Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsíngar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIOJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Myndfundir f stað ferða Of snemmt er aö spá, hvort tilraun til myndfundar, sem gerð var í gærmorgun á vegum Evrópuráðsins að tilhlutan Tómasar Inga Olrich, muni leiða til, að farið verði almennt að gefa kost á slíkum fundum. En það er greinilega í þágu okkar hagsmuna, að svo verði. íslendingar taka þátt í margvíslegu flölþjóðlegu sam- starfi. Oft kostar um þriggja daga vinnutap og 150-200 þúsund krónur á hvem mann að skreppa á fundi, sem em mikilvægur þáttur samstarfsins. Þetta er mikill kostnaður og dregur úr líkum á íslenzkri þátttöku. Afleiðingin er oft, að farið er bil beggja. Lagt er í mik- inn kostnað við að sækja sem svarar öðrum hverjum fundi. Fyrir bragðið verður þátttakan að fálmi. Menn eiga erfitt með að vinda ofan af breytingum, sem orðið hafa milli fundanna, sem þeir hafa fé til að sækja. Nefndastörf og fundir em auðvitað misjafnlega nyt- samleg fyrirbæri. Ef hins vegar menn telja, að þátttaka í fundaferli skipti íslenzka hagsmuni máli, er vont að þurfa að taka þátt í því með annarri hendi. Betra er að vera alveg með eða ekki en að vera með að hálfu. Stundum hefur komið fyrir, að íslenzkir hagsmunir hafa verið fyrir borð bornir vegna skorts á peningum til mætinga á fundi í útlöndum. Skemmst er að minnast, er séríslenzkir bókstafir voru næstum dottnir út úr fyrstu og beztu töflu hins alþjóðlega staðals fyrir tölvur. Svo vel vill til, að tölvu- og símatækni nútímans gerir ferðalögin, tímatapið og kostnaðinn úrelt fyrirbæri. Myndfundir em famir að ryðja sér til rúms í atvinnulíf- inu, enda er einkaframtakið venjulega fyrst til að til- einka sér tækni til spamaðar og hagræðingar. Evrópuráðið kom hins vegar af fjöllum, þegar Tómas benti á þessa nýju tækni sem leið til að auka virka þátt- töku fulltrúa frá fjarlægum ríkjum. Ráðamenn þess feng- ust þó eftir fortölur til að láta framkvæma í gærmorgun tilraun, sem vonandi festir sig í sessi. Ef Evrópuráðið tekur upp þessa tækni, aukast líkur á, að fjölþjóðlegar stofnanir fáist til að feta í sporin. Mikil- vægt er, að íslenzkir aðilar, sem geta haft áhrif á slíkan gang mála, láti hendur standa fram úr ermum við að gæta íslenzkra Q arlægðarhagsmuna á þessu sviði. Myndfundir koma ekki nema að hluta í stað hefðbund- inna funda. í sumum tilvikum er nauðsynlegt, að menn hittist persónulega. Það gildir bæði um atvinnulífið og opinberar stofnanir. En mikið af fundum er þess eðlis, að myndfundir eiga að geta leyst þá af hólmi. Myndfundatæknin nýtist við allar aðstæður, þar sem fólk þyrfti ella að koma úr ýmsum áttum á einn stað. Þeim mun dreifðari, sem menn eru venjulega og þeim mun meiri, sem fjarlægðir eru, þeim mun meiri líkur eru á, að myndfundir geti borgað sig. Almenn útbreiðsla myndfundatækni sparar ferðalög innan lands og utan, nýtir tíma fólks betur og leiðir til almennari þátttöku í fundum, sem skipta máli. Menn munu þó áfram hafna myndfundum í samstarfi á borð við það norræna, þar sem veizlur eru aðalatriðið. Samgöngutækni fólks er alltaf að breytast. Bíllinn leysti hestinn af hólmi og flugvélin leysti skipið af hólmi. Síminn leysti bréflð af hólmi og nú er stafrænn póstur að ryðja sér til rúms. Sjónvarpið sýnir okkur at- burði um leið og þeir gerast hinum megin á hnettinum. Okkur ber að vera fljót að nýta tækni myndfunda og hvetja samstarfsaðila til hins sama. Til sögunnar er komið nýtt og öflugt samgöngutæki, sem skilar arði. Jónas Kristjánsson Algerlega frjáls tilflutningur fjármagns. - Ein forsenda peningalegrar samfellingar. Framvinda peninga- mála í V-Evrópu - frá árinu 1957 í Rómarsamningn- um, stofnskrá Efna- hagsbandalags Evrópu (eins og ESB hét þá), undirrituðum 25. mars 1957, var ekki vikið að gjaldmiðils- bandalagi. Þá virtist traust sú skipan gengja að jafnvirði í gulli sem á hafði verið komið á ráðstefnunni í Bretton Woods 1944. Bar ekki tilætlað- an árangur í lok tólfta starfsárs bandalagsins, á ráð- stefnu í desember 1969, bar vesturþýski rikiskanslarinn, Willy Brandt, fram tillögu um efnahagslega og peningalega samfellingu aðildarlanda þess sem ráðstefnan í meginatriðum féllst á. Tillögunni til útfærslu var skipuð nefnd með forsætisráðherra Lúxem- borgar að formanni. Lagði nefndin til að peningalegri samfellingu að- ildarlanda á milli yrði á komið á tíu árum og að jafnframt færi fram samræming stefnu þeirra í peninga- málum. Á þá tillögu fellst ráðherra- ráð bandalagsins í mars 1971 en þá voru veður að skip- ast í lofti. Umrót var að verða á gjaldeyrismörkuð- um og aðeins hálf- um öðrum mánuði síðar var gengi vesturþýsks marks og hollensks gyllin- is látið ráðast á mörkuðum. Samkomulags- gerð um alþjóðleg peningamál í Smithsonian Institution í Was- hington í desember 1971 bar ekki til- ætlaðan árangur. Innan tveggja mánaða frá gerð þess, í mars 1972, ákváðu þáverandi aðildarlöndin sex að bandalaginu, ásamt Bretlandi, að halda gengi gjaldmiðla sinna innan 2,5% sveiflumarka með íhlutan á gjaldeyrismörkuðum en Bretland hvarf frá þeirri tilhögun aðeins þremur og hálfum mánuði síðar. Og órói hélst á gjaldeyr- ismörkuðum. Sem næst ári síðar, 12. mars 1973, létu sex að- ildarlanda bandalags- ins, þá stækkaðs, gengi gjaldmiðla sinna, sam- an reyrðra, ráðast á mörkuðum. Fram eftir áttunda ára- tugnum sló Evrópska samfélagið á frest áformum um peninga- lega samfellingu sakir umrótsins á gjaldeyris- mörkuðum og olíu- kreppunnar fyrri. Kveðið var upp úr um það í áliti nefndar, skipaðrar af fram- kvæmdastjórninni, í mars 1975 og aftur í áliti annarrar nefndar á vegum hennar í maí 1977, jafnvel þótt þá horfði betur í alþjóðlegum gengis- málum. Þrjár forsendur Á fundi í Evrópuráðinu í Kaup- mannahöfn í april 1978 tók vestur- þýski ríkiskanslarinn Helmuth Schmidt á ný upp peningalega sam- fellingu aðildarlanda á milli. Og skipuð var nefnd til að meta skU- yrði tU hennar. Lagði hún tU - eins og ráðherraráðið áður, í mars 1971 - aukið samráð aðUdarlanda í pen- ingamálum og upptöku evrópskrar gjaldmiðUseiningar. Á slíka „skipan evrópskra peningamála" féUst Evr- ópuráðið á fundi í Brussel í desem- ber 1978 og tók hún gUdi 13. mars 1979, en hún gekk hægt fram í fyrstu. í ársbyrjun 1985 varð fyrrverandi franskur fjármálaráðherra, Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópska samfélagsins. í fyrstu var sameiginlegur markaður aðUdar- landa helsta áherslumál hans en í júní 1988 varð hann formaður nefndar um peningalega samfeU- ingu aðUdarlanda, skipaðrar af Evr- ópuráðinu. í áliti þeirrar nefndar, framlögðu í aprU 1989, sagði: „Fyrir sakir peningalegrar sam- fellingar þarf að mynda gjaldmiðUs- svæði... Forsendur peningalegrar samfeUingar eru þijár: 1. Tryggð og óafturgeng áskipti gjaldmiðla. 2. Algerlega fijáls tilflutningur fjármagns (aðUdar)landa á miUi og fuU samfeUing banka- og annarra fjármarkaða. 3. Afnám sveiflumarka (á miUi gengja) gjaldmiðla aðUdarlanda og ótUhnikanlegt jafnvirði gjaldmiðla þeirra." Sex árum síðar Á fundi í Madrid í júní 1989 sam- þykkti Evrópuráðið að stofna tU gjaldmiðlabandalags og að hefja fyrsta áfanga aðgerða til undirbún- ings þess 1. júní 1990. Þar eð upp- setning gjaldmiðUsbandalags krafð- ist breytinga á lögum Evrópska samfélagsins var boðað tU aUsherj- arráðstefnu þess sem saman kæmi tvisvar. Fyrri fundir ráðstefnunnar voru í Róm í desember 1990 en hin- ir síðari í Maastricht ári síðar, í desember 1991. Á hinum síðari var kveðið á um sameiginlega stefnu að- Udarlanda í peningamálum; megin- reglu opins hagkerfís við frjálsa samkeppni; ábendingar fram- kvæmdastjórnarinnar tU aðUdar- landa vegna frávika frá settum stefnumiðum; uppsetningu evr- ópsks seðlabankakerfis, og á þeim var aðUdarlöndum jafnframt álagt að forðast haUa í ríkisrekstri um- fram 3% vergrar landsframleiðslu og söfnun skulda umfram 60% hennar. Nær sex árum síðar, á fundi í Amsterdam 16.-17. júní 1997, ítrekaði Evrópuráðið að aðUdarlönd tækju upp sameiginlegan gjaldmiðU sem fram tU 2003 yrði í þeim í um- ferð ásamt gjaldmiðlum þeirra en síðan einvörðungu. Haraldur Jóhannsson Kjallarinn Haraldur Jóhannsson hagfræöingur á fundi í Amsterdam 16.-17. júní 1997, ítrekadi Evrópuráðið að aðildarlönd tækju upp sameigin- legan gjaldmiðil sem fram til 2003 yrði i þeim í umferð ásamt gjaid- miðlum þeirra en síðan einvörð■ ungu.u Skoðanir annarra Flokkarnir allir eins? „Ein ástæða áhugaleysis ungs fólks á stjórnmálum er sú að því fmnst lítiU munur vera á flokkunum og því skipti engu máli hver þeirra sé við völd. í raun er skUjanlegt að fáir átti sig á muninum þegar vinstrimenn hafa talað um sameiningu í áratugi án árangurs og nýlega viðraði einn helsti hugmynda- fræðingur frjálshyggjumanna hér á landi þá hug- mynd sína að e.t.v. ætti Sjálfstæðisflokkurinn að sameinast Framsóknarflokknum. Því miður virðist þannig sem meiri orka fari í að sannfæra fólk um hvað flokkarnir eigi sameiginlegt en það sem skUur þá að.“ Ásdís Halla Bragadóttir í Mbl. 10. sept. Hreinn Framsóknarflokkur „Ágreiningur er innan R-listans í dag um fram- boðsmál. Ágreiningur á eftir að rísa um fleiri mál er nær dregur kosningum. Sameiningarmál vinstri manna eiga eftir að setja sterkan svip á R-lista sam- starfið, svip sem erfitt kann að vera fyrir miðjuflokk eins og Framsóknarflokkinn að láta bendla sig við. Þess vegna á Framsóknarflokkurinn i Reykjavík að standa undir nafni og brjótast út úr R-lista samkrull- inu og bjóða fram undir merki frjálslyndra miðju- manna.“ Guðmundur Jónas Kristjánsson í Degi-Tímanum 10. sept. Þingmenn vandi málflutninginn „Það er umhugsunarefiii, að þingmenn setji fram alvarlegar ásakanir i umræðum á Alþingi án þess að geta staðið við þær, þegar eftir er leitað í sérstakri rannsókn, sem fram fer að kröfu þingmanna sjálfra. Það er sjálfsögö krafa á hendur þingmönnum að þeir vandi málflutning sinn og kynni sér þau mál ræki- lega, sem þeir taka upp í þingsölum." Úr forystugrein Mbl. 10. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.