Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 15 í ævintýrum er oftar en ekki getið um prinsessur sem réðu yfir töfrasprota. Með honum mátti breyta grágrýti í gull og froskum í prinsa eða öfugt, allt eftir smekk þess sem sprotanum réði. Díana prinsessa af Wales réði yfir töfra- sprota sem að vísu var öðruvísi samsettur en gerist i ævintýrum. Hún hafði yfir því valdi að ráða að með því að beina sjónum sín- um að vandamáli þá fékk hún al- menning um ailan heim til að gefa því gaum. Fjölmiðlamir sáu vun að boðskapur prinsessunnar náði eyrum almennings. Þannig vakti hún athygli á eyðnisjúkdómnum með rækilegum hætti og óhætt er að segja að hún hafi átt hvað stærstan þátt i að eyða fordómum í garð þeirra sem áttu við hinn banvæna sjúkdóm að etja. Jarðsprengjur Á sama hátt sveiflaði hún töfra- sprota sínum og benti heims- byggðinni á þær hörmungar sem fylgja jarðsprengjum. Áhugamál hennar urðu sjálfkrafa áhugcunál stórs hluta mannkyns. Það er ekki raunhæft að segja að hún hafl upplýst neitt sem ekki var áður þekkt. Allt sem hún gerði var að vekja athygli á málum í krafti þeirrar athygli sem hún naut. Dauði Díönu prinsessu setti heimsbyggðina á annan endann. Óhætt er að segja að vandfúndinn sé sá einstakingur sem ekki hefúr skoðun á prinsesssunni og lífs- hlaupi hennar. Það er dagljóst að með ótímabærum dauða símnn kemst hún ekki aðeins á spjöld sögunnar heldur ýtir hún aftur fyrir sig þokkagyðjum á borð viö Evítu Perón, MarÚyn Monroe og Grace Kelly svo einhverjar séu nefndar. Næstu áratugina mun lífshlaup Díönu verða skáldum yrkisefni og söngleikir munu skjóta upp kollinum. Það er áhugavert að velta fyrir sér ástæðum þess að viðbrögð al- mennings um allan heim eru svo sterk sem raun ber vitni. Sá harmm' sem kveðinn er að fólki heimshoma i milli er af annarri stærðargráðu en nokkum tímann hefur sést áður. Fráfall Evítu á sínum tíma varð þjóð hennar tileflii til almennrar sorgar þótt ekki stæði öll heims- byggðin á öndinni eins og nú ger- ist. Úvenjuleg nálgun Það er ekki umdeilt að Díana hafði samúð með þeim sem áttu undir högg að sækja og vom með einhverjum hætti undir í lífsbar- áttunni. Þannig var hún ófeimin við að taka utan um eyðnisjúk- linga og aðra þá sem haldnir vom illkynja sjúkdómum. Þetta gerði hún á þann hátt að ekki var því haldið fram að þar væri sýndar- mennska á ferð. Þótt einhver segði að hún hefði ekkert þarfara að gera má ljóst vera að hún sýndi óvenjulega nálgun við bágstadda, einkum ef litið er til fyrrverandi tengdafjölskyldu hennar. Nútíma- fjölmiðlun sá um að almenningur færi ekki á mis við slíka atburði og bæði blöð og sjónvarp lýstu þessu atferli prinsessunnar í smá- atriðum. Fjölmiðlar vom einnig ósparir á að upplýsa almenning um allan heim um hjónabandserfiðleika hennar og prinsins og í framhaldi af því skilnað þeirra. Þrátt fyrir að margir vilji kenna fjölmiðlum um hvernig fór fyrir prinsessunni að lokum þá getur það vart talist sann- gjamt þar sem prinsessan vissi nákvæmlega hvernig hún átti að hagnýta sér fjölmiðla til að koma sínum málum á fram- færi. Það kann að vera að hún hafi á lokapretti æviskeiðsins viljað losna undan athygli pressunnar en það er trúlegt að hún hefði á ný þráð athygli þótt ekki væri til annars en að koma brenn- andi áhugamál- um sínum á framfæri. Reynir Traustason Pólitísk og meðvituð Díana var i eðli sínu pólitísk og meðvituð um ýmis vandamál. Þannig var hún órög í baráttu sinni fyrir banni gegn jarð- sprengjum og hikaði hún ekki við að skamma pólitíkusa í landi sínu og slíkt var ekki alls staðar vel séð. Á sama hátt og forseti íslands hefur sætt gagnrýni fyrir að vekja athygli á holóttum vegum Baröa- strandarsýslu eða asnalegri sjáv- arúvegsstefnu ESB þá þykir ekki viðeigandi að kóngaaðallinn í Bretlandi sé að ræða pólitísk mál. Karl prins hefúr sneitt hjá slíkum málum en þó náð að efiia til ill- inda við arkitekta með gagnrýni sinni á seinni tíma byggingastíl í London. Þau pólitísku upphlaup sem orðið hafa í kringum baráttu- mál prinsessunnEir hafa orðið til að auka henni virðingu meðal cd- mennings. Sú athygli sem hún fékk meðal almennings varð til þess að hún fékk nafnbótina prinsessa fólksins. Sú staðreynd að aðrir meðlimir konungsfjöl- skyldunnar stóðu í skugga Diönu varð til þess að óbrúanleg gjá vEirð á milli hennar og fjöl- skyldunnar. Þrátt fyrir skilnaðinn við Karl og þá ónáð sem hún var í hjá drottningaraðlinum réð stuðningur almennings því að hún hafði eftir skilnaðinn enn sterkari stöðu en nokkru sinni fyrr. Forsetamorð Það eru nokkur tilvik í lífi hvers manns þar sem dauði óskylds einstaklings hefur djúpstæð áhrif. Þannig muna þeir sem komnir eru um miðjan aldur eftir morðinu á John F. Kennedy sem varð i upphafi fjölmiðlaald- ar. Þegar Bandarikja- forseti var myrtur í Dallas í Texas stóð heims byggðin öndinni og , stór hluti mannkyns fékk áfall á borð við það þegar einhver nákominn fell- m- frá. Jafnvel þeir sem voru böm á þeim tima muna nákvæm- lega hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera á þeirri stimdu sem hel- fregnin barst þeim. Stór hluti mannkyns fylgdist með rannsókn á morðinu og þegar Lee Har- vey Osvald var handtekinn fyr- ir morðið og myrtur þar sem hann var í haldi lögregl- unnar. Ekkja Kennedys varð eftirlæti al- mennings og það olli mörg- _______________ um bæði undr- un og hneyksl- an þegar hún tók saman við Onassis, forrík- an grískan skipakóng. Sá ráðahagur virðist raunar hafa orðið til að áhugi fjölmiðla á ekkjunni minnkaði stórlega og hún veu'ö ekki sú gyðja í hugum fólks sem Díana verður vafalaust. ritari Edvards Kennedys, fórst með voveiflegum hætti þar sem Edvard ók bifreið sinni út af brú. Ýmis hneykslismál hafa síðan sett svarta bletti á æru fjölskyldunnar og brugðið skugga á minningu bræðranna. Morðið á blökku- mannaleiðtoganum Martin Luther King er einn þeirra at- burða sem almenningur fýlgdist með. Sömuleiðis var það heims- frétt þegár Grace Kelly furstafrú af Mónakó fórst í bílslysi. Lennon myrtur Sá atburður sem mest kom við almenning eftir morðið á Kennedy var þegar John Lennon var skot- inn til bana í New York. Lennon átti ótal aödáendur sem fylgt höfðu honum í gegnum bítlaárin og síðar þegar hann tók upp friðEirbaráttu sína ásamt Yoko Ono. Heimsbyggð- in var harmi lostin þegar hann féll fyrir byssukúlu geð- bilaðs aðdá- anda sins a ð - eins rúmlega fertugur að aldri. Lennon hafði um árabil verið eftir- læti pressunnar og samband hans við Yoko Ono var oftar en ekki um- fjöllunarefhi fjölmiðla. í Lennon sameinuðust listamaður og bar- áttumaður fyrir betri heimi. Frið- arbarátta hans og Yoko tók á sig hinar óllklegustu myndir og alltaf voru fjölmiðlamir innan seilingar. Goðsögn Lennons var fyrst og fremst sprottin af þeirri heimsað- dáun sem tónlist hans og Bitlanna hlaut. Hann náði síðan að viðhalda henni og nýta sér athyglina til að koma á framfæri þeim málum sem honum voru hugleiknust. Þrátt fyrir að Kennedyamir, Martin Luther og Lennon hafi allir orðið heimsbyggðinni harmdauði þá má ljóst vera að goðsögn Díönu mun slá allt annað út. Langvarandi fjölmiðlaathygli sem hófst með brúðkaupi aldarinnar og endar með jarðarfor aldarinnar mun slá út allar aðrar goðsagnir. Sú staðreynd að Díana prinsessa beitti töfra- sprota sínum til að vinna góðverk í þágu mannkyns gerir minningu h e n n a r ódauðlega. Alög Kenn- edyanna Næsti at- burður sem grópaðist í huga almennings var morðið á Robert Kennedy sem kom- inn var hálfa leið í forsetastól- inn þegar hann var myrtur. Sá atburður hafði þó ekki jafn sterk áhrif á almenning og morðið á bróður hans. Álög á Kennedyfjölskylduna þóttu þó staðfest með þeim atburði og undirstrikuð þegar Mary Jo, einka- Það er ekki umdeilt að Dtana hafði samúð með þeim sem áttu undir högg að sækja og voru með einhverjum hætti undir í Iffsbaráttunni. Þannig var hún ófeimin við að taka utan um eyðnisjúklinga og aðra þá sem haldnir voru ill- kynja sjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.