Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 -fc 27 Sviðsljós Kynþokkadísin ætlar að ganga í það heilaga en skapið er enn á sínum stað: yfir bílstjórann Kynþokkadísin Sharon Stone er í giftingarhugleiðingum. Já, hún er búin að finna sér karlmann. Sá heit- ir Phil Bronstein og er ritstjóri virts dagblaðs í San Francisco. Þau hafa þekkst í aðeins tvo mánuði. í Hollywood þykir það hæfilegur reynslutími. Sharon vill þó ganga frá kaupmála við karlinn áður en hring- arnir verða settir upp. Sharon hefur átt í mörgu ástar- sambandinu um dagana, að minnsta kosti síðan hún skildi við sjónvarps- framleiðandann Michael Greenburg árið 1987. Flest hafa þessi sambönd verið skammlíf. Stúlkan hefur ein- hvern tíma látið þau orð falla að karlmenn hafi óttast hana, sér í lagi eftir að hún lék óargakvendið í Ógn- areðli. Frá þvi Sharon skildi við eigin- manninn fyrir tíu árum hefur hún sankað að sér um sjö milljörðum króna. Hún vill greinilega passa aur- ana vel og tryggja að nýi kærastinn kvænist henni af ástinni á henni einni saman en ekki af budduást. Nú svo verður leikkonan líka að eiga slatta af peningum til að eyða í hitt og þetta skemmtilegt. Eins og Sharon Stone og nýi unnustinn hennar, ritstjórinn Phil Bronstein, voru greinilega ástfangin vestur í Kaliforníu um daginn, leiddust ægilega sætt. Þau eru nú aö búa sig undir hjónaband en hún vill fyrst gera kaupmála. Sharon hellti sér sinn hún gerði um daginn, þegar hún hafði unnið sér inn nokkrar milljón- ir fyrir að leika í áfengisauglýsingu. Hún gerði sér lítið fyrir og bauð 22 starfsmönnum við kvikmyndatök- urnar út að borða á veitingahúsi í San Francisco. Á eftir gátu gestírnir valið um hvort þeir vildu fá hótel- herbergi til að hvíla sig á eða leigu- bíl til að komast heim. En peningarnir voru ekki búnir. Þvi bauð Sharon Mimi vinkonu sinni út í búð. Þær stöllurnar fóru vítt og breitt um borgina og áður en varði var Sharon búin að eyða hálfri annarri milljón íslenskra króna. Kvikmyndastjarnan er ekki ein- asta eyðslukló mikil, heldrn- hefur hún skapið í finu lagi. Bílstjórin sem ók Sharon og Mimi milli verslan- anna fékk aldeilis að kenna á því. Einhverju sinni varð honum á að opna ekki dyrnar fyrir stjörnuna. Hún brást þá hin versta við og húð- skammaði aumingja manninn. En Phil lætur það sjálfsagt ekki á sig fá, sjálfsagt skapmaður sjálfur, eins og blaðamenn oft eru. Sharon er nú flutt inn til hans og ekki vitað annað en að allt gangi vel. Eiginkona Carreys heimt- ar hundinn Eiginkona grínleikarans Jims Carreys, Lauren Holly, vill ekki bara væna fúlgu peninga viö skilnað þeirra heldur vill hún líka fá hundinn. Samkvæmt frásögnum er- lendra slúðurblaða vill Carrey heldur láta frúna fá húsið en hundinn George. Carrey gaf Holly hundinn á sínum tíma þeg- ar þau byrjuðu að vera saman. Það var hins vegar hann sem tengdist hundinum meir en hún. „Þeir eru með sömu skapgerð," er haft eftir vini Carreys. Hund- urinn fylgir leikaranum eftir hvert fótmál og sefúr til fóta hjá honum. Það eru ekki fötin sem þessar kínversku fyrirsætur eru að sýna, heldur hár- greiðslan. Hún er líka verk ekki ómerkari manns en hárgreiðslusnillingsins Vidals Sassoons. Vidal var í Shanghaí um daginn að kynna hárþvottaefni sín og aðrar vörur til hárprýði. Símamynd Reuter Michael Jackson reynir að selja búgarðinn sinn I októberhefti tímaritsins Pent- house er því haldið fram að söngv- arinn Michael Jackson sé að reyna að selja búgarðinn sinn Neverland. Samkvæmt frásögn tímaritsins er farið að verða þröngt í búi hjá söngvaranum vegna minnkandi plötusölu. Jackson er einnig sagður hafa selt helming af útgáfurétti sín- um til Sony. Hinn helminginn ætli hann að láta ganga upp í greiðslu af bankaláni. Sennilegt þykir að ásakanir á hendur Jackson um kynferðislega áreitni gegn drengjum hafi haft nei- kvæð áhrif á ferO hans. GBTT ÚTVARPl I Fjörkáltinum í DV á föstudögum / Á Bylgjunni á limmtudögum kl. 20 og endurflulturá laugardögum kl. 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.