Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 7 3DV Fréttir Ræstingadeilan i grunnskólunum: Deilt um sálirnar - kapphlaup um stéttarfélagsgjöldin, segir Ingibjörg Sólrún Deila Framsóknar/Dags- brúnar við borgina snýst að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur fyrst og fremst um stéttarfélagsaðild og fé- lagsgjöld þeirra sem gegna eiga hinum nýju störfum skólaliða í grunnskólum borgarinnar. „Skólaliðar eru nýtt starf þar sem steypt er saman störfum sem verið hafa á samningssviði Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar, svo sem ganga- vörslu, og öðrum störfum starfsmanna skóla annars vegar og tímamældum ákvæðisvinnustörfum við ræstingu sem greitt er fyrir samkvæmt kjarasamning- um Framsóknar hins vegar. Vinnumagniö var meira SFR-megin og það varð nið- urstaða starfsmannahalds borgarinnar að eðlilegra væri að semja um málið við SFR þar sem vinnumagnið væri meira þeim megin,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykja- vík. Borgarstjóri segir að fjall- að hafi verið um félagsaðild- armál skólaliða á þremur fundum fulltrúa Framsókn- ar/Dagsbrúnar og borgar- innar sl. vor. Niðurstaöan hafi orðið sú að samið var við SFR. „Hefði niðurstaðan orðið sú að samið hefði ver- ið við Framsókn er mjög lík- legt að deilan stæði nú við SFR en ekki Fram- sókn/Dagsbrún því að hvað svo sem menn vOja um þetta segja er þetta að stærstum hluta til deila um sálimar, kapphlaup um félagsmenn og félagsgjöld þeirra,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. -SÁ Ræstingar í grunnskólum Reykjavíkur: Uppnám þar til dómur fellur - segir varaformaður Verkakvennafélagsins Framsóknar „Þetta mál hefur fleiri hliðar því að af okkur, venjulegum ræstinga- konum sem ekki höfum unnið við gangavörslu, er búið að taka öll opin svæði, svo sem ganga og and- dyri, og ég býst við að mánaðarlaun mín muni skerðast um 10 þúsund krónur," sagði ræstingakona, ein- stæð móðir tveggja unglingsstráka, sem ekki óskaði að koma fram und- ir nafni. Þórarinn Jón Magnússon, formað- ur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, segir að enginn hafi verið rekinn úr flokknum þrátt fyr- ir klofning flokksins í bæjarstjóm. Hann segir að vilji Ellert Borgar Þorvaldsson, Jóhann G. Bergþórs- son og Magnús Kjartansson snúa aftur til starfa innan flokksins og jafnvel taka þátt í prófkjöri verði þeir að ávinna sér traust að nýju. „Ég sé það ekki gerast fyrir næstu kosningar," segir formaðurinn. Þórarinn segir að búið sé að ákveða að viðhafa prófkjör en ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti það verður. Þegar hann var spurður hvort rétt væri að Magnús Gunnarsson, sem skipaði efsta sæti við síðustu kosningar, hefði misst traust vegna þess hversu illa hefði tekist til á þessu kjörtimabili, sagði Þórarinn að á kjörtímabilinu hefði Magnús öðlast mikla reynslu og sagðist ekki gera ráð fyrir öðm en hann hefði talsvert fylgi. Þorgils Óttar Mathiesen sagði í samtali við DV að hann ætlaði að taka þátt í prófkjörinu. Hann sagð- ist ekki tilbúinn að svara á hvaða sæti hann stefndi. Ljóst er að mikl- ar breytingar verða á skipan efstu sæti listans, þar sem Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þor- Ræstingakonan sagði að eftir lest- ur forsíðufréttar DV í gær hefði hún farið að huga að eigin stöðu og feng- ið þær fréttir hjá húsverðinum í skólanum þar sem hún ræstir að vinnueiningar hennar og þar með laun myndu rýrna vegna hins nýja skipulags að hluta og að hluta vegna einsetningar skólans. Snjólaug Kristjánsdóttir, varafor- maður Framsóknar, sagði í samtali valdsson verða ekki í baráttu fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosning- arnar. -sme við DV í gær að ræstingamál grunn- skólanna væru í raun í lausu lofti en samkomulag hefði orðið við Reykja- víkurborg um að hvorki skólaliðarn- ir né þær ræstingakonur sem ein- vörðungu hefðu sinnt ræstingu í þeim tilraunaskólum þar sem skóla- liðar starfa ræstu skólana meðan beðið væri úrskurðar Félagsdóms um hvort samningsbundinn forgang- ur Framsóknarkvenna til ræstinga- starfa í grunnskólunum héldi. Á meðan hefur borgin fengið verktaka til að annast ræstingamar. Snjólaug segir að ræstingakonun- um hafi verið sagt upp í vor þegar ákveðið hafði verið að stofna störf skólaliða. Síðan hefði borgin tekið ræstingarnar inn undir starfssvið skólaliðanna án nokkurs samráðs við Framsókn og án tillits til samn- ingsbundins forgangs félagsins til ræstingastarfanna og samið síðan við Starfsmannafélag Reykjavíkur um kjör skólaliðanna. Allt verði í lausu lofti með ræstingar í þessum skólum meðan dóms Félagsdóms er beðið. -SÁ TILBOÐ - TILBOÐ Appelsínur kg. Epll rauð kg. Ferskt salat 350 g, ítalskar pasta- ' skrúfur 500 g. kr. 115 ■MBnMgnnnHi kr. 115 kr. 89 kr. 35 5AMKAWM Hafnarfirði s. 555 0292 ísafirði s. 456 5460 Njarðvík s. 421 5404 Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði: Tekur tíma að ávinna sér traust - segir formaður fulltrúaráðsins Heimilisfang: Póstnúmer:_________________ Sveitarfélag:----------------------s-------------- Svarið gátunni, sctjið svarscðilinn í umslag ásatnt 3 Krakkabrauðsmcrkjum scm þið klippið af umbúðunum og scndið til: Samsölubakarí, Lynghálsi 7, 130 Rcykjavík fyrir 15. október.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.