Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 'í&íana 1961 - 1997 4 dúkku. Hún sagðist vera til í það ljós kveikt þegar hún sneri til baka Diana - saklausa stúlkan sem heillaði heiminn svo framarlega sem hún þyrfti ekki að tala. „Vissi ekki að þú ætttir þetta til" Til að ljúka landsprófi fór Díana í West Heath heimavistarskólann en systur hennar, Jane og Sara, höfðu báðar sótt þann skóla. Hegðun Söru, sem var afburðanemandi, þótti ekki alltaf til fyrirmyndar og ofbauð hún skólastýrunni eitt sinn svo mjög að hún var rekin eitt misseri. Hegðun Jane var hins vegar til fyrirmyndar. Díana sýndi strax tilhneigingu til að líkja eftir Söru, elstu systur sinni, og hún gripin glóðvolg. Foreldrar hennar voru boðaðir á fund en það leyndi sér ekki að þeir voru meira hissa en hneykslaðir á athæfi dótt- urinnar. Móðir hennar sagði við hana að hún hefði ekki vitað að hún ætti þetta til. Vonda stjúpan Snemma á áttunda áratugnum kom ný kona inn í líf fóður Díönu. Bömin voru langt frá því að vera hrifin af verðandi stjúpmóður sinni, Raine, sem er dóttir ástarsöguhöf- undarins Barböru Cartland. Þau sögðu við foður sinn að ef hann sem hún tilbað. Stuttu eftir að hún kvæntist henni vildu þau ekkert Hún stal hjörtum Breta fyrir 16 árum þegar hún gekk upp að altar- inu með krónprinsinum Karli. Hún heillaði heiminn upp úr skónum með fallegu brosi sínu og sakleysi. Örlög hennar urðu þó ekki að verða drottning Breta en í hugum fólksins var hún þó drottning - drottning fólksins. Lífið er hverfult og á þvi fékk Díana prinsessa að kenna. Fyrir ári var gengið frá skilnaði hennar og Karls Bretaprins og skyndilega var konan, sem eitt sinn átti að leiða konungsfjölskylduna af öryggi inn í 21. öldina, orðin ógnun við framtíð hennar. Síðustu vikur var sem Díana hefði höndlað hamingjuna á ný. Eft- ir mörg ástlaus ár var hún orðin ástfangin og svo virtist sem hjólin væru farin að snúast í rétta átt hjá ævintýraprinsessunni eins og marg- ir kölluðu hana. Ævintýrið endaði á hörmulegan hátt síðastliðinn sunnudag með hrikalegu slysi. Ævintýraprinsessan er öll og nú syrgir heimur- inn hana. En hver var Díana Frances Spencer og hvemig hófst þetta ævintýri j sem heimsbyggðin öll hefur fylgst svo náiö með síðastliðin 16 ár? Hjónaband í molum Díana Frances Spencer fæddist 1. júlí árið 1961. Hún var þriðja dóttir Althorps greifa og eiginkonu hans sem þóttust nokk- uð viss um að í þetta skipti myndu þau eignast dreng, karlkynserfmgja. Svo viss voru þau í sinni sök að þau höföu ekki hugsað upp stúlkunafn. Viku eft- ir fæðinguna var ákveðið að stúlkan skyldi skírð í höf- uðið á móður sinni og for- móður Spencerættarinnar, Díana Frances. Átján mánuðum áður en Díana kom í heiminn fæddi móðir hennar vanskapaðan og mjög veikburða dreng. Hann lifði aðeins tíu daga. Móðir Díönu, sem var aðeins 23 ára, var send í miklar rannsóknir vegna þrýstings eldri fjölskyldumeðlima. Þeir sögðu að það hlyti eitthvað að vera að móðurinni þar sem hún fæddi bara stúlkuböm. Þetta var niðurlæging fyrir þessa stoltu konu og í kjölfarið fór að halia verulega undan fæti í hjónabandinu. Þremur árum eftir að Díana fæddist kom hinn langþráði sonur en koma erf- ingjans i heiminn varð ekki til að bjarga hjónabandinu. Þótt allt virt- ist slétt og fellt á yfirborðinu ríkti oft ísköld þögn á heimilinu. í minn- ingu Díönu lifðu einnig hatrammar deil- ur milli foreldra hennar. Sjúklegar truflanir á matarræði Þegar Díana var sex ára yfirgaf móðir hennar heimilið, Park House. Skilnaður blasti við. Díana sagði eitt sinn að hún myndi aldrei gleyma þeim sársauka sem hún upplifði þegar faðir hennar bar ferðatöskur móður hennar út í bíl og hún horfði síðan á hana aka burt. Faðir hennar fékk forræði yfir bömunum fjómm eftir hatramma orrustu foreldranna. Það vó þungt við ákvörðun forræðisins að faðir- inn var aðalsmaður en það tíðkaðist að dæma það móðurinni. Skilnaðurinn hafði mikil áhrif á systkinin og vilja margir meina að sjúklegar matartruflanir, sem þjáðu bæði Díönu og Söru systur hennar, megi rekja til Scimbands þeirra við móðurina. Á ung- lingsárunum þjáðist Díana af sjúklegri mat- K arlyst eða bulimia ner- .'4' vosa. Hún náði tökum á sjúkdómnum um tíma en stuttu eftir að 44 hún giftist Karli bloss- aði sjúkdómurinn upp á ný. Að sögn lækna er algengt að þeir sem þjást af sjúkdómum á borð við þennan nái að halda þeim niðri ef jafnvægi ríkir í lífi þeirra en ef svo er ekki er hætta á að hann geri vart við sig. Að sögn vina prinsessunnar hafði Díana strax í upphafi áhyggjur af sambandi Karls við Camillu Parker Bowles. Aðeins tveimur dögum fyrir brúðkaupið íhugaði Díana að aflýsa því vegna þess að hún hafði af því áhyggjur aö það yrði einum ofaukið í hjóna- bandinu. Seinna kom í ljós að áhyggjur hennar voru á rökum reistar. Spencerfjölskyldan var meðal auð- ugustu fjárbænda í Evrópu. Hún ólst upp i Park House í Norfolk, sem var dýrlegur staður fyrir börn. Þar syntu bömin á sumrin í upphitraði sundlaug, léku sér í eigin húsi uppi í tré, fóðruðu lax í vatninu og leit- uðu að froskum og kambsalamöndr- um. Díana var mikill dýravinur og átti m.a. kanínur, hamstra, naggrísi og kött. Aðalstignin var þó í augum Díönu bölvun frekar en blessun. Hún þoldi illa heimsóknir á ættar- setrið Althorp. Þar héngu málverk af löngu látnum forfeðrum og and- rúmsloftið þar var þvingað. Charles bróðir Díönu sagði eitt sinn að stað- urinn væri hryllilegur staður fyrir böm. Hann væri eins og öldunga- klúbbur, fullur af tifandi klukkum. Hann sagði að þau hefði aldrei hlakkað til að fara þangað. Umgengni við konungsfjölskyld- una var ekki algeng á æskuámm Díönu. Það kom þó fyrir að þau heimsóttu vetrarheimili drottning- arinnar en það vom ekki ánægju- legar heimsóknir að mati bamanna. Eitt sinn er slík heimsókn stóð fyr- ir dyrum harðneitaði Díana að fara með. Hún lét mótmælin kröftuglega í ljós með því að æpa og sparka en lét tilleiðast er henni var sagt að það væri mikil ókurteisi ef hún ekki færi með. Ef henni hefði verið sagt þá að hún ætti eftir að verða meðlimur konungsfjölskyldunnar hefði hún líklega tekið til fótanna. Barnfóstrurnar máttu vara sig Eftir að foreldrar Díönu skildu breyttist lífið mikið á Park House. Diana virtist á yfirborðinu ham- ingjusöm en var í raun mjög ráð- villt. Á kvöldin þeg- ar hún og Charles voru komin upp í rúm byrjaði hann að gráta og kalla á mömmu sina. Stundum fór hún til drakk með þeim te en andrúmsloftið var yfir- leitt mjög þvingað. Hann var óhamingjusamur eftir skilnaðinn og átti erfitt með að sýna börn- unum þá ástúð og um- hyggju sem þau svo mjög þráðu. Á jólum fengu þau t.d. í hendur verðlista frá stórri leik- fangabúð í London. Þau áttu að merkja við þær gjafir sem þau vildu að jólasveinninn færði þeim. Á jóladag reynd- ust svo sokkamir, sem héngu við rúmið þeirra, fullir af leikfóngum sem þau höfðu óskað sér. Hlédræg en enginn engill Díana var ekki af- burða námsmaður en hún var framúrskarandi góð í dansi og sundi. Að- eins níu ára var hún send í heimavistarskóla nærri Park House. Hún reiddist gífurlega er henni var tilkynnt það og sagði við föður sinn að ef hann elskaði hana sendi hann hana ekki í burtu. Díana var til að byrja með prúð og hlédræg en hún var þó enginn engill. Hún var oft hávaðasöm en forðaðist að vera miðpunktur at- hyglinnar. Hún tók virkan þátt í fé- lagslífi skólans og lék í skólaleikrit- unum en var þó aldrei í aðalhlut- verkum. í fyrsta leikritinu, sem hún lék í, átti hún að leika hollenska kom í skólann tók hún áskorun sem nánast kostaði hana skólavistina. Hún og vinkonur hennar voru að skoða sælgætisbirgðir sínar sem þeim fannst farið að ganga heldur mikið á. Þvi varð það úr að Díana samþykkti að stefna ákveðinni Díana var mikil sundkona og vann til verölauna fyrir sund og dýfingar í West Heath skólanum. stúlku að enda innkeyrslu skólans og fá hjá henni birgðir. Að kvöldi til hélt Díana út og beið í nokkurn tíma en svo óheppilega vildi til að stúlka á vistinni fékk botnlanga- bólgu á sama tíma og því voru öll Bölvun frekar en blessun Díana fæddist með silfurskeið í munninum. Fjölskyldan átti umtals- verð auðæfi sem urðu til á fimmtándu öld þeg- ar hans en oftar en ekki var óttinn við myrkrið yfirsterk- ari þannig að hún hélt kyrru fyrir. Barnfóstrunum fjölgaði og þær féllu misvel í kramið hjá börnunum. Börnin gerðu stundum upp- reisn og það kom fyrir að þau settu teiknibólu í stólana þeirra, fleygðu fót- unum þeirra út um gluggann eða læstu þær inni á baðher- bergjum. Faðir þeirra var ekki afslappaður gagnvart þeim. Það kom fyrir að hann hafa meira saman við hann að sælda. Hann tók hótanir þeirra ekki hátíðlega og giftist Raine. Börnin reyndu ýmislegt til að gera Raine gramt í geði og sendi Charles henni eitt sinn bréf frá heimavistarskólanum þar sem hann niddi hana niður. Díana hvatti skólasyst- ur sína til að gera slíkt hið sama. Raine segir samt að Díana hafi verið hlýleg en farið sínar eigin leiðir. Dapurlegur maður Díana og Karl hitt- ust í fyrsta skipti í nóvember árið 1977. Diana var í leyfi frá West Heath skólanum og var kynnt fyrir prinsinum sem var á skotveiðum á Althorp- eigninni. Prinsinn virtist hafa meiri áhuga á iþrótt sinni en að halda uppi samræö- um við Díönu. Á þess- um tima var Sara, systir Díönu, í tygjum við prinsinn sem var þá talinn vænlegasti piparsveinninn í heim- inum. Díana hreifst ekki af prinsinum við þessi fyrstu kynni. „Mikið var þetta dap- urlegur maður,“ hugs- aði hún eftir að hafa hitt hann. Karl virtist aftur á móti hrífast af Díönu og þegar hann bauð Söru í þrítugsaf- mælið sitt í nóvember 1978 var Díönu einnig boðið. Sú hugsun hvarflaði ekki að Díönu á þessum tima að Karl hefði einhvem áhuga á henni en eftir að þau hittust í júlí árið 1980 á heimili Roberts de Pass sjóliðsforingja og eiginkonu hans fóru hjólin að snúast. Eftir það var ljóst hvert stefndi. Leit prinsins að ákjósanlegri prinsessu var lokið. Framhaldið þekkja all- ir. En upphafið á endin- um var kannski svar Karls við spurningu fréttamanns er tilkynnt var að hjónaband væri á döfinni. Fréttamaðurinn spurði „turtildúfurnar" hvort þær væru ást- fangnar og Díana svar- aði að bragði: „Auðvit- að“ og brosti til Karls sem leit á fréttamanninn og sagði: „Hvað svo sem ást nú er?“ Byggt á Reuter, blaðagreinum og bók- inni Diana: Her True Story Díana 1961 - /997137' 11 1 ...■ ii ^ ik Díana vann af miklum heilindum aö mörgum máium. Eitt af hennar síöustu verkum var aö fara til Bosníu til aö leggja áherslu á baráttu sína gegn notkun jarðsprengna. Þessi mynd var tekin þann 9. ágúst sl. þegar hún ræddi viö meðlimi blakliös þar í landi sem voru fórnarlömb jarösprengna. Minningarorð ± á Internetinu | „Ég trúi því ekki enn aö þú sért ekki lengur á meðal vor. Þú sem færðir ást og hamingju til svo margra og bræddir hjörtu fólks. Ég vona að þú hafir fundiö sanna ást og fengið frið þar sem enginn getur skaðað þig. Eg vona að þú getir með stolti fýlgst með sonum þínum vaxa áfram úr grasi. Þú verður ávallt ofarlega í huga okkar.“ Joanne L. Taylor, Manchester. „Ég vona að þú hafir fundið frið í Paradís, frið sem orðinn er svo sjaldgæfur hér á jöröu niðri." George Kaburis, Grikklandi. „Díana vakti aðdáun allra sem ég þekkti. Frá upphafi þegar vandræöi komu fyrst upp í sambandi þeirra Karls gat ég séö að hún fékk ekki þá umfjöllun og meðferö sem hún átti skilið. Díana, hjartadrottningin, veröur í minn- ingunni að eilífu." Patrick Nguyen, Maryland USA. „Díana var ávallt mín fyrirmynd. Árum sam- an hef ég fylgst meö henni. Hvernig hún klæddist, hvernig hún kom fram, hélt ímynd sinni, ávallt brosandi. Hún mun lifa í minning- unni. Fyrir mína kynslóð verður hún jafnsterk í huga okkar og John F. Kennedy var fyrir forfeð- ur okkar. Díana var stórkostleg kona og ég mun aldrei gleyma henni.“ „Chera James, Kentucky USA. „Ég er mjög sorgmædd og bið fyrir hinum ungu sonum hennar, Vilhjálmi og Hinriki. Guð geymi ykkur. Díana var góð og falleg kona.“ Guðríður Svelnbjörnsdóttir, Reykjavík „Þegar ég heyrði af dauðsfalli Díönu vonaði ég að þetta væri bara vondur draumur. Því- lík sorgarfrétt. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Heimurinn hefur misst einstaka konu." Sigurjón Sigurösson, Reykjavík. „Það er mikilvægt aö muna að Díana auðg- aði líf margra. Megi hún hvíla í friði." Drífa Kristmundsdóttir, Edinborg. „Hvíl í friði." Sigþrúöur Jónasdóttir, Reykjavík. „Tony Blair oröaði þetta vel, hún var prinsessa fólksins." Kristjana Eyjólfsdóttir, Reykjavík. „Hún færði heiminum ást, von og frið. Fylgj- um hennar fordæmi. Guð blessi minningu hennar og styrki börn hennar og fjölskyldu í sorg þeirra. Elsa Jóhannsdóttir, Akureyri. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.