Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 Fréttir Breytingarnar í bankakerfinu: Bankastjórarnir eru ráðnir til tveggja ára - Þorsteinn Ólafsson stjórnarformaður nýja bankans Staða bankastjóra í Búnaðar- banka og Landsbanka hefur breyst talsvert. Nýr banki, Fjárfestingar- banki atvinnulífsins, hefur orðið til. Bæði í Landsbanka og Búnað- arbanka verður einn aðalbanka- stjóri i stað þriggja eins og hefur verið til þessa. Hinir bankastjórarn- ir halda sínum störfum, þó með þeirri breytingu að þeir heyra und- ir aðalbankastjóra. Allir bankastjór- arnir eru ráðnir til tveggja ára. í Landsbankanum verður Björg- vin Vilmundarson aðalbankastjóri og Stefán Pálsson í Búnaðarbanka. Hinir bankastjórarnir, Sverrir Her- mannsson og Halldór Guðbjarnason í Landsbanka og Sólon Sigurðsson og Jón Adolf Guðjónsson í Búnaðar- banka, verða þó allir áfram banka- stjórar. Engir aðstoðarbankastjórar eða framkvæmdastjórar verða eftir ára- mót þegar breytingarnar koma til framkvæmda. Stjórn Búnaðarbankans hf. skipa Pálmi Jónsson, formaður, Þórólfur Gíslason, varaformaður, Haukur Helgason, Sigríður Stefánsdóttir og Arnór Arnórsson. Nýkjörna stjórn Landsbanka íslands hf. skipa Helgi S. Guðmundsson formaður, Kjartan Gunnarsson varaformaður. Aðrir í stjórninni eru Anna Margrét Guðmundsdóttir, dr. Birgir Þór Runólfsson og Jóhann Ársælsson. Frá stofnfundi Búnaðarbanka íslands hf. í gærdag. DV-mynd E.ÓI. Myndfundir í alþjóöasamstarfi: Tæknilega í lagi - segir Tómas Ingi Olrich „Hin tæknilega hlið málsins sem skoðuð var í gær virðist ganga upp að mestu. Þó er eftir að leysa nokk- ur vandamál sem snerta þá hlið málsins að mögulegt sé að koma nokkuð mörguni sendinefndum inn á svona myndfund í einu,“ segir Tómas Ingi Olrich. Tómas hafði frumkvæði að því að tilraun var gerð í gær í samráði við Evrópuþingið i Strassbourg um hvort mögulegt væri fyrir íslend- inga að taka fullan þátt í störfum þingsins með gagnvirkri hljóð- og myndtengingu milli íslands og Strassbourgar. Tómas segir í sam- tali við DV að tæknileg vandamál við þessa samskiptaaðferð virðist flest leysanleg, m.a. það að þýða mál myndfundarmanna jafnóðum. Að tæknivandamálum leystum komi síðan að því að leysa fjárhagslega hlið myndfunda og þá hlið sem lýt- ur að þingsköpum og er talsvert flókin. Tómas segir að með því að sækja alþjóðlega samstarfsfundi með að- stoð gagnvrikra myndsendinga um ljósleiðara sýnist sem íslendingar geti tekið mun virkari þátt í því og með mun minni tilkostnaði en fylg- ir því að senda menn á staðinn. Hvað varðar Evrópuþingið séum við þó í raun jafnframt að létta af okkur miklum tilkostnaði og færa yfir á Evrópuþingið. „Þeir líta á það sem heldur nei- kvætt, en ég lít á það sem réttlætis- mál,“ segir Tómas Ingi og nefnir sem dæmi að sé haldinn mikilvæg- ur fundur i París um fiskveiðar þá geti Portúgalir sent þingmann ásamt þremur sérfræðingum hon- um til aðstoðar á fundinn með litl- um tilkostnaði. íslendingar ráði hins vegar ekki við slíkan viðbúnað kostnaðarins vegna og sendi því þingmanninn einan. Og þótt hann sé fróður um málið, þá eigi hann undir högg að sækja einn og án sér- fræðiaðstoðar á staðnum. „I raun og veru er mjög erfitt fyr- ir þjóðir sem búa lengst frá vett- venginum að standa jafnfætis öðr- um í fundarstarfi af þessu tagi. Myndfundatæknin getur hins vegar jafnað aðstöðumuninn og aukið Þingmennirnir Hjálmar Árnason og Tómas Ingi Olrich á símafundinum í húsakynnum Pósts og síma í gærmorgun. DV-mynd S réttlæti milli þjóða í samskiptum og alþjóðamálum," sagði Tómas Ingi við ákvarðanatöku í mikilvægum Olrich alþingismaður. -SÁ Dagfari Sökudólga leitaö Eftirmál af sviplegum dauða Díönu prinsessu ætla engan endi að taka. Mönnum er mikið í mun að finna sökudólga, enda deyr ekki önnur eins manneskja og lafði Díana öðruvísi en einhverjum sé um að kenna. Fyrst var hafist handa um að kenna blaðaljósmynd- urunum um slysið. Þeir voru hundeltir og fjölmörgum stungið í fangelsi og nú þegar hefur verið höfðað mál á hendur þeim til von- ar og vara, ef enginn annar söku- dólgur skyldi fmnast. Svo beindist athyglin að bílstjór- anum frá Ritz-hótelinu. Hann var sagður ölvaður, með þrefalt áfeng- ismagn í blóðinu umfram það sem leyfilegt er. Blóðmælingarnar eru nú til rannsóknar og bilstjórinn, sem reyndar lést einnig í bílslys- inu, er hafður til vara sem söku- dólgur, ef enginn annar skyldi finnast sem ber ábyrgð á dauða Díönu. Einhverjum datt í hug að kenna Mercedes Benz-framleiðendum um bOslysið og lát farþeganna og er það mál enn til skoðunar ef ske kynni að aðrir verði sýknaðir af ábyrgð á þessu slysi. Aðallega hafa þó hrópin og ásakanirnar beinst að konungsfjölskyldunni bresku. Ekki kannske beint fyrir að drepa Díönu en næstum því. Konungsfjölskyld- an notaði sem sagt Díönu til undaneldis, en lét hana síðan flakka og vOdi ekkert með hana hafa. Drottningin á jafnvel að hafa neitað að flagga í hálfa stöng þegar hún frétti af andláti Díönu. Kon- ungsfjölskyldan hrakti Díönu frá hinni konunglegu hirð, Karl Breta- prins hélt fram hjá Díönu og Karl var undir slíkri smásjá þegar jarð- arfórin fór fram að hann átti sér í raun enga undankomuleið. Ef Karl grét, þá var það grátur hræsninn- ar. Ef hann grét ekki, þá var það tO merkis um kaldlyndi hans. Og nú er rætt um það í fuOri al- vöru í Bretlandi að sleppa Karli sem kóngi og láta Vilhjálm son hans og Díönu taka við konung- dóminum af Elísabetu ömmu sinni. AUt er þetta rætt vegna þess að konungsfjölskyldan, Elísabet og Karl prins, eru sögð hafa átt þátt í því að Díana dó, því ef hún hefði ekki skOið og verið svona óham- ingjusöm, hefði hún ekki verið í bíl í Frakklandi með unnusta sínum og þá væri Díana enn þá lifandi og væntanlega drottning. Spencer lávarður, bróðir Diönu, er einn af þeim sem hefur varað sérstaklega við konungsfjölskyld- unni. Hann notaði útfórina tU að veitast að drottningunni og fjöl- skyldu hennar og varaði við því að prinsamir, synir Díönu, létu þessa fjölskyldu hafa of mikU áhrif á sig. Sem þýðir auðvitað á mæltu máli að Spencer er þeirrar skoðunar að fjölskyldan hafi verið vond við Díönu og ef hún hefði verið betri við Díönu, hefði hún ekki lifað því lífi sem hún lifði og þá hefði ekki komið tU dauða hennar. Það eru sem sagt fjölmargir sökudólgar í sigtinu og þá ekki síð- ur þeir sem voru fjarri slysinu og hafa ekki verið nógu hryggir vegna andláts Díönu, eins og þeir ættu að gera ef þeir væru algjörlega sak- lausir af dauða prinsessunnar. Aðdáendur Díönu og þá sérstak- lega bresku slúðurblöðin, sem eltu hana á röndum og léku líf hennar grátt, hafa nú sameinast um að finna sökudólga, sem verða næstu fórnarlömb þeirrar gulu pressu, sem elskaði Díönu svo mikið að það leiddi tO dauöa hennar. Söku- dólgana verður að finna tO að al- menningsálitið geti kveðið upp sinn dóm. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.