Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997
25
y Sjónvarpsstjarnan Jón Logi kominn aftur:
I Beinni útsendingu
í Loftkastalanum
Hann er kominn fram á sjónar-
sviðið á ný. Sjónvarpsmaðurinn
frægi, Jón Logi, sem fyrir margt
löngu hvarf skyndilega af sjónar-
sviðinu og enginn vissi hvað um
hann varð. Nú er hann kominn tví-
efldur til leiks og verður í Beinni út-
sendingu í Loftkastalanum í vetur.
menn þjóðarinnar leita til mín svo
og leiðandi öfl á ýmsum sviðum
þjóðlífsins. Menn spyrja: „Jón Logi,
hvað segir fólkið? Hvernig er stemn-
ingin í þjóðfélaginu?" Ég er tengilið-
urinn sem allir reiða sig á. Það er
erfltt en mér er það ljúf skylda."
- Svo við snúum okkur að þættin-
skyggnast undir yfirborðið og
kryfla það mál til mergjar. Þetta er
mál sem legið hefur í þagnargildi
árum saman en nú verður flett ofan
af því.
Ég er alls staðar þar sem eitthvað
er að gerast, þar sem vandamál eru
á ferðinni, þar sem fólk á um sárt að
binda. Margir hafa
misskilið hlutverk mitt
og ég hef þurft að sitja
undir ýmsum athuga-
semdum sem hafa sært
mig en ég held ótrauð-
ur áfram. Ég trúi á
sannleikann."
- Hvernig lífi lifir þú
fyrir utan flölmiðlana?
„Það er engin spurn-
ing að ég fell inn í
flöldann. Ég er bara
venjulegur maður. Ég
vinn á miklu dýpi og
það er enginn sem
vinnur eins og ég.
Þjóðin fól mér verkefni
sem ég hef tekið mjög
alvarlega. Þjóðin veit
ekki hver ég er því ég
er í rauninni bara
skoðun meirihluta
þjóðarinnar. Ég þekki
alla og er alls staðar en
samt hvergi."
Umbrot-hönnun-útkeyrsla
ísafoldarprentsmiðja er ein af stærstu
prentsmiðjum landsins.
Vegna aukinna verkefna vantar okkur prentsmiði sem hafa
góða þekkingu á tölvuvinnslu, útkeyrslu og hönnun, eru
tilbúnir að tileinka sér nýjungar og hafa áhuga á þróun
grafískrar vinnslu.
Upplýsingar hjá verkstjóra ísíma: 5505982
r
Er í banastuði
Jón Logi er samnefnari ails þess sem er skemmtilegt og áhugavert. DV-mynd Hilmar Þór
Margir bíða spenntir eftir fyrstu út-
sendingunni sem verður þann 14.
september nk.
Jón Logi hefur haldið sig til hlés
um tíma og segist í dag nýr og
breyttur maður. Hann segir ákveðin
mál hafa valdið því að honum þótti
réttast að láta sig hverfa um stund
en nú sé hans tími kominn.
„Það er engin spuming að þjóðin
tekur mér opnum örmum. Það
gamla er nú gleymt og grafið og mér
hefur verið fyrirgefið. Það kom upp
leiðindamál á sínum tíma sem ég vU
ekkert ræða um. Það er óþarfi að
ýfa upp gömul sár. Nú er ég kominn
aftur, nýr og breyttur maður.“
- Hvar hefurðu haldið þig?
„Ég hef undanfarin ár haldið mig
til hlés. Ég hef notað tímann til að
horfa, hlusta og hugsa málin. Ég hef
fylgst vel með þróun mála hér og
annars staðar og verið með fing-
urna á púlsi þjóðarinnar. Og nú er
ég tilbúinn að grípa inn í.“
- Nú eru Hemmi Gunn og Gísli
Rúnar báðir hættir með sinn þátt.
Er það hugsanleg ástæða fyrir því
að þú lætur til skarar skríða núna?
" „Auðvitað hefur plássið á mark-
aðnum rýmkað en það er ekki hægt
að líkja mér við þá. Bakgrunnur
minn er allt annar. Mér gekk t.d.
aldrei vel í íþróttum. Það kom hins
vegar strax i æsku í ljós hvert hlut-
verk mitt í lífinu yrði. Ég er könn-
uður og það má segja að ég sé sam-
nefnari og brennipunktur þessarar
þjóðar að ógleymdri samvisku
hennar. Ég er samnefnari alls þess
sem er vinsælt, skemmtilegt og
áhugavert, hvort sem það varðar
listir, menningu, pólitík eða hvað
sem nöfnum tjáir að nefna. Allt
þetta endurspeglast í mér.“
- Varstu svona strax sem barn?
„Já, ég fæddist með þessum
ósköpum. Ég var t.d. týpan í bama-
skóla sem kom upp um prófsvindl
og aðra pretti. Ég þoli ekki svik og
lævísi. Ég vil ekki nokkrum manni
illt en undirferli get ég ekki þolað.
Ég vil að fólk geri sér grein fyrir því
að hlutverk mitt er mjög erfitt. Það
er ekki auðvelt að vera þetta safn-
gler skoðana og hugmynda. Það er
t.d. engin tilviljun að margir ráða-
um þínum: Hvemig þáttur er Bein
útsending?
„Þetta er spjallþáttur sem er ólík-
ur öllum öðrum þáttum af því tagi.
Ég reyni að kryfla málin til mergj-
ar. I fyrsta þættinum fæ ég t.d. til
mín listamann sem hefur getið sér
gott orð á erlendri grund og á eftir
að gera stóra hluti í framtíðinni.
Hann hrökklaðist úr landi á sínum
tíma og ég mun af mikilli festu
Þorvaldur Þorsteins-
son, umboðsmaður
Jóns Loga, sagði að áhorfendur
yrðu ekki fyrir vonbrigðum með
karlinn. Hann væri í banastuði.
„Jón Logi hefur þróað ákaflega
snarpan viðtalsstil sem er búið að
stæla ótrúlega mikið. Hver setning
er stutt.og í stjörnuflokki - eins og
fitusneytt kjöt. Stíll hans er til í
mörgum útgáfum en núna fá menn
að heyra „originalinn" og þá skilja
menn muninn.“ -gdt
Vissir þú.
• •
□
að fyrri tíma og nútímasálarrannsóknir hafa sýnt fram á með yfir-
gnæfandi llkum að líf sé eftir líkamsdauðann? Og að í öðrum heimi
bíði framhaldslíf allra lífvera, jafnt manna, dýra og plantna?
□
að hluti af niðurstöðum rannsókna spíritismans var og er að
ALLIR látnir ástvinir okkar og aðrir eru NÚNA staddir í þessum maka-
lausa framhaldsheimi? Og að langflestir þeirra fari strax í „fallega
staðinn” þótt sumir þeirra þurfi stundum að taka á sig nokkurn krók
áður en það gerist eftir misjafna hegðun þeirra hér á jörðu, að þvi er
virðist að mati þessara sömu upplýsinga?
□
að hér á jörðinni er allstaðgóð þekking til um þessi mál eftir
meira en 150 ára rannsóknir spíritismans á þessum hlutum þótt aldrei
sé minnst einu orði á þá í opinbera menntakerfinu sem kostar skatt-
greiðendur yfir 20 milljarða á ári hér á landi?
□ að á íslandi er vandaður Sálarrannsóknarskóli sem fræðir al-
menning um öll þessi handanheimamál og hversu raunverulega mikið
er vitað um þessa heima og samband okkar viö þá, sem og um starf-
semi miöla, álfa og huldufólk og hin ólíkustu dulræn mál önnur?
Fyrstu bekkir haustsins byrja bráðum. Námið er í formi fræðslu-
erinda og kennslu um starfsemi miðla eitt kvöld (viku eöa eitt
laugardagssíödegi f viku fyrir hófleg skólagjöld - fyrir alla sem
áhuga hafa. - Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um
skemmtilegasta skólann sem f boöi er í dag. - Yfir skráningar-
dagana er svaraö í síma skólans alla daga vikunnar kl. 14 til 19.
Sálarrannsóknarskólinn,
- mest spennandi skólinn í bænum -
Vegmúla 2,
s. 561 9015 & 5886050
Fullkomin tækjasalur - Smiðjuvegur 1 - 200 Kópavogi
O SPINNING-hjólatímar
Smiðjuvegi 1-200 Kópavogi
Sími. 5543040
TRYGGIÐ YKKUR PLASS SEM FYRST
Lokað fitubrennslunámskeið
Strangt aðhald, hefst þann 11. september.
Einkaþjálfun Einar Vilhjálmsson • GSM: 896 7080
^ Frjáls mæting
*Spinning (hjólatímar)*
*Pallatímar*Þolfimi*
* Mjúk leikfimi*
JOGA
Joga námskeið
fyrir alla
1 KARATESKÓLI
14 ára og eldri
MORGUNKLUBBUR
G U F A
- LJOS - BARNAGÆSLA