Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 ComSort Suites í beinu sambandi allan sólarhringinn •• 903 « 5670 •• [Œ Aöeins 25 kr. mlnútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Svarþjónusta DV leiöir þig áfrarn Þú hrtngir I slma 99-56-70 og velur eftlrfarandi: !j 1 i til þess aö svara auglýsingu 2 : til þess aö hlusta á svar auglýsandans (ath.l ð eingöngu viö um atvinnuauglýsingar) ij 3 i ef þú ert auglýsandl og vilt ná i svör Jj ; eöa tala Inn á skilaboöahólflö þltt sýnishorn af svari tll þess aö fara til baka, áfram - eöa hætta aögerö Fréttir Sólgaröaskóli i Fljótum: Aðeins fjórir nemendur í vetur DV, Fljótum: Aðeins verða fjórir nemendm' í Sólgarðaskóla í Fljótum í vetur og hafa þeir aldrei verið svo fáir síðan skólinn tók til starfa fyrir liðlega 50 árum. Síðasta vetur voru tíu nem- endur við skólann en fækkunin kemur að mestu leyti til vegna brottflutnings fólks. Guðrún Hanna Halldórsdóttir hefur tekið við sem skólastjóri Sól- garðaskóla. Hún tekur við stöðunni af Guðnýju Láru Petersen sem flutti brott í sumar. Guðný hafði verið skólastjóri í eitt ár. Guðrún Hanna hefur kennt við skólann um árabil en auk hennar verður einn kennari í hlutastarfi. -ÖÞ Trygging fyrir gœðum KISSIMMEE/ORLANDO Sputningar: 1. Hverpr eru 4 ófongastaðír Úrvals-Útsýnar á Flórída? Svan 2. Neffnið 2 vinsæla skemmtigarða i Orlando. Svan 3. Neffnið 2 gististaði Úrvals-Útsýnar á Flórída. Svan Svarseðill afhendist i bás Úrvals-Útsýnar á Americana '97 í Kringlunni 11.-14. september. Þátttakendur á landsbyggðinni verða að hafa póstlagt þátttökuseðil fyrir laugardaginn 13. sept. merkt Úrval-Útsýn, Lágmúla 4,104 Rvk. Dregið verður 15. september. Hagstœö kjör Ef sama smáauglýsingin er birt undir 2 dálkum sama afsláttur af annarri auglýsingunni. aWtmll llhinfa' Smáauglýsingar 550 5000 ÆNBVAL-ÚTSÝN ÓlafsQöröur: Uppstokkun i kjol- far rekstrartaps DV, Olaísfirði: Gagnger uppstokkun hefur verið gerð á Sparisjóði Ólafsfjarðar í kjöl- far mikilla fundahalda alla helgina. Staða sjóðsins var mjög slæm og kom í ljós að 289 milijóna kr. tap var á rekstrinum fyrri hluta ársins. Tapið er rakið til umfangsmikilla útlána undanfarin ár. Þar með upp- fyllti sparisjóðurinn ekki lagaá- kvæði um eiginfjárstöðu sjóðsins. Tryggingasjóður og aðrir bankar hafa lagt 200 milljónir til sparisjóðs- ins og er eiginfjárhlutfallið því orð- ið 10% en má ekki vera minna en 8%. Stjórn sparisjóðsins sagði af sér og tók ný við. Hana skipa Gunnar Þór Sigvaldason, Ásgeir L. Ásgeirs- son, Gunnar L. Jóhannsson og Ósk- ar Þór Sigurbjörnsson, allir frá Ólafsfirði, auk Jóns Péturssonar frá Akureyri. Þorvaldur Hreinsson hef- ur gegnt stöðu sparisjóðsstjóra síð- an í júní en hann var staðgengill sparisjóðsstjóra. Blaðamaður DV hefur fyrir því heimildir að trúnað- armál við rannsókn málsins hafi lekið út. Til að mynda fengu fulltrú- ar í bæjarstjóm Ólafsfjarðar ekki að sjá skýrslu sem unnin var vegna málsins en hlutar af henni komu engu að síður fram í fréttatíma Sjónvarpsins fyrir nokkru. -HJ Hvalfjarðar- gangamódelið notaö í Færeyjum DV, Akranesi: Fjármögnun og fyrirkomulag jarögangagerðar í Hvalfirði hefur vakið athygli utan landstein- anna. Þannig komu fyrr á árinu þingmenn og samgönguráðherra Færeyja til að kynna sér málið á vettvangi. Gísli Gíslason bæjar- stjóri hefur og sagt frá Hvalfjarö- argöngum í máli og myndum á fundum í Færeyjum. Færeyingar hafa áhuga á að nota „Hvalfjarð- armódelið" við gerð ganga undir Vestmannasund, á milli Voga og Straumeyjar. Byrjað var á göng- um þar fyrir nokkrum áram en hætt við. Þar verður þráðurinn tekinn upp að nýju áður en langt um líður. -DVÓ /"7 'œsii í tiiefni Americana '97 í Kringlunni dagana 11.-14. september efna Úrval-Útsýn og DV til létts spurningaleiks meðal les- enda DV. Svara þarf eftir- farandi spurningum, klippa út seðilinn og koma honum í sýningarbás Úr- vals-Útsýnar í Kringlunni á meðan á sýningu stendur. Heppinn þátttakandi mun síðan hreppa sex daga ferð fyrir tvo til Orlando. Flogib verbur meb Flugleibum, gist í glæsilegri mini-svítu á Comfort Suites Hotel í Kissimmee/<Orlando, ab auki fær vinnings- hafi bílaleigubíl frá Int- erAmerican bílaleig- unni til afnota meban á dvöl stendur. Tvítugur Selfyssingur, Sveinn Erlingsson, hreppti titilinn herra Suöurland 1997 í samnefndri keppni sem haldin var um helgina. DV-mynd Sigrún Lovísa Herra Suöurland: Tvítugur Selfyssingur hreppti titilinn DV, Hveragerði Tvítugur Selfyssingur, Sveinn Er- lingsson, hreppti titilinn herra Suð- urland 1997 í samnefndri keppni sem haldin var um helgina á Hótel Örk í Hveragerði. ívar Ámi Hauks- son, 19 ára Hvergerðingur, lenti í öðru sæti og Seinn Gislason, 22 ára Hvergerðingur, varð í þriðja sæti. Hinn 18 ára Halldór Bjarki Einars- son frá Hveragerði var kosinn vin- sælasti herrann meðal keppenda. Sama kvöldið og keppnin fór fram var einnig valin blómadrottn- ing. Þar varð Berglind Sveinsdóttir frá Seltjamamesi hlutskörpust en svo skemmtilega viil til að hún er trúlofuð Sveini Gíslasyni sem varð í þriðja sæti í keppninni um herra Suðurland. Hljómsveitin Skítamórall hélt uppi fjörinu fram eftir kvöldi við góðar undirtektir gesta. -SL InterAmerican CarRenta!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.