Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 22
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 22 i&érstæð sakamál NIÐINGURINN Ibúamir í litla franska bænum Cosne-sur-Loire höfðu Jacky Kaisersmertz í miklum hávegum. f raun má segja að þeir hafi dýrkað hann. Mæður kepptust um að koma börnunum sínum í bekkinn sem hann kenndi. Og feður uröu stoltari en orð fá lýst væm synir þeirra valdir til að læra leikfimi hjá hon- um eða fengju þeir að fara með hon- um út í skóg til að tína sveppi eða í veiðiferð. „Að hugsa sér,“ sögðu foreldrar stundum. „Hann valdi minn son.“ Spumingin, en enginn spurði i þrjá áratugi, var hins vegar til hvers kennarinn Jacky Kaisersmertz valdi suma ungu drengjanna og þeg- ar svarið lá fyrir var ljóst að kenn- arinn margrómaði var fallinn af stalli sínum. En fram að þeim tíma gekk lífið sinn vanagang í Cosne- sur-Loire. Fyrirmyndareiginmaður Jacky var góður faðir og afar vin- sæll. Þegar hann gekk um göturnar í heimabænum vildu fleiri taka í höndina á honum en sjálfum borg- arstjóranum. Þá voru þær sögur sem kona hans sagði af honum á þann veg að öllum sem til heyrðu þótti ljóst aö hann væri hreinn fyr- irmyndareiginmaður. Áhuginn sem hann vakti meðal samborgaranna náði einnig til blaðamanna og þau voru ófá viðtölin sem við hann birt- ust, enda var ekki annað að sjá en tilefnið væri ærið. Fyrir utan að vera i miklum metum átti hann sér áhugamál sem margir vildu deila með honum, óbeint ef ekki beint. Hann hafði áhuga á jarðfræði, sveppum, skotveiði, stangaveiði, krossgátum og ýmsu fleira. En dag einn var önnur hlið á þessum marg- rómaða manni dregin fram í dags- ljósið og þá urðu margir fyrir áfalli. Ljóst varð að um þrjátíu ára skeið hafði Jacky Kaisersmertz misboðið herfilega sumum drengjanna sem honum hafði verið trúað fyrir. Hann hafði fengið þá til kynferðis- legs samneytis við sig og ýmsir þeirra orðið fyrir alvarlegum sál- rænum áfollum eins og nú komst á almannavitorð. Skömm og þögn Sagan af Jacky er sorgarsaga um barnaáníðslu. Um þá skömm sem fómarlömbin fundu til og þá þögn sem talið er víst að sumir foreldrar hafi kosið frekar en að kalla yfir sig það umtal, vandræði og van- trúnað sem því hefði fylgt að koma með ásakanir á hendur jafnvirtum manni og kennar- inn var. Ljóst er þó nú að ýmsir foreldrar hafa haft grun og lík- lega fulla vitn- eskju um gerðir hans án þess að hafa sig í frammi. Það var þó ekki fyrr en tuttugu og sjö ára maður, Thierry Debain, lýsti því yfir í des- ember í fyrra hvað gerst hafði þeg- ar hann var ungur drengur. Thierry gat ekki þolaö hið andlega álag leng- ur og sagði foreldmm sínum grát- andi að Jacky Kaisersmertz heföi beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því að hann var átta ára og þar tU hann varð tólf ára. í framhaldi af þessu fékk Debain sér lögmann og skömmu síðar var kennarinn kærð- ur tU lögreglunnar sem virtist þó ekki liggja mjög mikið á að taka málið tU rannsóknar. En 27. janúar í ár framdi Thierry Debain sjálfsvíg. Rétt áður en hann svipti sig lífi skrifaði hann með varalit á spegilinn í herbergi sínu: „Kveðja til vina minna, móður minnar, fóður og systur. Óvinur minn var Jacky Kaisersmetz sem nauðgar bömum.“ Frásagnirnar Nú var Jacky Kaisersmertz fang- elsaður. Síðan hafa rúmlega eitt hundrað kærumál lent á borði sak- sóknarans. Thierry Debain var langt því frá eina fórnarlamb kenn- arans. Eitt þeirra, Luc, segir svo frá: „Við vissum vel að kennarinn var að fikta við litla drengi. Ég forðaðist aUtaf að vera einn með honum. En eins og aUir aðrir sagði ég aldrei neitt við fullorðna. Og nú eru fimmtán ár síðan. Hver talaði um barnaníðinga þá? Við vissum að stúlkur vom teknar nauðugar og að það var alvarlegt afbrot. En hver hafði heyrt talað um að það væri gert við drengi? Það var í raun óhugsandi. En ég er viss um að ýms- ir foreldrar vissu um það. En þeir þögðu, ýmist af því þeir trúðu ekki eigin börnum eða þá að þeir óttuð- ust það hneyksli sem af umtali gæti leitt.“ En það vom ekki allir drengir sem gátu haldið sig frá Jacky Kaisersmertz. Meðal þeirra var Alan en foreldrar hans voru vinir kennarans og eiginkonu hans. Saga Alans Alan segist hafa verið tíu ára þeg- ar hann komst í klærnar á Jacky. Hann segir að dag einn hafi kennar- inn komiö heim tU sín og boðist til að fara með sig út í skóg að tina sveppi. Skoðunarferðin hafl þó haf- ist á því að kennarinn hafi farið með sig heim til hans og niður í kjaUara. Þar hafi hann farið að káfa á sér og beðið sig að gera það sama við hann. Þegar athöfninni hafi ver- ið lokið hafi kennarinn geflð sér tuttugu franka. „Ég skildi í raun- inni félaga minna höfðu orðið fyrir því sama og eftir það fómm við aUtaf þrír tU Kaisersmertz. Þá lét hann okkur í friði. Það var eins og við væmm orðnir sterkari en hann.“ Enn ein saga Michel, sem kynntist kennaran- um ungur, hefur einnig sína sögu að segja. Hann segist hafa orðið fyr- ir því sama. Hann hafi þá farið tU foreldra sinna og sagt þeim frá því sem gerst hafi. Faðir hans hafi tek- ið sig alvarlega og farið með sér tU skólameistara, sem hafi brugðist við á þann hátt að segja drenginn hinn mesta lygara. Hann hafi þó heitið því að sjá til þess að Kaisers- mertz myndi aldrei oftar fá að kom- ast í náið samband við pUta undir aldri. En í rauninni mun skóla- meistarinn ekkert hafa gert. Sagan af Kaisersmertz kom fram um svipað leyti og sögumar af þeim voðaverkum sem framin voru á ungum stúlkum í Belgíu, þar sem þeim var rænt, misboðið kynferðis- lega og þær síðan hafðar í neðan- jaröarbyrgjum, seldar úr landi eða myrtar. Þær frásagnir vöktu mjög mikla andúð víða á meginlandinu, og reyndar í öðrum löndum, en rannsókn er ólokið og þykir ýmsum sem réttarkerfíð þar hafi brugöist og hugsanlega sé verið að hylma yfir þátt háttsettra manna í þjóðfé- laginu í misnotkun barna. Sagan um Kaisersmertz fór því um aUt Frakkland á skömmum tíma. Og hún hefur haft mikil áhrif þar, ekki aðeins á almenning heldur á yfirvöld. Þannig greip franska lög- reglan til þess að fá heimUdir til húsleitar hjá mörgum aðUum. Handtökur •æi hvað hafði gerst," segir Alan. „Ég var ekki fær um að bregðast eðli- lega við. Og slíkar athafnir endurtóku sig næstu tvö árin. I hvert sinn sem við fórum að veiða fisk eða safna sveppum fróuðum viö hvor öðrum og svo gaf hann mér tuttugu franka. Á eftir var hann svo bara orðinn kennarinn minn. Rétt eins og ekkert hefði gerst. Ég hélt að ég væri sá eini en eftir þessi tvö ár varð mér Ijóst að tveir 250.000 lögregluþjónar réðust inn á átta hundruð og fjórtán heimUi og myndbandaleigur. Sex hundruð sjö- tíu og þrír menn voru handteknir og yfírheyrðir og af þeim fengu þrjú hundruð tuttugu og fimm ákærur. Nokkrir voru sakaðir um nauðgan- ir og að beita böm ofbeldi. Aðrir fengu kærur fyrir að hafa í fórum sínum bamaklám. Málið fékk aö vonum mikla um- fjöllum i fjölmiðlum í Frakklandi og meðal annars fiallaði Le Nouvel Observateur mikið um það fyrr á árinu. Kenndi þar margra grasa, allt frá hörðum áfellis- • dómum yfir þeim sem taldir voru sekir um að i hafa misnotað börn kynferðis- s lega til gagnrýni á lögregluna fyr- ir sýndar- • mennsku sem hafi að minnsta kosti öðrum þræði átt að vekja • athygli fjölmiðla og koma þannig þeim boðum til almennings að yfirvöld hefðu mikinn áhuga á að uppræta svona öf- uguggahátt. í raun væri sá áhugi þó meiri í oröi en á borði. Mikil umræða Húsleitinni, handtökunum, yfir- heyrslunum og ákærunum fylgdi umræða sem enn stendur yfir. Er meðal annars reynt að skýra þá af- stöðu foreldra að þegja um afbrot af þessu tagi og bent á að oft sé erfitt ef ekki ómögulegt að sanna að barni hafi veriö misboðið kynferðislega. Stundum sé ekki á öðru að byggja en framburði þess og margir for- eldrar vilji hlifa börnum sínum við því álagi sem þvi tengist að fylgja ásökunum eftir og að reyna að sanna þær. Þá gæti viða vantrúnað- ar á sögur bamanna sem sum hafi mikið ímyndunarafl en að auki geti gætt tilhneigingar þeirra sem með völdin fara til að hlífa ákveðnum að- ilum. Aðrir benda hins vegar á þá miklu þjáningu sumra barna sem fyrir þessu verða og að sé hlutur þeirra réttur í tæka tíð geti það reynst þeim mikil hjálp. Þau glimi annars í þögn við vanda sem geti valdið æ meira tjóni á sálarlífinu og er í því sambandi meðal annars vís- að til sjálfsvígs Thierrys Debains en ýmsir halda því fram að það hafi átt stóran þátt í að koma umræðunni á það stig sem hún er í dag. Fleiri ákærur Lögreglan hefur meðal annars svarað gagnrýninni á sig og yfirvöld með því að segja: „Mjallhvít og dvergarnir sjö em ekki á mynd- böndunum sem við höfum gert upp- tæk.“ Eftir upptökuna hafa fiórir þeirra, sem grunaöir era um að hafa misboðið börnum, framið sjálfsvíg. Meðal þeirra er þrjátíu og níu ára kennari, Gilbert Pic, en í fórum hans fundust þrjú þúsund og níu hundrað myndir af berum börn- um og unglingum. Einnig sviptu sig lífi fertugur pó- steftirlitsmaður í Grenoble, fiörutíu og átta ára forstjóri vopnaverk- smiðju í Tulle og fatlaður maður í Givors. Pic kastaði sér í Garone-ána af Aquitaine-brúnni í Bordeaux. Hinir þrír hengdu sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.