Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1997 38 V- Stáltaugar Skakka turnsins Ég vissi alltaf að hann hallaði, enda frægur fyrir það. Hafði ein- hvern tímann séð myndir af honum án þess þó að gaumgæfa þær að ráði. Samt var ég á leiðinni þangað einmitt vegna þess að þessi blessaði tum var gallaður. Skakkur. En að hann væri svona dásamlega skakk- ur var nokkuð sem ég bjóst ekki við. Draumkennd tilvist turnsins Himinninn yfir Pisa var bjartur og blár og túrhestarnir spókuðu sig á dómkirkjutorginu í marglitum stuttbuxum og pilsum. Fagurgræn flötin umhverfis dómkirkjuna var eins og nýhreinsað gólfteppi sem státaði af hvítum, flúruðum hús- gögnum; skírnarkapellunni, dóm- kirkjunni, klukkuturninum. Á þessum sólríka degi leiftruðu allir litir að undanskildum þeim rauða sem nýtur sín best á kvöldin þegar hin helgu hús em böðuð bjarmanum frá blóðrauðu sólarlagi. Kona, sem stödd var í Pisa að kvöld- lagi, sagði seinna svo frá að henni hefði þótt sem blóð rynni niður eft- ir hvolfþaki skírnarkapellunnar við sólsetur, svo sterkur var roðinn. Hversu draumkennd sem lýsing frá stað þessum kann að hljóma er hún dagsönn. Jafnsönn og tilvist Skakka tumsins sem þó er draum- kenndastur af öllu sem fyrir augu ber á torginu. Það var þessi margfrægi turn sem fyrstur fangaði athygli mína þegar ég tók niður rykug ferðasólgleraug- un á götuhorni í Pisa. Ég stóð and- spænis þessum forna turni og dáðist að úthaldi hans. Hneigði mig fyrir Karatefélag Reykjavíkur Sundlaugarhúsinu í Laugardal KARATE - KARATE - KARATE Æfiö karate hjá elsta karatefélagi landsins, þar sem kennsla fer fram hjá ábyrgum aðilum Karate er frábær alhliða íþrótt sem hentar fólki á öllum aldri! - Nýir félagar ávallt velkomnir! Innritun er hafin á staðnum eftir kl. 17:00 (einnig í síma 553 5025). Nýtt æfingatímabil er hafið skv. eftirfarandi æfingatöflu: Kl. Mánudagur Kl. Þrið|udagur Kl. Mlðvlkudagur Kl Flmmtudagur Kl. Föstudagur Kl. Laugardagur 17:00 17:00 17:00 17:00 17:00 Framhald börn 14:00 Kumite/frjálsl 18:00 Framhald börn 18:00 Byrjendur bðm 18:00 Framhald bóm 18:00 Byrjendur börn 18:00 Byrjendur fullorðnir 19:00 Framhald fullorðnir 19:00 Byrjendur fullorðnir 19.00 Framhald fullorðnir 19:00 Byrjandur fullorðnir 19:00 Framhald fuilorðnir Æfingagjöld verða eftirfarandi fyrir þrjá mánuði: Fullorðnir kr. 8.500 og börn 6.800. Innifalin í verði er karateþjálfun, aðgangur að lyftingaherbergi, sundlaug og pottum. Jafnframt er innifalin í verði gráðun o.fl. í lok tímabilsins. Komi til landsins erlendir þjálfarar, þá þarf að greiða sérstaklega fyrir aðgang að námskeiðum þeirra, svo og gráðun á þeirra vegum. ATH.iYfirþjálfari félagsins sensei George Andrews 6. dan shihan Skakki turninn stendur á Torgi kraftaverkanna (Piazza dei Miracoli) en þar eru margar merkar byggingar. þessari dásamlegu byggingu sem er talin meistaraverk á sínu sviði arki- tektúrs - turninum sem væri full- kominn ef hann hallaði ekki en er fullkominn einmitt vegna þess að hann hallar en hrynur ekki. Torg kraftaverkanna Árið 1063 hófst bygging dómkirkj- unnar í Pisa og var hún fyrsti visir- inn að þeim fræga garði sem í dag nefnist Torg kraftaverkanna (Piazza dei Miracoli). Og vissulega þótti hin mikla kirkja kraftaverk í sjálfri sér á sínum tíma og þykir enn. Henni hefur verið lýst sem „meistaraverki hugar og handa“ og virðist engu lík- ara en almættið sjálft hafi tekið þátt í sköpun hennar. Gegnt dómkirkjunni stendur skímarkapellan, hringlaga bygging skreytt i gotneskum stíl. Eins og titt er um allar byggingamar á Torgi kraftaverkanna liðu aldir frá „fyrstu skóílustungunni" þar til verkinu var lokið vegna tafa af ýms- um orsökum. Bygging skýrnarka- pellunnar hófst árið 1153 undir stjórn arkitektsins Diotisalvi og lauk á ofanverðri 15. öld. Aragrúi listaverka prýða skírn- arkapelluna, eins og aðrar bygging- ar á Torgi kraftaverkanna. Meðal muna sem enn eru á sínum stað er hin svonefnda „ljósakróna Galí- leós“. Um er að ræða ljósakrónu úr bronsi frá 1587. Eftir að hafa fylgst með ljósakrónu þessari sveiflast eiga hinum mikla hugsuði, Galileó Galílei, að hafa vitrast reglur um jafna tímalengd milli pendúl- sveiflna. Fleiri þjóðsögur era til um eðlis- fræðinginn Galíleó Galílei í Pisa enda var hann innfæddur Pisabúi. Hermt er að af þaki Skakka turnsins hafi hann framkvæmt hinar frægu tilraunir sínar um fall hluta sem urðu til þess að hann skráði lögmál þar að lútandi. Frægur að endemum í dag fengi Galíleó þó ekki að príla upp á efstu hæð til þess að sinna visindatilraunum ... nema þær miðuðu að því að koma í veg fyrir hran turnsins. Aðgangur að tuminum er nú bannaður vegna viðkvæms ástands hans. Áður biðu ferðamenn í röðum eftir að fá að þramma upp 294 tröppur i dimmum hringstiga þessa skakka sívalnings. Af efstu hæðinni er víðsýnt yfir fjalllendi og frjósamar sléttur Toskaníuhéraðs en turninn er átta hæðir og tæplega 56 metra hár. Klukkuturn dómkirkjunnar var þriðji minnisvarðinn sem hafist var handa við að reisa á torginu og varð með tímanum þeirra frægastur. Frægur að endemum, má segja, því þvert á áætlanir byggingameistar- anna víkur tuminn nú tæpa 5 metra frá lóðlínu og er þess vegna þekktur sem „Skakki turninn í Pisa“. Það var listamaðurinn og arki- tektinn Bonanno Pisano sem hleypti byggingu turnsins af stokkunum árið 1174. Þegar þrjár hæðir höfðu verið reistar voru framkvæmdir stöðvaðar. Hermt er að ástæðan hafi verið skekkjan í byggingunni sem þá þegar var komin í ljós. Enn í dag ber mönnum ekki saman um hvort hún sé til þess komin vegna land- sigs eða hreinlega vegna galla í hönnuninni. í dag er ferðamönnum tjáð að turninn halli vegna „lélegrar undirstöðu" og getur þá hver túlkað það á þann veg sem hann kýs. Eftir 90 ára „kaffihlé" bygginga- verkamannanna var loks ráðist í að reisa þær hæðir sem á vantaði. Árið 1350 kórónaði Tommaso Pisano stór- virkið með byggingu klukknahvelf- ingarinnar. Hættuástand í tímans rás hefur sig sívalnings- ins haldið áfram og hallar hann nú verulega undir flatt. Vegna hættuá- standsins er turninn undir stöðugu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.