Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 51 1- %idge Bikarkeppni BSÍ 1997: Kristján Már stal slemmunni! Nú standa yfir fjórðungsúrslit i aldssonar (Islandsmeistaramir) og Við skulum skoða það. Bikarkeppni Bridgesambands Is- lands og er einum leik þegar lokið. Þær átta sveitir sem spila í fjórð- ungsúrslitunum eru þessar: Sveit Guðjóns Bragasonar gegn Hj ólbarðahöllinni. Sveit Sveins Aðalgeirssonar gegn Neon. Sveit Antons Haraldssonar gegn Steinari Jónssyni. Sveit Jóns Sigurbjörnssonar gegn Samvinnuferðum/Landsýn. Eins og áður er sagt er einum leik lokið, sveit Guðjóns Bragasonar vann sveit HjólbarðahaUarinnar með 95 stigum gegn 67. Sveitir Sveins og Neons spUa sinn leik 5. september í Bridgehöllinni við Þönglabakka og sveitir Antons Har- Steinars JónssonEir spUa á sama stað 6. september. Leikur Jóns og Samvinnuferða/Landsýn er ekki kominn á dagskrá ennþá. Þótt 28 stig hafi skUið sveitir Guð- jóns og HjólbarðahaUarinnar að þegar upp var staðið má segja að eitt spU hafi ráðið úrslitum. ♦ ÁD5 4 G8632 W K75 ♦ G943 * 9 N •0 G92 + Á10 V A * Á10854 S * 10974 * Á864 + 52 * G63 * K — D103 * KD876 * KD72 S/AUir í lokaða salnum sátu n-s Guðjón Bragason og Helgi Bogason en a-v feðgarnir Hjalti Eliasson og Eiríkur Hjaltason. Eiríkur opnaði á einu grandi og Hjalti stökk í þrjú grönd sem urðu lokasögnin. Guðjón spUaði út spaðaþristi og kóngurinn átti slaginn. Eiríkur spU- aði strax tígli og svínaði tíunni. Guðjón drap á gosa og hélt áfram með spaða. Það voru 12 slagir og 690 tU HjólbarðahaUarinnar. Spilið virt- ist ekki mjög áhugavert en hugsan- lega gæti HjólbarðahöUin grætt 1 eða 2 impa á yfirslögunum. í opna salnum sátu n-s Ragnar Magnússon og PáU Valdimarsson en a-v Vignir Hauksson og Kristján Már Gunnarsson. í stað tveggja grandsagna í lokaða salnum urðu Tvennt kemur til greina, annars vegar að spUa hjarta og treysta á að PáU sé ekki með tvo efstu. Segjum þær fjórar í þeim opna: Suður Vestur Norður Austur pass 1 G pass 2 G** pass 3 G pass 6 G pass pass pass * 15-18 HP ** Yfírfærsla í tígul Umsjón Ekki mjög vísindalegt en austri er vorkunn. Ragnar átti útspUið og hann spUaði út spaða, kóngurinn átti slaginn meðan PáU gaf talningu. Kristján gaf sér góðan tíma og komst að þeirri niðurstöðu að ólík- legt væri að tíguUinn félli 3-3. Stefán Guðjohnsen að Ragnar drepi á kóng eða ás og haldi áfram með spaðann, þá eru teknir fimm slagir á lauf og tveir á spaða. PáU lendir þá í kastþröng með hjartaháspUið og tígulgosann fjórða. Hinn möguleikinn er að svína strax tígultíu eins og Eiríkur gerði. Það gerði Kristján og þótt Ragnar yrði hissa að fá slaginn fann hann ekki hjartað til baka. %íák • íslenskur sigur á Víkingaleikum keppni í landsliðsflokki á Skákþingi Islands hefst á þriðjudag Fjórir íslenskir stórmeistarar voru meðal tæplega eitt hundrað keppenda á Víkingaleikunum í skák sem fram fóru á Álandseyjum og í Österaker nálægt Stokkhólmi. Framganga íslendinganna var hin vaskasta og gerðu þeir strandhögg mikið. Hannes Hlífar Stefánsson varð sigurvegari mótsins - hlaut 7 vinninga úr 9 skákum eins og MikhaU Gurevich, sem nú býr í Belgíu, og Rússinn Ulybin. Hannes var hæstur þremenninganna á stig- um og var því úrskurðaður sigur- vegari. Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson urðu í 4.-8. sæti ásamt Ungverjanum Guyla Sax, Hvítrúss- anum Alexei Fedorov og ísraels- manninum Alon Greenfeld. Allir fengu þeir 6,5 vinninga. Helgi Áss Grétarsson hlaut 5 vinninga. Mótið var mjög vel skipað en ná- lægt 40 stórmeistarar voru meðal keppenda. Sigur Hannesar er því sérlega glæsUegur. Hann vann mik- Uvæga skák af Gurevich um miðbik mótsins þar sem gekk á ýmsu. Hannes hafði svart og var lengi með erfiða stöðu en tókst hvað eftir ann- að að klóra sig fram úr taflinu og snúa því að lokum við. Skákinni lauk með því að Hannes hafði hrók og tvo riddara gegn hróki Gurevich en engin peð voru á borðinu. Þessa stöðu má auðveldlega vinna, enda fór svo að eftir 83 leiki gafst Gurevich upp. í lokaumferðinni tefldi Hannes við Jóhann og slíðr- uðu þeir sverðin eftir skamma hrið. Helgi og Jóhann komu í humátt á eftir sigurvegurunum. Jóhann tefldi vandað og tapaði ekki skák. Helgatókst m.a. að leggja stórmeistar- ann kunna Evgeníj Svesnikov. Bestu skákina teUdu Helgi og Jóhann hins vegar sín í milli en hún var frumleg og þrungin ævintýrum, eins og sjá má hér á eftir. Um tima var Jóhann hætt kominn en eftir miklar sveiUur lauk . taUinu á endanum með jafnteUi. Tékkneskur innUytjandi og fyrrver- andi stjarna í íshokkí, Peter Hla- vatsch, stóð fyrir þessari skákhátíð sem að dómi íslendinganna var sér- lega vel heppnuð. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Helgi Ólafsson Caro-Kann vöm. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 Re7 6. 0-0 Bg6 7. c3 Rd7 8. Rh4 Rf5 9. Rxg6 hxg6 10. Rd2 f6 11. exf6 gxf6 12. Bd3 Kf7 13. g3 e5 14. Bxf5 gxf5 15. Df3 Ke6 16. Hel Bd6 17. c4 Dg8 18. cxd5 cxd5 19. Rfl e4 20. Db3 Dh7 21. Bd2 Hag8 22. Hacl Rb8 23. Bb4 Bxb4 24. Dxb4 Rc6 25. Da4 Dd7 26. Hc5 f4 27. Hxe4+ dxe4 28. d5+ Kf7 29. dxc6 bxc6 30. Hxc6 Df5 31. Dxa7+ Kg6 32. Hc5 De6 33. Hc3 Umsjón Jón LÁrnason Hc8 34. gxf4 Hxc3 35. bxc3 Dg4+ 36. Rg3 Ddl+ 37. Kg2 Df3+ 38. Kgl Hd8 39. h4 Dxf4 40. h5+ Kh6 41. Df7 Hdl+ - og í þessari stöðu urðu kapp- arnir ásáttir um jafnteUi. Áfram gæti teQst 42. Kg2 Df3+ 43. Kh2 Dxf2+ 44. Kh3 Hhl+ 45. Rxhl Dfl+ 46. Kh2 De2+ 47. Kgl Dg4+ og stefnir í jafnteUi. Skákþing Islands Keppni í landsliðsUokki á Skák- þingi íslands hefst á Akureyri næstkomandi þriðjudag. Þrír stórmeistarar verða meðal tólf keppenda mótsins, þar sem teUt verður um nafnbótina „Skák- meistari íslands 1997“. Stigahæst- ur er Jóhann Hjartarson, þá kem- ur Hannes Hlífar Stefánsson og síðan Þröstur Þórhallsson. Aðrir keppendur verða: Jón Garðar Við- arsson, Gylfi Þórhallsson, Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Þorsteinn Þorsteinsson, Arnar Þorsteinsson, Rúnar Sig- urpálsson, Sævar Bjarnason j og Bragi Þorfinnsson. TeUt verður i Alþýðuhúsinu við Skipagötu í sal „Fiðlarans". Um- ferðir hefjast kl. 17, nema á laug- ardögum og sunnudaginn 14. sept- ember en þá hefst taUið kl. 14. HvUdardagur verður mánudagur 15. september en mótinu lýkur 20. september, með lokahófi og verð- launaafhendingu. Yfirskákdómari verður Þráinn Guðmundsson. Stórmeistarar á blindskákmóti íslandsmót í blindskák, það ' fyrsta í sögimni, hófst í húsakynn- um Nýherja í gær og lýkur á morg- un í beinni útsendingu frá sjón- varpsstöðinni Sýn þar sem úrslita- skákimar verða teUdar. Mótið fer fram í samvinnu Blindrafélagsins og Skáksambands íslands. Tiu af sterkustu skákmönnum landsins taka þátt, þar af þeir Umm stór- meistarar sem skipa ólympíusveit íslands. Þ.e. þeir Jóhann Hjartar- son, Helgi Ólafsson, Þröstur Þór- hallsson, Helgi Áss Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson. Mótið er í boði Nýherja og Búnaðarbankinn veitir verðlaun. „Eitt af markmiðum með mótinu er að vekja athygli fólks á að það er hægt að gera Uókna hluti án til- styrks sjónarinnar. Síðan er þetta skemmtileg íþrótt,“ sagði Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins. Aðrir skákmenn sem taka þátt eru Dan Hansson, Jón Viktor Gunnarsson, Áskell Örn Kárason, Bergsteinn Einarsson og Sigurður Daði Sigfússon. TölvudeUd Nýherja annast tæknilega hlið mótsins. Skák- mennimir munu sitja við tölvur og sjá á skjánum aðeins taUborðið en ekki taflmennina. Þeir sjá enn- fremur síðasta leik andstæðingsins og tilkynna um leiki sína með þvi að styðja bendlinum á reiti á auðu skákborðinu. -bjb Stórmeistararnir tóku létta æfingu í húsakynnum Nýherja í myndinni. Helgi Áss og Jóhann Hjartarson sitja við tölvurnar. DV-mynd Hilmar Þór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.