Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1997, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1997 15 Leikskólinn, stærð- fræðin og launin Leikskólinn er uppeld- is- og menntastofnun yngstu barnanna í þjóð- félaginu, barna sem við segjum á góðum stund- um að eigi að erfa land- ið. Það er nauðsynlegt að i leikskólum starfi fólk með menntun á sviði leikskólafræða. Hvers vegna er það nauðsyn- legt, er ekki nóg að þar starfi fólk með „gott hjartalag sem hefur gam- an af börnurn"? Nýverið var kunngerð frammistaða íslenskra bama í stærðfræði, sam- anborið við böm annars staðar í heiminum. Börn- in okkar komu sem kunnugt er fremur illa út. Strax er farið að leita orsaka og íslenska skóla- kerfið tekið til skoðunar, bæði grunnskólinn og þær menntastofn- anir sem sinna menntun kennara. En er nóg að skoða hvað þessir aðil- ar gera eða gera ekki þegar frammi- staða barnanna er skoðuð? Er ekki nauðsynlegt að líta á fyrsta skóla- stigið i íslenska menntakerfinu; leikskólann? Leikskólinn og stæröfræðin í leikskólanum er verið að vinna með stærðfræði frá fyrsta degi bamsins þar. Það er e.t.v. ekki verið að margfalda og deila, allavega ekki á blaði, en það er verið að vinna með gmnn- inn. Sem dæmi má nefna aldur barnanna, heimilisíong, afmæl- isdaga, stærri, minni, meira, minna, fleiri, færri og þau þurfa að skipta á milli sín (deila). Þetta eru hugtök sem snerta stærðfræðina beint og óbeint. í leikskól- anum gera börn sér grein fyrir rými, t.d. þegar þau teikna og mála, byggja úr kubbum, hvort held- ur það eru legókubb- ar eða trékubbar. Þau gera sér grein fyrir fjölda og formum. í leikskólanum er sungið og farið með visur þar sem börnin þurfa meira og minna að telja, líka draga frá og leggja saman. Einn lítill flll lagði af stað í leiðangur, fimur var ei hans fót- gangur, takturinn fannst honum heldur tómlegur svo hann fann sér einn til viðbótar. Tveir litlir fllar lögðu af stað í leiðangur og áfram syngja þau og leggja saman. í leikskólanum eru sagðar sögur þar sem talning kemur fyrir, svo sem sagan um bræðuma Einbjörn, Tvíbjörn og upp í Tólf- björn. Það er spilað við böm í leikskól- um, þau verða að vita hvað kemur upp á teningunum og færa mennina sína aftur á bak og áfram um reiti sem þau verða að telja. í leikskólanum flokka börn t.d. eftir lit og lögun og þau telja jöfn- urnar sínar að leikslokum. Þau borða mikið eða lítið og telja disk- ana eða brauðin, gúrkusneiðarnar o.s.frv. Stærðfræðin er samofin öllu starfi í leikskólanum. Leikskóla- bamið lærir í gegnum leik og dag- legar venjur. Leikskólinn og launin Leikskólakennarar læra um náms- og þroskaleiðir leikskóla- bamsins í sinni menntun, þeir læra hvemig best er að skipu- leggja starfið og á hvað beri að leggja áherslu. Ég tel að hlutur leikskólans í námi og þroska bama sé stórlega vanmetinn og að stundum sé farið langt aftur fyrir getu þeiira þegar þau byrja í grunnskóla. Ég tel að það þyrfti að vera meiri samfella milli þessara skólastiga svo byggt sé ofan á þá þekkingu sem börnin hafa en ekki tekinn nýr grunnur við hlið þess eldri. Leikskólinn er og verður ómiss- andi þáttur í samfélaginu og við eigum að búa vel að honum. Það að byggja hús og kalla leikskóla gerir það ekki sjálfkrafa að leik- skóla. Það er innihaldið en ekki umbúðirnar sem skipta mestu máli. Til að tryggja gæði í starfi leikskóla þarf fagmennsku til. Það á að gera þá kröfu að í leikskólum starfi fagmenn, leikskólákennarar. Til að svo geti orðið þarf leikskóla- kennarastarfið að vera eftirsókn- arvert. Það er margt sem gerir störf eft- irsóknarverð en einn er sá þáttur sem vegur þungt, það eru launin. Ég tel að ef ekki verði eitthvað gert í launamálum leikskólakenn- ara verði atgervisflótti úr stétt- inni, flótti sem framtíðin má ekki við. Nú eru lausir kjarasamningar og sveitarfélögin hafa tækifæri til að sýna hug sinn til yngstu borg- aranna í verki. Kristín Dýrfjörð Kjallarinn Kristín Dýrfjörö lektor í leikskólafræð- um, Háskólanum á Ak- ureyri „Þaö að byggja hús og kalla leik- skóla gerír það ekki sjálfkrafa að leikskóla. Það er innihaldið en ekki umbúðirnar sem skipta mestu má!i.u Fátækt fráskilinna karla Ársuppgjör Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar 1997 varpar ljósi á meinta fátækt íslenskra karla á höfuðborgarsvæðinu. Lára Björns- dóttir félagsmálastjóri benti á nokkrar ástæður þessa annarlega ástands mitt I öllu góðærinu. Karlar koma verr út úr skilnaðar- málrnn. Konur sitja áfram í vistar- verum þeirra, þær halda bifreið þeirra og forræði barna þeirra. Skilnaður þýðir vesaldóm útskúf- aðra karla en velsæld barnmargra kvenna. Á opinberum skilnaðar- plöggum er körlum brigslað um óreglu, framhjáhöld og ofbeldi en óopinber ástæða flestra skilnaða snýst fyrst og fremst um slæma fjár- hagslega stöðu. Sniðugar sporslukonur Fráskildar konur hafa úr meiru að spila eftir að þær hafa losað sig við lélegar fyrirvinnur, þökk sé samúðarfullu velferðarkerfi. Fráskildir karlar upplifa skilnað sem heimilishrak, viðvarandi ör- birgð vegna kröfu opinberra inn- heimtustofnana um meðlags- greiðslur sem dragast sjálfkrafa frá launum eða atvinnuleysisbótum, án tillits til tekna. Þeir lenda aftur á byrjunarreitnum i lífsbaráttunni. Frá sjónarhóli fráskilinna kvenna með böm undir lögaldri lít- ur dæmið allt öðruvísi jit. Ef konan situr ekki bara áfram í eigin íbúð þá á hún forgang að ódýrum félags- legrnn búsetu- eða leiguíbúðum. Meðlög barns- feðra, meðlags- uppbót hins opin- bera, sem er jafn- há framlagi karlsins, barna- bætur, barna- bótaauki, húsa- leigubætur, vaxtabætur og mæðralaun streyma svo til sjálfkrafa inn á bankareikninga þeirra í byrjun hvers mánaðar. Annað hvert hjónaband endar með skilnaði og 40% íslenskra bama þurfa að reiða sig á framlög velferðarstofnana til að draga fram lifið. Fæst böm sem svo er ástatt fyrir njóta raunverulega ávaxta velferðarkerfisins. Fjárausturinn lendir allur í vösum einstæðra mæðra. Þær mynda hina nýju millistétt sem kven- réttindasamtök hins vestræna heims hafa skapað með kröfu- gerðarpólitík sinni. Afkoma þeirra er gulltryggð hvort sem þær kjósa að vinna úti eða sitja heima við hannyrðir. Eitt barn er basl fyrir konu á atvinnuleysis- bótum, tvö hífir inn- komuna upp fyrir 100.000 krónur og þrjú, fjögur, „bingó!“ Lífeyririnn skatt- frjálsi er kominn upp í 150.000 krónur mán- aðarlega. Nýtt misrétti Einhleypar, bamlausar útivinn- andi konur hafa það hins vegar álíka skítt og’ annað launafólk, svo ekki sé minnst á giftar konur með ung börn sem neyðast oft til að reiða sig alfarið á tekjur eigin- mannsins til að geta dregið fram lffið. Velferðarkerfið átti að jafna kjör fólks en það hefur óafvitandi skap- að nýtt misrétti, rangindi sem stinga i augu fóðurlausra bama, út- skúfaðra feðra og samviskusamra gamaldags kvenna sem hafa hlynnt að nokkrum kynslóðum bama án þess að þiggja fyrir það nokkur sér- stök laun frá hinu opinbera. Það var markmið, en mun- aður í sjálfu sér fyrir lýðveldiskynslóðina, að stofna fjölskyldu til að geta leyft sér að eiga og ala böm. Nú eru konur verð- launaðar fyrir að sundra máttarstoðum fjölskyldnanna, for- eldrunum. Þjóðfélag sem umbunar konum fyrir klúður, ábyrgð- arleysi og barlóm eignast áður en yfir lýkur samkór óalandi og óferjandi vælukjóa. Við hverju búast stjómmálamennirnir sem flestir eru sekir um þessa yfirþyrm- andi móðurum- hyggju? Eiga þeir von á afrekum frá skjólstæðingum sínum? Ofvernduð börn koðna niður í ekki neitt og sama gerist hjá skjól- stæðingum velferðarstofnana. Það hefuí mjög neikvæð áhrif á sjálfs- mynd einstaklingsins að segja sig til sveitar og þurfa að reiða sig á ölmusufé skattborgara. Ástæður örbirgðar eru auðrekjanlegar. En hver hefur hjarta í sér til að banna ráðleysingjum að eignast börn, fólki að helga sig óarðbærri iðju og aðframkomnum atvinnurekendum að losa sig við starfsfólk. Gísli Þór Gunnarsson „Annað hvert hjónaband endar með skilnaði og 40% íslenskra barna þurfa að reiða sig á framlóg velferðarstofnana til að draga fram Hfíð. Fæst bórn sem svo er ástatt fyrir njóta raunverulega ávaxta velferðarkerfísins.u Kjallarinn Gísli Þór Gunnarsson sálfræðingur Með og á móti A útvarpsráð að fjalla um ráöningarmál? Guörún Helgadótt- ir. Hver annar? „Við erum að reka ríkisútvarp þetta er ríkisstofnun og hvað er eðlilegra en að Alþingi íslendinga kjósi ráð til að hafa umsjón og eft- irlit með þessari stofnun? Hver ætti annar að gera það? Vill þjóðin fela ein- um útvarps- stjóra, hver sem hann er hverju sinni, að ráða stofn- uninni einn? Mér þykir þessa umræða í stuttu máli sagt fáránleg," sagði Guðrún Helgadóttir útvarpsráðsmaður. „Það sem útvarpsráði ber að gera er að hafa umsjón með dagskrá stofnunarinnar, sjá um að málum sé ekki hallað, að jafnréttis sé gætt og að fólk fái hlutlausar upp- lýsingar. Það er eðlilega ekki hægt að hera ábyrgö á dagskrá stofnunarinnar ef við höfum ekk- ert með það að segja hverjir stýra henni. Auðvitað hljótura við að fylgjast með fjárhag stofirunar- innar þar sem dagskrá kostar peninga. Ég hef aidrei byrjað að skilja þessa umræðn. Það er ein- kennileg tortryggni sem er alltaf gagnvart þeim sém koma að rekstri þessa þjóðfélags. Ef fólk vill ekki útvarpsráð þá vill fólk sjálfsagt að útvarpið verði selt á almennum markaði og einka- vætt. Það held ég ekki. Mér þykir ekkert eðlilegra en að útvarpsráð fjalli um ráðningu manna í yfir- mapnastöður hjá Ríkisútvarpinu. Okkur ber að sinna skyldum út- varpsins." Út í hött „Það hefur komið fyrir að í út- varpsráði séu ágætir fagmenn og ekki alltaf síðri til að meta hæfni manna heldur en yfirmenn í út- varpinu sjálfú. Útvarpsráðsmenn hafa hins vegar oft horft fram hjá hæfni sinni og látið aðra hagsmuni ráða. Flokksgæðinga- hagsmunir hafa orðið ofan á. Ef það er rétt sem ég heyri varðandi frétta- stjóra Sjón- varpsins þá er það dæmigert þannig mál,“ sagði Atli Rúnar Halldórsson, fyrrverandi frétta- maður hjá Rfkisútvarpinu. „Þaö koma upp tilfelli af og til þar sem erfitt er að skilja hvaða hagsmunir eru að baki. Sérstak- lega er þaö áberandi þegai- „feit- ari bitar" eru á lausu. Stundum tekst útvarpsráði að vera á réttu róli faglegá. Það breytir því ekki að ég er ekki sámmála að þetta sé gert með þessum hætti. Það á að ráða yfirmenn að þessari stofnun eins og gert er annars staðar. Yf- irmennimir eiga síðan að ráða sér samstarfsfólk. Ef illa tekst til á að reka yfirmennina. Auðvitað er það út í hött að þingkjörið ráð sé að fjalla um ráðningar venju- legra starfsmanna. Þau ár sem ég starfaði hjá útvarpinu kom fyrir að mér fannst erfitt að átta sig á hver niðurstaðan yrði. Þegar ég átti von á að umsækjandi væri öruggur um að vera ráðinn kom fyrir að sá fékk jafnvel ekkert at- kvæði í ráðinu. Þegar fólk sem sækir um starf og fær ekki ráðn- ingu leitar upplýsinga hvers vegna það fékk ekki stuðning þá hefur því verið sagt að það hafi ekki unnið í sínum málum. Sem sagt, fólk átti að liggja í símanum og óska eftir stuðningi. Fólk átti að haga sér eins og það hefði ver- ið í kosningabaráttu." -sme Atli Rúnar Halldórs- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.