Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 JLlV ísaflarðarbær hættir við kaup á Norðurtanganum: Meirihluti bæjarstjórn- arinnar í uppnámi - Þróunarsjóður situr uppi með húsin DV, ísafirði: Á fundi bæjarstjórnar ísaijarð- arbæjar á fimmtudag var lögð fram tillaga um að draga kauptil- boð til Þróunarsjóðs vegna Norð- urtangahúsanna, sem fyrirhugað var að nýta fyrir grunnskóla, til baka. Á bæjarstjórnarfundinum lagði Þorsteinn Jóhannesson, for- maður bæjarráðs, fram svohljóð- andi tillögu: „Legg til að bæjarstjórn ísafjarð- arbæjar dragi kauptilboð í Norö- urtangahúsin til baka. Bæjar- stjórn felur bæjarráði og fræðslu- nefnd að fara yfír stöðu húsnæðis- mála grunnskólans og gera tillög- ur til bæjarstjórnar um úrlausn þessara mála innan tveggja vikna.“ Afsögn formanns Undir þessa tillögu rita tíu bæj- arfulltrúar, en Óðinn Gestsson, formaður fræðslunefndar, lýsti andstöðu sinni við hana. Ljóst er að tillaga bæjarstjórnar er tilkom- in vegna mikillar gremju í bænum með fyrirhuguð kaup og hafa fjöl- margir lýst óánægju sinni vegna lítillar kynningar á þessum fyrir- ætlunum. Staðan er því sú að að ísafjarð- arbær hættir við að kaupa Norð- urt- angahúsin af Þróunarsjóði, sem keypti húsin til úreldingar í sum- ar af Básafelli hf. i þeirri góðu trú að bærinn keypti þau aftur af sjóðnum. Óðinn i Gests- son, formaður fræðslunefndar, sagði af sér í framhaldi af þessari afgreiðslu. Þá hefur Halldór Jónsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, lýst því yfir að hann íhugi að hætta stuðningi við meirihlutann. Full- komin óvissa er því um framhald meirihlutasam- starfs sjádf- stæðis- manna og krata. Meirihiuti bæjarstjórnar ísafjarðar er í uppnámi vegna húsnæðis Norðurtangans á ísafirði. DV-mynd Hörður Lítil umræða Lítil umræða var í bænmn inn fyrirhuguö húsakaup allt þar til haldinn var borgarafundur um málið í Norðurtangamnn sl. þriðjudagskvöld. Þar kom fram mikil óánægja og reiði með fram- gang mála og efasemdir um að kostnaðaráætlanir varðandi breyt- ingu á Norðurtangahúsunum stæðust. Þá þótti fullvíst að slitnað hefði upp úr meirihlutasamstarfi Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks ef haldið hefði verið fast við kaup- in. Á bæjarstjómarfundinum í gær kom fram greinileg óeining innan Sjálfstæðisflokksins um málið en þar lýstu Jónas Ólafsson og Kolbrún Halldórsdóttir, flokks- systkini Þorsteins, megnri óá- nægju með að breyta Norðurtang- anum i kennsluhúsnæði. Helst er nú rætt um hugmynd sem Óli M. Lúðvíksson, fyrrum bæjarfulltrúi, varpaði fram á fúnd- inum á þriðjudaginn um nýbygg- ingu þar sem knattspyrnuvellimir em nú á Torfnesi og þar verði framtíðarlóð heildstæðs einsetins grunnskóla. -HKr. Kæruleysi með notaðar sprautunálar í heilbrigðisgeiranum: Fjölmargar sprautunál- ar fundust í ruslagámi - stórhættulegt og ekki einsdæmi, segja talsmenn Sorpu „Ég var að taka til þama á svæð- inu. Ég sá að þama vora plastbrús- ar í málmagámi. Þegar ég athugaði það nánar sá ég að brúsamir vora fullir af notuð- um sprautimálum. Þetta er stór- hættuiegt ef einhver yrði fyrir því að stinga sig óvart á þessu," segir Gerður Eggertsdóttir, starfsmaður Sorpu. Gerður fann á dögunum fjölmarg- ar notaðar sprautunálar í þremur plastbrúsum í gámi í hreinsunar- stöð Sorpu í Kópavogi. Plastbrús- arnir era merktir Lyfjaverslun rík- isins. Sturla Geirsson, framkvæmda- stjóri heildsölusviðs hjá Lyfjaversl- un ríkisins, sagði við DV að Lyfja- verslunin seldi sprautunálamar ónotaðar í þessum brúsum. í þeim væra því einungis ónotaðar nálar þannig að ljóst væri að þessum nál- um hefði ekki verið kastað þama af þeirra aðilum. „Við látum eyöa sprautunálum ef þær era orðnar of gamlar og eins lyfjum. Þá er þessu eytt á annan Perla Hilmarsdóttir, starfsmaður Sorpu, með nokkrar af sprautunálunum sem fundust í gámi í Kópavogi. í baksýn sjást plastbrúsarnir þrír sem fjölmargar notaöar nálar voru í. DV-mynd S hátt en þennan. Þama virðist ein- hver aðili í heilbrigðisgeiranum hcifa kastað þessum nálum og þaö er auðvitað alls ekki gott mál,“ sagði Sturla. „Þó að nálamir séu í svona brús- mn er þetta ekki nógu öraggt. Starfsmenn era iðulega að taka til í þessum gámum og það er mjög . óhugnanlegt að flnna þessar nálar þama. Við finnum oft eina og eina nál en þetta er ansi mikið í einu lagi,“ segir Gerður. „Nokkram sinnum hafa fundist svona stórir skammtar af not- uðum sprautunál- tun þannig að þetta er því miður ekk- ert einsdæmi. Þetta hefur þó skánað nú í seinni tíð miðað við það sem áður var. Eng- in heildarreglugerð er til umsvona lag- að. Við vitum ekki hver var þama á ferðinni en auðvit- að er þetta mikið ábyrgðarleysi af fagaðilum að losa sig við svona vam- ing á þennan hátt. Við erum ekki með opinbera móttöku á svona hættuleg- um vamingi. Ég veit að spítalamir hafa eytt þessu með öðrum hætti. Þeir hafa sett svona varning beint í brennslu," segir Magnús Stephensen, ábyrgðarmaður fyrir rekstri Sorpustöðva. -RR Blaðamaður DV bankaði upp á hjá nokkrum foreldrum í Leirársveit sem ekki hafa sent börn sín í skólann vegna deilna við kennara bekkjarins. Foreldrar hafa lítiö sem ekkert viljaö tjá sig í þessu viðkvæma máli. DV-mynd Pjetur Heiðarskóli: Nemendurnir enn fjarverandi - engin lausn fundin á deilunni Heill bekkur 7 ára barna var enn fjarverandi í Heiðarskóla í Leirárs- veit í gær, fimmta skóladaginn í röð. Eins og DV hefur greint frá halda foreldrar 13 bama þeim heima þar sem þau eru ósátt við kennara bekkjarins. Ástæðan fyrir ósættinu er að sögn foreldra árangurslausar kennsluaðferðir kennarans og að hann hafi ekki nógu góða stjóm og aga á nemendum sínum. Kennarinn, foreldrar, skólastjóri og skólanefnd hafa lítið sem ekkert viljað tjá sig um málið sem er afar viðkvæmt. DV fékk þær upplýsing- ar í gær að málið væri enn í hönd- um skólanefndar en engin lausn á deilunni hefði enn fundist. -RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.