Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 26
34 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 Afmæli_______________________ Jónas Alfreð Pálsson Jónas Alfreð Pálsson vélfræðing- ur, Hörgshlíð 4, Reykjavík, er sex- tugur í dag. Starfsferill Jónas Alfreð fæddist í Hróarsdal í Rípurhreppi í Skagafirði og ólst þar upp. Hann lauk námi í vélvirkjun frá Vélsmiðju Guðmundar J. Sig- urðssonar á Þingeyri 1963, prófi úr rafmagnsdeild Vélskóla íslands 1965 og öðlaðist meistararéttindi í iðn- greininni 1967. Jónas Alfreð starfaði hjá Vél- smiðjunni Keili og var þar verk- stjóri 1965-68. Hann vann hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar 1968-75, að einu ári undanskildu sem hann starfaði sjálfstætt. Þá starfaði hann hjá Veðurstofu íslands 1975-91 og var bifreiðarstjóri hjá Guðmundi Jónassyni hf. 1991-96 en starfar nú hjá RÚV - ríkissjónvarpinu. Fjölskylda Eiginkona Jónasar Alfreðs er Þórunn Skaftadóttir, f. 1.5. 1949, jarðfræðingur. Hún er dóttir Skafta Friðfinnssonar, fyrrv. fram- kvæmdastjóra í Keflavík, og k.h., Sigríðar Svövu Runólfs- dóttur húsmóður, en þau búa í Keflavík. Fyrri kona Jónasar Al- freðs var Unnur Tómas- dóttir, f. 22.12. 1940, sjúkraliði. Börn Jónasar Alfreðs og Unnar eru Tómas Reynir, f. 1964, bifvélavirki í Reykjavík, kona hans er Hallbjörg Þórarinsdóttir og eru dætur þeirra Unn- ur, f. 1986, og Hulda, f. 1993; Þóra Jóhanna, f. 1965, dýralæknir í Ósló en maður hennar er Birkir Þór Guðmundsson og eru synir þeirra Arnar Hugi, f. 1992, og Jónas Alfreð, f. 1994. Dætur Jónasar Alfreðs og Þór- unnar eru Hulda Sofffía, f. 1984, og Sigurlaug Lilja, f. 1985. Systkini Jónasar Alfreðs: Þór-Jón, f. 2.1. 1942, d. 12.1. 1990, vélfræðingur, var búsettur í Reykja- vík; Lilja, f. 7.9. 1945, sjúkraliði, bú- sett í Reykjavík; Sigríður, f. 8.10. 1946, fóstra og húsmóðir, búsett í Reykjavík; Hróar, f. 4.10.1949, lager- stjóri hjá Daníel Ólafssyni hf., bú- settur i Reykjavík; Heið- björt, f. 23.7. 1951, bóndi að Utanverðunesi í Skagafirði; Hallfríður, f. 24.1. 1956, fyrrv. banka- maður og bókhaldari, búsett í Reykjavík. Foreldrar Jónasar Al- freðs: Páll Hróar Jónas- son, f. 17.5.1908, trésmið- ur og bóndi, lengst af í Hróarsdal og Utanverðu- nesi en síðan í Reykja- vík, og k.h., Þóra Jó- hanna Jónsdóttir, f. 20.11. 1919, d. 20.5. 1997, húsfreyja. Ætt Meðal alsystkina Páls Hróars voru Jón Norðmann, kennari og fræðimaður. Meðal hálfsystkina hans voru Jósteinn, afi Kára Jónas- sonar fréttastjóra og langafi Krist- jáns Jóhannssonar óperusöngvara. Annar hálfbróðir Páls Hróars var Gísli Jónasson, skólastjóri Lang- holtsskóla, faðir Jónasar Sturlu vígslubiskups, föður Gísla sóknar- prests. Páll Hróar var sonur Jónas- ar, ljósföður, skálds og smá- skammtalæknis i Hróarsdal, Jóns- sonar, b. þar, Benediktssonar, b. á Hellu í Blönduhlíð, Vilhjálmssonar. Móðir Jónasar var Guðný Sigurðar- dóttir, b. á Egg í Hegranesi, Sigurðs- sonar, b. á Daufá, er varð úti með Reynistaðabræðrum. Móðir Páls Hróars var Lilja Jónsdóttir, b. á Syðstu-Grund í Blönduhlíð, Jóns- sonar, söðlasmiðs í Ytri-Kotum, hálfbróður Kristínar, ömmu Helga Pjeturs jarðfræðings. Jón var sonur Jóns, hreppstjóra á Silfrastöðum, Erlendssonar. Móðir Jóns á Syðstu- Grund var Þuríður Sigurðardóttir Beck, b. á Bakka í Öxnadal, Símon- arsonar. Móðir Lilju var Björg Jóns- dóttir. Meðal systkina Þóru má nefna Amór, föður Jóns Viðars tannlækn- is, og Halldór, föður Guðrúnar, skólastjóra Námsflokka Reykjavík- ur og fyrrv. alþm. Þóra var dóttir Jóns, b. og hestamanns á Mýrarlóni í Eyjafirði, Ólafssonar, og Jónasínu Helgadóttur. Jónas Alfreð verður með opið hús í Drangey, Stakkahlíð 17, og tekur þar á móti gestum, laugardaginn 13.9. kl. 17.00-19.00. Jónas Alfreö Pálsson. Haraldur Júlíusson Haraldur Júlíusson netagerðar- meistari, Bessahrauni 20, Vest- mannaeyjum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Haraldur fæddist í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja 1964, lærði netagerð og er netageröarmeistari frá 1967. Haraldur á og starfrækir með öðr- um netaverkstæðið NET efh. i Vest- mannaeyjum. Haraldur æfði og keppti í knatt- spyrnu á unglingsárunum. Hann keppti í mörg ár með meistaraflokki ÍBV og varð bikarmeistari með lið- inu 1968 og 1972. Þá er Haraldur félagi í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hann hefur níu sinnum orðið Vestmannaeyjameist- ari í golfi og unnið til fjölda annarra verðlauna í þeirri iþróttagrein. Fjölskylda Haraldur kvæntist 7.5. 1977 Val- gerði Magnúsdóttur, f. 23.3.1953, ljós- móður. Hún er dóttir Magnúsar Þ. Ágústssonar, f. 7.5. 1921, d. 17.7. 1986, bifreiðarstjóra frá Vestmannaeyjum, og Guðrúnar Ólafsdóttur, f. 8.8. 1920, d. 22.5.1978, ljósmóður frá Flateyri. Börn Haralds og Valgerðar eru Magnús Hlynur Haraldsson, f. 23.9. 1975, unnusta hans er Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir; Guðrún Haraldsdóttir, f. 28.5. 1979; Berglind Þóra Haralds- dóttir, f. 24.9. 1992. Systkini Haralds eru Hallgrímur Júlíusson, f. 25.5. 1946, kona hans er Ásta María Jónasdóttir. Foreldrar Haralds eru Júlíus Vilhelm Hallgríms- son, f. 20.8.1921, netamað- ur, og Þóra Haraldsdóttir, f. 4.4. 1925 Ætt Júlíus er sonur Hallgríms, skip- stjóra á Moldnúpi, Guðjónssonar og Ástríðar Jónasdóttur, b. á Hóli á Akranesi, Guðmundssonar, b. í Teigakoti, Ólafssonar, b. á Melateigi, Ólafssonar. Móðir Guðmundar var Helga Gissurardóttir. Móðir Jónasar var Guð- rún, dóttir Jóns Bjarna- sonar og Sesselju Þor- kelsdóttur. Móðir Ástríð- ar var Marisbil Gríms- dóttir, húsmanns á Grund og víðar, Gísla- sonar Styrssonar. Móöir Grims var Elín Guð- mundsdóttir. Móðir Marsibilar var Margrét Jónsdóttir, b. í Múlakoti, Sigurðssonar og Guð- rúnar Jónsdóttur. . Haraldur er í útlöndum. Haraldur Júlíusson. Andlát Halldór Bragason Halldór Bragason, prentari og verkstjóri hjá Frjálsri fjölmiölun, Dal- seli 21, Reykjavík, lést fimmtudaginn 4.9. sl. Út- för hans verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 11.9., kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Starfsferill Halldór fæddist í Reykjavík 18.11. 1945. Hann stundaði nám við Iðn- skólann í Reykjavík, hóf nám í prentsmiðjunni Eddu 1962 og lauk sveinsprófi í setningu 1966. Halldór starfaði hjá Eddu til 1977. Hann hóf þá störf hjá Frjálsri fjölmiðlun þar sem hann starfaði síðan, lengst af sem verkstjóri í setningu og umbroti. Halldór æfði og keppti i knattspyrnu og hand- knattleik með Þrótti á unglingsárunum og keppti síðan um árabil með meistaraflokkum Þróttar í báðum greinun- um. Þá lék hann með úr- valsliðum i þessum grein- um og með pressuliðinu í handbolta. Hann æföi svo og keppti í körfubolta með KR. Halldór sat í stjórn handknatt- leiksdeildar Þróttar og í stjórn Handknattleiksráðs Reykjavíkur. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Þorbjörg Jónasdóttir, f. 12.3. 1945, starfsmaður Hagkaups. Hún er dótt- ir Jónasar Gunnlaugssonar, f. 6.1. 1907, d. 24.12. 1992, bónda á Eiði á Langanesi og síðar á Húsavík, og k.h., Laufeyjar K. Benediktsdóttur, f. 15.3. 1908, d. 23.5. 1992, húsfreyju. Synir Halldórs og Þorbjargar eru Yngvi, f. 30.7. 1977, viðskiptafræði- nemi við HÍ; Halldór, f. 20.3. 1983, nemi. Dóttir Þorbjargai' og fósturdóttir Halldórs er Þóra Björg Jónasdóttir, f. 7.5. 1970, starfsmaður hjá Ferða- skrifstofu íslands, dóttir hennar er Sunna Björg Gunnarsdóttir. , Dóttir Halldórs og Guðrúnar Páls- dóttur er Ingibjörg Lilja, f. 2.3. 1968, deildarstjóri hjá DV, búsett í Reykjavík, maður hennar er Hörður Valsson, deildarstjóri hjá Visa ís- land. Systkini Halldórs eru Alda, f. 15.5. 1944, skrifstofumaður á Selfossi; El- ín Sigríður, f. 17.2.1951, hjúkrunar- fræðingur, búsett á Seltjamamesi; Brynjólfur, f. 5.4. 1954, starfsmaður hjá Stðð 2, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Halldórs: Bragi Brynj- Ólfsson, f. 6.8. 1916, d. 18.8. 1995, klæðskerameistari í Reykjavík, og k.h., Dóra Halldórsdóttir, f. 12.1. 1919, húsmóðir. Starfsfélagar Halldórs hjá Frjálsri fjölmiðlun þakka honum gott sam- starf og senda ástvinum hans hug- heilar samúðarkveðjur. Halldór Bragason. SVAR ••903« 5670 •• Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verö fyrir alla landsmenn. Hl hamingju með afmælið 11. september 90 ára Guðmundur Ásgrímsson, Brekkuseli 16, Reykjavík. 85 ára Magnús Halldórsson, Öldugötu 12, Seyðisfirði. 75 ára Ingibjörg Kristjánsdóttir, Bárustíg 6, Sauðárkróki. Eiginmaður hennar er Guðjón Ingimundarson, fyrrv. kennari. í tilefni dagsins taka þau hjónin á móti gestum í Félags- heimilinu Ljósheimum, laugardaginn 13.9. kl. 16-20. Skarphéðinn Óskarsson, Skúlagötu 78, Reykjavík. Svava Gísladóttir, Þverbrekku 4, Kópvogi. 70 ára Amþór Ásgrímsson, Fellsmúla 8, Reykjavik. Gottskálk Rögnvaldsson, Eyrargötu 25, Siglufirði. 60 ára Grétar Ingi Sigurðsson, Hrafnhólum 8, Reykjavík. 50 ára Hrafh Sigurðsson, Lokastíg 2, Reykjavík. Hannes Helgason, Smáragrund 5, Sauðárkróki. Auður Sveinsdóttir, Brekkugerði 18, Reykjavík. Sigtu-ður Björgvinsson, Birkihlið 46, Reykjavík. Ragnar Georg Gunnarsson, Logafold 159, Reykjavík. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Arahólum 4, Reykjavík. Hrafnhildtu' Gúðmimdsdóttir, Skriðustekk 14, Reykjavík. 40 ára Brynjar Ómar Magnússon, Sléttuvegi 3, Reykjavik. Erla Kjartansdóttir, Háuhlíð 11, Sauðárkróki. Rannveig Jónsdóttir, Álfaheiði 16, Kópavogi. Hallfríður Helgadóttir, Öldugötu 19, Hafnarfirði. Þóra Hjartardóttir, Bjöi-tuhlið 23, Mosfellsbæ. staögreiöslu- ^ og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.