Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 12
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 12 %ríir 15 árum Snotrar stúlkur á föstudagsmynd Föstudagsmyndin hét þáttur sem var hvem föstudag í DV fyrir 15 árum. Föstudagsmyndin var af einhverri snoturri stúlku á aldrinum 16-22 ára. í myndatexta mátti lesa um aldur stúlknanna, upprana og áhugamál. Föstudagsmyndin skipaði veglegan sess í blaðinu en hálf blaðsíða 2 fór yfirleitt undir þennan þátt. Föstudagsmyndin hlaut góðar viðtökur lesenda, í það minnsta karlmannanna. Ekki virtist vanta fyrirsætur í fostudagsmyndina en myndirnar voru vel innan „siðsamlegra" marka. Helgarblaðinu tókst að hafa upp á Steinunni Tómasdóttur sem prýddi eina fóstudagsmyndina 1982, þá tvítug að aldri. í myndatexta mátti lesa að Steinunn væri úr Reykjavík og starfaði í pylsuvagninum við Laugardalslaugina. Áhugamál hennar vora skemmtanir og ferðalög og hún hafði áhuga á Steinunn Tómasdóttir við pylsuvagninn við Laugardalslaug. Þar vann hún þegar föstudagmynd DV var tekin fyrir 15 árum. DV mynd E.ÓI Stnntuut TimauUUir pr&ir nsiludogtmgndma I dag. Ilúa tr teUugur taugaruur AtMlihufamát hmnar rru trráátng 09 akrmmtumíT, i Itrgkríáingur. Sttinunn aturfar tpgtrut'ogninum rió Imufárdálrtuntl' kefttr hugá aAtirrarngrtingu. PV-mgnd: Ktnar fyrir að læra snyrtingu. „Nei, ékki fór ég í snyrtinguna heldur lærði ég smurbrauðsgerð í þrjú ár og vann við það. Nú hef ég hins vegar umsjón með grænmeti í verslun. En ég ferðaðist mikið árin eftir að myndin var tekin, bæði utanlands og innan, og hafði gaman af. En hvemig atvikaðist það að Steinunn lét taka af sér föstudagsmynd? „Ljósmyndarinn var kunningi frænda míns og við voram mikið að skemmta okkur á skemmtistaðnum Broadway í Mjóddinni. Þar kom fyrst til tals að ég sæti fyrir. Einn daginn mætti Einar niður í pylsuvagn og spurði hvort ég væri ekki til. Myndatakan fór síðan fram í gróðurhúsi frænku minnar í Árbænum.“ Steinunn segir að fjölskylda og vinir hafi tekið vel í allt saman og henni hafi ekkert verið strítt. Hún H. ♦ segir að sama dag og myndin birtist hafi einn viðskiptavina pylsuvagnsins verið að lesa DV, horft á sig og myndina til skiptis og sagt: Heyrðu, þetta ert þú. Það var bara voða gaman að þessu. Ég man að stuttu síðar kom ég til álita í auglýsingu sem Nói-Síríus var að gera með Magnúsi Ólafssyni I einu hlutverkanna. Hann sendi menn niður í pylsuvagn að tala við mig en þá var ég í fríi og missti af öllu saman. Kannski missti ég þarna af stóru tækifæri," segir Steinunn og hlær. Steinunn tók vel í þá beiðni að láta mynda sig nákvæmlega 15 árum eftir aö myndin af henni birtist í DV. Hana grunaði þó ekki að ljósmyndarinn yrði sá sami og þá, Einar Ólason. -hlh arum bókaormurínn Áhrifamikil, spennandi og mannleg bók - segir Sigurlaug Margrét Jónasdóttir þula „Ég er þessa stundina aö lesa barnabókina Benjamín dúfu eftir Friðrik Erlingsson fyrir son minn. Þetta er í þriöja skipti sem ég les bókina fyrir hann og viö höfum bæði alltaf jafngaman af. Bókin segir frá fjórum vinum sem búa í litlu hverfi í Reykjavík. Eftir að hrekkjusvín- ið Helgi svarti fremur mjög andstyggilegt at- hæfi stofna söguhetjurnar Roland, Andrés, Baldur og Benjamín reglu Rauða drekans og hefja baráttu gegn ranglæti heimsins. Lífiö er fyrst og fremst leikur en ægilegur atburður breytir miklu í lífi þessara ungu vina. Ég man aö þegar ég las bókina í fyrsta skipti þá undirbjó ég son minn vel áður en ég las um þennan sorglega atburð sem á sér stað. Ég gleymdi hins vegar að undirbúa mig og það endaði því þannig að á eftir sat ég alveg miður mín með tárin í augunum. Hann tók þessu hins vegar með jafnaðargeði. Mér finnst Benjamín dúfa vera alveg eins og bamasögur eiga að vera. Bókin er áhrifa- mikil, spennandi og mjög mannleg. Maður fmnur líka að Friðrik veit alveg hvað hann er að skrifa um. Það kemur mjög sterkt í gegn að hann ber virðingu fyrir börn- um. Bókin er ekki full af predikunum eins og svo oft vill vera með barnabækur. Það er líka mikill léttir að lesa bama- bók sem manni finnst sjálfum skemmtileg. Benjamín dúfa er ein skemmtilegasta barnabók sem ég hef lesið og ég vil nota tækifærið og leggja inn beiðni hjá Friðriki. Mér finnst kominn tími til að hann setjist niður og skrifi aöra barnabók svo ég þurfi ekki að lesa þessa í fjórða skiptið á stutt- um tíma,“ segir Sigurlaug Mar- grét. -gdt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.