“ segir Einar Bollason. „Sá sem oftast hefur komið í ferðir með okkur af þessu fólki er t.d. í sinni 17. ferð með íshestum. Þessi ferð sem við förum núna er lengsta ferð á vegum íshesta frá upphafi, einum degi lengri en ferðin 1993.“ Mikil umsvif íshesta íshestar ehf. er verktakafyrir- tæki sem er með bækistöðvar á 9 stöðum í öllum landsfjórðungum og eru um 1300 hestar notaðir á hverju ári á vegum fyrirtækisins. „Við erum að taka á móti 6-7 þúsund manns á ári i alls kyns ferðir og þar af eru um 1000 erlendir hestamenn sem fara með okkur í 70 ferðir sem segja má að séu lengri ferðir. Hinar ferðimar eru allt frá nokkurra klukkustunda ferðum og upp í dags- ferðir,“ segir Einar Bollason. Hjá íshestum starfa á sumrin við fararstjóm og skrifstofuhald um 20 manns. Þar fyrir utan eru 40-50 manns sem starfa við annað, s.s. umhirðu hesta, matseld og annað sem viðkemur ferðum á vegum fyr- irtækisins. íshestar er fjölskyldufyr- irtæki í eigu Einars Bollasonar og fiölskyldu hans. -gk 40% afsláttur af þykkum flíspeysum og stórum bakpokum Cortina Sport Skólavöróustíg 20 Sími 552 1555 Allt upppantað í ágúst, nokkrir tímar lausir seint í september. Myndataka, þar sem þú ræður hve stórar og nve margar myndir þú færð, innifalið ein stækkun 30 x 40 cm í ramma. kr. 5.000 Þú færð að velja úr 10 - 20 myndum af bömunum og þær færðu með 50 % afslætti frá gildandi verðskrá ef þú pantar þær strax. Sýnishorn af verði: 13 x 18 cm í möppu kr. 1.100 20 x 25 cm í möppu kr. 1.550 30 x 40 cm í ramma kr. 2.300 Hringdu á aðrar Ijósmyndastofur og kannaðu hvort þetta verð á stækkunum er ekki lægsta verðið á landinu. Tilboðið gildir aðeins í ákveðinn tíma. Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 ✓ Odýrari allt að 50% og raftækjum afsláttur Cj^iji^tir Izoma (fiji'Atir fál Greiöslukjör við allra hæfi Wð erurn t n*5*3 hUS' V,ð 'kfcq (^r VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR hernsendngaípjtSnusta þjónusta viögaöaíþjónusta RflFTítKMPERZUIN ÍSLflNDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.