Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1997 Fréttir DV Ríkissaksóknari taki upp Súðavíkurmál: Verður að rann- saka alla þætti - segir Ragna Aðalsteinsdóttir „Það er nauðsynlegt að ríkissak- sóknari fari að tilmaeliun umboðs- manns Alþingis. Þetta mál verður að rannsaka til hlítar. Það er þess eðlis að nauðsyn er að rannsókn fari fram,“ segir Ragna Aðalsteins- dóttir, vegna þeirra tilmæla um- boðsmanns Alþingis til ríkissak- sóknara að hann taki á ný upp kærumál 7 Súðvíkinga vegna að- draganda og eftirmála snjóflóðanna í Súðavík. Áöur hafði Hallvarður Einarsson ríkissaksóknari hafnað því að rannsaka málið. Ragna missti dóttur og barnabarn Ragna Aöalsteinsdóttir. í slysinu og segist ekki munu gefast upp í baráttunni við að eðlileg rann- sókn fari fram. „Þetta mál snýst um þrjá ólíka þætti sem allir snerta sama málið. Okkur aðstandendum, sem barist höfum fyrir réttlæti í tvö ár, fmnst að það verði að ná niðurstöðu í þetta mál. Meðan ég dreg andann mun ég halda áfram að berjast fyrir því að óháðir aðilar rannsaki hvað raunverulega gerðist hvað varðar bæði aðdraganda og eftirmála þessa hörmulega slyss,“ segir Ragna. -rt Veöurklúbbur aldraðra í Dalbæ á Dalvík: Spáir róman- tísku haustveðri DV, Dalvík: Veðurklúbbur aldraðra á Dalbæ á Dalvík hefur nú opinberað fram- tíðarspá sína og gildir hún út sept- ember. Hundadagamir enduðu 22. ágúst og þá gæti farið að kólna eitthvað i bili með norðlægum átt- um en sá kuldakafli stendur ekki lengi yfir. En spáin er á þessa leið: „Veðrið í september verður í heildina þokkalegt en nokkuð kaflaskipt. Við munum sjá nokkuð vindasama daga og þá sérstaklega vestlægar eða suðvestlægar gusur. Inni á milli munum við svo fá dá- samlega, rómantíska haustdaga og við biðjum alla að njóta þeirra tO fulls. Þá teljum við að hinn 17. sept- ember verði kaflaskil í veðrátt- unni. Við teljum líkur á að það gráni eða snjói aðeins í lok sept- ember. En það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, því upp úr því koma góðviðriskaflar en nánar um það í októberspánni okkar síð- ar. Margir segja að haustið fari eft- ir því hvemig veðrið er á höfuð- daginn, þann 29. ágúst, og vOjum við minna fólk á að taka eftir veðr- inu þann dag.“ Klúbbfélagar segjast nokkuð ánægðir með sumarspá sína, nema rétt byrjunina, en veðurspáin fyr- ir hundadagana hefur staðist nokkuð vel. -HÍÁ Smávægileg bilun í Gylli ÍS: Fengsæll bjarg- aði málunum DV.Vík: Það fór í sundur rör hjá okkur við skiptinguna á skrúfunni og þá misstum við niður glussann af henni,“ sagði Hjálmar Guðmunds- son, skipstjóri á GyUi ÍS 261. GyUir er 180 tonna línubátur frá Flateyri, en hann kom inn á Vík í Mýrdal á dögunum og fékk glussa út í bátinn með hjólabátnum Fengsæli frá Vík. „Ég mundi aUt í einu eftir hjóla- bátnum áður en við lögðum af stað tU Vestmannaeyja og það sparaði okkur 70-80 mílna siglingu þangað að geta fengið þetta héma út tU okk- ar frá Vík. Við vorum á keiluveið- um, ekki langt héðan, þegar þetta henti þannig að þetta óhapp tafði okkur mun minna heldur en við héldum í fyrstu að það myndu gera.“ -NH Mikil þátttaka í Króksmóti Kampakátir skipverjar með glussabrúsann. DV-mynd NH DV, Eskifirði: Nýlega fór hópur barna frá Eski- firði norður til Sauðárkróks tU að taka þátt í hinu árlega Króksmóti. Króksmótin hafa verið haldin í 11 ár og koma böm víðs vegar að af landinu og spUa fótbolta. Grundarfjörður: Samdráttur í húsbygg- ingum DV, Vesturlandi: tbúum í Gmndarfiröi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Hef- ur íbúafjölgun þar veriö ein sú mesta á landinu og mikiö verið byggt af húsnæði á staðnum. Þann 1. desember 1996 vom íbúar í Grundarfirði 944 talsins. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri var spurö að því hvort þessi upp- sveiUa væri enn hvað varöaði íbúafjöldann og hvort eins mikiö væri byggt af húsnæði og hefur verið undanfarin ár. „Viö erum ekki að fara niður á viö, en þáð hefur þó verið ákveðin stöðnum I húsbyggingum,“ sagði hún. „Það mátti alveg búast við að tU slíkrar stöðnunar kæmi þar sem geysUega mikiö var byggt hér á síðustu ámm. Menn vissu að það kæmi að því að markaðurinn mettaöist. Þrátt fyrir þetta hafa iönaðar- mennirnir haft nóg verkefni. Það hefur ekki komið niður á þeim þótt húsbyggingar dragist saman í eitt til tvö ár hér því þeir hafa þá farið i verkefni utar á nesinu." -DVÓ Þátttakendur vora 640 á þessu móti auk foreldra og annarra fylgd- armanna. AUs spUuðu 71 lið u.þ.b. 290 leiki. Skipulag mótsins þótti til mikiUar fyrirmyndar og fengu aUir keppendur, og þeir fylgdarmenn sem vUdu, að borða í grunnskólan- um. Kostnaður við fæði aUa helgina var aðeins 1.900 kr. og frítt var á tjaldstæðið. Keppendur og margir fylgdarmenn gátu gist í skólanum. AUir skemmtu sér vel í íþrótta- húsi bæjarins að kvöldi laugardags- ins þegar hinn eini sanni Ómar Ragnarsson fór á kostum á kvöld- vökunni sem haldin var fyrir hóp- inn. Það væri óskandi að aUir aðrir, sem boða tU slíkra samkoma eins og hér um ræðir, stiUtu verði í hóf, eins og gert var á Sauöárkróki. Þá gætu fjölskyldur fjölmennt í ríkari mæli á svona almennar samkomur. Regína Framkvæmdastjóri Markaös- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar: Einokun í flugmálum úrelt DV Suðurnesjum: „í skjóli einokunar geta Flugleið- ir misnotað aðstöðu sína á kostnað annarra í ferðaþjónustu á íslandi. Stefnuleysi stjórnvalda veldur því að rekstrarumhverfið á Keflavíkur- flugveUi er óvinsamlegt öUum nýj- ungum og gerir Flugleiðum kleift að stýra starfsumhverflnu þar og breyta áætlunum eftir sinni henti- semi án tiUits tfl annarra," segir Friðjón Einarsson, framkvæmda- stjóri Markaðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanesbæjar, við DV. Nefndin hefur fjaUað um sam- starfssamning Flugfélags íslands við Grænlandsflug og mun það fyrr- stefnuleysi stjórnvalda einkennist nefnda annast aUt flug mflli íslands og Grænlands. ÖU farþegaþjónusta Grænlandsflugs mun verða hjá Flugfélagi íslands á Reykjavíkur- flugvelli. Hefur nefndin áhyggjur af minnkandi starfsemi á Suðurnesj- um. Friðjón segir að sú einokun sem er við lýði á KeflavíkurflugveUi á sviði flugvélaafgreiðslu, flugaf- greiðslu, flugumsjónar og flutninga frá Leifsstöð eigi ekki lengur viö og hamli eðlUegum vexti atvinnuflór- unnar. „En málið snýst ekki um Flug- leiðir. Það er vel rekið fyrirtæki sem auðvitað hugsar um sinn hag og er það gott. Staðreyndin er að af sinnuleysi önnur fyrirtæki með aðstöðu á KeflavíkurflugveUi eru ekki í sam- keppnishæfu rekstrarumhverfi og því hafa þessi fyrirtæki ekki mögu- leika á að keppa við Flugleiðir á jafnréttisgrundveUi. Vandamálið er stefnuleysi stjórnvalda sem ein- kennist af sinnuleysi gagnvart innri málefnum Keflavikurflugvallar og þeirri einokun sem þar er við lýði. Einokun á sviði flugmála á ekki við lengur hér á landi eins og komið hefur berlega í ljós upp á síðkastið þar sem hagsbætur neytenda hafa orðið umtalsverðar með auknu frelsi í innanlandsflugi," sagði Frið- jón Einarsson. -ÆMK Ál 1750 1700 17,13 72 i Mark 1 116,63 /x 1 42 41,5 39,99 0,64 °.6“1 - Þing. hlutabréfa Eimskip Flugleiðir Skeljungur Stig M 30 22,3 _______ Tæknival stig M J J Á Síldarvinnslan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.