Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 íslands- kirkjumálin „Sr. Sigurður Sigurðarson hlýt- ur að vera eini maðurinn sem eitt- hvað hefur frétt um íslandskirkju- málin sem ekki hefur orðið var við þá andstöðu sem biskupinn hefur oft búið við.“ Ólafur Skúlason biskup, í Degi- Tímanum. Sjálfstæðismenn fimbulfamba „Þeir segja pass í hvert skipti sem þeir eiga leik og fimbulfamba svo þess á milli um fjármál borgar- innar í þeirri veiku von að ein- hvers staðar sé einhver sem taki þá alvarlega." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, um sjálfstæðismenn í borg- arstjórn, í Morgunblaðinu. Hamingjusamir söngvarar „Fólk getur spilað á hljóðfæri þótt því líði iila og hljómsveitar- stjórinn sé ómögulegur og hafi alla upp á móti sér. Hins vegar getur fólk ekki sungið kórverk fallega nema því líði vel og sé hamingju- samt.“ Jón Stefánsson kórstjóri, í Degi- Tímanum. Ummæli Hvar er Amór? „Ég hélt að hann væri eins mik- ilvægur og Gheorghe Hagi fyrir okkur.“, Paul Zaharia, rúmenskur frétta- maður, þegar hann frétti að Arnór Guðjohnsen hefði ekki verið valinn í landsliðið, í Morgunblaðinu. Eins og hálfm kartöflupoki „Fyrsta myndin sem ég sá af sjálfum mér í sjónvarpinu var ekki góð. Ég leit út eins og hálfur kart- öflupoki sem hafði verið grýtt út í hom.“ Leifur Hauksson, einn umsjónar- manna Dagsljóss, í Degi-Tímanum. Ivar Galenkies leikur á bassa í tríói Egils Straume. Lettneskur djass í Súlnasal Á RúRek-djasshátíðinni verð- ur tríó Egils Straume með tón- leika í Súlnasal í kvöld. Straume er einn fjölhæfasti tónlistarmað- ur Lettlands. Hann er afkasta- mikið tónskáld og kunnur hljóð- færaleikari, auk þess sem hann er virkur í félagsmálum tónlist- armanna. Tónsmíðar hans eru flestar einleikskonsertar fyrir ýmis hljóðfæri, svo og kórtónlist. Auk Egils Straume, sem leikur á saxófón og klarinett, eru í tríó- inu þeir Ivars Galenieks, bassi, og Maris Briezkalns, trommur. IM Gagarin - síðasta hetjan - er dagskrá sem verður í Tjamar- bíói í kvöld, kl. 21. Um er að ræða sýningu Off-Off Theater und Tanzwerkstatt á verki sem er á mörkum frjálsra leikforma og helgisiða eftir danshöfundinn Inge Missmahl og tónlistarmenn- ina Gúnter „baby“ Sommer og Ekkehard Creutzburg. Þá er vert að minna á Djass- klúbb RúRek sem er á Jómfrúnni í Lækjargötu. Þar er ávaflt eitt- hvað að gerast frá kl. 23 á hverju kvöldi og fram til 1. Kramhúsið: Litli björninn og litla tígrisdýrið í umferðinni í dag kl. 14 verður í Kramhúsinu við Bergstaðastræti framsýnd bamaleiksýningin Litli bjöminn og litla tígrisdýrið í umferðinni. Sýn- ingin er farandsýning sem sýnd verður á leikskólum og annars stað- ar þar sem ungir vegfarendur koma saman. Sýningin er bæði skemmtun og fróðleikur fyrir yngstu áhorfend- uma og munu öll böm sem sjá sýn- inguna fá gefrns nýja íslenska lita- Leikhús bók og er útgáfa hennar styrkt af Umferðarráði. Litabókin auðveldar bömunum að festa sér í minni efni sýningarinnar og rifja þannig upp umferðarreglumar að sýningunni lokinni. Myndirnar í litabókinni eru eftir Snorra Ásmundsson. Það era leikaranir Guðmundur Haraldsson og Sigurþór Albert Heimisson sem fara með hlutverk Björninn og tígrisdýriö skemmta ungum leikhúsgestum. bjarnarins og tígrisdýrsins auk ann- ingunni. Leikstjóri er Sigurður arra persóna sem koma fram í sýn- Líndal. Helgi Birkir Þórisson, landsliðsmaður í golfi: Spenntur en ekki stressaður DV, Suðurnesjum: „Það er mikill heiður að fá að spila í landsliðinu og draumurinn er að festa sig þar i sessi. Ég er spenntur en ekki stressaður og ég ætla að gera mitt besta um helgina. í heildina séð er ég búinn að spila vel í sumar og ætla að halda því áfram,“ sagði Helgi Birkir Þórisson, golfarinn geðþekki í Golfklúbbi Suð- umesja, sem var valinn í fyrsta skipti í landsliðið sem keppir á Norðurlandamótinu um helgina í Noregi. Helgi hefur spilað með yngri landsliðum íslands með góð- um árangri. Helgi endaði í 5. sæti í íslensku mótaröðinni sem lauk nýlega en mót- in voru 6 víðs vegar um landið. „í fyrsta mótinu eyðilagði ég fyrir mér og gekk illa. Ef mér hafði gengið bet- ur þar hefði ég náð mun ofar.“ Helgi segir að styrkur sinn sem golfara nýtist best í holukeppni, maður á móti manni. Þar sé hann sterkastur. Helgi var 11 ára þegar hann fór fyrst út í Leira, golfvöll GS: „Þetta byrjaði þannig að Gerða Halldórs- dóttir, golfari og amma Rúnars Hall- grímssonar golfara og vinar míns, tók okkur með út í Leiru reglulega og þannig vaknaði áhuginn. Ég fékk golfdelluna strax og hef verið með hana síðan og það er Gerðu að þakka. Hún er enn að og stendur sig vel og er ein besta amman í golfmu." Áður en Helgi fór í golfið æfði hann og spilaði knattspyrnu með Keflavík. Hann varð íslands- meistari í 5. flokki og einnig vann hann aðra titla á sínum knattspymuferli. Þegar hann var kominn í 3. flokk þurfti hann að velja á milli. Helgi var kylfu- sveinn Sigurðar Sigurðssonar, fyrrum íslands- meistara í golfi og núverandi golfkennara hjá Golfklúbbi Suð- umesja. „Ég var 12 ára þegar ég byrjaði að draga golfsettið fyrir hann og gerði það i 5 ár.“ En hvað finnst Helga svona skemmtilegt við golfið? „Maður er einn og tekur sínar ákvarðanir, einn með sinn bolta. Síðan ræður maðiu- sínum tíma sjálfur, hvenær farið er að æfa og þess háttar. Tfl að verða góður þarf að verja miklum tíma í golfið.“ Helgi segir að öll aðstaða hjá GS sé til fyrirmyndar. „Með nýjum golf- kennara hefur mikið breyst. Sig- urður stundar starf sitt betur en sá sem fyrir var. Sigurður er góð- ur kennari og miðlar sinni reynslu til mín og annarra." Helgi hefúr nokk- ur áhugamál fyr- ir utan golfið. „Það er knatt- spyrna og ég fylgist vel með ,Keflavík. Á vet- urna fylgist ég með körfunni hjá Keflavík." Helgi byrjaði í sumar að vinna hjá Hitaveitu Suðurnesja. „Þar er mjög gott að vinna og ég bind miklar von- ir við að fá þar fast starf.“ Helgi er í sambúð með Jennýju Kamillu Knútsdóttur. -ÆMK Helgi Birkir Pórisson. DV-mynd Ægir Már Maður dagsins Myndgátan Ræðst á skip Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Daglegt líf og landslagstónar í Gallerí Sölva Helgasonar, Lón- koti, Skagafiröi, stendur yfir sýning á málverkum eftir Sigurrósu Stef- ánsdóttur. Sýnd- ar eru nokkrar abstrakt figúrutí- var myndir með blandaðri tækni (olíupastel og dagblöð). Við- fangsefnið er dag- legt líf og lands- lagstónar. Mynd- irnar eru unnar þannig að áhorf- andinn geti túlk- að sjálfur mynd- ina og gefið henni nafn, þó svo að listamaðurinn geri það einnig. Sigurrós Stefánsdóttir er fædd og uppalin á Vatnsenda í Ólafsfirði og er nú búsett á Sauðárkróki. Hún lauk námi úr málunardeild Mynd- listaskólans á Akureyri vorið 1997 og hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum og verið með einkasýning- ar. Sýningunni lýkur 15. september. Sýningar Mengjafræði Sýning þýsku listakonunnar Lore Bert, sem staðið hefur yfir i Gaflerí Ingólfsstræti 8, mun ljúka um helg- ina. Yfirskrift sýningarinnar er Mengeniehre-Mengjafræði og sýnir Lore Bert verk unnin í handimninn pappír frá Nepal og Japan og neón- ljósverk. Gallerí Ingólfsstræti 8 er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Bridge Flestar af sterkustu sveitum landsins era dottnar út í bikar- keppni Bridgesambands íslands. Sveitir Guðjóns Bragasonar, Antons Haraldssonar (núverandi íslands- meistara) og Sveins Aðalgeirssonar hafa þegar komist í undanúrslitin en sveitir Jóns Sigurbjömssonar og Samvinnuferða/Landsýnar eiga enn eftir að eigast við í fjórðungsúrslit- um þegar þessar linur era ritaðar. Fjölmargar sterkar sveitir hcifa þurft að lúta í gras, meðal annars sveitir Landsbréfa, VÍB, Hjólbarða- hallarinnar, Roche, Steinars Jóns- sonar og Símonar Símonarsonar. Sú sveit sem hefur komið hvað mest á óvart er sveit Sveins Aðalgeirssonar frá Húsavík en hún hefur slegið meðal annars út sveitir Roche og Neons. Einn spilaranna í sveitinni er Hermann Friðriksson sem bú- settur hefur verið í Reykjavík um nokkurt skeið. Hann sýndi dálka- höfundi nýverið skemmtilegt spil sem kom fyrir í sumarbridge. Sagn- ir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: Sigurrós Stef- ánsdóttir. í bak- grunninum er eitt verka hennar. ♦ 854 * 65432 •f DG432 4 - 4 KG W KD108 ♦ Á65 4 KG107 4 D10976 Á97 4 - 4 ÁD765 Suður Vestur Norður Austur 14 dobl 2 4 3 4 3 4 pass pass dobl p/h Pass vesturs við þriggja spaða sögn suðurs eftir frjálsmeldingu suð- m-s er nokkuð undarlegt en að segja þrjú grönd hefði heppnast ágætlega því þau vinnast auðveldlega í þessari legu. Vestur ákvað hins vegar að spila vömina þegar austur doblaði 3 spaða. Það sem vestur vissi hins veg- ar ekki var að allt byggðist á útspil- inu. Hann spilaði út tígulásnum og sagnhafi náði þar með 8 auðveldum slögum á víxltrompi og slapp einn niður. Ef vestur hefði hins vegar fundið að spila út spaðakóngnum og meiri spaða (sem er alls ekki fárán- leg vörn) hefði sagnhafi ekki fengið nema 5 slagi (1100 niðiu-). ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.