Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 9 Utlönd Hátt verð á rafmagni stórmál í norsku þingkosningunum: Óvissa í orkumálum styrkir stöðu íslands DV Ósló: „Það stendur ekki til að byggja nýjar álbræðslur í Noregi. Orku- verðið hér hefur því ekki bein áhrif á hugmyndir um álver á íslandi. Orkuverðið í Noregi ræður hins vegar miklu um endumýjun þeirra álvera sem fyrir eru og þá hvort sá kostur er valinn eða að byggja nýtt,“ segir Jostein Flo, verkefnis- stjóri hjá Hydro Aluminium í Nor- egi, í samtali við DV. Hydro hefur átt í viðræðum við íslensk stjómvöld um álver á Aust- urlandi. Norsk stórfyrirtæki leita í auknum mæli eftir hagstæðri orku í útlöndum vegna þess að heima er orkukreppa - þótt það hljómi undar- lega í olíuríkinu Noregi. Ríkisstjómin hefur haft uppi hug- myndir um að byggja tvö stór gasorkuver til að bæta úr rafmagns- skortinum, sem var mjög tilfinnan- legur síðasta vetur, en vegna and- stöðu náttúruvemdarsinna hefur byggingu veranna verið slegið á frest. Mikil mengun fylgir rafmagnsframleiðslu með gasi. Thorbjörn Jagland og norska stjórnin hika í orkumálunum. í kosningabaráttunni hafa bara hægrimenn lýst sig eindregið fylgj- andi byggingu orkuveranna þótt vitað sé að meirihluti þingsins sé fylgjandi þessari lausn á orkuvand- anum. Verkamannaflokkurinn hik- ar í málinu og í vikunni sagði Thor- bjöm Jagland forsætisráðherra að málið væri enn í skoðun. Búist er við að orkumálin verði einn af ásteytingarsteinunum þegar kemur að stjómarmyndun eftir kosningar. Á hægri vængnum em meiningar deildar og Kristilegi þjóðarflokkurinn er á móti gasorkuverum. Þetta gæti orðið úr- slitaatriði ef hægrimenn og kristi- legir ætla að mynda stjórn. Verka- mannaflokkurinn gæti á hinn bóg- inn orðið að kaupa fylgi sósíalista með loforðum rnn að byggja ekki gasorkuverin. Óvissan og hikið í orkumálunum gerir það að verkum að norsk stór- fyrirtæki horfa til annarra landa með fjárfestingar. Loforð vinstri- og miðflokkanna mn rafmagnsspamað hrífa forstjórana ekki. Elkem hefur þegar keypt meirihlutann í Grund- artangaverksmiðjunni og Hydro Aluminium er á höttunum eftir ódým rafmagni um allan heim. Þar freistar nú ísland með helmingi ódýrari orku en fæst í Noregi. -GK __ tíSsasB&Bgé Cfcfjuli* kónta. ftjfAti* fál erum l n*«a RflfTffKMDERZLUN ISLflNDSif - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776 Greiðslukjör við allra hœfi sasgis -í ólsiancS Stærsta helmllis-og raftækjaverslunarVoðja I Evrópu Skotar kjósa um eigið þing í dag Skoðanakannanir benda til að Skotar muni samþykkja stoöiun eig- in þings, hins fyrsta í nærri þrjú hundmð ár, í þjóðaratkvæða- greiðslu í dag. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun og þeim verður lokað klukkan níu í kvöld. Endanleg úr- slit verða kunn aðfaranótt fostu- dagsins. Ef Skotar greiða stoöiun þingsins atkvæði sitt verður kosið til þess ár- ið 1999 og það mun koma saman í fyrsta sinn í Edinborg árið 2000. Þingmenn verða 129. Samkvæmt skoðanakönnun í blaðinu Scotsman í gær vilja 63 pró- sent Skota eigið þing en aðeins 25 prósent em andvíg. Stjóm Verkamannaflokksins hef- ur lýst yfír áhuga sínum á að draga úr miðstýringu ö-á London. Tony Blair forsætisráðherra, sem fæddist og ólst upp í Skotlandi, hvatti lands- menn til að koma á kjörstað. Skotland hefur verið undir breskri stjóm frá 1707. Walesbúar greiöa atkvæði 18. september um takmarkaðri heima- stjóm en Skotar munu fá. Reuter J5% staögreiöslu- og greiöslukortaafsláttur a\\t milll hirn/^Q og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýslngar SSO 6000 Skólaúlpurnar í Spörtu Tilboö Úlpa Zippo Nr. 4 til 14 kr. 4.990 Nr XS til XXXL kr. 6.990 2 litir: Kóngablátt/svart Orange/svart Útsaia Úlpa Isaberg Nr. XS til XXL kr. 4990 Litur: Dökkblátt með kóngabláu og rauðu. Úlpa Wichita Nr. 4 til 14 kr. 5.990 Nr. XS til XXXL kr. 7.990 4 litir: rautt/svart, dökkbl./navy, svart/blátt, orange/blátt. Skór á snarlækkuðu verði Innanhússkór, skólaskór, hlaupaskór, eróbikkskór, körfuboltaskór. psv*£e**> xJVSh 09 Champion skólabak- pokar með pennaveski verð frá 1.990. Margir litir. Forza innanhússkór Nr. 28-46 1.990 Aspiration erobikk og leikfimiskór Nr. 36 - 41 3.990 (áður 6.990) Converse uppháir rússkinsskór Nr. 29 -38 2.490 (áður 5.990) Liberate með púða Nr. 36 - 46 2.990 (áður 4.990) Indoor Excite Nr. 42 - 46 2.490 (áður 3.990) Puma indoor allround Nr. 43-46 1/2 1.590 (áður 2.990 og 3.490) Raider með púöa í hælNr.35-42 2.490 (áður 3.990) XTG inspire alhliða skór með púða Nr. 43 og 44 3.990 (áður 5.990) Forza innanhússkór með mjúkum sóla Nr. 32 - 46 2.490 Barnaskór úr leðri Nr. 28 - 34 reimaðir og meðriflás 1.990 (áður 2.990) Trinomic XTG svartur, alhliða skór með púöa undir öllum sólanum Nr. 43 og 44 3.990 (áður 7.990) Trinomic cushoining hlaupa- skór með púöa Nr. 35 - 40 3.990 (áöur 5.990)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.