Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 8
8 sælkerinn LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 Rósa Ingólfs er sælkerinn og býður upp á IRK-rétt Heldur ristlinum hreinum! „Þessi réttur er besta fegrunar- meðal í heimi því hann nærir, grennir, fegrar húðina og síðast en ekki síst heldur hann ristlinum hreinum,“ segir fjöllistakonan Rósa Ingólfsdóttir sem býður lesendum upp á „IRK-rétt Rósu“. I hann þarf eftirfarandi hráefni: 4 kartöflur á mann (gullauga eða ólafsrauður) 2 msk. smjör hvítkál gulrætur mikill laukur grænkál agúrka tómatar Að lokinni suðu eru kartöflumar stappaðar með hýðinu ásamt smjör- inu og grænmetið raspað út i, agúrkur og tómatar brytjað smátt saman við. Soðið af kartöflunum er drukkið með þessu tU að nýta öU stein- og bætiefni. Einnig er gott að drekka ískalt Gvendarbrunnavatn með ísmolum með þessu. lillögur að eftirréttum í eftirrétt er tUvalið að fá sér kúf- aðan disk af súrmjólk með einni sléttfullri matskeið af dökkum púð- ursykri og þremur matskeiðum af rúsinum sem hafa verið lagðar í bleyti. Sleppa má sykrinum og nota í staðinn safann af rúsínunum sem sætu. Þá er gott að setja eina mat- skeið af hörfræi út í. „Ef fólki finnst nauðsynlegt að fá sér ábæti mæli ég með heimsins bestu pönnukökum, pönnukökum Heiðveigar, með rabarbarasultu og þeyttum rjóma, eða upprúllaðar með sultu. Með þeim er einnig gott að drekka blóðbergste," segir Rósa Ingólfs. Hér fylgir uppskriftin: 2 egg 2 msk. sykur 2 bollar hveiti H tsk. sódaduft 54 lítri mjólk 60 g smjörlíki (brætt) Egg og sykur þeytt saman og síð- an þynnt út með helmingnum af mjólkinni. Helmingnum af hveitinu bætt út í og síðan afganginum af mjólkinni og hveitinu. Að síðustu er svo smjörlíkinu blandað saman við. Verði ykkur að góðu! -sv Rósu Ingólfsdóttur er margt til lista lagt. Matarlistin er þar engin und- antekning! DV-mynd E.ÓI Pönnukökur með banönum og kanil Pönnukökur eru með elstu réttum í heimi og matreiddar á marga mis- munandi vegu í heimin- um. Sælkerarétturinn, sem hér fer á eftir, kemur frá Jamaíka og þykir hið mesta lostæti. 2 bananar 200 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 54 tsk. kanill 2 egg 50 g sykur 3 msk. olía 3y2 dl mjólk Sósa IV2 dl síróp 3 msk. smjör 1 dl romm bananar skomir í skífur Aðferð 1. Afhýðið bananana og skerið í skífur. Bananarn- ir eru settir ásamt hveiti, lyftidufti, kanil, eggi, sykri og olíu í hrærivél og hrært. Deigið þynnt út með mjólkinni. Deigiö er látið lyfta sér í 20 mínútur og síðan eru pönnukök- umar steiktar. Síróp og smjör brætt saman og rommi bætt við. Banönum er raðað á pönnukökumar og sirópssósunni hellt yfir. matgæðingur vikunnar Kjúklingaréttur að hætti Bryndísar Halldórsdóttur: Fljótlegur og hentugur réttur „Ég valdi þessa uppskrift vegna þess að þessi réttur er mjög oft á mínum borðum og dæmigerður fyrir það sem mér þykir gott. Ég veit ekk- ert hvaðan hann er kominn en mér þykir líklegt að ég hafi fengið hug- myndina úr blaði eða bók og svo út- fært hana eftir smekk. Það er frekar fljótlegt að búa réttinn til þannig að hann er mjög hentugur en hann er ekki síður boðlegur þegar gesti ber að garði. Ég læt líka fylgja uppskrift að tómatsúpu en það er sérstaklega að beiðni dætra minna sem halda sérstaklega upp á þann rétt,“ segir Bryndis Halldórsdóttir sem býður upp á kjúklingarétt með aust- urlensku ívafi. Hráefni 2 beinlausar og skinn- lausar kjúklingabring- ur (ca 300 g) olía til steikingar sítrónupipar sojasósa 1 stór gulrót 1 græn paprika 1 búnt spergilkál (broccoli) !4 zucchini Vi blaðlauk- ur 2 msk. ostrusósa 2 msk. kín- verskt hunang salt, sítrónupipar, malað kúmen, sítrónu- safi og sojasósa. Aðferð Kjúklingakjöt er skorið í strimla og steikt í olíu. Kryddað með sítrónu- pipar og sojasósu dreift yfir. Lagt til hliðar. Grænmetið er skorið í strimla og steikt í djúpri pönnu þar til það er mjúkt. Byrjað er að steikja gulræt- urnar og paprik- una um stund, sperg- ilkáli er bætt við og síðast zucchini og blaðlauk. Ostrusósu og kínversku hunangi er bætt við og rétturinn kryddaður með hun- angi, sítrónus- ósu og etv. salti. Kjúklingabitarnir eru síðan settir saman við og sojasósu dreypt yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram. Borið fram með hrísgrjónum. Kraftmikil tómat- súpa með tortellini 150 g ostafyllt tortellini 2 stór hvítlauksrif V2-I rautt, þurrkað chilipiparaldin 3 stilkar sellerí 3 meðalstórar kartöflur 1 gulrót ólífuolía til steikingar 1 dós tómatar eða 4-5 ferskir afhýdd- ir tómatar 2 msk. tómatpuré 11 sjóðandi vatn kjúklingakraftur Aðferð Tortellini soðið skv. leiðbeining- um og lagt til hliðar. Hvítlaukur og chilipipar saxaðir smátt og steiktir í ólífuolíu ásamt söxuðum lauk. Sell- erí, kartöflur og gulrót skorið í ten- inga og sett á pönnuna. Látið malla við vægan hita undir loki í 20-30 mínútur. Sett í matarkvörn ásamt tómötunum og maukað jafnt. Tómat- krafti bætt við. Maukið sett út í einn lítra af sjóðandi vatni og látið sjóða í opnum potti i 20-25 mínútur. Bragð- bætt með kjúklingakrafti. Tortellini er sett út í súpuna rétt áður en hún er borin fram. „Þessi súpa er mjög kraftmikil og gefur mikla orku og á henni þurfum við Agnes Kristjánsdóttir, sem ég skora á sem næsta matgæðing, á að halda þessa dagana en við dönsum og syngjum i söngleiknum | Evítu.“ -gdt Hvítvínslegnar > svínakótelettur Hér kemur einn réttur sem er kannski ekki svo algengur, en þess virði að prófa hann. Hann er í það minnsta fljótlegur til framreiðslu. , Uppskriftin miðast við aðeins einn. j 1 svínakóteletta smjör til steikingar 1 msk, sitrónusafi salt og pipar 1 hvítlauksgeiri 1 stór laukur I 1 stórt epli 1 tsk rósmarín 1 dl eplasafi 1 dl hvítvín Steikið kótelettuna á pönnu í smjöri. Bætið við sítrónusafa og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Takið kóteletturnar af í bili. Brúnið hvítlaukinn, saxaðan laukinn og epli, niðurskorið í báta, á pönnu í smjöri. Setjið þá kóteletturnar aftur á pönnuna og kryddið með rósmarín. Hellið næst yfir eplasafanum og hvítvín- inu, setið lok yfir pönnuna og lát- ið þetta malla í ca 6 mínútur. Gott er að bera fram með þessu kartöfl- ur eða grænmetissalat. Ofnbakaður lax með grænmeti Eftir ágætis veiði í sumar víðast hvar ætti að vera til nóg af laxi á heimilum landsmanna. Því er til- valið að koma hér með einn ein- faldan og hollan laxarétt. Upp- skriftin er fyrir fjóra: 1,5 kg laxaílök smjör ólifuolía salt og pipar gulrætur ferskar baunir græn paprika ferskur aspas 2 dl hvítvín vatn maísenamjöl Setjið flökin í ofnskúffu og smyrjið þau með smjöri og ólífuol- íu. Kryddið næst með salti og pip- ar eftir smekk. Verið búin að skera grænmetið niður í strimla og dreifið því yfir laxinn. Hellið hvítvíni yfir flökin og vatni 1 skúffuna. Setjið skúffuna í ofn sem tbúið er að hita upp i 120 gráður. Hafið skúffuna inni í 35 mínútur. Minnkið þá hitann og hrærið maísenamjöl saman við vökvann í skúffunni. Kryddið meira ef þurfa þykir. Takið fiskinn síðan úr skúffunni og berið fram með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.