Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 13"V
2 fréttir________________________________________________________
Deilt um sölu jarðarinnar Möðrufells í EyjaQarðarsveit:
Raðuneytið ogilti
forkaupsréttinn
DV, Akureyri:
Landbúnaðarráðuneytið hefur
fellt úr gildi ákvörðun hreppsnefnd-
ar Eyjafjarðarsveitar frá 25. ágúst
sl. um að neyta forkaupsréttar á
jörðinni Möðrufelli í Eyjafjarðar-
sveit í tilefni kaupsamnings eigenda
jarðarinnar og Matthíasar Eiðsson-
ar hrossabónda á Akureyri. „Viður-
kennt er að hreppsnefnd Eyjafjarð-
arsveitar hafi glatað rétti sínum til
að neyta forkaupsréttar að jörðinni
Möðrufelli samkvæmt kaupsamn-
ingi dagsettum 24. júlí 1997,“ segir í
niðurstöðu ráðuneytisins.
Matthías greiddi inn á kaupverð
jarðarinnar þegar samningar hans
við eigendur Möðrufells voru undir-
ritaðir í júlí og átti afhending jarð-
arinnar aö fara fram 31. ágúst.
Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar tók
málið fyrir á fundi sínum 7. ágúst
en frestaði þá afgreiðslu um hvort
forkaupsréttar yrði neytt en sam-
þykkti það síðan á öðrum fúndi sín-
um 25. ágúst, eða degi eftir að tím-
inn til forkaupsréttar rann út.
Að Möðrufelli hefur verið rekið
kúabú með yfir 70 gripum og um 125
þúsund lítra mjólkurframleiðslu.
Altalað er að hreppsnefnd hafi ekki
viljað að mjólkurkvótinn yrði seld-
ur þeim manni sem eigendur jarðar-
innar hugðust selja kvótann en
Matthías Eiðsson, sem ætlaði að
kaupa jörðina, er umfangsmikill
hrossaræktandi og hugöist ein-
göngu vera með hross á jörðinni.
„Ég hef unnið algjöran sigur í
þessu máli með úrskurði ráðuneyt-
isins. Lögmaður minn hefur hins
vegar sagt mér eftir lögmanni
hreppsins að yfirgnæfandi líkur séu
á því að hreppurinn ætli lengra með
málið. Ég segi bara verði þeim að
góðu, ég hef ekki trú á öðru en þeir
lendi þá í enn meiri vandræðum
með þetta mál en þeir hafa nú þeg-
ar gert,“ sagði Matthías Eiðsson
þegar DV bar þetta mál undir hann.
-gk
Heilbrigöis- og dómsmálaráðuneyti:
Ræðst gegn áfeng-
isauglýsingum
Fulltrúar dómsmálaráðuneytis og
heilbrigðisráðuneytis áttu fund í
fyrradag, ásamt lögffæðingi embætt-
is lögreglustjóra. Fundarefnið var
áfengisauglýsingar, sem eru að verða
æ algengari hér á landi.
„Niðurstaða fundarins var sú að
það þyrfti að kanna þetta mál enn
frekar. Við tökum þessar áfengisaug-
lýsingar mjög alvarlega," sagði Þór-
hallur Ólafsson, aðstoðarmaður
dómsmálaráðherra við DV.
Dæmt hefur verið í tveimur mál-
mn af þessu tagi í héraði þar sem
fjallað hefur verið um áfengi í prent-
uðu máli. Niðurstöður þeirra dóma
voru grundvaiiaðar á ákvæðum tján-
ingarfrelsis og prentfrelsis og sam-
kvæmt þeim var ekki um brot á lög-
um að ræða. Að sögn Þórhalls áfrýj-
aði embætti ríkissaksóknara ekki
málinu til Hæstaréttar og því fékkst
ekki endanleg niðurstaða.
„Það fæst ekki endanleg niður-
staða nema Hæstiréttur kveði á um
hvort þessi nýju ákvæði í stjómar-
skránni séu rétt túlkuð. Um þetta eru
skiptar skoðanir meðal lögfræðinga.
Þórhallur sagði að nú yrði hafin
könnun á því hvaða mál væri hægt
að reka fyrir dómi þannig að úr því
fengist skorið með meira afgerandi
hætti en áður hvort umræddar aug-
lýsingar gengju gegn lögum.
„Þessar auglýsingar eru gerðar
þannig að þær eru oftast á mörkum
laganna. Vonandi verður máli af
þessu tagi áfrýjað þannig að skýrar
línur fáist.“ -JSS
• •
Fríhöfnin í Leifsstöð:
Ortroð a utsolu
skartgripa
DV, Suöurnesjum:
„Við erum að losa okkur við all-
an lager skartgripa og úra. Versl-
unin hættir með þær vörur frá og
með áramótum. Við höfum lækkað
vörumar allt að 30%. Það hefur
mælst mjög vel fyrir hjá ferða-
mönnum og höfum við selt mikið,“
sagði Guðmundur Karl Jónsson,
forstjóri Fríhafnarinnar í Leifsstöð,
við DV.
Mjög mikil sala er á úmm og
skartgripum í Fríhöfninni eftir aö
vömmar vom settar á rýmingar-
sölu. Salan hefur farið í 1,6 milljón-
ir króna á dag og örtröð myndast
þar sem vörumar em seldar. Guð-
mundur segir að útlendingar hafi
keypt Rolexúr á aðeins 300.000
krónur þama. Lagerinn sem selja á
er á kostnaðarverði milli 25 og 30
milljónir. Risastórt skilti var sett
upp til að láta ferðamenn vita af
sölunni.
Fullorðin
kona rænd
Fullorðin kona var rænd fjármun-
um þar sem hún var á gangi á bak við
Landsbanka íslands á Laugavegi í
gær. Atvikið átti sér stað skömmu eft-
ir klukkan 14. Konan var með hand-
tösku sem i voru 5 þúsund krónur.
Konan segir aö skyndilega hafi maður
komið að henni og hrifsað af henni
töskuna. Hann hljóp síðan í burtu.
Taskan fannst í garði við Lindargötu
en peningamir voru horfnir úr henni.
Konan náði ekki að gefa greinargóða
lýsingu af ræningjanum. -RR
„Þótt við höfum lækkað vörum-
ar er hagnaður af þessu. Það er
betra að selja lagerinn á þennan
hátt en til fyrirtækja," sagði Guð-
mundur Karl.
Sævar Jónsson, knattspyrnu-
kappi á árum áður, mun selja úr
og skartgripi í Leifsstöð eftir ára-
mót. Plássið var boðið út og verð-
ur Sævar með þrjár verslanir í
Leifsstöð. Hann fær einn að selja
umræddar vörur. ÆMK
Gluggaþvottamaöurinn er einbeittur á svip þar sem hann skefur sápulööriö
af útstillingarglugga verslunar í miöborginni. En þaö er sama hversu hrein-
ir gluggarnir veröa, umhverfiö breytist ekki þrátt fyrir bætt útsýni.
DV-mynd Hilmar Þór
Ingvi Hrafn Jónsson:
Fréttastjóri enn a ný
- ráöinn til íslenska fjölmiðlafjelagsins
Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrverandi
fréttastjóri Sjónvarps og Stöðvar 2,
hefur verið ráðinn fréttastjóri ís-
lenska fjölmiðlafjelagsins. Fyrir-
tækið ætlar að hefja útvarpsútsend-
ingar í lok þessa mánaðar en að
sögn Jóns Axels Ólafssonar, aðal-
eiganda þess, er verið að kanna
hvort ráðast skuli í rekstur sjón-
varpsstöðvar og útgáfú dagblaðs eða
vikublaðs.
Ingva er ætlað að byggja upp
fréttastofu, fyrst um sinn einungis í
útvarpinu, en jafnhliða mun hann
þróa hugmynd um fréttasjónvarp.
„Það er ætlunin að setja upp
fréttasjónvarpsstöð eins og tíðkast í
útlöndum. Við munum horfa til Sky
news og CNN,“ sagði Ingvi Hrafn.
„Ætlunin er fyrst um sinn að
sjónvarpa fréttum þrjár klukku-
Ingvi Hrafn Jónsson er nýr frétta-
stjóri íslenska fjölmiölafjelagsins.
Hann segir félagiö hyggja á sjón-
varpsrekstur í anda Sky og CNN.
stundir á dag á helsta fréttatíman-
um milli klukkan fimm og átta. Þar
munum við flytja fréttir á hálftíma-
fresti, líkt og aðrar fréttasjónvarps-
stöðvar." Jón Axel segir að verið sé
að athuga útgáfú á nýju dagblaði
eða vikublaöi enda keypti fjölmiðla-
fyrirtækið allan búnað Lesmáls sem
gaf Helgarpóstinn sáluga út. „Það er
því ekkert óeðlilegt að fyrirtækið
skoði þessa möguleika þar sem bún-
aðurinn til útgáfu er til staðar," seg-
ir Jón Axel. „Þannig verður hægt
að samnýta almennan rekstur og
fréttastofuna í hinum ýmsu miðl-
um.“
Þrír aðrir hafa verið ráðnir til fyr-
irtækisins: Ágúst Héðinsson sem
dagskrárstjóri, Rúnar Sigurbjartar-
son útvarpsstjóri og Valdís Gunnars-
dóttir dagskrárgerðarmaður. -s.ól
Konan í
lífshættu
Kona á fertugsaldri liggur lífs-
hættulega slösuð á gjörgæslu-
deild Sjúkrahúss Reykjavíkur
eftir mjög harðan árekstur
tveggja bifreiða á Vesturlands-
vegi í fyrrakvöld.
Tveggja ára sonur konunnar
og eiginmaður hennar létust í
slysinu. Aö sögn Gísla Jens
Snorrasonar, læknis á gjör-
gæsludeild, er konunni haldið
sofandi.
Ökumaður hins bílsins, sem í
árekstrinum lenti, er ekki talinn
í lífshættu. Hann er þó með tölu-
verða áverka. -RR
stuttar fréttir
íkveikja
Kveikt var i skúr í bakgarði við
j Hverfisgötu um kvöldmatarleytið í
S gærkvöld. Reynt var aö kveikja í
| íbúðarhúsi við skúrinn en það
| mistókst. Skemmdir urðu
töluverðar á skúmum.
j Brennuvarganna er leitað.
Sparaði 2,3 milljarða
Samkvæmt niðurstöðum út-
jS reikninga sem Hagfræðistofhun
S Háskólans gerði fyrir FÍB hefúr sú
J lækkun sem varð á iðgjöldum bíla-
trygginga við það að FÍB-trygging
tók til starfa sparað heimilunum í
J landinu 2,3 milljarða króna. Spam-
aðurinn mælist í lækkun bíla-
tryggingaiðgjalda og í minni
hækkun neysluvísitölu en ella
hefði orðið.
Hægir á flóttanum
| 672 hafa sagt sig úr Þjóðkirkj-
unni það sem af er árinu en á síð-
; asta ári vora þeir 1.848. Nýskráðir
| í þjóðkirkjuna á árinu em orðnir
J 93 þannig að raunfækkun er 579 en
í var 1.770 á sama tima í fyrra.
Karlanefnd fagnar
Karlanefnd Jafnréttisráðs fagnar
I því að ríkisstjómin hefúr veitt feðr-
| um í starfi hjá ríkinu rétt til tveggja
J vikna launaðs fæðingarorlofs. Jafn-
| framt skorar nefhdin á aðila vinnu-
| markaöarins og atvinnurekendur
að fara að dæmi ríkisstjómarinnar í
þessum efiium.
Noregsprestur byrjar
Sr. Sigrún Óskarsdóttir, sem hef-
Iur verið skipuð sóknarprestur ís-
lenska safnaðarins í Noregi, verður
sett í embætti á morgun, sunnudag.
Andreas Aarflot Óslóarbiskup setur
sr. Sigrúnu í embætti ásamt sr. Jóni
Dalbú Hróbjartssyni.
Heim ffá Namibíu
| Opinberri heimsókn Þorsteins
j: Pálssonar sjávarútvegsráðherra í
í Namibíu lauk í gær. í yfirlýsingu
j frá sjávarútvegsráðuneytum
Namibíu og íslands segir að áfram
i verði unnið að því að styrkja sjáv-
í arútveg í Namibíu bæði tæknilega
og efnahagslega með aukinni sam-
| vinnu við íslendinga.
Á útleið úr VSÍ
Bílgreinasambandið er á leið úr
| Vinnuveitendasambandi íslands
| en útganga var samþykkt á auka-
| aðalfúndi þess. Jafnframt var ósk-
| að eftir þvi að VSÍ endurskoðaði
í lög sín með það fyrir augum að
| einstök iyrirtæki innan Bílgreina-
| sambandsins gætu gengið í VSÍ ef
; þau óskuðu þess. RÚV segir frá
1 þessu.
VR hótar úrsögn úr LV
Verslunarmannafélag Reykja-
g víkur hótar að segja sig úr Lands-
í sambandi verslunarmanna en þing
þess stendur nú yfir. Mikill ágrein-
| ingur er um skipulagsmál sam-
j bandsins milli VR og landsbyggð-
í arfélaga verslunarfólks. RÚV sagði
frá.
Litil verðbólga
| Samkvæmt yfirliti Hagstofúnn-
j ar er ísland í sjöunda sæti landa
| mnan EES með minnsta verð-
| bólgu. Verðbólga hér er 1,5% °8
minni en í helstu viðskiptaiöndun-
um. Mest er verðbólga i Grikk-
? landi, 5,6%, en minnst í Sviss,
0,5%. _SÁ