Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Side 10
io vfhenning FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 JLj’V Hugmynd Grace Kelly lifir áfram: Sköpunargleði IMálverk Braga í Leifsstöð Nú stendur yfir kynning á málverkum eftir Braga Ásgeirs- Íson, listmálara og listgagnrýn- anda, i Flugstöð Leifs Eiriks- sonar á Keflavíkui'flugvelli. Fé- ■ lag íslenskra myndlistarmanna | og Leifsstöö standa að kynning- i unni. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir í þessum sal í Monte Carlo-óperunni var sýnt á hátíð- inni. Sigrún Valbergsdóttir leik- stjóri er nýkomin frá furstadæm- inu Mónakó þar sem hún var umræðustjóri á alþjóðlegri hátíð áhugaleikara sem þá var haldin í ellefta sinn. Hátíðin er haldin annað hvert ár og i annað hvert skipti í Mónakó þar sem hug- myndin er upp runnin. Hitt skiptið er hún haldin annars staðar í heiminum og verður til dæmis næst í Marokkó. 24 sýningar „Það er mikið um dýrðir í Mónakó í ár,“ sagði Sigrún, „þvi Grimaldi-fjölskyldan heldur upp á 700 ára valdatíma sinn í þessu dvergríki. íhúar í Mónakó eru aðeins 30.000 og þar af ekki nema 5000 upprunalegir „Mónegask- ar“, eins og þeir segja. Hátíðin er á vegum Alþjóðasambands áhugaleikhúsa og haldin í tengsl- um við heimsþing þess. Grace Kelly átti hugmyndina að henni og þess vegna kom af sjálfu sér að hún yrði reglulega í Mónakó. í ár komu 24 leikhópar á hátíð- ina. Dómnefndir í aðildarlönd- unum safna tillögum sem þær skoða og velja eina sem þær senda upplýsingar um til stjórnarinnar. Dóm- nefnd í Mónakó velur svo úr þeim. Núna komu sýningar frá öllum heimsálfum nema Ástralíu. Aðeins einu sinni hefur íslensk sýning farið á hátíðina. Það var 1985 þegar Leikfélag Hafnar- fjarðar fór með Rokkhjartað slær til Mónakó og gerði mikla lukku. Erflðleikamir hér eru þeir hvað þetta er skipulagt með löngum fyrirvara. í september þarf að velja sýningu á hátíðina i ágúst árið eftir og það getur verið afar erfltt að taka sýningu upp meira en ári eftir að leikárinu lýkur. Hér em áhugamannasýn- ingar yfirleitt mann- margar og erfitt að safna fólkinu saman svona löngu seinna til að æfa að nýju. Svo er mjög dýrt að fara því hátíðin borgar bara fæði og uppihald fyrir leikarana í þrjá sólarhringa og engar ferðir. Ef íslendingar ætla að taka þátt í hátíðinni verða leikfélögin að hugsa um það fyrir fram: geyma leikmynd og búninga og tryggja aðgang að leikuram árið eftir eða öðram til vara. Rétt er að leggja áherslu á hið sjónræna í sýning- unni en menn þurfa ekki að óttast orðin. Þó að maður skilji ekki orðin skynjar maður dýpt og þunga og spennu þegar vel er leikið.“ Upplýsandi gagnrýni - En hvað varst þú að gera þarna? „Á hverjum degi er flallað um þær þrjár sýn- með tilraunir. Ef þessar sýn- ingar hefðu verið færðar upp hér hefðu sumar þeirra sjálf- sagt aldrei náð neinu gengi þótt góðar væra. Aðrar voru svo hugvitssamlegar, skemmtilegar, pólitískar, áttu svo brýnt erindi við samtímann og nýttu meðul leikhússins á svo brillíant hátt að þær hefðu orðið alger kassastykki. Sýningin, sem almennt þótti best á hátíðinni, var frá Ungverjalandi og byggðist á dansi og fiðluleik. Ekki hefði manni dottið í hug að spyrja hvort þetta væru atvinnu- menn eða áhugamenn, þetta var bara stórkostlegt! Áhugaleikhúsin era að mestu að hverfa af þeirri braut að leika verk sem hafa gengið vel í atvinnuleikhús- unum. Eina sýningin af því tagi var Dansað á haustvöku sem kom frá Bandaríkjunum. Nokkrir hópar sýndu sígild verk en flestar sýningarnar voru sprottnar beint úr möguleikum áhugaleikhúss- ins. Þessir hópar minna á frjálsa atvinnuleikhópa. Sama fólkið vinnur saman, jafnvel í mörg ár, og með sama leikstjóra sem „á“ hópinn. Hér heima koma líka upp fleiri og fleiri verk hjá áhugahópum sem verða til annaðhvort inn- an hópsins eða era skrifuð sérstaklega fyrir hann. Hugleikur hefur dálítið visað veginn í því. Leikritin og sýningarnar verða til upp úr hefð sem hefur skapast hjá þeim og það hefur smitað út frá sér. Hingað og þangað um landið eru að verða til ágætir leikrita- höfundar sem fá að æfa sig hjá leikfélagi staðarins." Allt á réttri leið - Hvar standa bestu íslensku áhugaleikfélög- in miðað við það besta sem þú sást þama? „Þau eru á réttri leið. Á þingi Bandalags ís- lenskra leikfélaga í fyrra voru leiknir 12 einþátt- ungar og margir frumsamdir. Og standardinn á þeim var ótrúlega hár. Einþáttungaformið býður upp á tilraunir, mun meira en hið hefðbundna heils kvölds leikrit. Leikfélögin okkar nýta sér sérstöðu sína betur og betur. Þau geta ekki keppt við atvinnuleikhúsin á forsendum þeirra, enda vill fólk ekki sjá leikritin þaðan í aðeins lakari útgáfu hjá áhugafólki. En fólki finnst spennandi að sjá ný verk sem spretta til dæmis upp úr lífi og umhverfi leikaranna sjálfra - eins og þegar Fé- lag eldri borgara sýndi verk í vor um stríðsárin og ástandið - eða byggðaleikritin sem segja brot úr sögu byggðarlags. Þar er unnið úr eigin um- hverfl, eigin fortíð, eigin reynslu." - Myndirðu ráðleggja íslenskum áhugaleikur- um að fara á þessa leiklistarhátíð sem áhorfend- ur ef ekki sem þátttakendur? „Þær era misjafnar. Ég hefði ekki ráðlagt fólki að fara eftir hátíðina fyrir flórum árum en ég vildi að fleiri héðan en ég hefðu séð sýningarnar núna. Þær voru virkilega inspírerandi." Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri - íslensku áhugaleikfélögin eru á réttri leiö. DV-mynd E.ÓI. ingar sem leiknar voru kvöldið áður. Það gera tveir virtir gagnrýnendur, annar franskur og hinn enskur, og með þeim er umræðustjóri sem líka tekur þátt í umræðunum. Ég var þessi um- ræðustjóri núna. Ég spurði fyrst fulltrúa leik- hópanna um vinnuna, aðstæður og fleira sem gat varpað ljósi á sýninguna. Síðan komu gagn- rýnendumir með álit sitt. Gagnrýni þeirra var upplýsandi og menntandi, þeir útskýrðu hvers vegna eitt væri gott og annað ekki. Ég fyllti upp í ef mér fannst eitthvað vanta og leiddi svo samtal milli þeirra og áhorfenda. Að- sóknin var mjög góð að þessum umræðum, fullur salur hvern ein- asta dag. Þó var sólskin og 30 stiga hiti úti.“ - Hvað fannst þér merkilegast á þessari hátíð? „Þetta var í flórða skiptið sem ég sæki hana og standardinn í ár var miklu hærri en nokkru sinni áður. Kannski vegna þess að það er orðið auð- veldara að velja réttu sýningarnar. Myndbönd segja meira en ljósmyndir. En fleira skiptir máli. Það sem gerir áhugaleik- húsið svo einstakt - bæði hér og annars staðar - er að það þarf ekki að taka tillit til mannflölda í sýningum og jafnvel ekki til tíma - þar er hægt að þróa hugmyndir eins lengi og þörf krefur og ekki um lif og dauða að tefla þó að sýning falli. Þess vegna hefur það líka möguleika á að vera Gagarín snýr aftur RúRek djasshátíðin hófst í gær eins og áhugasamir vita. En þeir hafa kannski ekki tekið eftir því að innan um allan djassinn verður ein ballettsýning - að sjálfsögðu við djasstónlist. „Gagarin - síð- asta hetjan" heitir verkið og varð til úr hugmynd Hlínar Gunnarsdóttur og Kari Laakkonen leikmyndahöfunda og í sam- vinnu þeirra og Inge Missmahl danshöf- undar og slagverksleikarans Gúnters „Baby“ Sommer. Þau hittust öll í Leikhúsi þjóðanna í Dresden i fyrra. Úr innsetningu Hlinar og Kari um „hetjur og goðsagnir“ varð til dansinn eða danssagan um það þegar Gagarin snýr aftur úr ferð sinni um geim- inn og kemst að því að mannkynið hefur glatað minningum sínum. Þá leggur hann af stað til að leita að hetjum vestrænnar menn- ingar. Fimm dansarar taka þátt í sýningunni, Dans- og djassleikhús í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21. tveir tónlistarmenn - Gúnter „Baby“ og Martial Nardeau flautuleikari - og íslenski leikmynda- hönnuðurinn. „Ég byrja sýninguna," segir Hlín, „stend á sviðinu og er að búa til flgúrur úr vírneti. Það er hugsað sem eins konar tákn þess hvemig við unnum sýninguna saman. Ég tek sömu áhættu og sviðslista- mennirnir, stend þarna smástund og spinn form af flngram fram. Síðan lýsi ég upp fyrsta dansarann, stíg niður af svið- inu og sest í sætiö mitt.“ Þetta er dans- og djassleikhús á mörk- um frjálsra leikforma og helgisiða. Það verður sýnt tvisvar í Tjarnarbíói. Fyrri sýningin er strax í kvöld kl. 21 en seinni sýningin annað kvöld. „Þetta er ekki síst sýning fyrir listamenn," segir Hlín, „dans- ara, myndlistarfólk og tónlistarmenn, því hún spannar allt sviðið." Sýningin var frumsýnd í Theater und Tanz- werkstatt í Konstanz í apríl í vor. I Bragi er fæddur 1931. Hann í kenndi í flóra áratugi við MHÍ f: og hefur skrifað listrýni í Morg- unblaðið í þrjátíu ár. I Kynningin á verkum Braga i stendur til 1. nóvember. Andmæli óskast Stofnun Sigurðar Nordals og Landsbókasafn Íslands-Há- skólabókasafn standa að dag- skrá um Sigurð Nordal og verk hans í Þjóðarbókhlöðunni á sunnudaginn kl. 16. Aðalefni dagskrárinnar er fyrirlestur sem Gauti Sigþórs- son flytur og nefnist „Andmæli óskast: Af vettvangi Sigurðar Nor- dals“. Gauti stundar nám I menning- arffæðum við háskól- ann í Minnesota í Banda- ríkjunum og mun sérstaklega flalla um þátt Sigurð- ar í íslenskri menningarum- ræðu. Einar Sigurðsson landsbókavörður tekur svo á móti eiginhandarritum Sigurð- ar til varðveislu í Landsbóka- safni og loks opnar nýr há- skólarektor, dr. Páll Skúlason, sýningu um verk Sigurðar, meðal annars á handritum hans, frumprentunum á bókum hans og munum úr eigu hans. Sýningin nefnist Áfangar og stendur til 30. september. Úlfar Bragason, forstöðumað- ur Stofnunar Sigm-ðar Nordals, setur afmælisdagskrána og kynnir hana. Allir eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Lise Norgaard gistir ísland Danski rithöfundurinn Lise Nergaard sem er þekkt og elsk- uð um öll Norðurlönd fyrir Matador-sjónvarpsþættina er væntanleg í heimsókn. Hún tal- ar í Norræna húsinu á sunnu- dag kl. 16 um starf sitt sem rit- höfundur og blaðamaður og á mánudaginn verður hún við- stödd endursýningu á kvik- myndinni Kun en pige í Há- skólabíói kl. 19.30. Á þriðjudag- inn áritar hún bækur hjá Ey- mundsson kl. 16.30-17.15. Matadorþættina byggði Lise að hluta á endurminningum sínum og kvikmyndin Kun en pige er gerð eftir sjálfsævisögu hennar. Hún var sýnd hér á Dönskum dögum í fyrra og var uppselt á allar sýningar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.