Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1997, Blaðsíða 32
 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 LAUGARDAGUR 11. OKTÓBER 1997 kvótakóngar 41 ; /00 íílilljóilfi* Ágúst H. Einarsson 000 milljóiiií' ■m íililljóílí(, Slgurður Einarsson Guðrun Lárusdóttir Aðaisteinn Jónsson Sameign þjóðarinnar 200 milljarðar Fjórir kvótakóngar eiga um 11 milljarða Jafnt hlutdeild 14.600 íslendinga í auðlindinni - eða allra Akureyringa Samherja- frændur V IMIMðl - Samherjafrændur og Sigurður í Isfálagi Vestmannaeyja eiga 2,7 milljarða hver um sig Þeir fjórir menn sem mestan fisk- veiðikvóta eiga innan íslensku land- helginnar ráða yfír verðmæti sem samtals nemur um 11 milljörðum króna. Hver þeirra um sig á kvóta að verðmæti 2,7 milljarðar króna. Þessir íslensku milljarðamæringar eru Sam- herjafrændumir þrír, Þorsteinn Már Baldvinsson og bræðumir Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Vilhelms- son. Fjórði maðurinn sem stendur þeim frændum jafnfætis í kvótaeign er Sigurður Einarsson, framkvæmda- stjóri og aðaleigandi Isfélags Vest- mannaeyja. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að sameinast undanfarin misseri og þró- unin hefur verið í átt til fæmi og stærri fyrirtækja, gjaman skráð á Veröbréfaþingi og þvi almennings- hlutafélög með vaxandi fjölda hlut- hafa sem skipta orðið tugum þúsunda. Til marks um hversu stóran hlut 20 öflugustu sjávarútvegsfyrirtækin eiga í auðlindinni þá eiga þau um það bil 50% af öllum heildarkvóta fiskveiði- ársins. Engu að síður er það svo að nokkur hópur einstaklinga er mjög stórir hluthafar í fyrirtækjunum. Samherjafrændumir þrír eru lang- stærstu einstakir hluthafar í Samherj- afélaginu og séu hlutir þeirra hvers um sig reiknaðir inn í þann kvóta sem Samherji ræður er hlutur hvers um sig í krónum talinn 2,7 milljarðar sem fyrr segir. Á sama hátt er Sigurð- ur Einarsson langstærsti einstaki hluthafi ísfélagsins hf. í Eyjum og er kvótaeign hans jöfn eign Samherjaf- rændanna. Þjóðareignin 740 þúsund á hvert mannsbarn Verðmæti þess heildarkvóta sem veiða má á nýbyrjuðu fiskveiöiári eru nokkum veginn 200 milljarðar króna. Upphæðin er fundin út frá markaðsverði á fóstum kvóta ein- stakra fiskitegunda innan fiskveiði- lögsögunnar. í lögum em auðlindir sjávar innan lögsögunnar skilgreindar sem sam- eign þjóðarinnar allrar. Yrði þessari 200 milljarða eign skipt upp milli allra íslendinga kæmu um 740 þús- und krónur í hlut sérhvers manns- bams á íslandi. Út frá þessum for- sendum er eign hvers kvótakónganna fjögurra um sig því jafngild eign 3.650 íslendinga eða jafnmargra og búa á ísafirði. 25 menn eiga 20 milljarða Kvótakóngamir fjórir, sem hér hafa verið nefndir, eru langstærstu eigend- ur fiskveiðikvóta á íslandi og einu milljarðamæringamir á landinu. En það era fleiri kvótasterkir þótt þeir komist ekki með tæmar þar sem fjór- menningarnir hafa hælana og því vart hægt að kalla þá kónga heldur fremur kvótagreifa. Meðal kvótagreifa má nefna Pétur Stefánsson sem gerir út Pétur Jónsson en kvótaeign hans er trúlega nálægt 800 milljónum króna. Kvótaeign hjón- anna Guðrúnar Lárasdóttur og Ágústs Sigurðssonar er svipuð og Pét- urs. Bróðir Sigurðar, kvótakóngs i Is- félaginu, Ágúst H. Einarsson alþingis- maður, á stóran hlut í Granda hf. og sé sá hlutur umreiknaður í kvóta þá er eign Ágústs trúlega um 700 milljón- ir króna. Aðrir stórir era Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði með 650 milljónir og Þórkötlustaðasystkinin Eiríkur, Gunnar, Stefán og Gerður Tómasar- börn sem eiga hvert um sig í kringum 550 milljónir. Þeir 25 menn sem mestan kvóta eiga eiga kvóta fyrir um 20 milljarða króna. Það jafngildir því að gefin hafi verið út 270 þúsund hlutabréf i auð- lindinni á hvert mannsbarn í landinu, hvert upp á 740 þúsund krónur og þá eigi 25-menningarnir jafn mikið og all- ir íbúar á svæðinu frá Akranesi til Borgamess, á Snæfellsnesi, Vestfjörð- um, Norðurlandi vestra og Norður- landi eystra til og með Dalvík. Á þessu svæði búa alls um 27 þúsund manns. -SÁ Hús Sigurðar Einarssonar i Vestmannaeyjum. DV-mynd Ómar Sigurður Einarsson í Vestmannaeyjum: Berst ekki á DV, Vestmarmaeyjuro: Það verður aldrei sagt um Sig- urð Einarsson, forstjóra og aðai- eiganda ísfélagsins í Vestmanna- eyjum, að hann berist mikið á. Hann býr reyndar í stóm húsi sem byggt var upp úr 1950. Það er kannski ekki svo stórt þegar fjöl- skyldu- stærðin er höfð í huga. Hann er kvænt- ur Guð- björgu Mattías- dóttur, kennara við Barna- skólann í Eyjum. Þau eiga fjóra drengi og er sá elsti 20 ára en sá yngsi átta ára. Þá á Sigurður, eins og reyndar fjöldi Eyjamanna, íbúð í Reykjavík. Hún er þriggja herbergja á þriðju hæð í blokk. Sigurður ekur um á VW-Golf, árgerð 1997, sem hann keypti í sumar þegar hann endurnýjaði gamlan bíl sem kominn var að fótum fram. Einnig á hann gaml- an BMW, árgerð 1986, sem Guð- björg notar yfirleitt. Sigurður hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi og er meðlimur í Akógesfélaginu í Eyjum og mjög virkur í starfi Sjálfstæðisflokks- ins. Sat m.a. i bæjarstjórn Vest- mannaneyja fyrir flokkinn í tvö kjörtímabil á ámnum 1986 til 1994. Sigurður er bindindismaður á vin og tóbak. Hann stundar lík- amsrækt af miklum krafti, mætir fyrir allar aldir í leikfimi og hleypur um helgar. Ann- að áhugamál á Sigurður, sem er söfnun bóka. Starfs síns vegna þarf Sigurður oft að fara til Reykjavíkur en hann er heimakær. Fer ekki fleiri ferðir en hann nauðsyn- lega þarf og reynir alltaf að komast heim um leið og hann hefur lokið er- indum sínum. Það þykir mjög gott að leita til Sigurðar og þeirra hjóna beggja. Þau hafa t.d. ekki talið eftir sér að taka næturvaktir á gististöðum bama sem koma til Eyja í tengslum við íþróttamót, eins og Shell-mót og Pæjumót. Drengimir hafa fengið hefðbund- ið uppeldi barna og ungs fólks í Vestmannaeyjum. Til dæmis hafa eldri drengirnir stundaö sjó í sumarfríum sinum. Eins og sjá má af þessari upp- talningu sker fjölskyldan sig á engan hátt úr enda er stíll Sigurð- ar Einarssonar síst af öllu sá aö berast á. Því minni athygli því betra. Ómar Siguröur endurnýjaði nýlega gamlan bíl sinn og fékk sér nýjan VW Golf. Siguröur Einarsson. Samherjafrændurnir moldríku: DV, Akureyri: „Það þarf ekki mörg orö til að lýsa Samherjafrændunum. Þeir em nán- ast alltaf í vinnunni og það má segja að þeir séu vinnufíklar," segir mað- ur sem þekkir vel til Sam- herjafrænd- anna lands- kunnu á Ak- ureyri, Þor- steins Más Baldvins- sonar og frænda hans, þeirra Þorsteins og Kristjáns Vilhelms- sona. Þre- Þorsteinn Már Bald vinsson menningamir, sem eru taldir vera „kvótakóng- ar“ íslands ásamt Sig- urði Einarssyni í Vest- mannaeyjum, era taldir eiga kvóta að verðmæti 2,7 milljarða króna hver, samkvæmt upplýsingum sérrits Frjálsrar Verslun- ar sem ber heitið „100 stærstu". Veldi Samherjafrænd- anna má rekja aftur til þess tíma þegar þeir keyptu ryðkláfinn Guð- stein frá Suöurnesjum snemma á síðasta áratug, gamlan síðutogara sem lengi hafði legið við bryggju og safnað ryði. Þeir sigldu skipinu til Akureyrar og það hefur oft verið haft í flimtingum að það var hlegiö að þeim frændum þegar ryðkláfurinn lagðist að bryggju á Akureyri. En þeir vissu hvað þeir voru að gera. Skipið var tekið á land og því gjör- breytt svo úr varð frysti- togarinn Akureyrin sem hefur verið eitt almesta happafley íslenska flski- skipaflotans og er enn i fullum rekstri og malar eigendum sínum gull. Þorsteinn Vilhelmsson hafði verið skipstjóri hjá Útgerðarfélagi Akureyr- inga og hann stýrði Ak- ureyrinni í hátt í áratug og síðar Baldvin Þorsteinssyni, sem er flagg- skip Samherja í dag, en Þorsteinn kom svo í land og fór að vinna við fyrirtækið í landi eins og Kristján bróðir hans og Þorsteinn Már höfðu Kristján Vilhelmsson. gert frá upphafi. Ýmislegt hefur hjálpast að hjá þeim frændum. Menn ræða mjög gjaman um að „samsetning" þeirra hafi frá upphafi verið frábær, einn ótrúlegur „bisnessmaður", annar skipstjóri með geysilega veiði- reynslu og sá þriðji vélstjóri með við- tæka reynslu sem nýst hafi til fulls við útgerð- ina. Saman hafi þeir myndað lið sem ekkert stóð fyrir. Mönnum Þorsteinn Vilhelmsson. Samherjafrændurnir þrír eiga allir sams konar bíla. Þeir eru af geröinni Toyota Land Cruiser. Einbýlishús Þorsteins Más Baldvinssonar. DV-mynd GK sem þekkja þá frændur ber saman um að það sem einkenni þá fyrst og fremst sé dugnaður þeirra og vinnu- semi, þeim falli nánast aldrei verk úr hendi og skipti þá ekki máli hvort dagurinn heiti þriðjudagur eða laug- ardagur og klukkan sé 12 á hádegi eða 10 að kvöldi. Það má að vissu leyti segja að þeir séu fjölmiðlafælnir, þeir hafa ávallt verið mjög lítið fyrir að halda sínum málum ffarn í fjölmiðlum og lítið gefhir fyrir viðtöl viö fjölmiðla. „Þetta er alveg rétt. Samt eru þetta léttir og hressir menn og ákaflega skemmtilegir í vinahópi. Þeir eru að ég best veit ekki i neinum félagsskap nema KA og eru aldeilis sérlega miklir KA-menn. Þeir gefa sér yfir- leitt tíma til að fara á handboltaleiki hjá KA,“ segir góður kunningi þeirra frænda. Samherjafrændumir berast ekki mikiö á. Þeir hafa vissulega komið sér vel fyrir með fjölskyldum sínum í góðum einbýlishúsum í bænum og þeir aka um á Toyota Land Craiser jeppum sem eru þriggja til fimm ára gamlir. „Þegar þeir fara í sumarfrí liggur leiðin oft í skíðabrekkur í Austurríki en þeir eru með algjöra skíðadellu. Gjaman með GSM-sím- ana í vösunum. Tveir þeirra eiga lika böm sem hafa verið í fremstu röö afreksfólks okkar í alpagrein- um,“ segir viðmælandi okkar. -gk Einbýlishús Kristjáns Vilhelmssonar. DV- mynd GK. Einbýlishús Þorsteins Vilheimssonar. DV-mynd GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.